Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 30
>0 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Athugasemd vegna opins bréfs um beinasafn SUNNUDAGINN 27. ágúst sl. skrifar dr. Margrét Hermanns- Auðardóttir fomleifa- fræðingur opið bréf til menntamálaráðherra. í bréfinu lætur hún að því liggja að verið sé að eyðileggja fjölþjóða rannsóknarverkefni í Þjóðminjasafninu. Ég leyfi mér að fullyrða að sú eyðileggingar- hætta stafar ekki frá starfsmönnum Þjóð- minjasafnsins. Margrét Hermanns- Auðardóttir gegnir rannsóknarstöðu við Sturla Böðvarsson Þjóðminjasafn íslands og trúnaðar- störfum sem varamaður í Þjóð- minjaráði. Það vekur því athygli að hún skuli leyfa sér slíkan málflutn- ing sem fram kemur í grein hennar. Það er nauðsynlegt að skýra málið og leiðrétta til þess að koma í veg fyrir misskilning og leiða málið í þann farveg sem þjóðminja- ráð, þjóðminjavörður og safnstjóri hafa viljað, sem er að rannsókn megi ljúka með eðlilegum hætti. 8. júní 1993 gaf Þjóðminjasafn íslands út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá tveimur rannsóknar- verkefnum, sem kostuð yrðu af „Norrænu samstarfsnefndinni í mannlegum fræðum“, NOS-H. Öðru verkefninu, „Byggð og tímatal í Norður-Atlantshafi", stjómaði Mar- grét Hermanns-Auðardóttir forn- leifafræðingur. Þetta var samvinnu- verkefni fornleifafræðinga og eðlis- fræðinga og skyldi beinast að rann- sóknum á tímasetningu elstu byggð- ar í Færeyjum og á íslandi með venjubundnum aldursgreiningum. Hinu verkefninu stjómaði dr. Vil- hjálmur Örn Vilhjálmsson, fomleifa- fræðingur á Þjóðminjasafni, og fjall- aði um „Uppmna íslendinga" með könnun á mannabeinum frá eistu byggð á íslandi. Skyldi það unnið í samvinnu við danska og sænska mannfræðinga. í fyrrgreinda verk- efninu, þar sem Margrét var verk- efnisstjóri, tóku einnig þátt tveir íslendingar, þeir Vilhjálmur Öm og Páll Theódórsson eðlisfræðingur auk fjögurra erlendra sérfræðinga. Samvinna þeirra varð þó skamm- vinn. 7. september 1993 tilkynnti Margrét Vilhjálmi í bréfi að hún viki honum úr verkefn- inu. Færeyski þátttak- andinn og Páll Theó- dórsson sættu sig ekki við þessa ákvörðun Margrétar og endaði málið með því að þeir ákváðu að víkja úr verkefninu. Þetta þarf að koma . hér fram vegna þess að það sýnir þá sam- starfserfiðleika sem Margrét hefur átt í vegna þessa verkefnis og varðar ekki einungis starfsmenn Þjóðminjasafnsins. Fyrrverandi fornleifanefnd hafði falið Vilhjálmi Emi Vilhjálmssyni umsjón með beinasafninu en hann hefur góða þekkingu á mannabein- um og því eðliiegt að til hans sé leitað um þau sé þess þörf. Vegna stöðu mála var hins vegar safn- stjóra falið að hafa milligöngu um málið fyrir hönd safnsins og eðlilegt að safnstjóri ynni það í samvinnu við þann starfsmann safnsins sem besta yfírsýn hefur um beinasafnið. Þegar núverandi þjóðminjaráð kom að þessu máli hafði það legið niðri um sinn. 10. nóvember 1994 sam- þykkti ráðið beiðni Margrétar um að fá sýni til aldursgreiningar enda skyldu bein skráð, mynduð og gerð- ar af þeim afsteypur áður en til sýnatöku kæmi. Á fundi sem undir- ritaður átti í nóvember 1994 með Margréti ásamt þjóðminjaverði og safnstjóra kom skýrt fram vilji til þess að greiða götu Margrétar vegna rannsókna á beinum. Um sama leyti óskaði Margrét eftir því við safnstjóra að fara yfir skýrslur Jóns Steffensens prófess- ors um beinin og fékk hún þær um hæl. Eftir að hafa lesið gögn Jóns sem eru lykillinn að beinasafninu óskaði hún eftir mun fleiri sýnum. Sú ósk leiddi til þess að starfsmenn safnsins töldu að leggja þyrfti beiðn- ina að nýju fyrir þjóðminjaráð eink- um með það í huga að til stóð að flytja bein til útlanda þá næstu daga en til þess þarf leyfí menntamála- ráðherra