Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 37 MINNINGAR HELGIG. EYJÓLFSSON 4- Helgi Gísli Ey- * jólfsson var fæddur 8. júlí 1903 á Merkinesi í Höfn- um. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Kefla- víkur 24. ágúst 1995. Foreldrar hans voru hjónin Helga Gísladóttir og Eyjólfur Símon- arson. Börn þeirra voru 8. Páll, Helgi, Björg, Guðmundur og Símon, öll látin. Eftir lifa Ketill, Sigurveig og Guð- laugur. Þann 29. nóvember 1928 kvæntist Helgi Ingi- björgu Isleifu Halldórsdóttur frá Gaddstöðum á Rangárvöll- um, f. 2. maí 1909, d. 19. apríl 1992. Þau eignuðust fjóra syni. 1) Hermann, f. 11. júlí 1929. Hans kona er Áslaug Hulda Olafsdóttir og eiga þau 6 börn á lífi, en einn son misstu þau 1982. Hermann átti einn son fyrir hjóna- band. Barnabörnin eru átján og barna- barnabörnin tvö. 2) Eyjólfur, f. 2. júlí 1931. Kona hans var Erla Knudsen og eiga þau 5 börn og 14 barnabörn. 3) Þórhallur, f. 27. júlí 1935. Eigin- kona hans var Guð- £jin Þórðardóttir en hún lést 1985. Þeirra börn voru fimm, en elsta barnið lést við fæðingu. Barnabörnin eru tvö. 4) Guð- mundur, f. 10. nóvember 1943. Afkomendur hjónanna Helga og Ingibjargar eru því 56 á lífi. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju og hefst athöfnin kl. 13.00. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Langri ævi dugnaðar og atorku- manns er lokið. Okkur finnst dauð- inn oft ótímabær, en er hann ekki öldruðum, þreyttum og sjúkum kærkomin hvíld? Mig langar í örfá- um orðum að minnast elskulegs manns og vinar. Helgi ólst upp í Merkinesi í Höfn- um ásamt foreldrum sínum og systkinum. Vegna fátæktar varð skólagangan ekki löng þótt það hefði átt að vera því Helgi var mjög skýr og greindur maður. Þess í stað varð það skóli lífsins sem hann gekk í gegnum með sóma. Snemma varð hann að fara að vinna. Fyrst í Höfnum, síðar var hann kaupmaður austur í sveitum og í vegavinnu. Þar kynntist hann konu sinni, Ingibjörgu, þá ungri og fallegri heimasætu á Gaddstöð- um á Rangárvöllum. Ég tel það hans mesta gæfuspor er þau gift- ust 29. nóvember 1928. Þau höfðu verið gift í rúm 63 ár er hún lést 19. apríl 1992. Þau flýtjast snemma til Keflavíkur. Fyrst eru þau í leigu- húsnæði en 1931 flytja þau í sitt eigið hús, sem Helgi byggði. Það var steinhús á tveimur hæðum, sem ■ á þeim árum hefur verið mikið þrekvirki. Seinna byggði hann fleiri hús, þá kominn í efni og tel ég það hafa verið mun auðveldara. Helgi var mjög iðju- og vinnusamur, en að sitja við skrifborð sitt með bók og bækurnar sínar í kringum sig leyfði harín sér þó, en hann var mikill bókamaður og hafði mjög gaman af að grúska í ættfræði og átti gott safn bóka. Helgi var mik- ið snyrtimenni bæði með sjálfan sig og alla sína hluti, hvort sem var í herberginu hans eða bílskúrnum, þar átti hver hlutur að vera á sínum stað. Helgi vann hin ýmsu störf um ævina, en mest þó við útgerð. Fyrst í stað átti hann báta lengst af með öðrum, sem hann stundaði sjóinn á. Er hann hætti á sjónum var hann síldarmatsmaður í Kefla- vík, Grindavík og einnig á Siglu- firði. Síðar byggði hann stórt fisk- verkunarhús og vann við fiskverk- un og sildarsöltun um árabil. Um svipað leyti kaupir hann ásamt öðrum nýjan bát frá A-Þýskalandi. Eftir að hann hættir þessum rekstri gerist hann vigtarmaður við Kefla- víkurhöfn og starfaði þar uns hann hætti 70 ára að aldri. Helgi sat ekki auðum höndum, því þá flytja þau hjón austur á Hellu þar sem þau höfðu byggt sér fallegt hús. Fljótlega eftir að þau komu austur hefja þau ræktun á lóðinni og gróð- ursetja mikið af trjám, en hæstu trén eru nú orðin margir metrar og bera þeim fagurt vitni. Skammt frá Hellu áttu þau hjón