Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 UR VERIIMU Gerlar undír mörkum í ísfiskí úr Sniugunni MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR: EVROPA Tilboð Frakka um „evrópskar kjarnorkuvarnir“ Hugmyndinni líttfagnað NIÐURSTÖÐUR úr gerlarann- sókn á físki úr ísfisktogara sem var að veiðum í Smugunni sýna að fiskurinn inniheldur mikið magn af örverum en þó undir viðmiðunarmörkum. Sýnið sem sent var í rannsókn „rétt slapp fyrir hom“ að sögn Sigurðar Garð- arssonar, framkvæmdastjóra Voga hf., í Njarðvík. Hann segist hafa keypt Smugufisk í síðustu viku og þegar vinnsla á honum átti að heíjast hafi fundist af hon- um undarleg lykt. Sýni hafi þá verið sent Rannsóknarstofu físk- iðnaðarins en fiskurinn unninn engu að síður. Sigurður segir að gerlatalning hafi verið í hæsta lagi, um 250 þúsund í grammi en venjulega sé miðað við um 150 þúsund í grammi. Sigurður segir að fiskurinn hafi verið um tíu daga gamall en niður- stöður rannsóknarinnar bentu til Frekari rannsókna á fiski úr Smugunni óskað þess að hann væri um 15-20 daga gamall. Það benti til þess að með- ferð á fiskinum um borð í skipinu hafi ekki verið nægilega góð. Sigurður segist ekki ætla að selja þennan fisk sem íslenska gæðaafurð. Slíkt gæti haft gífur- lega slæm áhrif á markaðsmögu- leika erlendis. Gallaður fískur Hannes Magnússon, hjá Rann- sóknarstofu fískiðnaðarins og framkvæmdi gerlarannsóknina, segir þessa rannsókn ekki sanna eða afsanna neitt. Viðmiðunar- reglumar um gerlainnihald í unn- um fiski hjá þeim séu þannig að ef fískur sé með gerlainnihald undir 150 þúsund í grammi sé hann góður en sé hann á bilinu 150 þúsund til 350 þúsund sé tal- að um að hann sé gallaður. Fari gerlarnir hinsvegar yfir það er fiskurinn ónýtur. Varðandi tiltekið sýni úr Smugunni vil Hannes ekki segja til um hvar gerlamengunin hafi átt sér stað. Ekki sé hægt að segja til um hvort að fiskurinn hafi verið mengaður þegar hann veiddist, eða hvort mengunin á sér stað um borð í skipi eða við vinnslu í landi. Sigurður Einarsson á efnadeild RF, segir að gerð hafi verið efna- rannsókn á þessu sýni úr Smug- unni. Hún hafi leitt í ljós að fískur- inn var töluvert skemmdur og væntanlega stafi það af lélegri geymslu um borð í skipi. Óskað eftir rannsókn Brynjar Gunnarsson, hjá Skoð- unarstofu Suðumesja, segir að menn hafí ítrekað orðið varir við torkennilega lykt af fiski úr Smug- unni. Hann sagði að samkvæmt frásögnum væri þessa Iykt jafnvel að fínna af nýveiddum Smugu- fiski. Ekki lægi fyrir nein afger- andi skýring á þessari lykt en hugsanlega væri þetta vegna rotn- unarskilyrða í hafinu í Smugunni. Brynjar segist hafa óskað eftir frekari rannsókn við Fiskistofu- stjóra. Engar athuga- semdir borist Aðalsteinn Gottskálksson, framkvæmdastjóri framleiðslu- og þjónustusviðs Islenskra sjávaraf- urða, segir að eftirlitsmaður á þeirra vegum hafi verið um borð í skipi í Smugunni og frá honum hafí ekki borist neinar athuga- semdir vegna hráefnisins. Kaup- endur á Smugufiski í fyrra hafi ekki greint neinn mismun á bragði og lykt í fyrra, samanborið við íslenskan fisk. Aðalsteinn segir að tekin verði sýni af sjófrystum fiski og send til rannsókna á allra næstu dögum. Að sögn Aðalsteins