Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR aftur í tímann, eða til áranna 1988- 1991, til að fínna skattahækkanir sem skýringu á brottflutningi fólks. Það er hins vegar fyllsta ástæða til að taka undir það sjónarmið að of langt hafi verið gengið í tekju- tengingu bóta og hækkun jaðar- skatta á undanförnum árum. Við þessu hefur núverandi ríkisstjórn ákveðið að bregðast með því að hefja heildarendurskoðun tekju- skattskerfisins sem hafi það fyrst og fremst að markmiði að taka á þessum vanda. Af hálfu fjármála- Kaupmáttur heimila jókst um 4,6% árin 1994-95 en þjóðartekjur um 3,8%. Friðrik Sop- husson segir kaupmátt- arhækkun umfram aukningu þjóðartekna vaxa enn um 2% 1996. ráðuneytisins hefur margoft verið bent á hve jaðarskattar geta orðið háir, en það dregur úr vinnusemi fólks og kemur hart niður á barna- fólki sem er einnig að koma sér upp eigin húsnæði. Þetta fólk lendir oft í vítahring mikillar vinnu, aukinna tekna og hárra jaðarskatta, jafnt hækkunar tekjuskatts sem lækkun- ar bóta. Það er hins vegar ekki einfalt mál að lækka skatta almennt við ríkjandi aðstæður. Ríkissjóður hef- ur nú verið rekinn með halla í meira en áratug, eða allt frá árinu 1984. Þótt hallarekstur geti verið réttlæt- anlegur þegar illa árar er engan veginn hægt að réttlæta hann þeg- ar þjóðartekjur fara vaxandi eins og nú er. Hallarekstur heldur uppi vaxtastigi í landinu og kemur þann- ig illa við jafnt fyrirtæki sem skuld- sett heimili. Hallareksturinn virkar þannig sem dragbítur á hagvöxt og atvinnusköpun í landinu. Þess vegna er það mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar að freista þess með öllum tiltækum ráðum að eyða hallanum sem fyrst. Af þessum sökum er ekki mögulegt að grípa til almennrar skattalækkunar nú. Það gefur augaleið. Það er ekki réttlætanlegt að reka ríkissjóð áfram með halla og senda reikning- inn til næstu kynslóðar. Það hátta- lag hefur því miður viðgengist of lengi, en nú er mál að linni. Lítill hagvöxtur hér á landi er áhyggjuefni Það sem veldur mestum áhyggj- um í efnahagshorfum þjóðarinnar er að hagvöxtur verður helmingi minni hér á landi á næsta ári en í okkar helstu nágrannalöndum. Þetta veldur því að lífskjör hér á landi halda ekki í við þróunina ann- ars staðar. Til að ráða bót á þessu þarf að leita allra leiða til að skapa skilyrði hér á landi fyrir öflugt at- vinnulíf. Jafnframt þarf að laða hingað erlenda fjárfesta. Þetta hef- ur þegar verið gert með því að laga skattareglur fyrirtækja að því sem gengur og gerist í helstu samkeppn- islöndum okkar. Jafnframt hefur frelsi á fjármagnsmarkaði verið aukið og samkeppnisstaða inn- lendra fyrirtækja gagnvart erlend- um verið bætt. Ennfremur mun aðild íslands að evrópska efnahags- svæðinu, aukin áhersla á rannsókn- ir og þróunarstarf og eflingu menntunar stuðla að öflugra at- vinnulífi. Aðeins með hagvexti getum við lagt grunn að fleiri störfum í at- vinnulífinu og