Morgunblaðið - 29.08.1995, Side 4

Morgunblaðið - 29.08.1995, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaráðherra um undirbúning fjárlaga Ekki verið að efna til skattahækkana Spáð er 1-1 y2% minni hagvexti 1996 en áætlað hafði verið FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að undirbúningur að gerð fjárlaga sé erfíðari en ætlað var í fyrstu vegna þess að útlit sé nú fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði minni en ráðgert hafði verið. Að sögn Þórðar Friðjónssonar er nú gert ráð fyrir 1-1 'UX minni hagvexti á næsta ári en spáð var fyrr á árinu, og að hann verði ná- lægt 1% í stað 2-2 'A% og er meg- inástæðan ákvörðun stjómvalda um skerðingu aflaheimilda á næsta fískveiðiári. Hagvaxtarhorfumar á þessu ári em hins vegar svipaðar og spáð var á fyrri hluta ársins og er reiknað með að hagvöxturinn verði nálægt 3% á árinu, að sögn Þórðar. Ríkisstjómin kom saman sl. sunnudag til að ræða fjárlagatillög- ur ráðuneytanna og munu ráðherr- ar funda aftur um verkefnið næst- komandi föstudag. Gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur verði lagðar fyrir þingflokka stjórnarflokkanna um eða upp úr næstu helgi. Stefnt að 4 milljarða halla „Á fundinum á sunnudaginn fór- um við yfir þær tillögur sem einstök ráðuneyti hafa gert til spamaðar í sínum ráðuneytum og ræddum hug- myndir að tekjuöflun sem kemur í stað tekjumissis vegna skattalaga- breytinga í tengslum við gerð kjara- samninga á síðastliðnu vori. Það sem hefur gert starf okkar heldur erfiðara á síðustu dögum er fyrst og fremst að gert er ráð fyrir minni hagvexti á næsta ári en við ráðgerð- um í okkar undirbúningsvinnu. Samt sem áður hefur ríkisstjórn- in ákveðið að freista þess að ná fram því markmiði sem sett var fyrr í sumar að leggja fram fjár- lagafmmvarp með fjögurra millj- arða halla og setja stefnuna á halla- laus fjárlög á árinu 1997,“ sagði Friðrik Sophusson. Skattar verði óbreytt hlutfall af landsframleiðslu 1996 Áætlað er að skattalagabreyting- arnar sem gerðar voru sl. vor í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem launþegum var heimilað að draga framlag í lífeyrissjóði í áföngum frá tekjum við álagningu skatta, muni kosta ríkissjóð um tvo milljarða kr. Hefur verið ákveðið að ríkissjóði verði bættur sá tekju- missir með tekjuöflun eftir öðrum leiðum, án þess þó að það feli í sér skattahækkanir, skv. upplýsingum fj ármálaráðherra. Hann sagði að markmiðið væri að skatttekjúr ríkisins yrðu sem næst óbreytt hlutfall af landsfram- leiðslu á næsta ári. „Það er ekki verið að efna til skattahækkana heldur ætlum við að halda því hlut- falli af landsframleiðslu sem verið hefur á undanförnum árum,“ sagði Friðrik. Islensk stúlka við Mururoa- eyjar ÍSLENSK stúlka, Sigríður Ragna Sverrisdóttir, er í áhöfn þýska seglskipsins S/S Dagm- ar Aaen, sem ásamt um 20 öðrum skipum tekur þátt í hópsiglingu til Mururoa-eyja í mótmælaskyni við fyrirhugað- ar kjarnorkutilraunir Frakka þar. Sigríður, sem er 24 ára göm- ul, hefur verið í áhöfn skipsins frá 17. apríl síðastliðnum, en Ieiðangursstjóri um borð er Þjóðverjinn Arved Fuchs. Að sögn Sverris Helgasonar, föð- ur Sigríðar, fer skipið til Páskaeyja eftir dvölina við Mururoa-eyjar og þaðan til Chile þar sem leiðangurinn mun rannsaka jökulbreiður. Sigríður, sem stundað hefur nám við Stýrimannaskólann, hefur áður siglt um heimsins höf á seglskipi, en hún var háseti á skólaskipinu Friþjófi Nansen sem flutti sjávarlíf- fræðinga og jarðfræðinga, m.a. til Galapagos-eyja. Hún hefur starfað sem skálavörður Ferðafélags íslands í Þórs- mörk og í Nýjadal og einnig verið í hjálparsveit skáta í Kópavogi. Fimmfaldur lottópottur FIMMFÖLD vinningsupp- hæð verður í lottóinu næsta laugardag. Enginn var með fímm töl- ur réttar í lottói sl. laugardag og flyst því vinningsupphæð- in, 13.339.440 kr., yfír á fyrsta vinning 2. september nk. