Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Suni 551 6500 STJÖRM B ÍÓ KVIKMYND EFTIR HILMAR ODDSSON ★ ★★1/2 H.K. DV Tár úr Steini Tónskáld, eigin- maöur faðir... ...stríðið neyddi hann til að velja. Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Ruth Ólafsdóttir, Bergþóra Aradóttir, Sigrún Liliiendahl, Jóhann Sigurðarson, Heinz Bennent. Sýnd kl. 4.45, 6.55, 9 og 11.10. Miðasalan opnuð kl. 4.15. Miðaverð Kr. 750 wm STJÖRNUBÍÓLÍNAN Verðlaun: Bíómiðar. Sími 904 1065. Gamanmynd um ást og afbrýðisemi, glæpi, hjónaskilnaði, lambasteik, eiturlyf, sólbekki, kvikmyndagerð, kynlíf og aðra venjulega og hversdagslega hluti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hvað er KejvBCBX ENDURGEISLANDI EINANGRUN 11 Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 <568 6100 Hefurðu auga fynr mjólk? Við fáum um 16% af A-vitamini okkarúr mjólkurvörum en A-vítamín er mikilvægt fyrir augu og slímhúð Verðlauna-. samkeppni unds.lolks 10-20 áraTibestu mjólKurauglýsinguna Þátttökublað á næsta sölustað mjólkurinnar I •m ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR Þó líði ár ogöld ►BJÖRGVIN Halldórsson hef- ur síður en svo sungið sitt síð- asta. Vegna fjölda áskorana hefur hann tekið upp þráðinn á ný með sýningu sína Þó líði ár og öld á Hóteli íslandl,, Fyrsta sýningin var á laugar- dagskvöldið og ekki var annað að heyra en Björgvin hefði engu gleymt. Morgunblaðið/Halldór GESTUR Ásólfsson og Þór- unn Hjartardóttir. ANNA Pálsdóttir, Helga Bergmann og Sveinn Sveinsson. Kyn- þokka- fullur Zorro H J ART AKNÚ S ARINN Antonio Banderas mun leika Zorro í sam- nefndri mynd sem leikstýrt er af Robert Rodriguez og munu tökur hefjast næsta vor. Þeir eru ekki óvanir því að vinna saman því það gerðu þeir í myndinni „Desperado". Rodriguez hefur sagt að hann hafí ætíð viljað leikstýra mynd um Zorro því hann sé ein af fáum hetjum af rómönskum ættum, en persónan Zorro kom fyrst fram í teikni- myndaseríu árið 1919. Rodriguez fær talsvert meira í vasann fyrir væntanlega mynd heldur en hann fékk fyrir „Despera- dos“, en þar fékk hann tvö hundruð þúsund dollara en fær nú tvær til þijár milljónir dollara. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar frá því hann gerði sína fyrstu mynd „E1 Mariachi", Farandspilarann, fyrir lítið fé. Gagnrýnendur lofuðu þá mynd í hástert og varð það til þess að Rodriguez komst í sviðsljósið. Fyrir leik sinn sem hinn grímu- klæddi Zorro fær Banderas fjórar milljónir dollara. Á næstu tveimur mánuðum mun kyntáknið Banderas sjást í kvik- myndunum „Assasins" og „Too Much“ og eins mun hann koma fram í „Evitu" áður en hann setur á sig grímuna og bregður brandi á loft sem hinn rómanski Zorro. Bolton kominn á rétta hillu ►MICHAEL Bolton hefur til þessa ekki verið talinn til raulara söngvarastéttarinnar. Hann hef- ur kraftmikla rödd og er ekki hræddur við að beita henni óspart. Nýlega söng hann óperu- aríu með stórsöngvaranum Pav- arotti á tónleikum. Eftir þá lýsti hann því yfir að hann væri orð- inn „háður“ óperusöng og hyggst læra slíkan söng í framtíðinni. „Mér finnst eins og ég hafi verið að tuldra allan feril minn,“ segir hann. „Óperusöngur býr yfir mun stærri tilfinninga- skala.“ Seinasta afrek Boltons í poppheiminum, úrval verka hans, er nýkomið í búðir í Banda- ríkjunum. Auk þess lék hann ásamt Rodney Dangerfield í myndinni „Meet Wally Sparks“. BANDERAS í mynd Rodr- iguez „De- sperado". Orville Reden- bacher látinn POPPKORNSKONUNGURINN Orville Redenbacher fannst látinn í baðkari sínu á þriðjudagsmorgun, 88 ára að aldri. Dyravörður, sem fór inn í íbúð Orvilles vegna kvart- ana íbúa í sama húsi yfir því að vatn læki á milli hæða, kom að líki hans. Dánarorsök er ekki ljós, en talið er að gamli maðurinn hafi hlot- ið eðlilegan dauðdaga. Redenbacher, sem var auðþekkj- anlegur á axlaböndum sínum og þverslaufu, átti þátt í að gera popp- korn að útbreiddri vöru í ýmsum bragðtegundum, en áður var það helst borðað í kvikmyndahúsum. Hann kom sjálfur fram í auglýsing- um fyrirtækis síns og prýðir alla poppkornspoka sem það framleiðir, en poppkorn hans er það mest selda í Bandaríkjunum. Orville lætur eftir sig tvær dæt- ur, 12 barnabörn og 10 bamabarna- börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.