Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Ný læknastofa I Hef opnað læknastofu í húsnæði 7 Gigtarfélags íslands, Ármúla 5. j Tímapantanir í síma 553-0760 alla virka daga frá kl. 09.00-17.00. Magnús Guðmundsson, læknir. Sérgrein: Lyfíækningnr og gigtarsjúkdómar. Haustútsala á lacoste vörum - 30-50% afsláttur BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur 21 nýjir varuiitiK sem holdast lengur. Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek: Kringlunni; Lilja snyrtistofa, Grenigrund 7 Akranesi; Vöruhús KEA Akureyri; Hilma Húsavík; Cleopatra, Egilsstöðum. SHl ÚTlUFfSS GLÆSIBÆ ■ SlMI SSl 2922 VELVAKANDI Svarað í síraa 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Anægjuleg kvöldstund BERGÞÓRA Þorvalds- dóttir hringdi og vildi koma eftirfarandi þökkum til skila: „Ég má til með að koma á framfæri þakklæti fyrir ánægjulega kvöldstund með góðum vinum sl. laugardagskvöld á veit- ingastaðnum Caruso í Bankastræti. Jóna Einars- dóttir hélt uppi, með sínum frábæra harmonikkuleik, sérlega góðri stemmningu svo allir gátu sungið eða dansað sem vildu. Matur- inn og þjónustan var frá- bær og staðurinn er mjög vinalegur og huggulegur og verðið mjög sanngjarnt og andrúmsloft gott. Enda var yfirfullt á staðnum þetta kvöld sem sýnir að hann er góður. Ég las þó fyrir nokkru neikvæða grein um staðinn sem mér fannst sérlega ósanngjörn. Ef til vill er eitthvað til í því sem gamail fósturfaðir minn sagði mér, sem var kokkur á gömlu skútun- um, þeir kvörtuðu mest yfir matnum sem átu mesta trosið heima hjá sér. Ég þakka svo fyrir mig og hef ætíð fengið þar frá- bæra þjónustu svo ég mæli með staðnum.“ Böm í ljótum leik í Grafarvogi KONA í Grafarvogi hringdi og vildi vekja at- hygli foreldra bama í hverfinu á ljótum leik nokkurra drengja. Þeir stunda þann hættulega leik að standa á miðri göt- unni þegar farið er að skyggja þar til bílljósin lenda á þeim og þá hlaupa þeir í burtu. Það er eins og spennan sé fólgin í því hvort þeir sleppi eða ekki. Ekki er aðeins um stálpaða drengi að ræða heldur einnig smáböm, t.d. fjög- urra ára drengi. Athygli foreldra er vakin á þessu þannig að þeir geti talað við böm sín og komið í veg fyrir þennan hættuiega leik. Gæludýr Snúður er týndur SNÚÐUR hvarf að heiman sl. sunnudag frá vestur- bænum í Kópavogi. Snúður er ekki með ól og ekki merktur, en eins og sjá má á myndinni er hann auð- þekkjanlegur af svörtum bletti á nefinu. Hins vegar er myndin tekin þegar hann var lítill kettlingur þannig að hann er mun stærri núna. Ef einhver hefur orð- ið Snúðs var vinsamlegast hafíð samband í síma 554-4503. Kettlinga vantar heimili TVO kettlinga vantar heimili. Annar er hvítt og svart fress, hinn grá og hvít læða. Dýravinir vin- samlega hringi í síma 567-5404. Tapað/fundið Úr tapaðist DÖMUÚR með brúnni leðuról tapaðist _ líklega fyrir framan íslensku óperana á Ingólfsstræti síðastliðinn föstudag. Úrið er með venjulegum tölu- stöfum ■ á skífunni. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 568-7937. Vindjakki tapaðist í Kringlunni SKRÆPÓTTUR vindjakki á 6-8 ára stelpu tapaðist í Kringlunni síðastliðinn laugardag. Mest áberandi liturinn er bleikfjólublár og í vösum hans er mikið af pox-myndum og græn húfa með rauðum röndum og gulir vettlingar. Skilvís flnnandi hringi í síma 557-1405. Hálskeðja tapaðist SNÚIN gullhálskeðja tap- aðist einhvers staðar í Smáíbúðahverfinu, hugs- anlega nálægt Réttar- holtsskóla. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 588-4170. Pennauinir 39 ÁRA kona frá Hollandi vill skrifast á við íslenskar konur og fræðast um ís- land: Marianne Overmeer, Postbox 8874, 1006 J.B. Amsterdam, Holland. 15 ÁRA íslensk stúlka, sem býr i Hollandi, óskar eftir pennavinum. Hefur ánægju af að sjá um íslensku hund- ana sína tvo og að vinna í húsdýragarði í nágrenninu: Þóra Árnadóttir, Hazelaar 3, 3984 AJ Odijk, Holland. 