Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sinfóníuhljómsveit íslands Verk eftir Þorkel, Mozart og Prokofiev á tónleikunum í kvöld í KVÖLD kl. 20 hefjast hinir eigin- legu áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Rauðri áskrift- arröð. Tónsprotinn verður í höndum aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníu- hljómsveitarinnar Osmo Vanska, en hann er nú að hefja sitt síðasta ár sem aðalhljómsveitarstjóri hijóm- sveitarinnar. Á efnisskránni verður Ríma eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Píanókonsert nr. 24, K491 í c-moll eftir Wolfgang A. Mozart og Rómeó og Júlía, þættir úr svítum nr. 1&2 eftir Sergej Prokofiev. Einleikari er Kalle Randalu. Osmo Vanska lagði stund á klari- nettuleik og hljómsveitarstjórn við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki. Framan af starfaði Osmo sem klari- nettuleikari. Árið 1982 má segja að þáttaskii hafi orðið í lífi hans en þá vann hann til fyrstu verðlauna í al- þjóðlegu Besngon hijómsveitarstjóra- keppninni, en uppfrá því hófst alþjóðlegur ferill hans. Osmo hefur verið aðalhljóm- sveitarstjórí Sin- fóníuhljómsveitar íslands frá 1993 jafnframt því sem hann hefur verið aðalhlj óms veitar- stjóri sinfóníu- hljómsveitarinnar í Lathi í Finnlandi en með þeirri hljóm- sveit hefur hann hljóðritað margar geislaplötur fyrir fyrirtækið BIS og unnið þar til margra viðurkenninga. Einleikarinn Kalle Randalu er fæddur í Tallinn í Eistlandi og hóf þar ungur sitt tónlistamám. Síðar nam hann við Tónlistarháskólann í Moskvu. Hann vann til fjölda verð- launa fyrir leik sinn m.a. í Tsja- ikovskíj-keppn- inni í Moskvu árið 1982. Randaiu býr nú í Þýska- landi og er pró- fessor við tónlist- arháskólana í Karlsruhe og í Freiburg. Kalle Randalu hefur komið fram víða um heim, bæði sem. einleikari og kammermúsíkleikari. Það er nýbreytni hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands að beina sérstak- lega kastljósi að einu íslensku tón- skáldi á hverju starfsári. Tónskáld ársins verður Þorkell Sigurbjömsson. I vetur verða leikin þijú af verkum hans, þar á meðal verður framfluttur á Islandi nýr konsert fyrir hom og hijómsveit. Konsert þessi var fram- fluttur í Svíþjóð í fyrra ög var einleik- ari dansk-íslensk-sænski hornleikar- inn Ib Lansky Otto, en hann mun einnig flytja konsertinn hér. Tón- verkið RIMA var samið hið sólríka þjóðhátíðarsumar 1974. Um verkið, sem frumflutt var árið 1977, segir tónskáldið „Þetta er' stutt ríma. Stemman er fyrst kveðin af óbói og sellói og síðan endurtekin í 10 vísum. Stemman verður ávallt stórstígari eftir því sem meiri hiti færist í sögu- mann. Þegar aliar raunir era að baki, snýr söguhetjan heim, „harmonisk" á kurteisum fáki, með kurteist sverð og kurteisan lúður — og að líkindum reiðir hann kurteisa frú á hnakknef- inu“. Þorkell mun kynna verk sitt og önnur verk á efniskrá tónleikanna í tónleikasal á undan tónleikunum á fimmtudag og hefst kynningin kl. 19.00. Óllum tónleikagestum er heimill ókeypis aðgangur. Kór- söngur að hausti Laxamýri. Morgunblaðið KVENNAKORINN Lissý heldur tvenna tónleika um helgina. Á laugardag syngur kórinn í Borgarhólsskóla á Húsavík kl. 15 og á sunnu- dagskvöld verða tónleikarnir endurteknir í Glerárkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Gestir Lissýjarkvenna á þessum tónleikum eru stúlkna- kór Húsavíkur og barna- og unglingakór Akureyrarkirkju. Einnig koma fram nokkir fyrr- verandi og núverandi söng- nemendur Hóimfríðar Bene- diktsdóttur sem er stjórnandi kóranna þriggja, en hún hefur haldið uppi miklu sönglífi í Þingeyjarsýslum um árabil. Píanóleikarar eru Helga Bryndís Magnúsdóttir og Guð- rún Anna Kristinsdóttir og er efnisskráin fjölbreytt. Baksýnis- spegill sögnnnar Nýtt íslenskt leikrít, Þrek og tár, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. Orri Páll Ormarsson leit inn á æf- Morgunblaðið/Ásdís EÐALVAGNAR og húllahopp-hringir settu svip sinn á sjöunda áratuginn í vesturbænum og víðar. „Ég held að Þrek og tár sé fyrst og fremst saga fólksins sem kemur við sögu í verkinu,“ segir Þórhallur. „Menn segja hins vegar marga skemmtilega hluti og hafa skoðanir. Ætli ádeilan felist ekki helst í því að menn deili hvorir á aðra.