sumarbú- stað ásamt systkinum Ingibjargar, þar kemur hann sér upp aðstöðu ásamt Ingvari svila sínum til að hafa kindur og eru þeir með kindur í allmörg ár. Þá fór heilsunni að hraka og 1987 flytjast þau hjón aftur til Keflavíkur þar sem þau keyptu sér litla íbúð og búa þar, þar til Helgi fór í sjúkrahús og Ingibjörg lést 1992. Þetta er í stuttu máli starfssaga Helga, en þó má bæta við að hann vann tölu- vert að félags- og sveitarstjórna- störfum. Af dugnaði og eljusemi kom Helgi sér vel áfram í lífínu og var alltaf veitandi, enda átti hann yndislega konu sem stóð eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu. Á heimili þeirra hjóna var alltaf gott að koma, var þar oft gestkvæmt, tekið í spil og slegið á létta strengi. Helgi var alvöru- og trúmaður mikill, en jafnframt gat hann verið glettinn og skemmtileg- ur og sá oft spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Síðustu árin dvaldi Helgi í Sjúkrahúsi Keflavíkur, þrot- inn að líkamlegum kröftum, en andlegri heilsu hélt hann til dauða- dags og fylgdist vel með öllu. Það eru nú liðin rúm 40 ár frá því ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna og hef ég aldrei fundið annað en vináttu frá þeim og vil ég þakka það. Far þú í friði friður pðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu svo áetíð guði falinn. Erla Knudsen. Rosenthal __ |xgar jní vehir gj°f • Brúðkaupsgjafir (7> >&v • Tímamótagjafir • Vcrð við allra hæfi JxoúeriA \YgSG Hönmm oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Bútasaumsefní 1.000 nýjar gerðir frá helstu framleiðendum voru að koma. Avallt 400 bókatitlar á staðnum. Sími 568-7477 %# iSw;. Mörkin 3 VIRKA við Suðurlandsbraut. °^<W Á/. J^föS IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ÍSYAl-BORGA H/F HÖFÐABAKKA 9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Dagskráin hefst á því að Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir gesti. Æfing á stóra sviði á Línu langsokk. Æfing á litla sviði á Hvað dreymdi þig, Valentína? í forsal verða sungin lög úr Tvískinnungsóperunni og Súperstar, íslenska mafían verður kynnt. í veitingabúð verður æfing á Barpari. tRTA OC BLöt>RUR , BOÐX ‘KAUACRÍMS50K BÝPO^ ^ tWÆTISCtRD1N i MOKNIKM Skoðunarferðir um húsið o.fl. WtÆkWÞAUGL YSINGAR Raðhús-165 fm Til sölu er 165 fm endaraðhús í Lindasmára 67 í Smárahvammi, Kópavogi. Er það nú rúmlega fokhelt að innan, þ.e. fokhelt og að auki með burðargrind fyrir milliveggi og efri hæð. Að utan er húsið pússað með endan- legum hurðum. Söluverð er kr. 8.490 þús. Áhvílandi eru húsbréf með 5% vöxtum nál. 6.290 þús. og 4ra ára lán nál. 940 þús. Út- borgun er aðeins 1.250 þús. Möguleiki er að taka nýlega bifreið sem útborgun. Upplýsingar eru veittar á daginn í símum 515-5500 og 896-6665 og á kvöldin í síma 557-7797. Grotrian-Steinweg flygill til sölu Til sölu sem nýr Grotrian-Steinweg flygill í valhnotukassa, 1,89 m. Um er að ræða úrvalshljóðfæri. Upplýsingar í síma 555 1616. Söngfólk óskast í kór Áskirkju í Reykjavík. Upplýsingar hjá organista í síma 554-2558 eða í Áskirkju í síma 581-4035 kl. 19-21. Til sölu á Benidorm ÍBÚÐIR, VILLUR OG HÓTEL: Trinisól 1 svefnh., fráb. útsýni. V. 7.350 þús. Las Carabelas (f. aftan Burger King), ein- stakl,- og m/1 svefnh. Verð 6 og 9 millj. Castle del Mar, 30-60 fm, mjög spænskar. V. 150 þús. per fm, 75 þús. per fm svalir. íbúðir í Don Miguel 1 og 2 og Torre Levante. VILLUR: Rocas Blancas (f. aftan Benidorm Palas) m/7 svefnh., 5 baðh. Verð 38 millj. M/4 svefnh. og 3 baðh. Verð 40 millj. HÓTEL: 16 herb., öll m/baði. Verð 75 millj. Öll verð eru gefin upp í pesetum. Sími 553 4923, Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.