Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ríkuleg heimild
ÞÓRARINN B. Þorláksson. Stóri Dímon.
___________BÆKUR
M y n d 1 i s t
„LJÓS ÚR NORÐRI - NORRÆN
ALDAMÓTALIST“
Útg. Listasafn íslands, rit nr. 20. Ritstjórar:
Kasper Monrad (spænska útgáfan) Bera Nor-
dal (íslenska útgáfan) Prentvinnsla: Prent-
smiðjan Oddi Verð kr. 3470.-
STÓRSÝNINGUNNI „Ljós úr norðri“ fer
nú senn að ljúka í Listasafni fslands, en sam-
hliða henni hefur verið gefín út viðamikil sýn-
ingarskrá. Auk þess að vera góður vitnisburð-
ur um sýninguna er þessi eigulega bók (tæp-
lega 250 blaðsíður) ágæt heimild um norræna
myndlist og þróun hennar á Norðurlöndunum
á áratugunum í kringum síðustu aldamót. í
því nýtur útgáfan þeirrar miklu vinnu, sem
liggur að baki sýninga af þessu tagi, bæði við
söfnun efnis, greiningu þess og athugun á
þeim þáttum, sem eru áberandi örlagavaldar
í þeirri þróun sem verið er að lýsa.
Eins og áður hefur komið fram er sýningin
í Listasafninu hingað komin frá Spáni, þar sem
hún var hluti norrænnar menningarhátíðar á
liðnu vori, og héðan fer hún til Svíþjóðar. í
tengslum við spænsku uppsetningamar eins
og þá í Listasafninu hafa verið gefnar út sýn-
ingarskrár þar sem myndefni hefur verið lagað
að stærð sýningarinnar og - sem er ekki síður
mikilvægt - textinn miðaður við sýningarstað-
inn; þannig eru textar bókar Listasafns ís-
lands aðgengilegir á ísiensku og ensku, og
hafa þau Martha Gaber Abrahamsen og Bem-
ard J. Scudder séð um þýðingar á ensku, en
Aðalsteinn Ingólfsson og Illugi Jökulsson
þýddu alia erlenda texta á íslensku. Hafa þeir
síðamefndu unnið sitt mikla verk skýrt og lið-
lega, og séð til þess að efni kæmist vel til
skila án óþarfa málalenginga og frasanotkun-
ar, sem örlar nokkuð á í skrifum einstakra
höfunda.
Skipta má efni bókarinnar í tvo megin-
þætti; annars vegar er efni sem snýr beint að
sýningunni, þ.e. myndir, textar sem tengjast
þeim og helstu æviatriði allra þeirra lista-
manna sem hér eiga verk, og hins vegar fímm
ritgerðir fræðimanna um ákveðin atriði þeirrar
myndlistar, sem var að geijast á Norðurlöndun-
um á þessum tíma. Loks ber að nefna all-ítar-
lega heimildaskrá um norræna myndlist, bæði
almennt og hvað varðar einstök lönd og lista-
menn, sem mikill fengur er að fyrir allt áhuga-
fólk um norræna myndlist; á Kasper Monrad,
ritstjóri spænsku útgáfunnar, mikið hrós skilið
fynr vinnu sína að þessari skrá.
I ritgerð sinni fjallar Hans Fredrik Dahl um
„Norrænt jafnvægi“ á nýstárlegan hátt, þar
sem hann greinir frá leiðindum bresks listgagn-
rýnanda sem kom til Stokkhólms í byijun aldar-
innar. Það sem Dahl telur hins vegar hafa
einkennt norrænt samfélag þessa tíma öðru
fremur var jafnvægi á milli hinna fjölbreyttu
þátta þess, sem hann greinir síðan á skemmti-
legan hátt.
Kasper Monrad ritar um manninn og nátt-
úruna í norrænni list þessa tíma og kemst að
þeirri niðurstöðu að þar hafí einkum mátt
greina jákvæða samsömun, þar sem maðurinn
sýndi náttúrunni fulla virðingu sem kom skýrt
fram í naturalisma myndlistarinnar. Undan-
tekningarnar eru nokkrar og áberandi, en þær
breyta þó ekki sterkasta þætti þessa sambands.
Júlíana Gottskálksdóttir skrifar hér fróðlega
ritgerð um samband norrænna listamanna við
meginlandið, og þar kemur glöggt fram að það
var langt frá því að Norðurlöndin væru á ein-
hvem hátt einangruð í listinni, þar sem lista-
menn sóttu hópum saman menntun sína til
höfuðborga listanna, einkum Parísar, Berlínar
og Munchen. Þetta samband hefur átt mikinn
þátt í að leggja grunninn að þróun norrænnar
myndlistar, jafnframt því sem listamenn kynnt-
ust innbyrðis og tengsl milli landanna efidust
á þessu sviði.
