Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forseta bæjarstjórnar Hafnarfiarðar og fjármálastjóra stefnt Deilt um hvort bæjar- ábyrgð fylgi skulda- bréfi Hyrningarsteins Láðist að geta ítaka Land- græðslunnar REYNT er að ná sáttum milli manna vegna deilna um hver eigi rétt á að nytja fjögurra hektara tún í Sauðlauksdal. Ljóst er að taka þarf upp samning sem ráðuneytið gerði við héraðsnefnd Barðastrandarpróf- astdæmis um leigu á umræddri jörð, þar sem í samningnum láðist að geta þess að Landgræðslan hefði ítök í jörðinni. Bóndinn á Hnjóti í Örlygshöfn kærði til lögreglu þegar slegið var °g heyjað af 'túni, sem hann hefur nytjað frá 1984, samkvæmt samn- ingi hans við Landgræðslu ríkisins. Prófastdæmið hefur hins vegar leigt jörðina undanfarin 3 ár og heimilaði öðrum að nýta umrætt tún í ár. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, sagði að mistök hefðu ver- ið gérð þegar jörðin var leigð til prófastdæmisins. í samningnum væri kveðið á um að prófastdæmið leigði jörðina með öllum gögnum og gæðum, en láðst hefði að geta þess að Landgræðslan hefði ítök í jörðinni. Samninginn, sem væri til tíu ára, þyrfti því að taka upp. Bóndinn á Hnjóti hefur farið fram á bætur vegna heysins, sem hann missti vegna nytja annars á túninu. Hjalti sagði að ekki hefði verið tek- in formleg ákvörðun um þá kröfu. FRIÐRIK Sophusson íjármálaráð- herra segir að á næstu dögum muni fara fram viðræður milli fjár- málaráðuneytisins og samgöngu- ráðuneytisins um uppsögn svokall- aðra lokaðra aksturssamninga, sem gera ráð fyrir meira en 2.000 kíló- metra akstri einkabíls á ári, og upptöku á greiðslu kílómetragjalds í staðinn. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í Morgunblaðinu í gær að breyting á aksturssamningum starfsmanna stofnana ráðuneytis hans gætu haft kostnaðarauka í för með sér. „Við erum að vinna eftir línum frá Alþingi og Ríkisendurskoðun, sem ríkisstjórnin samþykkti,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur gengið hægar en við Stórlöxum sleppt í Reynisvatni LAXINN HF.íLaxalónií Reykjavík, í samvinnu við Stofnfisk hf., sleppti í gær nokkrum eldislöxum í Reynis- vatn fyrir ofan Reykjavík. Alls var 15 löxum sleppt í vatnið og er sá stærsti heil 30 pund. Laxarnir hafa verið í eldi hjá Stofnfiski í Höfnum í allt að þrjú ár en þar hefur fyrirtæk- ið unnið þróunarstarf frá ár- inu 1987, við að finna heil- brigðan og hraustan íslenskan láxastofn í hafbeit. Víst er að margir veiðimenn hafa áhuga á því að ná þeim stóra, en að auki er regnbogasilungur og bleikja í Reynisvatni. Fyrir um hálfum mánuði var 35 eldislöx- um sleppt í vatnið og í gær höfðu 17 náðst á land, sá stærsti 15 pund. Alls hafa veiðst um 8.600 fiskar í Reyn- isvatni á árinu, þar af um 2.000 í dorgveiði í vetur og er um 95% aflans regnbogasilimgur. A myndinni er Vigfús Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks hf., með risalax í fanginu. vildum að breyta samningunum, enda er málið flókið og samning- arnir mjög misjafnir. Okkur þykir hins vegar eðlilegt að reynt sé að fara svipaðar leiðir sem víðast í kerfinu. Við væntum þess að það náist niðurstaða í viðræðum á milli fjármálaráðuneytisins og sam- gönguráðuneytisins alveg á næst- unni.