Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur um að kaupa upp byggð í Súðavík Hugsanlegt að kaupa ekki öll hús PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segist telja að bæði verði að reisa varnarvirki gegn snjóflóða- hættu í Súðavík og kaupa upp húseignir. Hreppsnefnd Súðavíkur hefur óskað eftir því við Ofanflóða- sjóð og Almannavamanefnd ríkis- ins að ráðist verði í kaup á húseign- um í núverandi byggð í sveitarfé- laginu, aðrar en húseignir Frosta hf., í stað þess að byggja vamir. „Þegar ég kom í ráðuneytið í vor taldi ég eðlilegt að byggðin yrði flutt á ömggan stað en að frystihúsið stæði á öraggu svæði. Nýtt snjóflóðahættumat leiðir í ljós að frystihúsið er líka talið í hættu og sem aðalvinnustaður í Súðavík er það ein helsta ástæða þess að verið er að byggja þarna upp. Frystihúsið verður ekki flutt og verði það úrelt hefur byggð í Súða- vík frekar lítinn tilgang í bili. Ekki unnið í hættu Því þarf að byggja varnargarð sem veija ætti frystihúsið, en varn- argarður er óhjákvæmilega ljótur og þar að auki dýr, en þó nauðsyn- legur til að gæta fyllsta öryggis. Hins vegar ber að hafa í huga að ekki er nauðsynlegt að gera þetta allt í einu og spumingin er hvort ekki sé hægt að fresta vamargarð- inum og lifa af einhveija vetur með varfærni í byggðinni,“ segir Páll. „Ekki era öll hús í Súðavík í jafnmikilli hættu og hús í öðram byggðarlögum sem eru í mestri hættu eru kannski í svipaðri hættu eða engu betur sett en húsin í Súðavík. Þá leiðir maður hugann að jafnræðisreglu, bæði innan þorpsins og eins í samanburði við önnur byggðarlög." Lántaka hugsanleg Kostnaður vegna kaupa á hús- um í Súðavík nemur um 700 millj- ónum króna, ef marka má mat verkfræðistofunnar Hnits hf. Páll segir takmörk fyrir því hvað ofan- flóðasjóður getur unnið hratt og hversu miklu fjármagni hann hafí yfir að ráða. Hins vegar megi hugsa sér að sjóðurinn taki lán vilji menn flýta framkvæmdum og greiði það með tekjum sínum. Tekj- ur ofanflóðasjóðs vora auknar veralega með nýjum lögum, og verða 210-220 milljónir á ári næstu sex ár. Ofanflóðanefnd á að fjalla um tillögur sem henni berast og gera endanlegar tillögur til Almanna- varna ríkisins um allt sem varðar snjóflóðavarnir. Sveitarstjórnir gera tillögur til ofanflóðasjóðs og er heimilt samkvæmt lögum að kaupa húseignir í stað þess að ráðast í gerð varnarmannvirkis, sem sjóðurinn fjármagnar að hluta eða að öllu leyti. Niðurstaða í næstu viku Guðjón Petersen framkvæmda- stjóri Álmannavarna ríkisins segir að tillögur hreppsnefndar séu fjór- skiptar, þ.e. alvarnir og aðrir kost- ir, og starfi nú þriggja manna nefnd að því að meta þær. Nefnd- in eigi að skila niðurstöðum fyrir lok næstu viku og þá fyrst verði hægt að ræða um hvaða leið verði farin. Hættumat fyrir Flateyri og Hnífsdal Litlar breytingar samkvæmt tillögum ALMANNAVARNIR ríkisins munu í dag kynna bæjarstjómum Isafjarð- ar og Flateyrar tillögur að hættu- mati fyrir Hnífsdal norðanverðan og Flateyri. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavama, segir þær fela í sér litla breytingu frá eldri hættumötum fyrir þessi byggð- arlög. „Það era aðeins tilfærslur á rauða hættusvæðinu, auk þess sem nýju reglumar sem unnið er eftir gera ráð fyrir ákveðnu öryggisbelti fyrir neðan rauða svæðið og það bætist við og má nýta með ákveðnum fyrir- vörum. í heild eru breytingar ekki miklar á þessum tveimur stöðum og aðeins örfá hús sem bætast við, t.d. á einum stað í Hnífsdal. Þetta era samt tillögur sem við ræðum við heimamenn," segir Guðjón. Eftir að hættumat fyrir Hnífsdal liggur fyrir verður unnið hættumat fyrir ísafjarðarkaupstað í heild, Bolungarvík, Siglufjörð, Neskaup- stað, Patreksfjörð og Seyðisfjörð. Reuter Vel fagnað í Miinchen KRISTNI Sigmundssyni og slóvakísku sópransöngkon- unni Editu Gruberovu var ákaft fagnað að lokinni sýn- ingu á Luciu di Lammermoor eftir Donizetti í Ríkisóperunni í Miinchen á þriðjudagskvöld. Voru þau klöppuð upp að minnsta kosti tíu sinnum. A meðfylgjandi mynd eru söngvararnir