Ein athyglisverðasta greinin hér er síðan
eftir Soili Sinisalo, safnstjóra Ateneum í Hels-
inki, og fjallar um norrænar listakonur; þar
kemur skýrt fram að norrænar listakonur voru
bæði fleiri og athyglisverðari en a.m.k. undir-
ritaður hafði áður vitað af, og má helst sakna
þess að ekki hafí fleiri verk þeirra komið með
á sýningunni sjálfri.
Loks er hér vel unnin grein Hans Henrik
Brummer um hið norræna landslag, þar sem
höfundurinn leitast við að greina þau einkenni
landslagsmynda, sem fínna má í hveiju landi
og aðgreina þau hvert frá öðru og frá hefð-
bundari landslagsmyndum sunnar í Evrópu;
sérstaðan verður ljós, sem og tengslin á milli
landa, t.d. hvað varðar verk Þórarins B. Þor-
lákssonar.
Meginhluti bókarinnar felst í myndum af
öllum verkum á sýningunni og stuttum texta
um hveija þeirra. Þar hafa margir höfundar
lagt hönd á plóginn, og ætti þessi hluti bókar-
innar að vera mikil náma fyrir þá sem vilja
fræðast, og t.d. upplagt efni fyrir kennara og
skóla til kennslu. Helst skyggir á að litgreining
málverkanna, sem almennt er með miklum
ágætum, hefur brugðist á stöku stað (t.d. í
rriyndum nr. 4, 12, 35 og 61) þannig að birtan
er ýmist of eða van; siíkt dregur þó ekki úr
heimildagildi myndanna Sem hér birtast.
Að endingu hefur bókin að geyma stutta
ævilýsingu þeirra rúmlega fjörutíu listamanna,
sem eiga verk á sýningunni, og er ómetanlegt
að fá slíka heimild með í bók af þessu tagi;
þama hafa margir höfundar unnið hnitmiðaðan
texta upp úr miklum heimildum, þannig að
allir lesendur ættu að hafa gagn af.
Uppsetning bókarinnar er vel heppnuð, þar
sem textar á íslensku og ensku eru í tveimur
dálkum á hverri síðu. Leturval er gott fýrir
svo mikið efni, og frágangur allur hinn besti,
enda hefur Prentsmiðjan Oddi áður skilað frá
sér góðum verkum á þessu sviði.
Hér er að öllu samanlögðu komin hin ágæt-
asta listaverkabók, sem er vel peninganna virði;
jafnframt því að vera vitnisburður um mikla
listsýningu mun hún standa eftir sem besta
heimild sem við höfum enn eignast á íslensku
um norræna myndlist um síðustu aldamót.
Eiríkur Þorláksson
Naumt í Nýló
RAGNHEIÐUR Hrafnkelsdóttir, Níu tegundir af sultu þrykkt
með fjölskyldubrauði (1995).
MYNPLIST
Nýlistasafnið
INNSETNING
LISTKYNNING
Hulda Agústsdóttir, Ragnheiður
HrafnkeLsdóttir, Andreas Karl
Schulze og Jón Laxdal. Opið alla
daga frá 14-18. til 24. september.
Aðgangur ókeypis.
NAUMHYGGJA, rými og tími,
hafa verið ofarlega á dagskrá hjá
ungum listamönnum á undanfömum
árum og virðist ekkert lát á því, sé
tekið mið af sýningum á höfuðborg-
arsvæðinu undanfarið. Fer maður að
halda, að hér sé um trúarbrögð að
ræða, því iðkendumir virðast ónæm-
ir fyrir öllu öðm í umheiminum, láta
sig það harla litlu varða.
Auðvelt er hins vegar að færa að
því rök, að hvorttveggja eru ekki
nýjar uppgötvanir og sá sem vill á
vit hinnar mestu naumhygju ætti að
sækja Wartburg kastala í Þýringa-
sýslu heim og skoða klefa sem einn
mesti hugsuðar miðalda Willibald
Pircheimer gisti, en hann átti þátt í
að breyta heimsmyndinni. Hann var
eins og Melanchton, Dúhrer og
Cranach áhangandi Lúthers og vissi
að hann faldi sig í kastalanum á
árunum 1521-22, bannfærður af
páfanum í Róm. Trúa mín er að eng-
inn verði samur aftur, því að hið
aflanga herbergi með einu litlu borði
og stól, er toppurinn á einfaldleikan-
um, minimalismanum, hátt á fímmtu
öld á undan Donald Judd, og hans
nótum, með djúpri virðingu fýrir
þeim snjalla listamanni. Og mynd-
höggvarar fornaldar eins og Lissippo
og Praxtiles voru jafn önnum kafnir
við könnun rýmisins og fyrirferðar-
innar, því að hvorugt getur án hins
verið, og er um föður og móður hvers
mótaðs hlutar að ræða.
