Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 41 Um Serba Frá Predrag Djokic: NOKKRUM dögum fyrir sprenging- una á markaðsgötu í Sarajevo þann 28. ágúst ’95 lýstu Serbar sig reiðu- búna að ganga til samninga um skipt- ingu Bosníu. En þá kom sprengingin sem banaði og særði á annað hundrað óbreyttra borgara. Vísifingri Vestur- landa var um leið beint að Serbum sem sökudólgum og einnig var sagt: „Serbar neita að venju að hafa gert það.“ Rannsókn SÞ var skrípaleikur einn, stutt og ónákvæmt. Serbar voru umsvifalaust sakfelldir og NATO lét sprengjum rigna á serbneskar borgir og þorp sem nú hafa staðið yfir um fjórtánda sólarhring. NATO flugvélar, aðallega frá USA, varpa sprengjum á miðborgir, hús óbreyttra borgara, íbúðarblokkir, brýr, matargeymslur og meira að segja kirkjugarða, sjúkra- skýli og sjúkrahús. Bandaríkjamenn „harma“ að spítalinn var hæfður, en halda áfram að eyðileggja sem mest af mannvirkjum Serba og gera á sama tíma múslimum og Króötunum kleift að sækja fram gegn Serbum. NATO- löndin eru þar af leiðandi í beinu stríði við Serba sem bandamenn króatískra og múslimskra ústasa. íslenskir fjölmiðlar og (sem er ófyr- irgefanlegt) íslenskir menntamenn upphrópa Serba sem árásaraðila! En svolítið meira um sprenginguna Kolsvart ranglæti Frá Matthíasi Karelssyni: NU HAFA strætisvagnafargjöldin í Reykjavík verið hækkuð um allt að 100%. Meirihluti R-listans í Reykjavík leggur með þessu móti auknar álögur á þá sem minnst mega sín. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú, að ég vinn við miðasölu SVR í Mjódd og get ekki orða bundist vegna þeirra yfirlýs- inga sem fallið hafa um þetta mál. Borgarstjóri hefur haldið því fram að eldra fólk noti lítið vagna SVR, stjórnarformaður SVR hefur haldið því fram að gamla fólkið sé svo vel efnað og forstjóri SVR hefur reynt að draga úr hækkun- inni. Yfirlýsingar af þessu tagi svíða. í fyrsta lagi veit ég það manna best sem starfsmaður SVR hverjir ferðast með strætó. Það eru fyrst og fremst eldra fólk, ungling- ar og börn. í öðru lagi er líklegt að þeir sem eru velefnaðir í hópi eldri borgara ferðist ekki með strætó heldur hinir sem eiga enga aðra kosti. Eldri borgarar sem ferðast með strætó borga í dag kr. 25 fyrir ferðina en munu borga eftir hækk- un kr. 50. Ef gefið er að þeir sem nota strætó fari a.m.k. tvær ferðir á dag, sem er lágmark, hækkar kostnaðurinn um kr. 50 á dag sem eru kr. 1.500 á mánuði eða kr. 18.000 á ári. Þessi hækkun er sem sagt ríflega eins og hálfs mánaðar ellilífeyrir fyrir þá sem aðeins ferð- ast tvisvar á dag. Svo segja menn að farþega muni ekkert um hækk- unina. Þetta er ekki allt. Því nú hafa stjórnendur SVR gefið út þá fyrir- skipun, að aðeins megi selja þessu fólki tvö kort í einu þannig að það geti ekki hamstrað fargjaldakortin fyrir hækkun. En slík viðbrögð, þ.e. að reyna að gera góð kaup og spara, hljóta að teljast eðlileg viðbrögð hjá þeim sem beijast í bökkum. Það er ekki þægilegt að vera starfsmaður SVR á þessum tíma- mótum og þurfa að svara fyrir þessa ósanngjörnu hækkun. MATTHÍAS KARELSSON, Snælandi 8, Reykjavík. FLASA/HÁRLOS? Við eigum ráð. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13-S. 551 2136 BRÉF TIL BLAÐSINS FRÁ Sarajevo, í Sarajevo. Þessi sprenging frá 28. ágúst ’95 er gerð á sama stað og á sama hátt og sprengingin í febrúar ’94. Bandaríkjamenn voru að leita að átyllu til að blanda sér á beinan hátt í borgarastríð, að sjálfsögðu sem bandamenn músiima og Króata gegn Serbum. Það var CIA sem skipulagði áform sem fékk viðumefnið „Ciklon". Foringi múslima, Rasim Delic, fram- kvæmdi verkið (nú sem í febrúar ’94) og drap sitt eigið fólk! En „tilgangur- inn helgar meðalið" og Serbum var kennt um og NATO fór af stað. Meðfýlgjandi er ljósmynd úr Time (sept. ’95). Það sem við sjáum á mynd- inni er aðeins lítið brot af staðnum, t.d. sést ekki hvað húsin báðum meg- in eru há. Breidd götunnar (9 metr- ar), serbneskar fallbyssur eru í allt að 4 km fjarlægð frá staðnum sem sprengjan féll, hæð húsanna báðum megin við götuna 6-7-8 hæða; allt þetta útilokar með öllu sekt Serba. Við þetta má síðan bæta að samskon- ar sprengja féll á sama stað í febrúar ’94 með sömu afleiðingum, á annað hundrað dánir og særðir. Múslimar sögðu þá að Serbar hefðu verið að verki en rannsókn SÞ sýndi að „lík- lega hefðu múslimar sjálfír verið að verki, drepið sitt eigið fólk“. (Mbl. 30. maí ’95.) Á myndinni er t.d. ekki neinn gíg að sjá. Eftir jafn öfluga sprengju og sagt er að Serbar hafí notað ættu að sjást meiri ummerki. Hér er ekki neitt að sjá. Hvar er er gígurinn? Lifið heil. PREDRAG DJOKIC, Serbinn í óvinalandi 7124-8283. Skattfrelsi forseta Islands Frá Gísla Tryggvasyni: í LEIÐARA Morgunblaðsins hinn 12. september 1995 eru settar fram efasemdir um að skattfrelsi forseta íslands samræmist stjórnarskrá lýðveldisins íslands (stjskr.). Er í því sambandi vísað til 78. gr. stjskr. Af því tilefni skal ritstjóra bent á að með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, sem öðluðust gildi við birtingu í lok júní, var afnumið úr stjórnarskrá svohljóðandi ákvæði: Sérréttindi, er bundin séu við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi taka í lög. í gildandi stjórnarskrá er í 78. gr. fjallað um sjálfsstjórn sveitarfé- laga og tekjustofna þeirra. Hins vegar var með sömu stjóm- arskipunarlögum sett í stjómarskrá mun ítarlegra jafnræðisákvæði en það sem vísað var til í leiðara Morg- unblaðsins. Er nú almenn jafnræð- isregla í 1. mgr. 65. gr. stjskr. - upphafsgreinar VII. kafla stjskr. um frelsisréttindi og önnur mannrétt- indi. Er málsgreinin svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lög- um og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupprana, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ættemis og stöðu að öðra leyti. Sjálfstætt athugunarefni er hvort skattfrelsi forseta samræmist þessu eða öðram ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Rétt er að benda áhugajnönnum um stjómlagafræði á að númer annarra greina VII. kafla stjórnar- skrárinnar hafa einnig breyst - sem og orðalag og efni ákvæða. GÍSLITRYGGVASON, laganemi, Eggertsgötu 16, Reykjavík. innl Hvað með þig? Vissir þú að á höfuborgarsvæðinu er ódýrast að ferðast með Strætisvögnum Reykjavíkur? '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.