Morgunblaðið - 29.08.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 7
FRETTIR
Viðvera sótthreinsunarfulltrúa
í Leifsstöð stytt
Veiðileyfasalar segja
eftirliti ábótavant
ÁKVEÐIÐ var í vor að stytta við-
verutíma starfsmanns sem sér um
sótthreinsun búnaðar erlendra
stangveiðimanna í Leifsstöð á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins. Ýms-
ir veiðiréttareigendur og leigutakar
laxveiðiáa hér á landi telja að eftir-
liti með sótthreinsun veiðibúnaðar
hafi hrakað alvarlega og erlendir
veiðimenn fari í gegn um tollskoðun
án þess að þurfa að sótthreinsa tæki
sín eða sýna vottorð um sótthreinsun
frá opinberum erlendum aðila.
Landbúnaðarráðuneytið skrifaði
Tollgæslunni bréf í maí sl. þar sem
ákvörðun um styttri viðveru starfs-
manns í Leifsstöð var tilkynnt. Þar
kemur fram að veiðiréttareigendur
og aðrir sem selja erlendum veiði-
mönnum leyfi hafi verið hvattir til
að tilkynna viðskiptavinum sínum
um þessar breytingar þannig að sótt-
hreinsun fari fram áður en lagt er
af stað til landsins.
Ráðuneytið óskar í bréfinu eftir
góðu samstarfi við Tollgæsluna við
að framfylgja þessum breytingum,
sem yrði einkum fólgið í því að fylgj-
ast með að veiðitækjum fylgi vottorð
frá opinberum aðila. Ef fullgild vott-
orð fylgi ekki veiðitækjum skuli ekki
heimila tollafgreiðslu fyrr en að sótt-
hreinsun lokinni. Ef starfsmaður sótt-
hreinsunar væri ekki á staðnum yrðu
veiðitækin sótthreinsuð á næsta við-
verutíma og send með fyrstu ferð
með rútu til Reykjavíkur. Ekki sé
gert ráð fyrir sótthreinsun um helgar.
Ýmsir sem selja erlendum veiði-
mönnum veiðileyfi hafa lýst
óánægju sinni með þessar breyting-
ar, sérstaklega í ljósi fregna um
kýlapestina sem upp er komin í
Elliðaánum.
Misbrestur í eftirliti
Torfi Ásgeirsson, umsjónarmaður
Haukadalsár í Dölum, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að margir við-
skiptavina hans hefðu sagt sér að
þeir hefðu hvorki verið krafðir vott-
orða í Keflavík, né hefði þeim verið
gert að sótthreinsa búnað sinn á
staðnum. Þeir hefðu einfaldlega
gengið í gegn athugasemdarlaust.
„Eftirlitið er á stundum nánast ekk-
ert,“ segir Torfi.
Páll G. Jónsson, leigutaki Laxár
í Kjós, sagði að margir þeirra er-
lendu veiðimanna, sem hér veiða,
renni fyrir lax víða annars staðar
þar sem ýmsir sjúkdómar hetja á
laxfiska, svo sem í Noregi, Skot-
landi og Rússlandi. „Hér er alltaf
verið að hugsa um að spara ein-
hveija smápeninga,“ sagði Páll.
Hann bætti við að auk augljósrar
sýkingarhættu þekkti hann dæmi
þess að hið nýja fyrirkomulag ylli
hinum erlendu gestum óþægilegu
umstangi, í verstu tilfellum svo mjög
að þeir íhuguðu að koma ekki aftur
hingað til veiða. Það samrýmdist
ekki stefnu ferðamálayfirvalda að
laða að ferðamenn sem eyða miklum
fjármunum.
0 Erlendir gestakennarar
K Barnadansar, yngst 3 ára.
■ Einkatímar
B Hóptímar
B Afsláttur fyrir hópa sem
taka sig saman.
Kennslustaðir:
Reykjavík, Brautarholti 4.
Mosfellsbær, Varmárskóli.
Hveragerði, grunnskólinn.
Innritun í síma 552 0345
kl. 17-23 daglega til 9. sept.
Keflavík, Sandgerði, Garður
og Grindavík: Innritun daglega
í síma 42 67680 kl. 22—23.
og í síma 552 0345 kl. 17—23.
^yennum alla samkvæmisdansa.
Þjálfum keppnisdansara og
sýningarfólk.
More 486 66 MHz tölvnr
Frá kr. 96.175,-
More Pentíum tölvur
Frákr. 123.478,-
Frákr. 127.044,-
Windows
Windows 95 kr. 8.500,-
Með 2x gcisladrifi kr. 19.900,-
Við erum í Mörkinni 6
Gcisladrif frá kr. 12.900,- Alritimarstöðvar 800 Mll kr. 22.900,-
Hljððkort, 16 bita vfððina kr. 8.600,-
. Sími 588 2061 - Fax 588 2062 BOÐEIND