En það virðist einkenni nútímans
að taka fyrir eitt afmarkað atriði og
nefna það og ekkert annað „fram-
sækna list“ í nokkur ár, eða þar til
annað þrengir sér í sviðsljósið, og
um leið eru fyrri viðhorf um fram-
sækna list úrelt og útjöskuð, jafnvel
svo að áður leiðitamir vilja helst
safna heila klabbinu í einn bing og
ieggja eld að öllu saman, sbr. ábyrga
í Hollandi. En skyldi þetta vera nokk-
uð annað en línudans og verða til
að þjappa þeim saman, sem trúa á
varanleika listarinnar? Að ferskleik-
inn og hugsæið sé það sem gildir á
öllum tímum og úreldist aldrei.
Eitthvað er ljóminn að fara af
slagorðunum um naumhyggju, tíma
og rými, og sjálfír gerendurnir virð-
ast jafnvei hættir að nenna að út-
skýra fyrir saklausum skoðendum
út á hvað gjömingarnir gangi. Menn
fá þannig ekkert á milli handanna á
sýningum, nema upplýsingar um það
sem allir eiga í flestum tilvikum að
geta séð hvað er, eða á að vera, t.d.
að hluturinn sé úr mjúku efni eða
hörðu, föstu eða fljótandi.
Gott dæmi um þetta er núverandi
sýning í Nýlistasafninu, og að gefnu
tilefni vill skrifari algjörlega sveija
það af sér að vera andstæðingur
nýviðhorfa og ungs fólks. Á bak við
slíkar staðhæfingar getur enginn
skýlt sér, því til er ungt fólk með
önnur viðhorf, en vill gleymast sem
margt annað. Skilningur á núviðhorf-
um er sem betur fer ekkert sem
menn geta staðlað og eignað sér, og
minna má jafnframt á þá skoðun
margra, að engin nýsköpun geti átt
sér stað nema innan um ströng kerfí
af reglum.
Það er ekki einasta, að hlutimir
sem til sýnis eru séu fáir og lítið
fari fyrir þeim í hinu fagra sýning-
arrými, heldur liggur við að þeir
hverfi á stundum. Þetta var vissulega
nýtt fyrir margt löngu og vakti
dijúga athygli, en sífelldar endur-
tekningar áratugum seinna taka á
taugar og beinlínis flæma skoðendur
burt. Minnir á sértækan skilning á
orðinu „fantasía", sem verður þá að
fantarnir (hinir fávísu) era síaðir út.
Það heitir einnig, að þeir sem ekki
eru inni í hlutunum hætta að koma
á staðinn. Margt virðist nú furðu líkt
með seinni helmingi áttunda áratug-
arins, er hugmyndafræðin, konzept-
ið, tæmdi öll listhús og söfn er héldu
henni fram.
Þar sem um rými, tíma og naum-
hyggju er að ræða, vill rýnirinn vera
samstiga „upplýsingaríkidæminu"
og láta það að mestu tala fyrir sig
að þessu sinni: Hulda Ágústsdóttir
sýnir myndbands- og hljóðverk sem
að sjálfsögðu er án titils (og útskýr-
inga), en neðst á einblöðungnum er
vísað til þess, að þetta sé „Tilfærsla,
frá einum stað í annan“ (sem er
borðleggjandi). Hljóðupptaka (Bed-
ford Av. Brooklyn, NY). Myndbands-
upptaka (Myrtle Av. Brooídyn. NY).
Pallur, segulbandstæki, ferðahátal-
arar, skjár, myndbandstæki. Nýlista-
safnið, Vatnstíg 3b. 101 Reykjavík,
sími 551 4350 fax. 561 4350.
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir; Ný-
listasafnið 9.-24. september 1995.
Súmsalur: Langveggur: Níu tegundir
af sultu þrykkt með fjölskyldu-
brauði./ Endaveggur. Álpappír, bak-
hiiðin. / Gluggaveggur: Hrafnkell að
tína ber, ágúst 95. / Pallur: Á gólfí:
Tólg, 60 kg. / Á vegg: Ferdnand í
lit, Morgunblaðið 26. ágúst 95, litblý-
antur. Verkin eru unnin 1995.