er mikill þrýstingur á verð á frosnum fiski núna og þeir muni reyna að koma í veg fyrir verðlækkun þegar mik- ið magn af físki komi inn á mark- aðinn í september og október. Sömu gæðakröfur til Smugufisks Sturlaugur Daðason, fram- kvæmdastjóri skoðunarstofu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að sömu gæðakröfur gildi um fisk úr Smugunni og fisk af íslandsmiðum. Hann segir að innra eftirlit í vinnslum sé mjög virkt og fískurinn sé metinn óháð því hvort hann er íslenskur eða úr Smugunni. Ekki sé gerður munur þar á. Þar að auki sé Söl- umiðstöðin með eigið eftirlit sem sé vinnslunum innan handar og einnig sé haft eftirlit með hráefn- inu í dótturfyrirtækjum erlendis. „Sú vara sem við látum frá okkur er því undir mjög ströngu eftirliti. Við erum einnig með menn um borð í skipunum í Smugunni og þeir segjast vera mjög ánægðir með meðferð áhafna á hráefninu og þar sé öðruvísi fiskur flokkaður frá,“ segir Sturlaugur. TILBOÐ Jacques Chiracs Frakk- landsforseta til bandamanna sinna í Evrópusambandinu um að kjam- orkuherafli Frakka muni nýtast vömum Evrópusambandsríkjanna í framtíðinni virðist ætla að falla í grýttan jarðveg. Ráðamenn flestra Evrópuríkja hafa sýnt tilboðinu lít- inn áhuga og virðast líta á það sem tilraun Chiracs til að fá þá til að samþykkja kjarnorkutilraunimar í Kyrrahafi. „Að hluta er þetta til- raun til að slá á mótmælaaðgerðirn- ar nú þegar tilraunimar em í þann mund að hefjast. En þetta er einnig tilraun til að fá málið til að líta þannig út að Frakkar geri tilraun- irnar í þágu Evrópu allrar en ekki sjálfa sig einvörðungu," segir Mich- • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB fagnaði í gær, föstudag, yfirlýst- um vilja Ítalíu til að líran hljóti aftur sinn sess í gengissamstarfi Evrópu (ERM) innan fárra mán- aða, en tók jafnframt fram, að endumýjun aðildarinnar væri nieira en formsatriði. Yves-Thi- bault de Silguy, sem fer með efna- hagsmál í framkvæmdastjóminni, sagði i yfirlýsingu, að hann fagn- aði því skrefí Dinis forsætisráð- herra, að lýsa yfír vilja til að líran komist aftur í ERM á næstunni. En skilyrðin fyrir inngöngunni verði að vera skilgreind af ítölsk- um stjórnvöldum í samráði við bandamenn sína innan ESB. Nauðsynlegt sé að ná niður opin- berum skuldum til þess að tryggja megi stöðugleika myntkerfisins. • JAN NYGREN, samræming- arráðherra Svíþjóðar og mögu- legur eftirmaður Ingvars Carls- sons forsætisráðherra, hefur sagzt hafa verið á báðum áttum hvort Svíþjóð eigi að sækjast eftir því að verða aðili að Gengissam- starfi Evrópu, ERM. Nygren sagði í sjónvarpsviðtali í gær, föstudag, að hann kysi að bíða með ERM- aðildina. Hún byði bæði vænlega og siður aðlaðandi kosti, og að ákveðnum kringumstæðum gefn- um kæmi til greina að taka þátt. „En ef mikið misræmi er á gengi evrópsku gjaldmiðlanna og efna- hagsþróunar í aðildarríkjunum verðum við að hugsa okkur tvisv- ar um. Við kjósum helzt að bíða átekta og taka ekki ákvörðun fyrr ael Clarke, hjá Varnarmálastofnun- inni í Lundúnum. Hann telur litlar sem engar líkur á að Frakkar muni gefa eftir yfirráðin yfir kjarnorku- herafla sínum í framtíðinni og tilboð Chiracs hafi verið mjög óljóst. John Roper, yfirmaður