13 ÁRA finnsk stúlka vill skrifast á við unga íslend- inga: Tiina Töyrymaki, Auralantie 42, 04370 Rusutjarvi, Finland. LEIÐRÉTT Flugbj örgunarsveitin stofnuð 1950 Páll Arason hafði samband við blaðið vegna staðhæf- ingar um að Flugbjörgunar- sveitin hafi verið stofnuð árið 1952 í kjölfar mikillar leitar, sem gerð var að flug- vél, sem fórst það ár á Gíg- jökli, sem gengur norður úr Eyjaijallajökli. Páll, sem var virkur í sveitinni á fyrstu árum hennar segir að Flugbjörgunarsveitin hafi verið stofnuð 1950 í kjölfar flugslyssins á Bárð- arbungu í Vatnajökli, svo- kallaðs Geysisslyss. Ekki Leikfélag Hafnarfjarðar í frétt á bls. 41 í blaðinu í gær var ranglega sagt að Leikfélag Hafnarijarðar hefði verið að opna nýtt ieikhús. Hið rétta er að það var Leikhópurinn Hermóð- ur og Hávör sem opnaði leikhúsið með frumsýningu leikritsins Himnaríki. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistökum. Mega ekki vera við höfnina í myndatexta á bls. 14 í Morgunblaðinu í fyrradag, þar sem strákar og bræður tveir skoða stórlúðu á bryggjunni í Grandarafirði, er sagt að strákaskarinn safnist saman á bryggjunni, þegar eitthvað sé um að vera. Drengirnir á myndinni voru í fylgd fullorðins manns, sem gætti þeirra, þótt hann sjáist ekki á myndinni. Þá mun hafnar- vörðurinn í Grundarfirði banna allan leik barna í höfninni og fær enginn strákur að henda þar út færi, nema vera í björgunar- vesti. 10 áraafmæli Þorlákskirkju í frétt í Mbl. sl. þriðjudag um 10 ára afmæli Þorláks- kirkju var sagt að kirkjan ætti 18 ára vígsluafmæli. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Víkveiji skrifar... STUNDUM hefur þeirri hug- mynd verið varpað fram að flýta klukkunni yfir sumartímann. Ýmis rök hafa verið notuð hugmynd þessari til framdráttar meðal ann- ars að með því ættum við frekar samleið með Evrópu. Samskipti í viðskiptalífinu yrðu auðveldari og einfaldari þar sem aðilar eru þá að vinna á sama tíma. Þetta er ekki lítið mál nú þegar samskiptin við Evrópu verða stöðugt meiri og stærri þáttur í íslensku efnahags- lífi. Máttugir aðilar hafa jafnan blásið á þessa hugmynd og sagt það valda gífurlegri röskun í samfé- laginu og of mikill kostnaður yrði þessu samfara. XXX SKRIFARI telur að margt myndi nást fram ef klukkunni yrði flýtt um þó ekki væri nema eina klukkustund yfir sumarmánuðina frá vmiðjum apríl fram í október. Þjóð sem býr við skammdegi jafn- langt og raun ber vitni fengi með þessari ráðstöfun meiri birtutíma til vinnu. Þetta nýttist landanum til meiri útiveru og ekki leynist efi í huga Víkveija dagsins að ef þetta yrði að veruleika þýddi þetta meiri sölu á kjöti hverskonar! Þetta er ekki flóknara en svo að þeir sem hætta vinnu klukkan fimm hættu sam- kvæmt þessu klukkan fjögur. Með því nytu menn lengri sólargangs eftir vinnutíma en ella. Skrifari þekkir það sjálfur hversu gaman er að grilla eða dytta að í garðinum eftir vinnu klukkan fimm þegar sólar nýtur. Þegar klukkan fer hins vegar að halla í sjö er sól mjög farin að lækka á lofti og farið að kólna og skyggja og við það breyt- ast fyrri áform um matargerð. Á þeim fallegu haustdögum sem septembermánuður bauð upp á, að minnsta kosti framan af eftir blaut- an ágústmánuð, hefði verið tilvalið að nota kvöldin til að fara út að ganga, hjóla, golfa eða hvað það nú er sem fólk hefur áhuga á. Eflaust hafa margir nýtt sér þetta síðbúna sumar þrátt fyrir rökkrið, en miklum mun skemmtilegra og auðveldara hefði það verið ef dags- birtunnar hefði lengur notið við. xxx UÐVITAÐ hefði það fyrir- komulag að breyta klukkunni erfiðleika í för með sér og einhverj- ir myndu tala um hrærigraut sam- fara því að gera slíkar breytingar á vori og hausti. Enn erfíðara yrði fyrir þá sem koma eða fara til Bandaríkjanna að breyta sinni lík- amsklukku og finnst þó mörgum nóg samt. Skrifari er þó á þeirri skoðun að frekar beri að taka tillit til þeirra sem dvelja heima á „klak- anum“, heldur en þeirra sem eru á faraldsfæti. Þessi umræða um klukkuna er ekki ný af nálinni og í raun erum við á sumartíma allt árið samkvæmt ákvörðun sem tekin var fyrir nokkr- um árum. Nú munar klukkustund á okkur og þeim löndum sem næst okkur eru í Norður-Evrópu, en í þessari viku breyta þau klukkunni hjá sér um eina klukkustund þann- ig að þau verða á sama tíma og við. xxx VÍKVERJI gærdagsins er önug- ur vegna nafna síns sl. fimmtudag. En þarnaær misskiln- ingur á ferðinni. Ekki var verið að mótmæla því að mynd eftir Kur- osawa væri á dagskrá RUV, heldur hitt að hún væri aðalmyndin á laug- ardagskvöldi, helsta afþreyingar- kvöldi landsmanna. Hefði Víkveiji talað við sjálfan sig hefði hann ekki misskilið sjálfan sig, eða þann- ig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.