Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fjölda- morð í Kólumbíu VOPNAÐIR menn myrtu að minnsta kosti 24 verkamenn á bananaplantekru í Kólumbíu í gær. Morðin voru framin í héraðinu Uriba, þar sem 600 menn hafa verið myrtir á þessu ári. Lögregla kvaðst gruna liðsmenn Byltingarhersveita Kólumbíu (FARC) um að hafa framið morðin. Fórnarlömbin eru talin hafa verið félagar í hinum pólitísku samtökum Von, friður og frelsi, sem fyrr- um liðsmenn FARC stofnuðu og voru vændir um svik fyrir. Þýskir jafn- aðarmenn dragbítar ÞÝSKIR Græningjar eru nú farnir að hafa áhyggjur af því að óeiningin meðal jafnaðar- manna (SPD), sem þeir höfðu vonast til að geta mynda með kosningabandalag í næstu þingkosningum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í gær njóta jafnaðarmenn nú aðeins 30% fylgis, en Græningj- ar 12%. Fylgi kristilegra demó- krata og systurflokks þeirra í Bæjaralandi (CDU/CSU) reyndist 46% og fijálsra demó- krata (FDP) 5%. Græningjar óttast að fylgis- hrun SPD muni gera út um möguleikann til að losa tak kristilegra um valdataumana. Aðgerðir gegn flóðum Öflug sprengja springur á brú nálægt Grosní Sendimaður Jeltsíns sleppur naumlega Grosní. Reuter. Tengdasonur Saddams Flúði með tvo millj- arða króna Kúveit. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Jórdaníu segir í viðtali við dagblað í Kúveit, að annar tveggja tengdasona Sadd- ams Husseins íraksforseta, sem flýðu frá írak fyrir skömmu, hafi ekki yfírgefíð ættlandið alveg tóm- hentur. Við komuna til Jórdaníu hafí hann lagt 30 milljónir dollara inn í jórdanskan banka. Jórdanski utanríkisráðherrann, Abdul-Karim al-Kabariti, sagði þetta í viðtali við blaðið al-Seyassah og tók svo til orða, að Hussein Kamel Hassan þyrfti fremur á póli- tískum stuðningi að halda en fjár- hagslegum því hann hefði verið með 30 milljónir dollara, nærri tvo millj- arða ísl. kr., upp á vasann við kom- una til Jórdaníu. Hussein Kamel var yfírmaður hergagnaiðnaðarins í írak en 8. ágúst flýði hann land ásamt bróður sínum og eiginkonum beggja, dætr- um Saddams. Um tíma gekk hann næstur Iraksforseta að völdum. Ir- aksstjóm heldur því fram, að hann hafí haft með sér 35 milljónir doll- ara. OLEG Lobov, sendimaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í Tsjetsjníju, slapp ómeiddur þegar öflug sprengja sprakk á brú ná- lægt Grosní þegar hann ók yfir hana í gær. Talsmenn rússneska hersins í uppreisnarhéraðinu sögðu að tsjetsjenskir aðskilnaðar- sinnar hefðu reynt að ráða Lobov af dögum, en þeir vísuðu því á bug. Tilræðið og fleiri atburðir í héraðinu þóttu til marks um aukna hættu á að átök blossuðu þar upp að nýju. Tsjetsjenskir uppreisnarmenn ákváðu að hætta við að framfylgja vopnahléssamningnum frá 30. júlí sem kveður á um að Tsjetsjenar láti vopn sín af hendi gegn því að Rússar flytji hluta herliðs síns úr héraðinu. Aslan Maskhadov, yfirmaður hers Tsjetsjena, sagði að þunga- vopnin yrðu færð á staði þar sem Rússar saka Tsjetsjena um banatilræði hægt yrði að beita þeim ef til átaka kæmi. „Ég yrði ekki hissa ef Rúss- ar vörpuðu kjamorkusprengju á Tsjetsjníju," sagði Maskhadov að- spurður um hvort hann teldi að Rússar