Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stórtónleikar í Akureyrarkirkju Um fimmtíu manns flytja Maríuvesper LAUGARDAGINN 2. september kl. 20 verða tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem um fimmtíu tónlistarmenn; einsöngvarar, kór og hljómsveit, flytja verkið Maríuvesper eða Aftan- söng Maríu . meyjar eftir Claudio Monteverdi. Meðal flytjenda má nefna hinn heimsfræga enska tenór- söngvara Ian Partridge. Aðrir ein- söngvarar eru Rannveig Sif Sigurð- ardóttir, Veronika Winter, Sibylle Kamphues, Hans Jörg Mammel, Ein- ar Clausen, Sigurður Bragason og Bjarni Thor Kristinsson. Hljómeyki syngur en hljóðfæraleik annast Bac- hsveitin í Skálholti, blásarasveitin Cometti con crema frá Sviss og und- irleikssveitin Arie cantabili frá Þýskalandi. Stjómandi er Gunn- steinn Olafsson. Maríuvesper verður frumflutt í Akureyrarkirkju en í næstu viku verða tónleikar í Selfosskirkju, Di- graneskirkju og Langholtskirkju. Claudio Monteverdi (1567-1643) var eitt þekktasta tónskáld Itala á endurreisnartímanum og frægur fyr- ir óperur sínar. Óperan Orfeo var frumflutt hér á landi árið 1993. Maríuvesper er merkasta trúarlega tónsmíð Monteverdis. Það var fært páfanum í Róm að gjöf 1610 og sam- anstendur af mörgum fjölbreytileg- um kór- og einsöngsþáttum. Verkið tekur um hálfa aðra klukkustund í flutningi og hefur aldrei áður verið flutt í heild hér á landi. Stjómandinn Gunnsteinn Ólafsson er brautryðjandi í flutningi verka eftir Monteverdi hér á landi. Það var Gunnsteinn sem skipulagði og stjórn- aði flutningi á Orfeo en þar komu við sögu, líkt og nú, tónlistarmenn víðsvegar að úr Evrópu auk íslenskra listamanna. Gunnsteinn fæddist á Siglufirði árið 1962 en ólst upp í Kópavogi. Að loknu menntaskóla- og tónlist- arnámi lauk hann prófi í hljómsveit- arstjórn og tónfræði við Tónlistarhá- skólann í Freiburg 1992. Hann hefur stjómað óperusýningum í Þjóðleik- húsinu, Sinfóníuhljómsveit Islands, Kammersveit Reykjavíkur og ýmsum kórum og hljómsveitum. Vorið 1994 hreppti_ Gunnsteinn annað sæti í keppni ungra norrænna hljómsveit- arstjóra. Sem fyrr segir taka fjölmargir þekktir einsöngvarar þátt í flutningi Maríuvesper og þá er hlutverk kórsins viðamikið. Hann er minnst fimm radda og mest tíu. Hljómeyki sér um þennan þátt flutningsins með góðum liðsauka. Barokkhljóðfæri setja svip sinn á hljómsveitarflutninginn en m.a. verður leikið á skaghom, barokkbás- únur, erkilútur og barokkgítar. Falleg kolaeldavél „Morso“ til sölu - má einnig nota til húshitunar. Brún emaljeruð, ca árg. 1927. Verð tilboð. Sími 462-7991, fax 461 -2661. Uppboð í Sjallanum Málverk og handgerd teppi mánudaginn 11. september kl. 20.30. Uppboðsverkin sýnd í Mánasal laugardaginn 9. kl. 14-18, sunnudaginn 10. kl. 14-22 og mártudaginn 11. kl. 12-16. Þeir, sem vilja koma málverkum á uppboðið, hafí samband við Þórhall Arnórsson, sími 462 4668 eða Gallerí Borg, sími 552 4211. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Lítið skemmdar hemáms- leifar BRESKA herliðið hafði með sér í byrjun hernáms 1940 efni í girðingar utan um vistarver- ur og herskála sína. Járnstaur- ar sem þeir notuðu finnast enn á bæjum í Glæsibæjarhreppi og víðar í ótrúlega góðu ásig- komulagi og virðast ekki ryðga þó liðin séu 55 ár. Staurarnir eru beygðir úr teini, að neðan til að skrúfa í jarðveginn og að ofan lykkjur til að halda gaddavír. Endarnir eru enn hárbeittir þrátt fyrir að neðri endinn hafi oft staðið áratugi í jarðvegi. Einnig var vitað um ógalvaniseraðar gaddavírs- flækjur til fárra ára lítið skemmdar af ryði á þessum slóðum. Hafnfirðingar fjöl- menna í Hrísey Hrísey. Morgunblaðið. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta verður í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 3. septem- ber kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Laug- ardaginn 2. september kl. 20.30 verður samkoma í umsjá unga fólksins. Sunnudaginn 3. september kl. 11.00 verður safnaðarsamkoma og kl. 20.00 vakningasamkoma. Ræðumað- ur Rúnar Guðnason. Föstudag- inn 8. september verður síöan bænasamkoma. Samskot tekin til starfsins. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messað verður laugardaginn 2. september kl. 18.00 og sunnu- daginn 3. september kl. 11.00. HJALPRÆÐISHERINN: Kvöld- vaka verður laugardaginn 2. sept. kl. 20.00. Hjálpræðissam- koma sunnudaginn 3. sept. kl. 20.00. Við bjóðum velkomna nýja yfirforingja Islands og Færeyja, Turid og Knut Gamst. Sérstakir gestir verða ofurst- arnir Jytte og Olav Lande Pedersen. Allir velkomnir. Frá Minjasafninu ÞAÐ VORU yfir sextíu Hafnfirðing- ar sem héldu út í Hrísey miðvikudag- inn þrítugasta ágúst. Var ferð þessi farin af Félagi aldraðra í Hafnar- firði, en félagarnir dvelja þessa viku í orlofi á Þelamörk. Hefir verið farið vítt um héraðið í þessari ferð. Farið var út í Hrísey með Hríseyj- arfeijunni og safnast saman í kirkju staðarins. Þar var notið leiðsagnar Ásgeirs Halldórssonar og síðan gengið um staðinn nokkra stund og firmakeppni á Grenivík. Keppnin var haldin í fyrsta skipti á nýju keppnis- og sýningarsvæði sem félagar í hestamannafélaginu Þráni hafa verið að koma sér upp í svokölluðu Svarð- arsundi skammt fyrir ofan þorpið, þar sem svarðargrafir Grenvíkinga voru á fyrri tíð en þar hafa hestar skoðaður minnisvarðinn um Hákarla- Jörund, Syðsti Bær, elliheimilið, grunnskólinn og sundlaugin. Þá var haldið í veitingahúsið Brekku og notið þar kaffiveitinga en síðan haldið aftur með Hríseyjar- feijunni til lands. Hópurinn naut einstakrar veður- blíðu á ferð sinni og það voru ánægð- ir eldri borgarar úr Hafnarfirði sem sneru aftur til Þelamerkur. áður svitnað er svörður var unninn þar og fluttur á hestum heim. Yngsti félagi Þráins, Ásdís Berg- vinsdóttir á Ashóli, vígði svæðið í upphafi keppninnar. Hestamanna- félagið Þráinn er félag áhugasamra hestamanna úr Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahreppum, formaður þess er Ásgeir Ingvi Jónsson. Keppnis- og sýningar- svæði tekið í notkun Morgunblaðið. Grýtubakki. UM SÍÐUSTU helgi var haldin Skólastarfið hafið FRAM til 15. september verður opið daglega á Minjasafninu á Akureyri og í Sigurhæðum, minn- ingarsafni um sr. Matthías Joc- humsson. Opið er á Minjasafninu frá kl. 11-17 og aðgangseyrir er 250 kr. Okeypis fyrir eldri borgara og börn að 16 ára aldri. Safnið í Sigurhæðum er opið milli 14 og 16. Þar er aðgangseyr- ir 100 kr. og frítt fyrir eldri borg- ara og börn að 16 ára aldri. (Fréttatilkynning) í GÆR hófst kennsla í Verkmennta- skólanum á Akureyri en daginn áður fengu nemendur stundaskrár og kennsluáætlanir í hendur. Kennsla í öldungadeild skólans hefst næstkom- andi mánudag. Hátt í 1300 nemendur eru skráðir til náms í VMA í vetur, þar af ríflega lOOOj' hinum ýmsu deildum dagskól- ans. í öldungadeild verða vel á annað hundrað manns í námi og 50 stunda fjamám með fulltingi tölvusamskipta. Kennsla er einnig að hefjast í grunnskólum Akureyrar og em nem- endur boðaðir í skólana á mánudag- inn. Giljaskóli er nýr skóli á þessu skólastigi og verður kennt þar í fyrstu bekkjardeildum í vetur. Starfsár Háskólans á Akureyri er þegar hafíð og brátt bætast Mynd- listaskólinn og Tónlistarskólinn í hóp- inn. Lestina rekur Menntaskólinn á Akureyri sem verður settur um næstu mánaðamót. in i pata i aöarins ekW inn,(a'm id<ttu e k k L a f águ<) tb ó k u n u m ! Q* ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.