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum sl. laugar- dag og fékk hver þeirra 319.600 kr. í sinn hlut en vinningur fyrir fjórar tölur réttar var 7.650 kr. No NocícarTc ÞÝSKA rannsóknaskipið S/S Dagmar Aaen sem nú mótmælir kjarnorkuvopnatilraunum Frakka við Mururoa-eyjar. Sigríður Ragna Sverrisdóttir er Iengst t.v. á myndinni. Ársreikningar 973 fyrirtækja árin 1993 og 1994 Afkoma fyrirtækja batnaði verulega HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi, sem hlutfall af tekjum 973 fyrirtækja úr flestum atvinnu- greinum, hefur hækkað úr 0,8% árið 1993 í 4,0% árið 1994 eða um 3,2 prósentustig. Þetta kemur fram í úrvinnslu Þjóðhagsstofnun- ar úr ársreikningum fyrirtækj- anna. Þá hefur eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna hækkað úr 17,7% í 19,7%. Afkomubatinn varð mestur innan sjávarútvegs. Séu bankar og sparisjóðir ekki hafðir með í afkomutölunum hefur hagnaðurinn aukist úr 0,8% í 3,8% og eiginfjárhlutfallið hækkað úr 28,8% í 31,6%. Aukin velta Þjóðhagsstofnun segir að sam- kvæmt þessu hafi heildarafkoma fyrirtækjanna batnað verulega milli ára. Hagnaður fyrir vexti og verðbreytingarfærslu hækkaði um 1,7 prósentustig og vextir og verð- breytingarfærsla lækkaði um 1,5 prósentustig. Ástæðuna fyrir lækkun vaxta megi fyrst og femst rekja til gengisfellingarinnar í júní 1993, en það ár mælist bókfærður fjár- magnskostnaður hár hjá fyrir- tækjum sem skulda mikið í er- lendri mynt. Þetta megi glöggt sjá á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem vextir og verðbreytinga- færsla lækkaði um 7,1 prósentu- stig af veltu milli áranna. Þetta skýri afkomubatann í sjávarút- vegi, en í þeirri atvinnugrein varð batinn mestur milli ára. Þar á eft- ir komi samgöngur þar sem af- komubatann megi fyrst og fremst rekja til lækkunar í öðrum rekstrargjöldum, en þau lækka um 6,4 prósentustig sem hlutfall af tekjum. Hjá bönkum og sparisjóð- um batnaði afkoman um 5,3 pró- sentustig sem hlutfall af tekjum sem eingöngu stafar af lækkun á framlagi í afskriftarreikning út- lána. Velta fyrirtækjanna hækkaði um 5,6% milli áranna sem er um 4% meira en almennar verðbreyt- ingar. Lax frá Kollafirði í Brynjudalsá og Hellisá LAX frá Laxeldisstöðinni í Kollafirði var í júlí síðast- liðnum settur í Hellisá á Síðu og í Brynjudalsá í Hvalfirði, en að sögn Jónasar Jónas- sonar, tilraunastjóra stöðv- arinnar, hafa ekki ennþá fundist nein merki um að kýlapest hafi borist með fiskinum í árnar. Beðið er tillagna frá fisk- sj úkdómafræðingum Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur öllum klakfiski í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði verið lógað vegna kýlapestar sem fannst í fiskinum. Jónas sagði að beðið væri tillagna frá fisksjúkdómafræðingum um hvað ætti að gera á móttökusvæði stöðvarinnar í sambandi við sótthreinsun. „Svo er bara að verja stöðina sjálfa og vonandi að þetta berist ekki inn i hana,“ sagði Jónas, en hann sagði að sjálfsagt yrði talsvert tjón ef pestin bærist inn í stöðina. Kvikmyndahá- tiðin í Edinborg A köldum klaka hlaut verðlaun Á KÖLDUM klaka eða „Cold Fever“, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, bar sigur úr být- um í keppninni um Rosebud- verðlaunin á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Edinborg sem lauk á sunnudag. Verðlaunin, sem draga nafn sitt af frægu kvikmyndasögulegu tákni í „Citi- zen Kane“ eftir Orson Welles, eru leikstjóraverðlaun Channel 4 sjónvarpsstöðvarinnar. í greinargerð dómara kemur fram að Friðrik Þór hafí fengið verðlaunin fyrir „mystiska vega- mynd um undankomu sem ber vitni um hreinræktaða kvik- myndalist". Á köldum klaka deildi verð- laununum með bresku myndinni „The Young Poisoner’s Hand- book“ eftir Benjamin Ross, en á annað hundrað kvikmyndir í fullri Iengd og fjöldi stuttmynda hvaðanæva úr heiminum tóku þátt í keppninni sem Edinborg- arhátíðin heldur í samvinnu við stórblöðin The Guardian og The Observer. Þetta er í fyrsta skipti sem Rosebud-verðlaunin eru veitt, en samkvæmt fráttatilkynningu frá Edinborgarhátíðinni er þeim ætl- að að verða „meðal þeirra eftir- sóttustu í kvikmyndaheiminum". Meðal leikstjóra sem áttu mynd- ir í keppninni voru Andrzej Wajda, Nikita Mikhalkov, Mika Kaurismaki, Terence Davies og Stephen Frears. Friðrik Þór er ánægður með verðlaunin og segir að þau komi sér vel fyrir dreifínguna á mynd- •inni í Bretlandi, en Á köldum klaka fer í almenna bíódreifíngu í þremur kvikmyndahúsum í London í lok september. Myndin mun í næsta mánuði verða sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og vonast Friðrik Þór til að geta gengið frá samningum um dreifíngu á henni í Bandaríkj- unum og Kanada í kjölfarið. Góð beija- spretta í Reykhólasveit Miðhúsum. Morgunblaðið. BERJASPRETTA virðist ætla að verða góð. Þó mun frostbragð finnast af aðalbláberjum í giljum þar sem kalt Ioft hefur streymt niður, en ofar í brekkunum virð- ast ber vera góð. Krækiber eru nú að verða full- sprottin og er að sjá að mikið sé um þau. Hins vegar eru gæsirnar duglegar að fara í berjamó og eru fljótar að hreinsa það land sem þeim Hkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.