Andreas Karl Sculze, Gryfja: Upp-
lýsingar fylgja um helstu sýningar
síðan 1991. Verkaskrá: 1) Án titils,
1995, 5 bómullarferningar (grænn-
svartur-grænn- bleikur- grænn)
stærð alls: 6x65 cm. 2) Án titils,
1995, 5 bómullarfemingar (ljósblár
- rauður- ljósblár- svartur-ljósblár)
stærð alls 8x65 cm. 3) Án titils,
1965, 5 bómullarferningar (ljósblár-
blár-ljósblár-svartur-blár) í þessu til-
viki þakkar Nýlistasafnið Goethe
Institut (stofnuninni) fyrir veittan
stuðning. Gestur setustofunnar er
að þessu sinni Jón Laxdal mynd- og
orðsmiður frá Akureyri, sem kemur
hvergi fram ( rituðu máli, en greina
mátti nafnið í áritunum á myndum.
Upplýsingar sem sagt 0.00.
Rétt er að fram komi, að hvað
Þýðveijann snertir er gerð undan-
tekning og nokkrar upplýsingar um
hann settar á blað. „Virkni lita er
meginviðfangsefni Ándreas Karl
Schulze. Á síðustu 3 árum hefur
hann unnið að gerð óvenjulegra
málverka. Bómullarstrigi er skorinn
í litla ferninga 5x5 cm sem era gegn-
umlitaðir með akryl. þessir lituðu
ferningar era síðan límdir beint á
vegg (í markaðri röð) með sérstöku
lími. Við uppröðun þeirra er tekið
mið af því rými sem notað er hvert
skipti. Það er því í sýningarsalnum
sjálfum sem meginsköpunin fer
fram.
Femingurinn er notaður vegna
þess að hann er auðþekkjanlegur og
hlutlaus, en ekki vegna formfræði-
legra forsendna. Hann ber litinn og
stærð hans er næg til að sjást og
virkja rýmið. Listamaðurinn hefur
komið sér upp lager 400 ólíkra lita
en hefur að þessu sinni meðferðis
25. Þó litur sé bara litur má segja
að litir hans séu sprottnir úr -um-
hverfi nútíma borgaramenningar.
Samsetning og staðsetning litanna
skapar hreyfingu og óstöðugleika."
(I.A.) Auk þess má nálgast tvær
sýningarskrár frá fyrri sýningum á
skrifstofu og heftur einblöðungur,
sem liggur frammi með enskum
texta úr sýningarskrá frá árinu 1992,
er eftir Alan Uglow, Köln...
Bragi Ásgeirsson.
Kvikmynda-
hátíð í
Keflavík
í KVÖLD hefst kvikmyndahátíð í
Félagsbíói í Keflavík í tilefni af
100 ára afmæli kvikmyndarinnar.
Kvikmyndasjóður íslands og
Menningarnefnd Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna standa sam-
eiginlega að hátíðinni.
Tvær íslenskar myndir verða
sýndar daglega, ein ætluð unga
fólkinu og önnur fyrir þá eldri og
lýkur hátíðinni á sunnudagskvöld.
Dagskrá hátíðarinnar hefur ver-
ið dreift í hvert hús í Keflavík,
Njarðvík og Höfnum og vonast
aðstandendur hátíðarinnar til að
sem flestir fínni eitthvað við sitt
hæfi.
-----♦ ♦ ♦
Kvikmynda-
sýningar MIR
hefjast að nýju
FÉLAGSSTARF MÍR er nú að
hefjast að nýju eftir sumarhlé með
kvikmyndasýningum og námskeið-
um í rússnesku.
Kvikmyndasýningarnar verða í
bíósalnum Vatnsstíg 10 í vetur
eins -og undanfarin ár á hveijum
sunnudegi kl. 16. „Friður fæddum"
frá árinu 1961 (sýnd 24. sept.). í
október verða flestar kvikmyndim-
ar um efni sem tengist með einum
eða öðrum hætti furðulegum fyrir-
bærum. Októbermyndirnar em:
„Solaris“ Tarkovskíjs (1. okt.),
„Grimmileg hefnd Stakhs kon-
ungs“ (8. okt.), „Fjallahótelið" (15.
okt.), „Skreytingamaðurinn" (22.
okt.) og „Kona með páfagauk"
(29. okt.). Aðgangur að kvik-
myndasýningum MIR er ókeypis
og öllum heimill.
Rússneskunámskeið MÍR hefj-
ast síðar í mánuðinum og verða
upþlýsingar veittar á Vatnsstíg 10
sunnudaginn 17. sept. kl. 15-18,
næstu tvo daga kl. 17-18.