í hita leiksins en Gruberovu, sem er ein virt- asta óperusöngkona heims, var tvívegis fagnað með klappi og húrrahrópum I miðju atriði. Ekki ljóst hvort regl- um verður breytt FORSÆTISNEFND Alþingis ræddi í gær hvort breyta eigi reglum um kostnaðargreiðslur þingmanna, en niðurstaða fékkst ekki á fundinum. Ólafur G. Einarsson forseti Al- þingis sagði að nefndin hefði ekki enn fengið öll þau gögn í hendur sem hún vildi afla áður en ákvörðun verður tekin hvort lögum og reglum um þingfararkaup og þingfarar- kostnað verði breytt eða ekki. „Við teljum nauðsynlegt að fá þau gögn upp á borðið vegna þess- arar hörðu gagnrýni sem hefur ver- ið beint að Alþingi, bæði vegna kjaradómsins og þessara starfs- tengdu greiðslna sem forsætisnefnd úrskurðaði," sagði Ólafur. Hann sagði að þau gögn sem nefndin hefði þegar fengið sýndu að þingmenn væru aftastir í röðinni í hópi þeirra sem Kjaradómur úr- skurðar laun til. Breytilegar raddir 40 þúsund króna starfskostnað- argreiðsla til þingmanna hefur ver- ið gagnrýnd harðlega, einkum vegna þess að hún, eins og aðrar starfskostnaðargreiðslur, er skatt- frjáls samkvæmt nýlegri ákvörðun Alþingis. Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að þessum reglum yrði breytt, sagðist hann ekki þora að segja til um það. Hann sagði að ákvörðun í málinu yrði aðeins tekin í nánu samstarfi við formenn þingflokkanna, en í dag er fyrirhugaður fundur þeirra með forsætisnefnd. Til greina kæmi að bíða með ákvörðun þar til þing kem- ur saman að nýju í byijun næsta mánaðar. ------»-■♦"'«--- Arctic Air fær leyfi SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Arctic Air Tours leyfi til rekst- urs ferðaskrifstofu og getur félagið því séð sjálft um útgáfu farseðla í ferðir sínar hér eftir, en fram til þessa hefur það þurft að selja alla farmiða í gegnum aðrar ferðaskrif- stofur. Að sögn Gísla Arnar Lárassonar, forsvarsmanns Arctic Air, mun fé- lagið vera með tilboð á fargjöldum af þessu tilefni út þennan mánuð. ' Forkönnun á gamalli gröf hefst á Fljótsdalshéraði í dag Kuml frá víkinga- tíma finnst í Skriðdal Egilsstöðuin. Morgunblaðið. FUNDIST hefur fornmannsgröf í landi Eyrarlands í Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Guðrún Kristins- dóttir forstöðumaður Safnastofn- unar Austurlands telur að þama sé að finna mannabein, hrossbein og hundsbein auk vopna. Talið er að gröfín sé frá því fyrir kristni- töku, eða fyrir árið 1000. Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, segir of snemmt að segja.til um hvort þarna sé um að ræða merkari fund af þessu tagi en áður hefur fundist hér á landi, en á fjórða hundrað kuml hafa fund- ist víðsvegar um landið til þessa. Fannst í júlí síðastliðnum Gröfin í landi Eyrarlands blés upp en það er algengast að bein Á fjórða hundrað kuml hafa fund- ist hér á landi og minjar finnist á þann hátt eða við jarðrask. í júlí sl. sumar varð fólk vart við gröfina og þá voru bein úr henni tekin til handar- gagns og Þjóðminjasafni tilkynnt um fundinn. Þór Magnússon segir að beðið hafi verið með að skoða gröfina þar til vel stæði á að rannsaka hana og öllum viðkomandi rann- sókn af þessu tagi væri kunnugt um fundinn. Þá hefði þurft leyfí Fomleifanefndar til að hefja rann- sókn og hefði það fengist síðastlið- inn mánudag, en um er að ræða forkönnun á gröfinni en ekki eig- inlega fornleifarannsókn. Uppgröftur hefst í dag Það er því ekki fyrr en nú að minjaverðir á Austurlandi fá mál- ið í sínar hendur og munu þeir hefjast handa strax í dag að grafa upp fornminjarnar. Má geta þess að Minjásafn Austurlands er flutt í nýtt húsnæði auk þess sem nýr minjavörður hefur verið ráðinn til starfa, en það er Steinunn Krist- jánsdóttir og verður þetta eitt af hennar fyrstu verkefnum í sínu nýja starfí. Þetta er í fjórða sinn sem kuml fínnst í Skriðdal en síðast fannst þar kuml árið 1986 við bæinn Vað. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir MANNABEIN, hrossbein og hundsbein er að finna í gröfinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.