Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 13 ÚR SKRÚÐGARÐINUM Aragerði í Vogum. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Bruarhlaup Selfoss í dag Sigurvegaramir fá lambalæri Selfossi - Þeir sem koma fyrstir í mark í Brúarhlaupi Selfoss sem fram fer í dag, laugardag, fá myndarlegt lambalæri í verðlaun til viðbótar við verðlaunapening- inn. Það eru þrjú kjötiðnaðarfyrir- tæki á Selfossi sem gefa verð- launalærin, Kjötvinnsla KÁ, Kjöt- vinnsla Hafnar-Þríhymings og Sláturhús SS. Með lambalærunum vilja kjöt- iðnaðarfyrirtækin minna á að þau í verðlaun framleiða gæðafæðu í fremstu röð. Brúarhlaup Selfoss hefst með 10 kílómetra hjólreiðum klukkan 13, 21 kílómeters hálfmaraþoni klukkan 13.30 og 10 kílómetra, 5 kílómetra og 2,5 kílómetra hlaupi klukkan 14. Rásmarkið í Brúarhlaupinu er að sjálfsögðu á Ölfusárbrú, en keppendur geta hitað upp fyrir átökin þar skammt frá, eða við Tryggvaskála. Selfossskjálfti 95 Islands- meistari í Hálandaleik- umkrýndur í dag Selfossi - íslandsmeistarinn í Há- landaleikum verður krýndur í dag, laugardaginn 2. september, á Sel- fossi á dagskrá sem nefnist Selfoss- skjálfti 95. Það er Andrés Guð- mundsson kraftajötunn sem stend- ur fyrir keppninni eins og í fyrra. Sterkustu menn landsins taka þátt í keppninni sem fer fram á bökkum Ölfusár neðan Hótels Selfoss klukk- an 15. Keppendur munu kasta staurum, steinum og sleggjum að hætti Skota og þeim er skylt að vera í Skotapils- um. Auk þessa verður fyrirtækja- keppni í reiptogi þar sem keppt er um titilinn: Sterkasta fyrirtækið á Selfossi. Karl Björnsson mun setja keppnina með innsetningarkasti, en ekki er víst hvort hann fær undan- þágu frá því að vera í pilsi. Einar Vilhjálmsson spjótkastari er kynnir keppninnar. Garðveisla hefst í Sundhallar- garðinum klukkan 18.30 í boði Sundhallarinnar og Hótels Selfoss. Þar mun Sniglabandið skemmta gestum og síðan verður dúndrandi dansleikur í hótelinu um kvöldið með Sniglabandinu og Radíus- bfæðrum. í Sundhallargarðinum verður baðstrandarstemmning í laugum og pottum og þess krafist að gestir komi í laugina og verði í stuttbuxum og stuttermabolum. Það verður mikil stemmning á Selfossi i dag þvi auk þessa fer Brúarhlaup Selfoss fram fimmta árið í röð og tjaldmarkaður verður í miðbænum. Varð fyrir bíl en slapp skrámaður Hveragerði - Piltur um tvítugt slapp betur en á horfðist þegar bíl var ekið á hann á Austurmörk í Hveragerði á fimmtudag. Pilturinn lenti undir bílnum og dróst með honum góðan spöl, en slapp með skrámur. Tildrög slyssins voru þau að franskir ferðamenn óku tveimur bílaleigubílum sínum hægt eftir Austurmörk. Pilturinn, sem ók mót- orhjóli, ætlaði að fara fram út bílun- um, en fremri bíllinn beygði í veg fyrir hann og á hjólið. Pilturinn fór inn undir bílinn og dróst með honum nokkurn spöl, en litlu mátti muna að aftari bíllinn æki einnig á hann. Eftir slysið kvartaði pilturinn und- an eymslum í baki og fótum. Við rannsókn á sjúkrahúsi kom í ljós að hann hafði sloppið með skrámur. Mótorhjólið er mikið laskað, ef ekki ónýtt, en lítið sá á bílnum. Viðurkenn- ing fyrir fegrun og snyrti- mennsku Vogar - Kvenfélaginu Fjólu var nýlega veitt viðurkenning Fegrunarnefndar Vatnsleysu- strandarhrepps fyrir fegrun og snyrtimennsku í skrúð- garðinum Aragerði í Vogum. Hrefna Kristjánsdóttir for- maður kvenfélagsins segir viðurkenninguna mikilsháttar á afmælisári félagsins sem varð 70 ára fyrr á þessu ári. Það voru bræðurnir Egill og Arni Hallgrímssynir frá Aust- urkoti sem hófu trjáræktun í Aragerði, sem eigendur lands- ins frá Minni-Vogum gáfu síð- ar kvenfélaginu með því skil- yrði að landið yrði ræktað með Ijám og fleira. Aukið viðræktunina á hverju ári Að sögn Hrefnu er á hveiju ári aukið við ræktunina, en umsjón með þessu verkefni hefur Aragerðisnefnd sem ákveður hvað sé framkvæmt hveiju sinni. Félagið aflar fjár í þetta verkefni með sölu á jólakortum og jólapappír og með sölu á mat til hestamanna sem fjölmenna í Voga á vorin. Þá hefur sveitasjóður verið mjög vinveittur. í tilefni sjötugsafmælis kvenfélagsins verða gefin út jóla- og gjafakort, með mynd af Aragerði sem kvenfélagið gefur út. Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu -kjaml málsins! ANTIK ogteppauppboð þriðjudaginn 5. september kl. 20.30 T.d. sófar, borð, bókaskápar, kommóður, náttborð, skápar, stólar, lampar, ljósakrónur, speglar, postulín, bronsstyttur og handhnýtt persnesk teppi. Uppboðshlutirnir sýndir í Faxafeni 5 í dag kl. 12.00-18.00, á morgun, sunnudag, kl. 12.00-18.00, mánudaginn 4. september kl. 10.00-18.00 og þriðjudaginn 5. september kl. 10.00-16.00. BÖRG ctntik FAXAFENI 5, SÍMI 581 4400 Leikskóli í Bjarna- húsi FRÁ Bjarnahúsi á Húsavík. Morgunblaðið/Silli Húsavík - Húsavíkurbær hefur keypt Garðarsbraut 11, Bjarnahús- ið, sem byggt var árið 1907, og gert á því miklar breytingar en þar hefur nú tekið til starfa leikskóli fyrir böm á aldrinum 2-6 ára. Bömin, sem em um þijátíu tals- ins, fá þar hálfsdagsvist. Leik- skólastjóri er Jóna Björg Freys- dóttir. Bærinn rekur einnig annan leik- skóla, Bestabæ, en þar geta sjötíu böm fengið heilsdagsvist en mörg eru þar í hálfsdagsvist svo þar fá oft yfir hundrað börn dagvist. Helga Jónína Stefánsdóttir er leik- skólastjóri þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.