Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minni nýting gistirýmis með auknu framboði HEILDARFJÖLDI gistinátta hér á landi var 1.182 þúsund í fyrra, eða 15% meiri en árið 1992. Nýting gistirýmis fór hins vegar minnkandi samfara auknu framboði. Nýtingin á hveijum ársþriðjungi 1992-1994 sést á meðfylgjandi töflu. Taflan er unnin upp úr ritinu Gistiskýrslur 1994 sem Hagstofa íslands hefur gefið út. HÓTEL og gistiheimili sem starf- rækt eru allt árið voru 92 talsins í fyrra, en 87 árið 1992. Á sama tíma fjölgaði sumarhótelum og sumar- gistiheimilum úr 53 í 63. Gistirými þetta tímabil, mælt í fjölda her- bergja, jókst um 11% og mælt í fjölda ráma jókst gistirýmið um 14%. Bændagististöðum fjölgaði um- talsvert milli áranna 1992 og 1994 eða úr 113 í 136. Fjölgunin nemur 20% en á sama tíma jókst heildar- gistirými bændagististaða um 5%. Farfuglaheimilum fjölgaði úr 24 árið 1992 í 30 árið 1994. Hlutfall útlendinga 64% Nýting gistirýmis á hótelum og gistiheimilum minnkaði á milli ár- anna 1992 og 1994 í kjölfar aukins framboðs gistirýmis. Júlímánuður sker sig þó úr að þessu leyti, en nýtingin er best í þeim mánuði. í júlí 1992 var herbergjanýting hót- ela og gistiheimila 71%. Hún lækk- aði í 64% árið 1993, en jókst aftur í 72% í fyrra. Nýting gistirýmis er minnst í desember og janúar. Árið 1992 var hún á bilinu 20-27%, en mun lægri árið 1994 eða 18-19%. Á síðasta ári var hlutfall gisti- nátta útlendra gesta nær 64% af heildargistinóttum. Hæst er hlutfall útlendinga á farfuglaheimilum eða 78%. Á hótelum og gistiheimilum er hlutfalf útlendinga 69% en í öðr- um tegundum gistingar 45-55%. Mestur hluti útlendinga gisti á höfuðborgarsvæðinu eða 52%, á Norðurlandi eystra gistu 18% og 15% á Suðurlandi. íslendingar gistu helst á Norðurlandi vestra og Suð- urlandi. Stefnið tæpast rannsak- að frekar ÓSENNILEGT er að frekari rann- sókn fari fram á stefni skútu sem fannst fyrir skömmu við Vest- mannaeyjar, að sögn Páls Hjartarsonar deildarstjóra tækni- deildar Siglingamálastofnunar. Páll segir fyrirspurnir um ferð- ir skútu á þeim slóðum sem um ræðir engan árangur hafa borið. Vísbendingar séu um að brakið sé úr erlendri skútu, en þótt eng- inn gróður hafi fundist á því, gæti það hafa borist langt að með straumum, enda sé borið efni á skip til að hindra að gróður fest- ist á þeim og hreyfingin í sjónum tefji einnig fyrir að svo gerist. Engar fregnir „Málinu er lokið af okkar hálfu nema eitthvað sérstakt komi fram sem gefi tilefni til frekari skoðun- ar,“ segir hann. Páll kveðst telja ólíklegt að skúta hafi verið á ferð á þeim slóðum sem stefnið fannst, án þess að til hennar hefði spurst. „Væri um að ræða skútu sem hefði yfirgefið höfn í nágranna- ríkjunum væri einkennilegt ef ekki hefðu borist fregnir af því að hennar væri saknað,“ segir hann. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hundar í bíó Eigendum hunda af dalmatíum kyni var boðið síðastliðinn laug- ardag á frumsýningu teikni- myndarinnar Hundalífí Bíóhöll- inni í Álfabakka. Myndin segir einmitt frá dalmatíum hundum. Nokkrir ferfættir bíógestir komu í fylgd eigenda sinna á frumsýninguna. Engum sögum fer af því hvernig ferfætlingun- um líkaði myndin, eflaust hafa þeir haft nokkurt gaman af. Yilja Reykjavík með á vetrar- borgaráðstefnu RAÐSTEFNA vetrarborga verður haldin í Winnipeg í Kanada 9.-12. febrúar næstkomandi. Af því til- efni komu nýlega hingað fjórir fulltrúar borgarinnar í þeim til- gangi að kynna ráðstefnuna fyrir ráðamönnum og fyrirtækjum í Reykjavík. Hingað komu George Fraser aðstoðarborgarstjóri, Harold Buchwald, formaður ráðstefnu- stjómarinnar og starfsmenn henn- ar, Jaekie Maclver og Ivan Berkowitz. Harold Buchwald segir að sérstakt samband sé milli Is- lendinga og Winnipeg-borgar, enda sé næststærsta íslendinga- byggð í heimi staðsett þar. Alls séu 100.000 íbúar Winnipeg af ís- lenskum ættum. „Við teljum að Reykvíkingar hefðu mikinn hag af að taka þátt í ráðstefnunni. Tilgangurinn með henni er að auka samvinnu norð- lægra borga víðs vegar um veröld- ina og ættu íslendingar að geta hagnast veralega á þátttöku, sér- staklega í ferðamálum. Einnig verður fjallað um umhverfismál og ýmiss konar listir og íþróttir,“ seg- ir Buchwald. Þetta er sjöunda vetrarborg- aráðstefnan, en sú fyrsta var hald- in í Sapporo í Japan árið 1982. Ráðstefnan skiptist í fjóra hluta. I fyrsta lagi er fundur borgarstjór- anna, þar sem borgarstjórar 45-50 borga koma saman og ræða sam- starf sín á milli. í öðru lagi er sjálf ráðstefnan, en