Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alyktun Landssamtaka sauðfjárbænda um markaðsmál Svipuð skilyrði ríki hér og í nágrannalöndunum Góð raun af samstarfi við Landgræðsluna Meðal annarra ályktana, sem samþykktar voru á aðalfundi LS, er áskorun á stjómvöld um að veita auknu fjármagni til rann- sókna á smitleiðum riðuveiki og fyrirbyggjandi aðgerðum . gegn henni. Þá beinir fundurinn því til sveitarstjórna að tryggja aðgang bænda að förgun sorps sem til fellur við búskap og verði lögð áhersla á lágmarks tilkostnað og að bændur nýti sér þessa þjón- ustu. Fundurinn mælir sterklega með samstarfi Landgræðslu ríkis- ins og bænda við uppgræðslu, en fundurinn telur samstarf um upp- græðslu heimalanda hafa gefíð mjög góða raun og hana þurfí að efla. Beinir fundurinn því til fjár- veitingarvaldsins að svo megi verða. VERULEG lækkun á slátur- og heildsölukostnaði er alger for- senda þess að hægt verði að fram- leiða sauðfjárafurðir á samkeppn- isfæru verði hér á landi að mati aðalfundar Landssamtaka sauð- fjárbænda sem lauk að Brúarási í gær. í ályktun fundarins um markaðsmál segir að hlutur bónd- ans í heildarframleiðslukostnaði kindakjöts sé fyllilega samkeppn- isfær við það sem gerist í ná- grannalöndunum, en annar til- kostnaður sé hins vegar miklu hærri en þar gerist. 100 milljónir árlega til markaðsstarfs Fundurinn vill að kappsamlega verði unnið að markaðssetningu kindakjöts bæði innanlands og utan, en bendir á að mikið starf sé óunnið á sviði kjötvinnslu og vöruþróunar svo kindakjöt verði betur samkeppnisfært en nú við aðrar innlendar kjöttegundir svo og innflutt matvæli. í þessu sam- bandi verði að leggja áherslu á að stjómvöld skapi innlendum matvælaiðnaði svipuð skilyrði og gerist í nágrannalöndunum. Hvað varðar útflutning á kinda- kjöti vill fundurinn að í búvöru- samningnum, sem nú er verið að endurskoða, verði tryggður sér- stakur ijárstuðningur til markaðs- starfs og vöruþróunar fyrir út- flutning, og varið verði að lág- marki 100 milljónum króna á ári í 5-8 ár svo úr því fáist skorið hvort útflutningur sé raunveruleg- ur valkostur fyrir sauðfjárræktina. Kom fram í máli margra fundar- manna að þeir telji árangur í út- flutningi kindakjöts eina aðalfor- sendu þess að að sauðfjárræktin geti átt sómasamlega framtíð fyr- ir sér. Morgunblaðið/Kristinn Nóatún opnar í Austurveri NÍUNDA Nóatúnsverslunin var opnuð í gær í Austurveri. Verslun- in er 7-800 fermetrar að flatar- máli og segir Einar Örn Jónsson, verslunarstjóri, að þótt hún verði í meginatriðum ekki frábrugðin öðrum verslunum Nóatúns, geri stærðin það að verkum að í versl- uninni verði hægt að bjóða upp á ýmislegt umfram það sem gert er í öðrum verslunum Nóatúns. Nú í september verður skólavörutilboð og segir Einar að í versluninni verði boðið upp á ýmsar sérvörur og árstíðabundinn varning, eins og jólavörur í desember. „Að öðru leyti er ætlunin að vera með mjög gott kjötborð með góðu úrvali," sagði Einar. „Þá verða grænmet- inu gerð góð skil.“ Verslanir Nóatúns eru nú sam- tals níu. Sex eru í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein í Mosfellsbæ. Aðspurður hvort grundvöllur væri fyrir rekstri þetta margra versl- ana í Reykjavík sagði Einar svo vera, enda væru þær vel dreifðar um borgina. Nóatún í Austurveri verður opin alla daga vikunnar frá níu til níu. Opinber heimsókn forseta íslands til Kína Ur rigningu í Peking til fomminja í Xian Xian Kína. Morgnnblaðiö. ÚRHELLI í Pekiiig kom í veg fyr- ir að forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, gæti heimsótt gömlu keisarahöllina, „hina forboðnu borg“. Síðdegis var flogið til sögu- frægu borgarinnar Xian, u.