“ Eitthvað að ef nýjar reglur eru óhagkvæmar Aðspurður um þá fullyrðingu samgönguráðherra, að nýjar reglur yrðu óhagkvæmari fyrir ríkið en núverandi fyrirkomulag, sagði Friðrik að ef svo væri, hefði eitt- hvað verið að í núverandi kerfi. Það hefði átt að miðast við áætlaðan raunverulegan akstur. LÖGMÁÐUR VSÍ telur að bæjarábyrgð hafi fýlgt bréf- inu. Guðmundur Benedikts- son bæjarlögmaður Hafnarfjarðar segir að bæjarstjóm hafi aldrei sam- þykkt að veita bæjarábyrgð fyrir bréfínu, en samkvæmt sveitar- stjórnarlögum getur enginn nema viðkomandi sveitarstjórn veitt bæj- arábyrgð. Ekki rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði Að sögn Guðmundar kom bæjar- ábyrgð végna bréfsins aldrei til tals í bæjarráði eða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og engar samþykktir bæjaryfirvalda eru fyrir hendi. „Hvorki bæjarstjóri, fjármálastjóri eða nokkur annar embættismaður getur skuldbundið bæjarsjóð án samþykktar bæjarstjómar,“ sagði hann. „Bæjarstórn verður að samþykkja einfalda bæjarábyrgð. Þetta kemur fram í 89. gr. sveitarstjórnarlaga og er ófrávíkjanleg regla. Bæjar- ábyrgðin er því ekki fyrir hendi.“ Keypt vegna bæjarábyrgðar Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í frétt í Morgunblaðiriu 8. janúar sl. að VSÍ hafí keypt bréfín í febrúar 1993. Bréfíð hafí verið gefíð út af Hyrn- ingarsteini sem skuldara til Hag- virkis-Kletts hf. og að bæjarsjóður hafí gengist í ábyrgð fyrir því ef kæmi til vanskila. I kjölfar gjald- þrots Hagvirkis-Kletts hafí þótt var- legra að fá það staðfest að bæjar- ábyrgð Hafnarfjarðar stæðist. Þór- arinn sagði að bréfið hafi verið keypt í trausti þess að svo væri. Skuldabréfið er áð' fjárhæð 8 millj. og gefið út af Hymingarsteini í desember 1993 til Hagvirkis- Kletts hf., til greiðslu á hlutafjárlof- orðum starfsmanna fyrirtækisins í framhaldi af éndurskipulagningu í kjölfar nauðasamninga. Handsal hf. sá um sölu bréfsins til VSÍ pg því fylgdi yfirlýsing undirrituð af fjár- málastjóra Hafnaríjarðarbæjar, ijármálastjóra Hagvirkis-Kletts og starfsmanni Handsals. Þar segir að bæjarsjóður samþykki að greiðslum samkvæmt verksamningi muni verða varið til að greiða niður bréfið. Verksamninginn undir- ritaði Ingvar Viktorsson þáverandi bæjarstjóri en þar er samið um að Hagvirki-Klettiir taki að sér að hanna og byggja dælu- og hreinsi- stöðvar í Hafnarfirði. Tekið er fram að komi til vanskila muni bæjarsjóð- ur sjá til þess að bréfíð verði greitt upp og þá jafnframt hafa rétt á að nýta sér bréfíð á móti áðurnefndum verksamningi. Heimilt að taka út greiðslur Þorsteinn Steinsson ljármála- stjóri Hafnarfjarðarbæjar segir, að yfirlýsingin sem fylgi skuldabréfí Hyrningarsteins hf., snúist um að Hagvirki-Klettur hf. heimili bæjar- sjóði að taka greiðslur út úr reikn- ingum vegna verks sem fyrirtækið ætlaði að vinna samkvæmt verk- samningi dagsettum 28. jan. 1994. „Hins vegar vann Hagvirki-Klettur aldrei þetta verk vegna þess að áður en til þess kom varð fyrirtækið gjaldþrota," sagði hann. „Og þar með reyndi aldrei á þátt bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í málinu. Svo einfalt er það.