Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR + Guðrún Jónas- dóttir fæddist á Hellissandi 11. október 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjvaík 23. ágúst 1995. Foreldrar Guðrúnar voru Jón- as Þorvarðarson frá Hallsbæ, Hellis- sandi, f. 9. apríl 1877, d. 10. júlí m. 1945, og Ingveldur ” Gísladóttir frá Skíðsholtum í Hrunahreppi, Mýr- um, f. 25. septem- ber 1871, d. 9. mars 1937. Jón- as Þorvarðarson var sonur hjónanna Þorvarðar Þorvarð- arsonar, útvegsbónda í Hallsbæ, og Ragnheiðar Skúla- dóttur; þau voru bræðrabörn, en Skúli og Þorvarður voru synir Jóns Jónssonar, bónda í Bár í Grundarfirði. Þeir drukknuðu báðir á besta aldri i Breiðafirði. Foreldrar Ing- veldar voru Gísli Andrésson, f. 1828, d. 1917, bóndi og skipa- smiður, og kona hans, Jarþrúð- ur Benediktsdóttir, f. 1834, d. 1895. Foreldrar Gísla voru Andrés Jónsson, f. 1801, d. 1879 og kona hans, Sigríður Hall- björnsdóttir, f. 1795, d. 1868. Þau bjuggu á Seljum í Hraun- Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Þetta vers á vel við nú þegar amma hefur kvatt þennan heim. Til hinstu ferðar valdi hún einn af fáum góðviðrisdögum sumarsins. Það var bjartur dagur og í minning- unni um ömmu er alltaf sólskin. Hún var ekta amma, Iítil, góð og glöð. Hún var félagslynd og söngelsk, artarleg heim að sækja hvem sem bar að garði. Hún var mikið fyrir fallega og litskrúðuga hluti og henni þótti gaman að klæða sig upp, enda var hún með glæsi- legri konum. Hjá henni vorum við bamabörnin nærð á sál og líkama. Hún kenndi okkur bænir og vers og nöfn á blóm- rum og landslagi. Hjá henni fengum 'við líka ís og ávexti úr litríkum skálum sem vom fallegustu skálar sem við höfðum á ævi okkar séð. Amma átti líka misstór glös sem voru í öllum regnbogans litum og þau glitmðu líka. í þeim var borið fram dísætt mjólkurkaffi sem við dýfðum Harðarkringlum út í. Það var með því ljúffengasta sem við fengum. A sumrin komu barnabömin sem ekki áttu heima á Sandi til sum- ardvalar hjá ömmu og afa. Þá var ýmislegt brallað og oft glatt á hjalla. í fersku minni em störfin sem við vorum látin vinna á sumr- in. Vökva blómin, slá blettinn og —.rnála grindverkið oft á sumri. Laun- in sem við fengum, fyrir utan hjartahlýju og leiðsögn sem endist okkur enn, vom bíltúrar fyrir Jök- ul, á Stapann, í Dritvík eða í berja- mó. í beijamó voru afköst okkar barnanna misjöfn en það gerði ekk- ert til. Amma og afi höfðu alltaf meðferðis teppi, sem breitt var úr á sléttum bletti, Egils appelsín og kex. Það var sjaldgæfur lúxus á þessum tíma. Jólin vom einstaklega hátíðleg. Oftast kom „Skagagengið" vestur f^og hélt jólin með okkur. Það voru skemmtilegir tímar og afi og amma nutu þess að hafa afkomendur sína hjá sér. Allt var gert til þess að gleðja stóra og smáa. Amma var mjög trúuð kona, umhyggjusöm og hlý og átti mikið að gefa. Elsku amma. Við þökkum þér gj/yrir það veganesti sem þú gafst okkur og við munum njóta alla tíð. hreppi á Mýrum. Foreldrar Jarþrúð- ar voru Benedikt Þórðarson, bóndi á Ánastöðum, og kona hans, Steinvör Guðmundsdóttir. Guðrún Jónasdóttir átti eina systur, Jar- þrúði Jónasdóttur, f. 23. júní 1907, d. 1981, gift Svein- birni Sighvatssyni og áttu þau fjögur börn. Guðrún giftist 26. maí 1927 Sig- urði Magnússyni, f. 17. ágúst 1907, d. 26. nóvember 