Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNING LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 33 ERLA GUÐRÚN LÁR USDÓTTIR + Erla Guðrún Lárusdóttir fæddist í Kálfsham- arsvík í Austur- Húnavatnssýslu 8. maí 1936. Hún lést 24. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þórey Una Frímannsdótt- ir og Lárus Guð- mundsson. Þau eru bæði látin. Systkini Erlu voru níu, tvö eru látin. 17. agríl 1955 giftist hún Óla Jóni Bogasyni, f. 17. apríl 1930, og eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru: Heiðar Theodór Ólason, f. 23. nóvember 1954, maki Ragna Sveinsdóttir; Grétar Ólason, f. 21. júlí 1956, maki Þórunn Sig- urðardóttir; Sólveig Óladóttir, f. 21. apríl 1960, maki Kristinn Kárason; Valþór Ólason, f. 31. desember 1961, sambýliskona Kristrún Snæbjörnsdóttir. Barnabörnin eru þrettán tals- ins. Útför Erlu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin kl.il 1. AÐFARANÓTT 24. ágúst fékk ég þær fréttir að systir mín elskuleg væri látin. Hún var horfm burt á örskotsstund og óskin um að þetta væri vondur draumur rættist ekki. Kaldur raunveruleikinn lék um hug minn og sagði mér að við myndum ekki framar hittast hér á jörð. Það er við slík straumhvörf í lífinu sem mann langar til að þakka fyrir svo margt. Einn vordag fyrir mörgum árum fór lítið stelpukorn norður í land í vist til stóru systur, að passa strák- ana hennar. Tilhlökkunin var mikil. Þar var allt svo fallegt. Hún Erla gerði allt svo fallegt í kringum sig, saumaði og pijónaði, og nú yrði ferðataskan full af fallegum fötum þegar heim yrði snúið um haustið. Hún spilaði á gítar og hafði yndi af söng og ekki sá hún eftir stund- unum við að kenna litlu systur gít- argripin. Óli var á sjónum og kom heim milli róðra, alltaf jafn traustur og góður. Litlu strákpjakkarnir hraustir og fallegir og öðru hvoru óþekkir við frænkuna sem þóttist ráða yfir þeim. Það er eins og sólin hafi alltaf skinið á þessum tíma. Seinna bættust tvö böm við, sem ekki eru síður frænku kær þótt hún hafí þá verið vaxin upp úr bamapíu- starfinu. Þau eru nú öll orðin fullorð- in og hafa stofnað heimili. Frá for- eldrahúsum hafa þau með sér þá háttvísi og dugnað sem þar var lögð áhersla á. Frá árinu 1966 hafa Erla og Óli búið í Keflavík. Viðmót er ætíð skýr- ara en nokkur orð og alla tíð hefur heimili þeirra staðið mér og mínum opið. Þangað höfum við Ieitað vegna þeirrar velvildar og hlýju sem ávallt mætti manni. Erla var listamann- eskja í höndum og sívinnandi að fallegum hlutum, svo sem umhverfi hennar bar vott um. Fyrir nokkmm árum greindist hún með liðagigt og var oft illa haldin. Þá breytti hún bara um aðferðir og fann sér alltaf eitthvað sem hún gat unnið við. Til hennar voru sóttar hugmyndir og hjálp og hún var ætíð tilbúin að miðla af reynslu sinni og kunnáttu, símtölin vom stundum mörg eftir ráðleggingum. Nú mun ég aðeins heyra orðin hennar sem úr fjarska „þú getur þetta alveg“ og reyna síðan að varðveita allt sem hún hef- ur kennt mér. Það mun taka sinn tíma að átta sig á að hún er horfin okkur og tómleikinn á eftir að fylla hugann margoft. Sagt er, að því dýpra sem sorgin grafi sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði hafí það getað rúmað. Ég skoða liuga minn og sé að ég græt vegna þess sem var gleði mín. En hvað þakkiát ég er þó fyrir að eiga minninguna um góða systur sem ætíð bar hag minn fyrir brjósti. Elsku Óli minn, ég get varla hugsað mér annað ykkar án hins, þið sem alltaf voruð saman og öðrum til fyr- irmyndar. Ég bið góðan Guð að gefa þér, börn- unum og barnabörnun- um styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning þín, systir mín. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustreng- ur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Sólborg Lárusdóttir. Elsku Erla amma mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum því öðruvísi get ég ekki kvatt þig. Það tekur mig mjög sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig almennilega því það er svo ótrú- lega margt sem ég átti eftir að segja þér og svo margir atburðir sem eiga eftir að gerast í lífi allra sem þú ættir að taka þátt í en við ráðum ekki hvernig lífið fer og því vona ég að þér líði vel og hvílir í ró og næði. Það er svo margt sem ég vildi að þú vissir en frestaði alltaf að segja þér því að ég hélt að ég hefði nægan tíma með J)ér. En ég hafði rangt fyrir mér. Eg hélt að börnin mín gætu farið í heimsókn til langömmu sinnar og hún myndi kenna þeim að syngja líkt og þú kenndir mér og biðja bænina sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiðir mig út og inn svo allri synd ég hafni. Ég mun aldrei gleyma því þegar við sátum á símastólnum og vorum að syngja saman kvæðið „Ef væri ég söngvari" og þegar við fórum út á blett og vorum að banka á litla bóndabæinn. Þú gafst mér svo mik- ið og ég vildi að þú værir hér enn- þá. Þú varst alltaf svo sterk og dugleg kona alla tíð þó að þú fynd- ir til sársauka, þá kvartaðirðu aldr- ei. Þú varst alltaf til staðar þegar mér leið illa og þú skildir allt svo vel. Þú gast alltaf birt yfir lífinu þeg- ar allt virtist svart og ómögulegt. Þú fórst alltof fljótt og mér þykir það leiðinlegt að hafa ekki getað kvatt þig né þakkað þér fyrir allt sem þú gafst mér. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér svo lengi sem ég lifí og minningarnar sem ég á um þig munu lifa að eilífu. Elva Sif Grétarsdóttir. „Vjnir eru ekki alltaf við höndina til að koma góðu til leiðar. En jafn- vel þótt þú sért fjarri þeim, er hug- ur þeirra með þér og einlægar óskir um að þér gangi sem best. Hugsaðu til vina þinna þegar eitthvað amar að því þeir vilja að þú finnir ham- ingjuna og hugarró." (Spak. PB) Erla var þannig vinur. Ef hún gat ekki sjálf verið hjá manni á erfíðum stundum var hugur hennar þar í staðinn. Nú þegar leiðir okkar skiljast að sinni langar okkur að senda henni þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Heimili hennar og Óla stóð okkur alltaf opið. Það sýndu þau best þegar Bryndís systurdóttir Erlu, þáverandi eiginkona mín, átti við langvarandi veikindi að stríða. Þá tóku Erla og Óli okkur opnum örmum og fluttum við nánast inn til þeirra um tíma. Bryndís var þá fársjúk og þyrfti mikillar umönnun- ar við en Erla taldi það ekki eftir sér frekar en annað sem hún sér fyrir hendur. Hún var alltaf boðin og búin til hjálpar á erfiðum stundum og studdi við bak systurdóttur sinnar þar til yfír lauk en Biyndís lést 1986. Erla reyndist mér og syni mínum Eyþóri ákaflega vel á þeim tíma. Ekki er ætlunin að tína til allt sem hún gerði fyrir okkur en minn- ingin um það geymist og erum við þess fullviss að mörg faðmlög og hlýjar móttökur hafa beðið hennar þar sem hún er nú. Vinskapur okkar hélst gegnum árin og eftir að ég stofnaði til nýrr- ar fjölskyldu voru ófáar stundir sem við áttum saman. Var þá oft glatt á hjalla og margt rætt. Alltaf var jafngott að koma til Erlu og Óla enda áttu þau fallegt heimili þar sem gestrisni var í háyegum höfð. Við sendum Óla og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessari erfíðu stundu og biðjum guð að vera þeim styrkur í sorg þeirra. Haraldur, Halla og Eyþór. Það var hlýtt og milt ágústkvöld eins og þau eru fallegust. Ég gekk snemma til hvfldar eftir langan vinnudag og hlakkaði til að eiga frídag framundan en hann