“ Tónlist setur sterkan svip á sýning- una og gamlar dægurflugur óma í margvíslegum myndum. „Fjölskyidan sem segir frá í leikritinu er á kafi í tónlist þannig að það lá eiginlega beint við að grípa til tónlistar sjöunda áratugarins," segir Ólafur Haukur. Ást á náttúrunni Hann heldur síðan áfram: „Þegar ég fór að hlusta á þessa tónlist og kippa henni úr farvegi vanans kom það mér afskaplega mikið á óvart hvað hún er góð. I textunum er líka einhver ást á náttúranni og tilfínning fyrir einfaldleika og rómantík Sem við virðumst hafa glutrað. Ég held því að við getum lært af þessari tónlist." Áhorfendur fá tónlistina beint í æð fyrir atbeina Tamlasveitarinnar en fyrir henni fer Egill Ólafsson. Er hann jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar. Hljóðstjórn annast hins vegar Sigurður Bjóla. Leikendur í sýningunni eru Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Örn Árnason, Vigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stefán Jóns- son, Egill Ólafsson, Magnús Ragn- arsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson. Lýsingu gerir Páll Ragnarsson, dansstjórn annast Ástrós Gunnars- dóttir og leikmynd er eftir Axel H. Jóhannesson. María Ólafsdóttir sér um búninga og aðstoðarmaður leik- stjóra er Ásdís Þórhallsdóttir. ingu og gægðist í baksýnisspegil sögunnar ásamt höfundinum, Ólafi Hauki Símonarsyni og leikstjóranum, Þórhalli Sigurðssyni. „ÉG HEF ekki skrifað svona ljóð- rænt leikrit áður og finnst þetta vera skref fram á við á mínum ferli. Ætli þetta sé ekki tilraun til að nálg- ast ljóðræna skopun á sögu einstakl- ingsins," segir Ólafur Haukur Sím- onarson rithöfundur og leikritaskáld en nýjasta leikrit hans, Þrek og tár, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóð- leikhússins annað kvöld. í leikritinu leggur maður nokkur upp í ferðalag um land ljúfsárra minninga — vesturbæ Reykjavíkur á árunum áður en Bítlaöldin gekk í garð. Fjölskyldan, vinimir og ná- grannamir spretta ljóslifandi fram á sjónarsviðið og sagan rekur sig í tali og tónum, sorg og gleði. Allt getur gerst á breyttum tímum og ótai spumingar vakna — um ást, hatur, tryggð, fyrirgefningu og um- burðarlyndi. Þótt leiktjöldum tímans sé bragð- ið upp í verkinu kveðst höfundurinn ekki endilega vera að rifja upp mannlífíð í vesturbænum á sjöunda áratugnum. „Tíminn skiptir í raun ekki máli. Þetta er öðra fremur saga um fólk sem hefur ekki verið fyrir- ferðarmikið í íslenskum leikritum til þessa; fólk sem veldur ekki stórtíð- indum en er engu að síður drifskaft KRISTÍN kaupkona I Ameríku (Edda Arnljótsdóttir) lýsir draumalandinu fyrir Davíð systursyni sínum og Helgu systur sinni (Edda Heiðrún Backman). í samfélaginu. Það verð- ur hvorki mjög ríkt né átakanlega fátækt en hefur hins vegar það mikið fyrir sig að leggja að það getur sinnt áhugamálum fyrir utan vinnuna." Tími, mannlíf, minningar Oft hefur verið sagt að leikrit og önnur hug- verk spretti að einhveiju leyti úr reynsluheimi höfundarins. Á þetta fellst Ólafur Haukur en hann óx einmitt úr grasi í vesturbænum á sjötta og sjöunda áratugnum. „Tíminn, minningarnar og það mannlíf sem höf- undurinn hefur komist í tæri við hafa alltaf áhrif. Hlutirnir breytast hins vegar oft í baksýn- isspegli sögunnar.“ Ólafur Haukur hefur um langt árabil fengist við leikritun og önnur ritstörf. Hafa nokkur verka hans verið sett upp í Þjóðleikhúsinu og skemmst er að minnast Hafsins og Gauragangs. Kveðst hann jafnan vera viðriðinn æfinga- ferlið eftir að hann fær leikstjóranum handritið í hendur. „Mér finnst nauðsynlegt að fylgja þessu eftir en verkin taka yfírleitt talsvert miklum breytingum á æfingatímanum. Það eru að mínu viti hin eðlilegu leikhúsvinnubrögð.“ Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hailur Sigurðsson en þeir Ólafur Haukur hafa áður starfað saman á vettvangi Þjóðleikhússins. Að mati Þórhalls er það nauðsynlegt fyrir DAVIÐ menntaskólanemi (Hilmir Snær Guðnason) rennir hýru auga til Sigríðar húsmóður (Vigdís Gunnarsdóttir). íslenskt leikhúslíf að verk eftir inn- lenda höfunda séu sett upp annað veifíð. „Síðan er það alltaf spenn- andi fyrir leikstjóra að fá eitthvað nýtt upp í hendurnar. Það veitir honum aukna möguleika til að skapa.“ Höfundurinn og leikstjórinn taka ekki afdráttarlausa afstöðu til þess hvort ádeila felist í þessu nýja verki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.