1989. Foreldrar hans voru Karólína J. Kristinsdóttir frá Stykkishólmi og Magnús Magn- ússon frá Purkey. Guðrún og Sigurður voru 62 ár í hjóna- bandi. Þau áttu fjögur böm: Jónas, var hann kvæntur Theo- dóm Björgvinsdóttur og á hann fimm böm og fósturson; Amar, kvæntur Helenu B. Guðmunds- dóttur og eiga þau þijú böm; Inga Þórey, gift Herði Pálssyni og eiga þau fjögur böm; og Magnús, sambýliskona Ragna Magnúsdóttir, og á hann einn son. Útför Guðrúnar verður gerð frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margs er að minnast sem ekki verð- ur upp talið hér. Þegar komið er að leiðarlokum á langri ferð verður kveðjustundin oft erfið en minning- in um ferðina og ferðafélagana lifir í huga okkar. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur hér eftir sem hingað til. Jónasarbörn. Látin er í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavik tengdamóðir mín, Guð- rún Jónasdóttir frá Hallsbæ á Hellissandi. Hún var búin að dvelj- ast þar frá 1986 ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Magnússyni, en hann lést í nóvember 1989. Guðrún hafði átt við mikið heilsu- leysi að stríða í nokkur ár. Þegar þannig er komið er í rauninni náð að fá hvíld frá þessu jarðlífi. Margt mætti skrifa um merkis- heimili þeirra Guðrúnar og Sigurðar í Hallsbæ. Mjög var þar gestkvæmt og öllum sem þangað komu var tekið tveim höndum og allt það besta, sem til var í húsinu, borið fram. Guðrún Jónasdóttir hafði ákíf- lega hlýja og létta lund. Hún var mjög kvik í spori, hafði mikið yndi af söng og tónlist og var afar gest- risin og félagslynd. Hún naut þess að hafa fólk í kringum sig. Þess vegna laðaðist ætíð að heimili henn- ar mikið af vinum og kunningjum. Ég naut þessara eiginleika henn- ar í ríkum mæli þegar ég ungur maður kom á heimili þeirra hjóna. Mér er ætíð í minni fyrsta heimsókn mín til þeirra. Þá var hvorki kominn vegur fyrir Jökul né fyrir Ólafsvík- urenni. Því þurfti að sæta sjávarföll- um til að komast út á Sand. Þann- ig stóð á að við urðum að bíða nokk- urn tíma í Ólafsvík eftir að fjaraði og komumst ekki út á Sand fyrr en klukkan var farin að ganga þrjú um nóttina. Þegar komið var að Hallsbæ var þar allt uppljómað og þar beið okkar rjúkandi kaffi og staflar af brauði og kökum. Okkur var tekið af slíkri alúð að það gleymist ekki. Börnin okkar nutu þess í æsku að dveljast oft og tíðum langtímum saman hjá afa og ömmu á Sandi. Þar veittist þeim ómetanlegt vega- nesti sem ég veit að þeim mun end- ast meðan þau lifa. Þegar Sigurður Magnússon, sem hafði um Iangan aldur verið verk- stjóri í Hraðfrystihúsi Hellissands, lét af störfum vegna aldurs árið 1975 fluttu þau hjónin til Reykja- víkur. Það er skoðun mín að þar hafí þau gert mistök. Hugur þeirra beggja var ætíð fyrir vestan þar sem þau höfðu átt bernsku- og manndómsár sín. Þau höfðu notið þess í ríkum mæli að aka um ná- grenni Hellissands, meðal annars fyrir Jökul þar sem þau áttu yndis- reit í Hólahólum. Hann höfðu þau girt og ræktuðu þar bæði tré og blóm. Fyrir vestan voru einnig vinir þeirra flestir enda kom á daginn að þau undu aldrei hag sínum í Reykjavík. Eins og fram kom í byrjun þessa greinarkorns hafði Guðrún verið mikið veik síðustu misserin. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á hve vel yngsta barn hennar, Magnús, reyndist henni þann tíma og raunar foreldrum sínum báðum alla tíð. Hann heimsótti hana á hveijum einasta degi, ef hann var heima, og sat hjá henni langtímum saman. Meðan hún hafði heilsu til tók hann hana oft heim til sín eða í ferðalög, bæði vestur á æskuslóð- ir hennar og um nágrenni Reykja- víkur, en hún hafði mikið yndi af að ferðast. Það hefur örygglega verið henni mikill styrkur að eiga slíkan son sem Magnús. Að endingu þakka ég af heilum hug allt það sem ég og fjölskylda mín nutum af hennar hendi. Við þökkum árin þeirra á Hellissandi og samvistirnar við þau hér syðra. Ég minnist tengdamóður minnar með djúpri virðingu og bið Guð að blessa minningu þeirrar mætu konu. Fari hún í friði. Hörður Pálsson. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hún amma Guðrún hefur skilað sínu dagsverki. Það var á einum fallegasta síð- sumarsdeginum nú í ágúst sem hún amma mín hvarf á braut. Það er auðvitað ómögulegt að ætla sér það að gera langri ævi hennar skil í örfáum línum og aðrir eru sjálfsagt færari en ég í ættfræðinni. Eg mun einungis reyna að raða örfáum minningarbrotum á blað. Amma dvaldi síðustu æviárin á Hrafnistu í Reykjavík þar sem fjölmargir vin- ir og kunningar að vestan dvelja og hafa dvalið. Þar var vel hugsað um hana og hafi starfsfólk þar hjartans þökk fyrir. Það var eins og líf ömmu tæki að fjara út hægt og hægt eftir að afí Sigurður lést þann 26. nóvember 1989 en hjóna- band þeirra hafði þá varað í 62 ár. Þau voru af þeirri kynslóð íslend- inga sem lifðu tímanna tvenna. Það var þeirra kynslóð sem með fádæma dugnaði kom sjálfum sér og afkom- endum sínum úr moldarkofatilveru forfeðranna og skiluðu sannarlega öðru búi en því sem þau fengu í arf. Þegar ég var barn á Akranesi fyldi vorkomunni tilhlökkun yfir því að nú stæði fyrir dyrum sumardvöl hjá ömmu og afa á Hellissandi á Snæfellsnesi. Strax að loknum skólaslitum var sest uppí Snæfells- nesrútuna og við tóku áhyggjulaus- ir æskudagar hjá ömmu og afa. Þá fannst mér skemmtilegt mannlíf á Sandi, eins og staðurinn er nefndur manna á meðal. Allir þekktu alla og samskipti manna voru mikil og með öðrum hætti en í samfélagi nútímans. Amma og afr bjuggu í Hallsbæ, sem var í þá daga reisu- legt hús við fjörukambinn. Afi var um áratugaskeið verkstjóri í frysti- húsi Rögnvaldar Ólafssonar og amma sinnti heimili þeirra og upp- eldi barnanna og þegar þau uxu úr grasi stóð heimili hennar opið okkur banabörnunum. Ég sé hana Guðrúnu ömmu fyrir hugskotssjón- um nú eins og ég sá hana þá, tak- andi á móti gestum og gangandi, hellandi uppá kaffi eða berandi á borð kökur og kræsingar fyrir okk- ur börnin. Hún var sífellt brosandi þótt erillinn væri mikill frá morgni til kvölds. Frá þessum endurminn- ingum stafar mikil hlýja og um- hyggja enda var amma manneskja sem var alltaf til staðar þegar mað- ur þurfti á að halda í amstri þess- ara daga. Einnig man ég svo vel eftir ferðunum með þeim í beijamó í hrauninu á Snæfellsnesi. Þá tók afi bílinn þeirra úr bílskúmum með mikilli viðhöfn og keyrði okkur í kaupfélagið þar sem keypt var gos og kex í nesti fyrir okkur krakk- ana. Afí var ekki ökuglanni en bíl- túr með honum gat verið nokkuð ævintýralegur þar sem hann gat orðið uppteknari af náttúruskoðun en akstrinum, enda tengjast menn náttúrunni á Nesinu sterkum bönd- um. Þróunin