“ Þegar Þorsteinn var spurður hvort yfirlýsingin hafi verið gerð til að auðvelda sölu bréfsins sagði hann að vel mætti vera að Hagvirki-Klett- Deila er risin milli Vinnuveitendasam- ----:----------------- bands Islands og Hafn- arfjarðarbæjar um hvort bæjarsjóði beri að greiða skuldabréf út- gefnu af Hyrningar- steini hf., félagi sem starfsmenn fyrrum Hagvirkis-Kletts hf., stofnuðu. Kristín Gunnarsdóttir kynnti sér málavexti. ur hf. hafi notað hana sem sölu- hvata. Hann vissi það ekki og hefði ekki haft með sölu bréfsins að gera. Þorsteinn skrifar úndir yfírlýsing- una og sagði hann að það hafi hann gert til að staðfesta að hann myndi sjá um að greiðslur út úr verksamn- ingnum gengju til niðurgreiðslu á viðkomandi skuldabréfí. „Hagvirki- Klettur hefur væntanlega búið hana til,“ sagði hann þegar hann var spurður hver hafí ákveðið að semja yfirlýsinguna. „Síðan skoða ég hana og tel ekk- ert athugavert við að skrifa undir yfirlýsinguna vegna þess að eini til- gangur hennar var að færa greiðsl- ur, sem áttu að fara til Hagvirkis- Kletts, til greiðslu á þessu skulda- bréfí.“ Þorsteinn sagði að 'ekkert óeðli- legt væri við að bærinn samþykkti að sjá um að taka greiðslur út úr verkum sem eru á vegum bæjarins. Um var að ræða verksamning fyrir um 300 milljónir með virðisauka- skatti og upphæð bréfsins ekki há miðað við verksamninginn. „Það er hins vegar merkilegt að verkið var ekki hafíð á öllum þessum mánuð- um. Samningurinn var gerður í jan- úar, yfirlýsingin í febrúar, en fram að október, þegar fyrirtækíð varð gjald- þrota, var ekkert unnið,“ sagði hann. „Tilgangur- inn með minni undirskrift var enginn annar en að sjá um að taka peninga út úr verkinu fyrir Hagvirki-Klett og færa þá til niður- greiðlsu á umræddu skuldabréfi og sjá um að Hagvirki-Klettur fengi þá ekki. Hagvirki-Klettur var í raun að biðja mig um þennan gjörning og heimila mér það því í raun má ég ekki greiða peninga sem fyrir- tæki á til einhvers annars án heim- ilda.“ Enginn kaupandi Pálmi Sigmarsson hjá Handsali hf. sá um sölu bréfa Hyrningar- steins og sagði hann að skuldabréf- ið hafí fyrst verið boðið til sölu áður en yfirlýsingin frá Hafnarfjarðarbæ kom til. „Það var ekki hægt að finna kaupanda að bréfi með nánast eng- um tryggingum nema þessa hlutafé- lags. Þá bauð Hafnarfjarðarbær fram þessa greiðsluyfírlýsingu, sem ábyrgðargreiðsluyfirlýsingu til þess að hægt væri að selja bréfín.“ Sagði hann að orðið „ábyrgðar“ hafí verið bætt framan við orðið „Yfírlýsing“. -„Þetta var gert til að tengja sam- an bréfið og yfirlýsinguna eftir á,“ sagði Pálmi. „Og var gert hjá okkur í samráði við Þorstein Steinsson hjá Hafnarfjarðarbæ og þeim var sent afrit.