Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 1 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hagrætt í rekstri Akureyrarbæjar fyrir 15 milljónir Minnihlutinn efast um að spamaðurinn náist Launakostnaður vegna átaksverkefna hefur verið lækkaður um 2 milljónir HÖRÐ gagnrýni kom fram í máli fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar á fundi á þriðjudag um hvernig staðið var að 15 milljóna króna hagræðingu í rekstri bæjar- ins. Samþykkt var við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár í desember í fyrra að taka inn frádráttarliðinn „vegna rekstr- arhagræðingar" og var forstöðu- mönnum deilda og stofnana bæjar- ins gert að hagræða í rekstri, færa niður kostnað eða auka tekj- ur svo ná mætti þessari upphæð. í máli Jakobs Björnssonar bæjarstjóra kom fram að tekjur leikskóladeildar myndu aukast um tæpa 1,1 milljóna króna, vegna Forgangsverkefni í íþróttamálum Sundlaug- in fyrst BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt stefnu íþrótta- og tómstundaráðs varðandi upp- byggingu í íþróttamálum til næstu þriggja ára. Samþykktin gerir ráð fyrir að forgangsverkefni. Akureyrar- bæjar á næstu tveimur til þrem- ur árum verði að ljúka uppbygg- ingu Sundlaugar Akureyrar. í öðru lagi verður stefnt að þvi að Akureyrarbær hafi forgöngu um að stofna hlutafélag sem hefði að markmiði að bæta að- stæður knattspyrnuiðkunar i bænum og í þriðja lagi er lögð áhersla á að gerður verði bygg- ingasamningur við Þór um byggingu íþróttahúss á félags- svæði þess, þannig að greiðslur geti hafist ekki síðar en á árinu 1988. Loks er lögð áhersla á uppbyggingu aðstöðu fyrir skautamenn og endurbætur í Hlíðarfjalli sem verða að sam- ræmast störfum Vetraríþrótt- amiðstöðvar íslands en starf- semi hennar er að hefjast. fjölgunar bama án þess að til- kostnaður ykist og vegna hækkun- ar á gjaldskrá á seldu fæði um 15% frá og með 1. október næst- komandi. Þá nefndi hann einnig að launakostnaður vegna átaks- verkefna hefði verið lækkaður um 2 milljónir. Jakob sagði vissulega stutt til áramót, en nokkuð væri síðan farið var að taka mið að hagræðingunni og því raunhæft að ætla að hún næðist innan árs- ins. Fulltrúar minnihlutans höfðum efasemdir um að hagræðingin næðist á svo skömmum tíma og bent var á að í sumum tilvikum virtist sem einungis væri verið að fresta kaupum á vöru og þjónustu fram yfir áramót. Slíkt leiddi ekki til varanlegs sparnaðar, aðeins lækkunar útgjalda á þeim tíma sem um ræddi. Þá væri í flestum tilfellum um lágar upphæðir að ræða, um og innan við 30 þúsund krónur hjá einstökum deildum, þannig ætti skrifstofa lóðarskrár- ritara að lækka útgjöld sín um 8.000 krónur. Hagræðing af þessu tagi myndi aldrei virka til fram- búðar, einungis væri verið að kreista niður útgjöld til að ná hag- ræðingunni fram. Nefnt var að við gerð fjárhags- áætlunar hefði ýmsum málum ver- ið velt upp er leitt gætu til hagræð- ingar í rekstri bæjarins, m.a. að ráða ekki starfsmann vegna verk- efna við reynslusveitarfélag, fara í saumana á skýrslu um rekstur leikskóla, gera úttekt á íþrótta- mannvirkjum og starfsemi þeim tengdum, endurskoða nefndar- kerfi bæjarins og skoða vöru- og þjónustukaup. Fátt eitt hefði gengið eftir. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Grátið í réttinni AÐ öllu jöfnu skemmta börnin sér konunglega í réttunum, en eitthvað hefur komið upp á hjá þessu litla kríli sem hágrét í Þverárrétt í Oxnadal á dögunum. ---------»-»♦----- Mývatnssveit Miklar vegafram- kvæmdir Mývatnssveit. ALLMIKLA.R vegaframkvæmdir hafa verið hér í Mývatnssveit í ár og einnig árið 1994. í sumar var lagður vegur á Garðs- grundum með bundnu slitlagi, 2 kíló- metrar, þá var lögð síðari klæðning á veginn frá Skútustöðum í Hellu- vað, 6,5 kílómetrar, nýr vegur var lagður frá Geirastöðum að Vagn- brekku með