þ.b. 1 Vi klst. flug frá Peking. Shaanxxi-hérað var þegar ís- land byggðist miðstöð stjórnmála, fjármála og menningar í Kína og þar sem nú er Xian var áður borg- in Chang’an, höfuðborg Klna í 1100 ár. Héraðið er 205.600 fer- kílómetrar og þar búa 35 milljónir manna, þar af 6,5 milljónir i Xian. I Xian var haldið til kvöldverðar í boði héraðsstjórans, Cheng An- dong. Héraðsstjórinn bauð frú Vigdísi velkomna og upplýsti m.a. að jarðhita væri að finna í Sha- anxxi. Hann ræddi um veg kvenna, sem hann kvað hvað mestan þar af öllum héruðum Kína. Fimmt- ungur þingmanna á héraðsþing- inu væru konur og yfirmaður fjár- mála í héraðsstjórninni, enda vissu þeir að fjármál væru vel komin í kvenna höndum. Forseti íslands kvaðst lengi hafa haft áhuga á að heimsækja Xian. Hún sagði að í þeirri ákvörð- un íslendinga að setja á laggirnar sendiráð í Kína fælist að þeir gerðu sér talsverðar væntingar um samskipti landanna. Hún ræddi þá kosti jarðhitanýtingar að jarðhitinn væri hrein orkulind og endurnýjanleg. Þá lýsti hún ánægju sinni með ummæli héraðs- stjórans um konur, ekki sístþau að fjármál væru vel komin í þeirra höndum, sem henni hefði lengi HINIR fornu leirhermenn, sem fundust í Xian. verið ljóst. Ýmsar fornminjar verða skoðaðar í Xian í dag, m.a. hinir frægu terracotta-hermenn fyrsta keisarans í Kína, Qins Shi- huangdi. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands Aframhald á plöntun Landgræðsluskóga Egilsstaðir. Morgunblaöið. Á AÐALFUNDI Skógaræktarfélags Islands sem haldinn er á Egilsstöðum er mikil áhersla lögð á framhald Landgræðsluskógaverkefnisins á vegum skógræktarfélaganna í sam- vinnu við Skógrækt ríkisins, land- búnaðarráðuneytisins og Land- græðslunnar. Að sögn Huldu Valtýs- dóttur, formanns Skógræktarfélags íslands, hefur vilyrði fengist frá stjómvöldum um að styðja við verk- efnið með útvegun plantna til alda- móta. Hulda sagði að miðað væri við að gróðursetja um milljón plantna á ári á vegum Landgræðsluskóga. í ávarpi Jóns Loftssonar skógræktarstjóra kom fram að í heild væru árlega gróðursettar fímm milljónir plantna. Einungis 1% landsins væri skógi vaxið og með sama árlega plötufjölda tæki 50-60 ár að bæta við öðru pró- senti. Á fundinum gerði Halldór Þor- geirsson deildarstjóri hjá RALA grein fyrir rannsókn á alaskaösp og umhveifí hennar í tilraunareit í Gunnarsholti en rannsóknin er ná- kvæmasta umhverfisrannsókn sem gerð er hér á landi, að hans sögn. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, íjallaði um skóg- aijaðra og breytt viðhorf til frágangs á þeim. Sagði hann að skógræktar- fólk yrði að gera sér grein fyrir að með skógrækt væri verið að móta landslag og því yrði að taka sérstakt tillit til þess hvernig skógur mætir beru landi. Sigurður sagði að skilyrði til skóg- ræktar væru á um 12% af heildar- stærð landsins. „Þeir sem óttast að við ætlum að kaffæra allt í skógi geta verið rólegir. Það er langt í það,“ sagði hann. Fjármálaráðuneytið um samantekt Daglegs lífs á launum, verðlagi og kaupmætti Verður að ítreka ýmsa fyrirvara BOLLI Þór Bollason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, kveðst telja að ítreka verði ýmsa fyrirvara við samanburð Morgunblaðsins á launum, verðlagi og kaupmætti í ellefu löndum sem birtist í Daglegu lífí í gær. Meðal annars beri að hafa í huga að íslenska skattkerfíð sé tekjujafnandi og að þjóðartekjur haldist um margt í hendur við kaup- mátt. Bolli kveðst telja að eftir lestur greinarinnar standi launamunurinn upp úr og spurning hvort eðlilegt sé að hann sé svo mikill. En saman- burðartöflurnar sýni að hans mati að skattkerfið virki til að jafna þennan launamun á Íslandí að miklu leyti. Allar bætur vantar „Stóra málið er að það er greini- lega mikill launamunur, ef við ber- um okkur t.d. saman við Dan- mörku, og væri athugandi að fá viðbrögð Vinnuveitendasambands íslands við honum. Launin í Dan- mörku fyrir skatt eru tvöfalt hærri en á íslandi, en ef tekið er tillit til skatta