öryggismála- stofnunar Vestur-Evrópusam- bandsins tók í svipaðan streng og taldi ólíklegt að mikill áhugi væri á tilboði þeirra. Aðrir sérfræðingar bentu á að flest ESB-ríki væru þeirrar skoðunar að kjarnorkuvarn- ir Bandaríkjamanna væru nægjan- leg trygging íyrir Evrópu. „Ef ein- hvern tímann kæmi til þess að beita yrði kjarnorkuvopnum sætum við hvort sem er öll í sömu súpunni," sagði evrópskur stjómarerindreki. en hún verður orðin algerlega nauðsynleg," sagði Nygren. • HUGLEIÐINGARHÓPURINN svokallaði, sem hefur það verk- efni að safna saman og koma fram með tillögur að breyttu skipulagi ESB til umræðu á ríkjaráðstefn- unni á næsta ári, mun eiga fundi í Brussel á mánudag og þriðju- dag. Á dagskrá fundarins verður umræða um hvar starf hópsins er statt, en nú rennur seinna tíma- bil starfs hópsins í garð, en það er álitið mjög mikilvægt fyrir undirbúning ríkjaráðstefnunnar. • SPÆNSKIR sjómenn kusu í gær um það, hvort útvíkka ætti innflutningsmann á fisk frá Mar- okkó, sem hefur verið í gildi á Spáni frá því í maí sl., til annarra vörutegunda þaðan. Þótt sjó- mennirnir séu sárgramir yfir því að viðræður ESB og Marokkós um nýjan fiskveiðisamning skuli hafa strandað fyrir viku síðan, létu þeir undan þrýstingi og f éllu frá því að krefjast hertra aðgerða gegn Marokkó, í nafni þess að forðast víðtækt viðskiptastríð við hinn suðræna nágranna. Talsmað- ur sjómannanna sagði þó, að þeir styddu algert innflutningsbann á marokkóskar vörur þar til nýr fiskveiðisamningur væri í höfn. • ESB hefur ákveðið að veita 320.000 ECU til hjálpar flótta- mönnum frá borgarastríðinu á Sri Lanka. Hjálparstofnun ESB, ECHO, mun koma hjálpinni til skila. Komdu á Arbæjarsafn og njóttu þess aó drekka ilmandi gott RIO kaffi í hlýlegu og notalegu umhverfí í gamla Árbænum. Einnig þarftu aó prófafrægu lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar. 9^ & K DAGSKRA HELGARINNAR Laugardagur 2. september ...LOKAÚTKALL ÁRBÆJARSAFNS... Helgin 2.-3. september er lokahelgi sumarstarfsíns 1995, þó við opnum reyndar aftur aðventusunnudagana í desember með frábærri jóladagskrá. Ýmislegt veröur til gamans gert þessa síöustu helgi sumarsins á Árbæjar- safni. Á laugardag kl. 15:00 munu þeir Karl Jónatansson og Einar Magnússon leika valinkunn lög á harmónikku og munnhörpu, auk gömlu leikjanna þeirra langömmu og afa, sem leiösögumenn kenna börnunum. Sunnudagur 3. september ...TÖÐUGJÖLD - SUMARSTARFI LÝKUR... Á sunnudag kl. 13:00 - 17:00 býöst gestum aö líta í geymsluskemmur safnsins undir leiösögn Helga Sigurössonar, safnvarðar munadeildar. i fórum safnsins eru þúsundir muna og er því kjöriö tækifæri fyrir þá sem gjarnan vílja skoöa meira en þaö sem við komumst yfir aö stilla út á safninu. Kl. 15:00 verður slegiö upp tööugjaldaballi á Kornhúsloftinu. Karl Jónatans- son leikur polka, ræl og fleira sem tíðkaöist á böllunum hér áður fyrr. Nokkrir fótafimir dansarar munu leiða dansinn. Einnig venjulegir dagskrárliöir og veitingar á svæöinu ARBÆJARSAFN REYKJAVIK MUSEUM 5771111 • FAX 5771122 0PIÐ10-18 (lokaö mánudaga) Reuter. FRANSKIR sérsveitarmenn standa vörð um herflugvöllinn á Tahiti í Kyrrahafi. Iiran heitin velkomin í ERM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.