á Sandi gegnum árin varð svipuð og í öðmm litlum sjáv- arplássum kringum landið. Börn margra fluttu sig um set til þéttbýl- isins og gamla fólkið sat eftir. Amma og afi seldu Hallsbæ og fluttu til Reykjavíkur árið 1975. Þau bjuggu fyrstu árin í Reykjavík á Háaleitisbrautinni en síðan í bjartri og hlýrri íbúð á Meistaravöll- um 5. Árið 1986 fluttu þau í hjóna- íbúð á Hrafnistu. Á Meistaravöllum, sem endranær, stóð heimili þeirra mér opið. Ég bjó hjá þeim um sjö ára skeið meðan ég var við nám og síðar störf í Reykjavík og þá reyndi ég að vera þeim eins mikil stoð og þau höfðu reynst mér. Amma Guðrún tók þessum breyt- ingum á þeirra högum betur en afi. Hún var mjög jákvæð mann- eskja að eðlisfari og lét ekki lang- varandi veikindi slá sig útaf laginu. Ég lærði það af henni að jákvætt hugarfar getur fleytt manni býsna langt í lífinu og komið manni yfír margar hindranir. Fyrir fólk sem hafði alið allan sinn aldur utan Reykjavíkur kunnu þau sannarlega að meta það sem borgin hafði uppá að bjóða. Hvort sem ég fór með þeim í matarinnkaupin fyrir helgar eða í kaffi á Hótel Borg til að skoða mannlífið fóru þau ekki úr húsi nema að hafa búið sig í sitt besta bæjarskart. Þau hefðu aldrei látið sjá sig í ,jogging“-göllum á manna- mótum. Eg hafði mikla ánægju af því að bjóða ömmu í bæinn og fylgj- ast með viðbrögðum hennar við því sem fyrir augu bar. Hún kunni að meta bæjarlífið og ég sagði henni það oft að hún hefði átt að flytja í bæinn löngu áður en raun varð á. Ég vissi þó að það hefði aldrei hvarflað að henni að fara nokkuð án hans afa. Lífið heldur áfram. Ég gifti mig, eignaðist börn og bjó erlendis um nokkurra ára skeið. Hugurinn vék þau ár aldrei langt frá henni ömmu en hún vildi fá að fylgjast með eins og tök voru á. Ég er ánægð með að börnin mín fengu að kynnast langafa sínum og ömmu. Hjartað hennar ömmu stóð mínum börnum opið eins og mér. í beijaferðunum, sem ég man svo vel eftir, á haustin fylgdi óumflýjan- lega sá kvíði að þá tæki dvölin hjá afa og ömmu að styttast það árið í takt við dagana. Krían sem sett hefur svo mikið mark á náttúruna í kringum Rif og Sand var að tygja sig til brottfarar um þetta leyti árs og halda á suðlægar slóðir. Þegar kveðjustundin rann upp þessa síð- sumardaga æsku minnar fylltist ég trega. Sá tregi sem sækir á mig nú er dýpri þar sem ég kveð hana ömmu hinsta sinni. Ég er þakklát Guði fyrir þá ævi sem hún fékk að lifa með manni sínum og börnum. Ég er þakklát fyrir það að fá að vera nærri við leiðarlok. Ég hugsa með miklum hlýhug til yngsta son- ar ömmu, hans frænda míns Magn- úsar Sigurðssonar, sem stóð henni ömmu mjög nærri og hugsaði alla tíð svo fallega um hana, ekki síst síðustu ár hennar. Megi góður Guð geyma minningu ömmu minnar. Guðrún Harðardóttir. Guðrún var fædd að Hallsbæ á Hellissandi, dóttir þeirra merkis- hjóna Jónasar Þorvarðarsonar for- manns, ættuðum frá Hellissandi, og Ingveldar Gísladóttur, ættaðri af Mýrum. Guðrún eignaðist systur sem var þrem árum yngri, Jar- þrúði, er giftist Sveinbirni Sighvats- syni og eignuðust þau fimm börn öll búsett í Reykjavík. Jarþrúðui og Sveinbjörn eru bæði dáin. Jónas Þorvarðarson var talinn mikill formaður. Hann var álitinn veðurgleggsti formaður við Breiða- ljörð á sinni formannstíð og lenti ekki'í vondum veðrum eða hlekktist