fulltrúar á henni eru um það bil 500-700 talsins. í þetta skiptið verða umfjöllunarefni hennar sam- göngumál, tómstundaiðja, af- skekkt byggð á norðurslóðum, hönnun og bygging neyðarskýla, samgöngur og dýragarðar í norð- lægum borgum. Að auki geta fulltrúar tekið þátt í tveimur ráðstefnum samhliða, um fatlaða einstaklinga og málþing um vetraríþróttalyf. í þriðja lagi er viðskiptasýning, þar sem 250-300 fyrirtæki sýna vörar sínar og þjónustu. í fjórða lagi er svokölluð vetrarhátíð, en hingað til hefur árlega verið haldin slík hátíð í Winnipeg, Hátíð ferða- mannsins. Hátíðin ber franskan keim með tónleikahaldi, listsýning- um og ýmsum dagskráratriðum öðram. George Fraser lét vel af dvöl hópsins hér á landi. Hann kvaðst hafa talað við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, og feng- ið vilyrði frá henni um þátttöku ísland í ráðstefnunni í febrúar. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands hafnar kröfum sóknarbarns í Hveragerði Rétt var staðið að köllun sóknarprests HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands sýknaði í fyrradag dóms- ogkirkju- málaráðherra, biskup íslands, prófast Árnesprófastdæmis, sóknarprestinn í Hveragerði og sóknarnefndir Hveragerðis- og Kotstrandarsókna af kröfum sókn- arbarns í Hveragerði, sem höfðaði mál til að fá hnekkt þeirri ákvörð- un sóknarnefndanna að kalla prest til starfa í Hveragerði. Dómurinn segir ekkert hafa komið fram, sem bendi til að ranglega hafi verið staðið að köllun prests. Tólf af sextán kjörmönnum Hveragerðis- og Kotstrandasókna samþykktu í vor að óska eftir því við biskup íslands að nýr prestur yrði kallaður til þjónustu við prestakallið án undangenginnar auglýsingar. Biskup samþykkti köllunina og var séra Jón Ragnarsson kallaður til prestsþjónustu og skipaður til starfans af dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Tveimur mánuðum áður hafði sóknarnefndin borið upp sams konar erindi við biskup, en ráðuneytið taldi þá að málsmeðferð við köllunina hefði ekki verið í sam- ræmi við formreglur og varð því ekki úr skipun Jóns til starfans þá. Björgvin Ásgeirsson, sóknar- barn í Hveragerðissókn, höfðaði mál og taldi að með köllun prests hefði biskup brotið þá grundvallar- reglu, að opinber embætti eigi að auglýsa laus til umsóknar. Ekki ætti að beita köllun nema auglýs- ing reyndist árangurslaus. Þá hafi málsmeðferðin verið ólögmæt, þar sem sóknarnefndirn- ar, sem stóðu með ólögmætum hætti að því að kalla prest til starfa í mars, hafi verið vanhæfar til að taka efnislega samhljóða ákvörðun síðar. Þetta ætti einnig við um prófast og ekki síður biskup, enda séra Jón Ragnarsson starfsmaður hans og biskup því vanhæfur til að hafa afskipti af málinu. Ekki hægt að knýja fram kosningu í niðurstöðum héraðsdómara, Jóns Ragnars Þorsteinssonar, er ekki fallist á sjónarmið stefnanda. Þar kemur fram, að samkvæmt lögum um veitingu prestakalla geti sóknarbörn haft áhrif á niðurstöðu kjörmannafundar um val á sóknar- presti, með því að knýja fram al- mennar prestkosningar. Þessi rétt- ur sé þó ekki skilyrðislaus og m.a. bundinn því skilyrði að kjörmenn hafi ekki nýtt sér heimild til að kalla prest til starfa. Það geti V, kjörmanna gert. Geri þeir það það eigi sóknar- börn þess ekki kost að knýja fram almennar prestskosningar. Laga- legur réttur kjörmanna sé sam- kvæmt þessu ótvíræður. Þá segir í dóminum, að þrátt fyrir ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna um að lausar stöður á vegum ríkisins eigi að auglýsa breyti það ekki því, að lög um veitingu prestakalla kveði skýrt á um það að prestur sé kallaður án auglýsingar. Þau lög séu sérlög, sem gangi framar hinu almenna ákvæði í lögum um opin- bera starfsmenn. Loks segir að ekkert hafi komið fram, sem bendi til að kjörmenn hafi ekki staðið lagalega rétt að kölluninni, eða prófastur og bisk- up. Þótt formgalli hafi verið á fyrri kölluninni hafi kjörmenn mátt bæta úr ágallanum með nýrri köll- un. Engu máli skipti þótt síðari köllun leiddi til efnislega sömu nið- ' urstöðu og kjörmenn höfðu komist að við þá fyrri. Þótt presturinn hafi verið starfs- maður biskups hafi biskup mátt fela prófasti að boða kjörmenn til sameiginlegs fundar til staðfest- ingar á kölluninni og birta prestin- um síðan köllunina. „Var biskup með þessu að rækja embættis- skyldur sínar og voru hvorki hann, sóknarnefndirnar, prófastur eða ráðherra stjórnsýslulaga vanhæfir til meðferðar málsins," segir í niðurstöðum dómsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.