samkvæmt þjóðminjalög- Þjóðminjaráð heimilaði aldursgreiningu bein- anna, segir Sturla Böð- varsson, sem hér svarar Margéti Hermanns- Auðardóttur. um. Þar sem ekki náðist til Margrét- ar símleiðis greip safnstjóri til þess ráðs að senda henni orðsendingu þar sem lagt var til að þjóðminjaráð- ið fengi málið til umfjölíunar á fundi 12. janúar. Margrét hafði ekki sam- band við safnið fyrir þann fund en safnstjóri kynnti málið til þess að tryggja framgang þess. Þar sam- þykkti þjóðminjaráð að heimila ald- ursgreiningu á sýnum úr beinasafn- inu og ákvað að formaður ráðsins, þjóðminjavörður og safnstjóri hittu Margréti til að ræða framkvæmd og umfang sýnatöku. Strax að loknum fundi Þjóðminja- ráðs boðaði Þjóðminjavörður Mar- gréti símleiðis á fund til þess að til- kynna afgreiðslu þjóðminjaráðs. Neitaði hún að koma til þess fundar og ræða þessi mál frekar og kvaðst hafa klagað meðferð beinamálsins til menntamálaráðherra. Komu þessi viðbrögð mjög á óvart. Síðar sama dag hitti undirritaður Margréti af tilviljun í menntamála- ráðuneytinu og ítrekaði niðurstöður þjóðminjaráðs. Kvaðst hún ætla að segja sig frá rannsóknarverkefninu og því væri ekki meira um það að tala. í ljósi þeirra viðbragða var sam- þykktin ekki send skriflega því mál- ið virtist úr sögunni. í þessari stuttu grein er ekki efni til þess að fara orðum um allt það í bréfí Margrétar sem er fjarri lagi. Eftirfarandi vil ég þó að lokum taka fram: 1. Það er ekki rétt að Margréti sé meinaður aðgangur að beinasafn- inu. Hún hefur sem starfsmaður Þjóðminjasafnsins greiðan aðgang að því. Þjóðminjaráð leggur áherslu á að fyrir sýnatöku verði bein mæld, mynduð og af þeim teknar afsteyp- ur því sýnið hverfur við þá greiningu sem Margrét mun beita og þess vegna mikilvægt að halda sýnatöku í lágmarki því beinasafnið er tak- markað. 2. Margrét hefur aðgang að fund- argerðum þjóðminjaráðs eins og aðrir starfsmenn safnsins. Þær liggja frammi á skrifstofu þess. I grein Margrétar kemur fram að hún hefur lesið fundargerðir þjóðminja- ráðs og hefur því verið full kunnugt um afgreiðslu á þeim erindum sem hún lagði fyrir ráðið. 3. Margrét kvartar undan því að Dani hafi fengið aðgang að beinun- um án þess að þurfa leyfi. Hið rétta er að danskur mannfræðingur vinn- ur að rannsóknarverkefninu sem í upphafi var getið. Athugun hans fólst í skoðun beinanna og mælingu en hvorki skerðingu þeirra né flutn- ings úr landi svo sem rannsókn Margrétar gerði ráð fyrir. Það er því ósambærilegt og fjarri öllu lagi að rannsóknaraðilum sé mismunað og lög brotin eins og Margrét full- yrðir. Það er von mín að óþörfum deilum linni. Og Margrét gangi til verka í Þjóðminjasafninu með því fólki sem þar er og vill leiða málið til lykta svo starf hennar megi bera árangur og þekking hennar komi fomleifa- fræðinni að gagni. Til þess að ljúka málinu af hálfu þjóðminjaráðs verður samþykkt ráðsins frá því 12. janúar 1995 send Margréti Hermanns-Auðardóttur með formlegum hætti. Jafnframt verður hún boðuð til fundar í Þjóð- minjasafninu til þess að fá staðfest- ingu á þeirri meðferð málsins sem samþykkt ráðsins gerir ráð fyrir og á að tryggja eðlilegan framgang þess. Höfundur er formaður þjóðminj- aráðs. Breytingar á lífeyris- greiðslum í september Á HVERJU ári eru greiðslur Tryggingastofnunar til lífeyrisþega endurskoðaðar í samræmi við þær upplýsingar sem fram koma á skattskýrslum þeirra. Þessi endur- skoðun fer nú fram 1. september. Elli- og örorkulífeyrir, tekju- trygging, heimilisuppbót og fleiri greiðslur frá Tryggingastofnun eru háðar tekjum. Hafí orðið breytingar á tekjum fólks milli ára, getur það haft áhrif á upphæð bóta, sem greiddar eru út í september. Þau áhrif eru mismikil eftir því hvort um greiðslur úr