minnkar þessi munur niður í 20%, og þá verður að hafa í huga fyrst og fremst að þjóðartekjur Dana eru hærri en okkar. Við í fjár- málaráðuneytinu ætlum ekki að verja þennan launamun en það er tekið fram í inngangi að greininni að hafa þurfí ýmsa fyrirvara, sem nauðsynlegt er að ítreka," segir Bolli. Stærsti fyrirvarinn sé vöntun á bótagreiðslum, svo sem vaxtabætur og bamabætur, inn í samantektina. „Þama er tekið mið af einstaklingi án allra frádráttarliða og bóta, og þó svo að það sé gert annars staðar líka, er okkar skattkerfí svolítið frábrugðið öðrum að því leyti að það er miklu meira tekjujafnandi en í öðrum löndum. Því gefur ekki rétta mynd að sleppa bótagreiðslun- um. Við leggjum í okkar skattkerfí tæp 42% á allar tekjur og ef ekk- ert væri gert myndi ríkið kannski vera með 90 milljarða í tekjur, en hins vegar er 60 milljörðum af þess- um 90 dreift til baka. Hluti þessara 60 milljarða liggur í vaxtabótum, bamabótum, sjómannaafslætti, hlutafjárafslætti o.s.frv., sem er utan við samanburðinn og skekkir hann, okkur í óhag. Vitaskuld er einstaklingurinn sem miðað er við til, en menn lesa oft ekki fyrirvara og sitja eftir með ákveðna hugmynd sem í þessu tilviki gæti verið sú að einstaklingur á íslandi hafi það skítt og sé skattpíndari en aðrir, sem mér fínnst röng hugmynd.“ Gefur ekki heildarmynd Einnig séu tíndar út einstakar vörur og tiltekinn t.d. munur á verði rósar í Hollandi annars vegar og íslandi hins vegar, og komi kannski ekki á óvart að rósin sé dýrari hér en í blómaræktunarlandinu. „Sam- anburður á verði McDonold’s ham- borgara er mjög frægur, en þar er sleppt veigamiklum þáttum á borð við kostnað við húsnæði, kyndingu, rafmagnslýsingu o.s.frv. sem gerir það að verkum að samanburðurinn gefur engan veginn heildarmynd af framfærslunni,” segir Bolli. Bolli kveðst telja að hefði verið leitað til ráðuneytisins eftir upplýs- ingum fyrir samanburð Morgun- blaðsins, hefði hann annars vegar vísað á upplýsingar úr skýrslum OECD og hins vegar samantekt Hagstofu íslands. Meiri tekjujöfnun en annars staðar í skýrslu OECD um skattbyrði iðnverkafólks í aðildarríkjum þess, sé sýndur samanburður á skatt- byrði, ráðstöfunartekjum og álagn- ingu tryggingagjalda milli ein- stakra ríkja, sem leiði í ljós að verkamannafjölskylda á íslandi sé með lægstu skattbyrðina, að teknu tilliti til barnabóta. Þá er miðað við að sé ein fyrirvinna, tvö böm og þar af annað yngra en sjö ára og atvinnutekjur séu 110 þúsund krón- ur á mánuði. Slík fjölskylda væri hins vegar ekki dæmigerð meðal- fjölskylda, heldur nær því að vera lágtekjufjölskylda og í raun langt undir meðaltekjum fjölskyldna al- mennt. Einstaklingur með sömu tekjur sé hins vegar í sjötta neðsta sæti samanborið við skattbyrði sambærilegra launþega í öðrum ríkjum OECD. Þessar tölur stað- festi að tekjuskattskerfið hérlendis feli í sér meiri tekjujöfnun en víð- ast hvar annars staðar. Samanburður Hagstofu íslands sé hins vegar ítarlegri og taki mið af launum og framfærslukostnaði í öllum OECD-ríkjum, og sýni að Is- land komi alls ekki illa út. Þjóðartekjur og kaupmáttur haldast í hendur „Auðvitað eru launin hér mjög lág, en framfærslukostnaður á mörgum sviðum er líka lægri hér en annars staðar sem vinnur þann mun upp. Þar erum við í kringum miðju, sem er í samræmi við þann mun sem er á þjóðartekjum okkar og annarra landa Evrópu og sýnir samhengið þar á milli. Ef við tökum Sviss sem dæmi, þar sem eru hæstu þjóðartekjur í heimi, er mjög eðli- legt að þeir hafí jafnframt bestu afkomu í heimi. Að vísu er fram- færslukostnaður hærri að mörgu leyti hjá þeim en okkur þannig að munurinn jafnast aðeins, en gróft sagt má staðhæfa að þjóðartekjur á mann og kaupmáttur haldist í hendur.” > í > i i I i l I > 5 I I i i » I s » I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.