aukinni og varan- legri hagsæld. Ein veigamesta for- senda þessa er að snúa af braut hallarekstrar ríkissjóðs (og reyndar sveitarfélaga einnig) og reka ríkis- sjóð með afgangi. Það er fyrsta skrefið. Mikilvægast er að afla víð- tæks skilnings á þessum sjónarmið- um til að sporna gegn kröfum sér- hagsmunahópanna. Ábyrg umfjöll- un fjölmiðla getur gegnt hér þýð- ingarmiklu hlutverki. Höfundur er fjármálaráðherra. MORGUNTÍMAR - HÁDEGISTÍMAR - MIÐDEGISTÍMAR - KVÖLDTÍMAR Fitubrennslunámskeið hefst 4. september 95 - 8 vikur- lokaðir og opnir hópar. innritun hafin - takmarkað pláss Hringið strax í síma 565 9030 - 895 0795 x*ix' STAÐUR Akranes Borgarnes Grundarfjöröur ísafjöröur Blönduós Sauðárkrókur Dalvík Akureyri Raufarhöfn Þórshöfn Neskaupstaður Vestmannaeyjar Faxi Selfoss Hveragerði Eyrarbakki Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Bessastaðahr. Garðabær Kópavogur Reykjavík \\o^ SKÁTAFÉLAG INNRITUNARSTAÐUR SÍMI Nánari upplýsingar Skf. Akraness Skagabraut 29 431 1727 Skf. Borgarness Skátaheimilinu v/Borgarbraut 431 1778 Öminn Skátaheimilið 438 6913 Einherjar-Valkyrjan Mjallargötu 4 456 3282 Bjarmi Brekkubyggö 15 452 4611 Eilífsbúar Skátaheimilinu (Gúttó) 453 6661 Landvættir Mímisvegi 6 466 1648 Klakkur Hafnarslræti 49 461 2266 Melrakkar Víkurbraut 20 465 1225 Goöar Skátaheimilinu (Skonsunni) 468 1129 Nesbúar Grunnskólanum 477 1458 Skátah. v/Faxastíg 481 2315 Fossbúar Hrísholti 9 482 2238 Strókur Austurmörk 9 483 4805 Birkibeinar Björgunarskýlinu 483 1408 Heiðabúar _ Hringbraut 101 421 3190 Víkverjar Holtsgötu 51 421 5950 Vogabúar (Hr.búar) Slysavarnafélagshúsinu 424 6650 Hraunbúar Hraunbyrgi, Hraunbrún 57 565 0900 Svanir Skátaheimilið v/ íþr.húsið 565 0346 Vífill Hraunhólum 12 565 8820 Kópar Borgarholtsbraut 7 554 4611 Ægisbúar Neshaga 3 552 3565 Landnemar Snorrabraut 60 561 0071 Garðbúar Búðargerði 10 567 8099 Skjöldungar Sólheimum21a 568 6802 Skf. Eina Arnarbakka 2 581 2798 Hafemir Geröubergi 7 587 1020 Segull Tindaseli 3 567 0319 Árbúar Félagsmiöstöðinni Árseli 552 9633 Vogabúar Logafold 106 587 3088 Dalbúar við Rimaskóla 562 1390 Sími hjá félagsforingja Simi hjá félagsforingja Starfar á 4 stöðum i bænum Heima hjá félagsforingja Sími hjá félagsforingja v^° Innritun 10. sept. kl. 17 Sími hjá félagsforingja o\\>V° | ,VWe | Sími hjá félagsforingja Vesturbær og Seltjarnarnes Lækjargata að Kringlumýrarbraut Bústaðahverfi, Smáíbúðahverfi og Fossvogur Vogar, Sund, Laugarnes, Heimar, Kleppsholt og Laugarás Neðra Breiðholt, Bakka- og Seljahverfi Efra Breiðholt, Fella- og Hólahverfi Seljahverfi Árbær, Ártúnsholt og Selás. Sími hjá félagsforingja Grafarvogur. Innritun 16. seot. kl. 13 - 16 Rima- og Borgarhverfi, Til innritunar mæta starfandi skátar og þau börn sem áhuga hafa á aö hefja skátastarf. I flestum skátafélögum er hægt aö gerast skáti 9 ára yngsL- «' .; BANDALAG ISLENSKRA SKATA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.