lífeyrissjóði eða launagreiðslur er að ræða. Skil á skattframtali hafa áhrif Lífeyrisþegar ættu því að fylgjast Vika á Benidorm 14. sept. frá kr. 38.432* Tryggðu þér síðustu sætin til Benidorm í sumar á ótrúlegum kjörum. Fallegt íbúðarhótel í hjarta Benidorm, Flamingo Benidorm sem margir farþegar okkar hafa gist á. Stór og fallegur garður, veitingastaður, móttaka, allar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Bókaðu strax, þetta eru síðustu sætin. Verð 38.430 m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. kr. r 'fót/f ,, / ■ ' ■ ■! jS ! r'j Verð 44.560 kr. m.v. 2 í íbúð, 14. sept. Skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 460Ö, vel með breytingum á upphæð almanna- tryggingabóta í sept- ember. Ef greiðslur frá Tryggingastofnun hafa lækkað án þess að tekjur lífeyrisþega hafí hækkað, getur ástæðan verið rangt útfyllt skattframtal eða áætlaðar tekjur. Skattstjóri áætlar tekjur á þá, sem ekki hafa skiþað inn skatt- skýrslu. Áætlaðar tekj- ur eru yfirleitt háar og því geta greiðslur frá Tryggi ngastofn u n lækkað til þeirra lífeyr- isþega, sem ekki hafa skilað inn skattskýrslu. Tryggingastofnun hefur ekki upplýsingar um hvaða lífeyrisþegar eru með áætlaðar tekjur frá skatt- stjóra. Hafi lífeyrisgreiðslur frá al- mannatryggingum lækkað vegna Ef greiðslur frá Trygg- ingastofnun hafa lækk- að án þess að tekjur líf- eyrisþega hafi hækkað, segir Svala Jónsdóttir, getur ástæðan verið rangt útfyllt skattaframtal eða áætl- aðar tekjur. áætlaðra tekna, er hægt að leiðrétta það um leið og staðfest afrit af skattskýrslu hefur borist Trygg- ingastofnun eða umboðsmönnum hennar. Afritið er hægt að fá hjá skattstjóra, eftir að skattskýrslu hefur verið skilað. Ef skattskýrsla lífeyrisþega hefur verið rangt útfyllt, getur það einnig haft áhrif á greiðslur frá Trygginga- stofnun. Nokkuð hefur verið um að lífeyrisþegar setji tekjur frá al- mannatryggingum og lífeyrissjóð- um í rangan reit á framtalinu, sem hefur áhrif á útreikning bóta- greiðslna. Þeir lífeyris- þegar, sem telja sig hafa fengið ranga bó- taupphæð nú í septem- ber, ættu því að hafa samband við lífeyris- deild- Tryggingastofn- unar eða umboð hennar um land allt. Þess ber að gæta að í júlí og ágúst voru greiddar uppbætur á tekjutryggingu, heimil- isuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Upp- hæðir þessara bóta- _ Svala _ flokka eru því lægri í Jónsdóttir september en í júlí og ágúst, eða þær sömu og í júní. Upphæðir bóta almanna- trygginga eru birtar reglulega á peningamarkaðssíðu Morgunblaðs- ins og á dagbókarsíðu Tímans. Bensínstyrkur verður staðgreiðsluskyldur Þeir sem fá greiddan bensínstyrk frá Tryggingastofnun, þurfa að greiða staðgreiðsluskatt af styrkn- um frá 1. september, en skattur af bensínstyrk var áður greiddur eftir á. Bensínstyrkurinn er greiddur vegna reksturs bifreiðar sem elli- eða örorkulífeyrisþega er brýn nauðsyn að hafa vegna hreyfihöml- unar. Bensínstyrkur var utan stað- greiðslukerfisins, sem olli ýmsu óhagræði. Sumir lífeyrisþegar áttu í erfiðleikum með að greiða þennan skatt eftir á, enda voru og eru flest- ar aðrar greiðslur Tryggingastofn- unar til lífeyrisþega staðgreiðslu- skyldar. Nú hefur undanþága frá staðgreiðsluskyldu bensínstyrks verið afnumin með reglugerð frá ijármálaráðuneytinu. Rétt er að benda þeim lífeyris- þegum, sem njóta bensínstyrks, á að láta skipta skattkorti sínu hjá skattstjóra eða ríkisskattstjóra, ef þeir eiga ónýttan persónuafslátt sem hægt væri að nýta hjá Trygg- ingastofnun. Skattstjóri sér um að skipta skattkortum og skiptingu þeirra má alltaf breyta aftur, ef aðstæður breytast. Höfundur er deildarstjóri fræðslu- og útgáfudeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.