á þrátt fyrir það að hann fleytti tengst ungum og óreyndum sjó- mannsefnum sem ekki voru taldir fullgildir hásetar hjá öðrum. Ing- veldur í Hallsbæ, en svo var hún jafnan nefnd, var einstök gæða- kona. Hið blíða og einlæga viðmót hennar hændi að heimilinu bæði eldri og yngri og þó einkum þá er í erfiðleikum áttu. I þessu umhverfí ólust þær systur upp, Guðrún og Jarþrúður, á einu af myndarlegustu heimilum Hellissands. Þær Hallbæjarsystur voru mjög skemmtilegar og glaðlyndar enda sóttu jafnöldrur þeirar að Hallsbæ til að njóta félagsskapar þeirra og þær voru eftirsóttir félagar í leik. Leikir barna á Hellissandi mótuðust af lífsbaráttu hinna fullorðnu. Aðal leiksvæðið var fjaran og sandbalar Krossavíkur. Þar var farið í bolta- leiki, stórfiskaleiki og ýmsa fleiri leiki en í fjörunni var farið í felu- leiki. Hið tilkomumesta en um leið hættulegasta var að hlaupa fyrir þá er brim var og fékk þá margur vota dýfu. Aldrei mun þó slys hafa hlotist af þessum leik. en oft legið nærri. Við Guðrún vorum samtímis í bamaskóla. Hún var skarpgreind og jafnan í hópi þeirra er hlutu hæstu einkunnir. Á þeim árum stóð unglingum á Hellissandi ekki til boða nein framhaldsmenntun að loknum barnaskóla og því varð ekki um framhaldsmenntun að ræða hjá Guðrúnu þótt vel væri hún til þess fallin. Ung gekk Guðrún í barna- stúkuna og var félagi þar meðan stúkan starfaði. Hún gekk í kvenfé- lagið og var síðar gerð að heiðursfé- laga þar. Þann 26. maí árið 1927 giftist Guðrún Bigurði Magnússyni. Hann var fæddur að Tungu á Fellsströnd sonur merkishjóna Karólínu J. Kristinsdóttur og Magnúsar Magn- ússonar frá Purkey á Breiðafírði. Móðir Sigurðar dó af barnsförum frá fjórum ungum börnum. Þá var Sigurður sex ára. Hann dvaldist með föður sínum til fermingarald- urs í Stykkishólmi en fluttist þá til Hellissands til föðurbróður síns Jó- hannesar Sandhólm kaupmanns og Kristínar Helgadóttur skálds frá Hellnum. Sigurður var harðduglegur og mikill kappsmaður að hveiju sem hann gekk. Þau hófu búskap að Hallsbæ, heimili Guðrúnar. Hélst þar sama reisn sem fyrr og hveijum manni vel fagnað sem að garði bar. Sigurður stundaði sjómennsku á eigin útgerð ásamt Magnúsi Jóns- syni formanni og Sigurði Sveini Siguijónssyni á fyrsta nýja opna vélbátnum sem þeir keyptu til Hell- issands. Þeim farnaðist mjög vel. Þau hjón höfðu einnig nokkurn búskap. Þau Guðrún og Sigurður unnu mikil framfarastörf á Hellissandi. Eitt af mestu áhugamálum þeirra var að fá bílfæran veg fyrir framan jökul því Hellissandur var þá sam- göngulaus bæði á sjó, vegna hafn- leysis, og landi. Þau lögðu ofurkapp á framgang þess máls með fjársöfn- unum, vinnu, gjafaverkum, ferðum til ráðamanna og ríkisstjórna uns málið var unnið. Ég hika ekki við að segja að enginn hafi barist svo kröftuglega fyrir framgangi þess máls sem þau. Eitt sinn er þau komu úr einni slíkri ferð suður, höfðu þau með sér nokkrar skógar- plötur til að gróðursetja. Þau völdu plöntunum stað í landi Hólahóla sem var sjálfvarið fyrir ágangi fjár. Þar hafa trén vaxið vel og bera vott um hug þeirra og löngun tuil að klæða skógi okkar fagra Snæ- fellsnes. Sigurður var múrári að iðn og vann við múrverk auk sjómennsk- unnar. Strax og synir þeirra höfðu þroska til unnu þeir með honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.