“ Pálmi sagði að yfirskrift bréfsins skipti ekki máli heldur efni yfirlýsingarinnar varðandi mögu- leika á sölu bréfsins og um það væri deilt hvort þar væri um greiðsluábyrgð skilyrta á móti verk- samningi eða hvort hún sé óskilyrt greiðsluábyrgð. „VSÍ fékk yfirlýsinguna til sín áður en hún var undirrituð til að meta hana og tók síðan ákvörðun eftir það. Kaupandinn í þessu tilviki er sérfróður um þessi mál og gerði meira að segja orðalagsbreytingar á henni þannig að hann var að taka afstöðu sjálfur til þess sem hann var að kaupa. Við vorum á þeirri skoðun að þessi yfírlýsing jafngilti greiðsluábyrgð Hafnaríjarðarbæj- ar.“ Pálmi benti á að á móti yfirlýsing- | unni átti að vera verksamningur og samkvæmt samningi átti verkið löngu að vera komið af stað. „Þann- ig að menn héldu að þarna ætti Hafnarfjarðarbær inni töluverða upphæð sem þeir hefðu getað notað til að greiða niður þetta skulda- bréf,“ sagði hann. „Ef þetta hefði verið greiðsluávísun, eins og Hafn- | arfjarðarbær hefur viljað halda fram, hefði verið allt annað form á ' þessari yfirlýsingu. Þá hefði hún j verið greiðsluávísun og ávísað inn á reikning sem væri til ráðstöfunar. Það var ekki þannig að við værum að villa um fyrir einum eða neinum enda er VSÍ ekki að stefna okkur heldur Hafnaríjarðarbæ." Yfirlýsing Guðmundar Árna Um mitt ár 1993 hafði Hagvirki- j Klettur hf. leitað nauðasamninga sem leiddi til þess að viðskiptaaðilar brejdtu 32,6 milljóna króna inneign ) í hlutafé, starfsmenn lögðu til 20 milljónir, aðrar 20 milljónir komu frá fyrrum eigendum og fyrirtækj- um á þeirra vegum, 15 milljónir frá sænska fyrirtækinu NCC í formi hlutabréfa í Hagtaki og 6 milljónir frá öðrum. í erindi Hagvirkis-Kletts hf. til bæjarráðs í lok júní er vitnað til yfirlýsingar Guðmundar Arna ( Stefánssonar bæjarstjóra frá 3. maí 1993, en hún er stíluð til þess er | málið varðar. ) Þar kemur fram að viðræður hafi staðið yfir við fyrirtækið sem aðal- verktaka við gerð skolpdælustöðva og útrása fyrir Hafnaríjarðarbæ. Jafnframt að stefnt sé að, ljúka við- ræðunum ef nauðasamningar verða staðfestir. Heildarkostnaður við verkið sé á bilinu 250 til 300 milljón- ir. Einnig séu hafnar viðræður um j möguleika á viðbótarsamningi um gatnagerð í Mosahlíð. Þá segir: „Til að liðka fyrir greiðslum í reiðufé } vegna nauðasamninga kemur til álita að skilyrðum uppfylltum, að fyrirframgreiðsla verði innt af hendi í einu eða öðru formi. Sú greiðsla gæti tengst nýstofnuðu félagi starfsmanna Hagvirkis/Kletts, Hyrningarsteini, sem og félögum tengdum fyrri eigendum." í sama erindi Hagvirkis-Kletts til ) bæjarráðs er óskað eftir 30 millj- j fyrirframgreiðslu inn á verksamn- inginn og/eða ábyrgð á 12,5 millj. » króna skuldabréfí vegna hlutaijár- loforða starfsmanna. Jafnframt er Iagt til að baktrygging bæjarsjóðs verði greiðslubinding úr núverandi og væntanlegum samningum, veð í hlutabréfum Hagtaks, allsheijarveð í þeim tækjum og áhöldum sem verða eftir í eigu Hagvirkis-Kletts, tryggingarbréf, útgefnu og sam- ) þykktu af stjóm Hyrningarsteins | og loks tryggingavíxill, útgefinn af Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. » Bergþórssonar. Uppsögn aksturssamninga ríkisstarfsmanna Viðræður fjár- mála- og* sam- gönguráðuneytis Yfirlýsingin auðveldaði sölu bréfsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.