klæðningu, og þá var sett bundið slitlag á veg í Hofstaða- heiði suður undir Laxá. Sá vegur var byggður 1994. Hafín er bygging brúar milli Am- arvatns og Helluvaðs, 50 metra löng. Búið er að leggja nýjan veg með klæðningu frá Bjarnarflagi gegnum Námaskarð að austari Selslind, 7,8 kílómetrar. Árið 1994 var lagður vegur með klæðningu að mestu frá Austari- Selslind að Dettifossvegi á Austari- brekku. Segja má að nú sé komin nýr veg- ur með bundnu slitlagi næstum mið- leiðis frá Mývatni að Jökulsá á Fjöll- um. Mjög er taiið brýnt að hefja framkvæmdir við nýbyggingu vegar frá Geiteyjarströnd að Garðsgrund- um vegna slysahættu á þeirri leið. Ennfremur nýjan veg norðan Mý- vatns. Þvottavélar - þurrkarar á GÁMAVERÐI! Gæðatæki frá'fARDO einum stærsta heimilistækjaframleiðanda í Evrópu - á frábæruverði Þvottavél, VM 825 5 kg., 800 sn/mín. kr. 49.305 stgr. Þvottavél, VM 1025 5 kg., 1000 sn/mín., kr. 59.755 stgr. Þvottavél og þurrkori VM 1235 5 kg., 1200 sn/mín., kr. 71.155 stgr. Þurrkari TT 600 Snúningur í báúar áttir, tromla úr ryéfríu stáli, kr. 28.405 stgr. Þurrkari ET 600 MeJ tölvustýringu, tromla úr ryðtriu stáli, kr. 37.905 stgr. HÉR og NÚ ln Borgnrtúni 29, síntor 562-7666 og 562-7667. Að auki bjóðum við uppþvottavélar, frysti- og kæliskápa frá ARDO á frábæru verði. Kynntu pér ARD0 heimilistækin, þú gerir vart betri kaup!! Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Unglingar mótmæla fækkun dansleikja NEMENDUR í unglingadeild- um grunnskólanna á Akureyri fjölmenntu á fund íþrótta- og tómstundaráðs í gær til að láta í Ijós andstöðu sína við fækkun dansleikja einkum í félagsmið- stöðinni Dynheimum. Þórarinn E. Sveinsson formaður ráðsins sagði unglingunum að eindreg- in tilmæli hefðu borist ráðinu frá foreldrafélögum í grunn- skólum bæjarins um að dregið yrði úr dansleikjahaldi í Dyn- heimum og félagsstarfið flutt í ríkari mæli út í skólana. Á slíka hugmynd leist unglingun- um ekki og létu þeir nefndar- menn í íþrótta- og tómstundar- áði heyra þá skoðun sína að farsælla væri ef þau hefðu kost á að skipta um umhverfi, væru ekki í skólanum öllum stundum, bæði við nám og tóm- stundaiðkun. Möguleiki á starfsemi sumarskóla kannaður TILLAGA Þrastar Ásmundsson- ar nefndarmanns í Atvinnumála- nefnd um að skipaður verði starfshópur til að kanna mögu- leika á starfsemi sumarskóla á Akureyri í ýmsum lista- og menningargreinum og hugsan- legri samvinnu lista- og menn- ingarstofnana í bænum um slíkt verkefni hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar. Atvinnu- málanefnd á eftir að fjalla nánar um hvernig skipað verður í stajfshópinn. í máli Sigríðar Stefánsdóttur, Alþýðubandalagi kom fram að í langflestum háskólabæjum væri einhvers konar starfsemi í gangi yfir sumartímann og algengt væri að ungt fólk frá Bandaríkj- unum færi í sumarskóla til Evr- ópu. „Það er full þörf á að við hugum að því hvaða möguleika við eigum á þessum vettvangi,“ sagði Sigríður og benti á að starfsemi af þessu tagi myndi auka tengsl Háskólans á Akur- eyri við aðra háskóla. Vetrarstarf Kirkjukórs Húsavíkur- kirkju að hefjast VETRARSTARF Kirkjukórs Húsavíkurkirkju er að hefjast. Kórinn hefur fengið hjónin Na- taliu Chow og Helga Pétursson til samstarfs við sig, en þau hafa nýlega verið ráðin sem organist- ar við Húsavíkurkirkju. Starf kórsins verður fjöl- breytt, en fyrir áramót stendur kórinn fyrir aðventutónleikum og eftir áramót verða vortónleik- ar í Húsavíkurkirkju og í fram- haldi af þeim er stefnt að því að flytja dagskránna í kirkjum fyrir sunnan. Söngfólk vantar í allar raddir kórsins og eru þeir sem áhuga hafa hvattir til að ganga til liðs við kórinn sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir stjórnandi kórsins, Natalia Chow eða for- maður hans, Geirfínnur Svavars- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.