ætlaði ég að nota til að heimsækja Erlu systur og Óla. Ekki grunaði mig þá að það yrði of seint. Ég hafði hitt hana síðast fyrir nokkrum dögum eftir að hún kom heim eftir stutta skyndiinnlögn á sjúkrahús. Þegar síminn hringdi hjá mér fyrripart nætur og Sólborg systir okkar tilkynnti mér lát Erlu var sem hjartað stoppaði augnablik í bijósti mér og mín fyrsta hugsun var, þetta getur ekki verið. Af hveiju hún? Þessi sterka kona, stoð og stytta okkar allra sem til hennar leituðum. En þegar stórt er spurt er fátt um svör. Við Erla höfum fylgst að mestan part lífs okkar, fyrst sem litlar stelp- ur í sveitinni heima, síðan á Skaga- strönd þar sem við bjuggum báðar með fjölskyldu okkar. A þeim tíma stunduðu mennirnir okkar sjóinn og voru mikið fjarverandi. Kom því oft fyrir að við leituðum ráða hvort hjá annari og hjálpuðumst að með börn- in okkar. Þau voru þó fleiri ráðin sem ég þáði hjá henni en hún mér því hún kunni oftast að leysa úr öllum vanda. Seinna skildu leiðir um sinn þegar hún flutti til Keflavíkur en ég til Hellissands, en samband okkar hélst þó langt væri á milli. Þá var stundum erfitt að hafa ekki Erlu systur að hlaupa til ef mig vantaði hjálp eða tilsögn eins og ég hafði getað fyrir norðan. Ekki mun- aði hana um að taka við elstu dótt- ur minni í heilan vetur á meðan hún stundaði nám í Keflavík. Eftir að ég flutti til Keflavíkur stóð heimili Erlu og Óla mér alltaf opið eins og áður. Þar voru borð hlaðin kökum og kræsingum og vinnuborðið hennar fullt af allavega efni, þurrkuðum blómum, skeljum og efnisbútum. Hún var mikil hann- yrðakona og úr þessu var hún að búa til skreytingar sem prýddu heimili þeirra hjóna. Hún var listræn og skapandi og hafði mikið yndi af söng. Hún hafði auga fyrir öllu sem fallegt var og bar heimili þeirra vott um það. Mig undraði oft hvem- ig hún gat þetta, þar sem hún var þjökuð af liðagikt sem háði henni við vinnu seinni árin og varð hún meðal annars að hætta störfum utan heimilsins af þeim sökum. Erla lét það ekki aftra sér frá því að gera það sem hún ætlaði sér. Á heimili Erlu og Óla var alltaf gott að koma. Þar ríkti gleði, alúð og umhyggja fyrir þeim sem á hjálp þurftu að halda. Alltaf var Erla til staðar ef sorg bar að dyrum hjá vinum eða ættingjum. Þá var hún sem klettur í hafí, sterk og róleg og reyndi að milda sorgina hjá þeim sem missti höfðu. Þessu kynntist ég best þegar ég missti dóttur mína eftir langa og stranga sjúkdómsbar- áttu. Þá voru Erla og Óli minn styrk- ur og stoð og get ég aldrei fullþakk- að þeim þann stuðning sem þau veittu mér þá. Allar þær góðu minningar sem ég á um systur mína gætu fyllt heila bók en ég ætla að geyma þær í hjarta mínu fyrir mig. Elsku syst- ir mín, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og bömin mín. Erla skilur eftir sig hugljúfan eig- inmann sem stóð við hlið hennar í öllu sem hún gerði, tryggur og traustur. Elsku Óli minn, þitt sár er djúpt en það mun gróa er fram líða stundir og þá átt þú eftir góðar minningar um ástkæra eiginkonu. Heiðar, Grétar, Sólveig, Valþór og fjölskyldur ykkar. Þið hafið mikið misst og það skarð verður ekki fyllt en mamma mun fylgjast með ykkur hér eftir sem hingað til. Minnist þess sem hún gaf ykkur; umhyggju, móðurást og hlýju. Þið voruð henni það dýrmætasta sem hún átti og bömin ykkar voru hennar gimsteinar. Megi guð styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Guðbjörg. Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inní svefninn með söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kvöldljóð því kvöldsett löngu er. (Stefán frá Hvítadal.) Sumarið er að líða, það haustar, en aftur vorar. Elsku Erla, nú er þú horfin, mikill er söknuður okkar. Þú varst sólargeislinn i lífi fá- tækrar fjölskyldu, það var mikil gleði í gamla torfbænum við Kálfs- hamarsvíkina þegar þú fæddist. Fyrir vom fjórir strákar, svo það var mikill viðburður þegar stelpa fæddist. Ljóshærð gyðja sem allir tilbáðu og pössuðu sem dýrmætt gull, ekki síst pabbi og mamma. Okkur bræðranum varst þú mik- ils virði, þú varst dásamlegt barn, og ekki síðri þegar þú stækkaðir. Við minnumst enn þeirra daga þeg- ar við fengum að fara út með þig og passa þig á sólríkum sumardög- um. Fram eftir aldri varst þú ljósið á heimilinu sem allir dáðu. Þú stækkaðir og alltaf varstu sama gyðjan í okkar augum. Leiðir skildu eins og gengur þeg- ar við urðum fullorðin, en alltaf hélst þú sömu tryggð við alla í fjöl- skyldunni. Mikið varst þú heppin, Erla mín, þegar þú kynntist þínum ágæta manni, Óla Jóni Bogasyni, þá varð ævi þín fullkomin. Slíkan gæða- mann áttir þú skilið að eignast og við bræður eignuðumst um leið góð- an og tryggan vin, svo góðan að aldrei hefur skuggi þar á fallið. Svo kom stóra stundin, allt í einu ert þú horfin, elsku systir, og eftir standa eiginmaður, böm, tengdaböm og bamaböm, harmi slegin; mikill hlýtur söknuður þeirra að vera. Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir öðlist eilíft líf. Þetta skulum við hafa í huga þegar við minnumst Erlu. Kæri Óli, börn, tengdabörn og barnabörn, við og fjölskyldur okkar sendum ykkur hjartans samúðar- kveðjur. Minnumst Erlu sameiginlega með að vera sömu vinir og við höfum *■* verið. Við syrgum öll dásamlega konu, en tíminn líður og læknar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Kristinn Lárusson og Gunnar Lárusson. Enn hefur dauðans armur ætt minn slegið sár Særir því hjartað harmur hníga af augum tár. (Kristján Jónsson.) Mikið skarð hefur myndast á stuttum tíma í stóram systkinahópi, þar sem þriðja systkinið fellur frá á síðustu 9 mánuðum. í dag verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju frænka okkar, Erla Guðrún Lárasdóttir, sem farin er yfír móðuna miklu til systkina sinna sem nýlega kvöddu þetta jarðlíf. Um leið og við kveðjum hana vilj- um við minnast hennar með örfáum oðram. Á heimili Erlu var gott að»* koma, gestrisni og góðvild alltaf í fyrirrúmi. Hún leiðbeindi okkur oft þegar við leituðum til hennar, en hún skammaði okkur líka ef henni þótt þess þurfa og lærðum við margt af henni sem við munum búa að um alla framtíð. Erla var mjög listræn og bar heimili hennar þess merki. Aldrei komum við til hennar svo hún væri ekki búin að búa til eitthvað nýtt, eins og sauma á barnabömin eða föndra eitthvað og var gaman að<*k fylgjast með henni hvað hún var að gera hveju sinni. Við viljum þakka henni þann stuðning sem hún veitti okkur í sorgum okkar og þær ánægjulegu samverastundir sem við áttum með henni. Elsku Óli. Missir þinn er mikill og söknuður sár, en minning um góða eiginkonu og traustan vin mun lifa. Elsku Heiðar, Gréta, Sólveig, Valþór og fjölskyldur, við hugsum til ykkar á þessum erfiðu stundum og biðjum guð að hugga ykkur. Styðjið hvert annað í sorg ykkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. mm Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Erla, Auður og Heiðrún. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Hjallavegi 1, Suðureyri, Súgandafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Isafirði, að morgni 1. september. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁSLAUG ARADÓTTIR, Njálsgötu 83, lést 21. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Gyða Þórðardóttir, Diana íris Þóröardóttir, Guðmundur Kr. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.