hygðust grípa til hernaðar- aðgerða að nýju. Málsvari hernaðar- íhlutunar Viktor Tsjemomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði hins vegar að hann gæti ekki sætt sig við að átök blossuðu upp að nýju í Tsjetsjníju þrátt fyrir „stöðugar ögranir af hálfu Tsjets Stórt gat myndaðist á stein- steyptri brú yfir Neftjanka-fljót milli Grosní og flugvallarins þegar sprengjan sprakk þar í gær. Mann- laus bifreið var á brúnni með beyglaða vélarhlíf og allar rúður brotnar, að sögn sjónvarpsmanna Reuters. Rússneskir embættismenn sögðu að sprengjunni hefði verið komið fyrir á brúnni og hún hefði líklega verið sprengd með fjarstýr- ingu. Enginn í fylgdarliði Lobovs særðist alvarlega. Lobov er 57 ára og hefur verið einn af hörðustu málsvörum hemaðaríhlutunar Rússa í Tsjetsjníju sem hófst í desember. „Þetta var hermdarverk sem átti að grafa undan friðarviðræð- unum og verða æðsta embættis- manni Jeltsíns hér að bana,“ sagði rússneskur embættismaður í Grosní. Leyniþjónustuhneykslið á Spáni Gonzalez hyggst ekki flýta þingkosningum Madrid. Reuter. FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, neitar staðfastlega að hafa vitað um atferli svonefndra dauða- sveita leyniþjónustu hersins, sem sagðar eru hafa myrt 27 manns í baráttunni gegn hryðjuverkamönn- um, þar af nokkra saklausa borgara. Blaðið E1 Pais og fleiri fjölmiðlar sögðu á þriðjudag að Gonzalez hefði í sambandi við þetta mál sætt kúgun- artilraunum af hendi bankamanns sem var vikið frá vegna misferlis. Lögfræðingur Gonzalezar sagði í gær að ekkert væri hæft í þessum fullyrðingum. Mjög hefur verið þrýst á Gonzalez undanfarið að flýta kosningum vegna þessara hneykslismála, en í fyrir- spurnatíma á þingi í gær sagði hann að Spánveijar myndu ganga að kjör- borðinu í mars eins og gert væri ráð fyrir. Gonzalez var að svara spum* ingu um ákvörðun fiokks Katalóníu um að láta af stuðningi við stjórn hans. Dagblaðið EI Pais segir að í hinu meinta mútumáli sé um að ræða Mario Conde er var stjómarformaður Banco Espanol de Credito-Banesto SA er fór á hausinn fyrir tveim árum. Conde var mikils metinn fjármála- maður, dáður af fjölmiðlum og oft nefndur sem líklegur forsætisráð- herra. Velgengni bankans reyndist byggð á sandi og hefur Conde auk þess verið ákærður fyrir fjársvik. Conde er sagður hafa reynt árang- urslaust að fá stjórnvöld til að draga ákærur á hendur sér til baka gegn þvl að hann sæi til þess hætt yrði að leka ýmsum trúnaðarupplýsingum yfirvalda um baráttuna gegn hryðju- verkamönnum. Pólitískir andstæð- ingar sósíalista hafa notað þessar upplýsingar ásamt öðmm gögnum til að gera forsætisráðherrann og flokk hans tortryggilegan. I gær voru stjómarskjöl, sem sögð em flækja spænsk stjórnvöld og lög- reglu í morð að minnsta kosti sjö manns í Baskalandi á síðasta áratug, birt í blaði stjórnarandstöðunnar, EI Mundo. Sagði að þessir sjö menn hefðu verið meðal 27 fórnarlamba dauðasveita, sem þekktar vom undir skammstöfuninni GAL og stefnt var til höfuðs aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA. Israelar láta farþegavél fara ÍRANSKRI farþegaþotu, sem var rænt á þriðjudag og beint til Israel, var flogið þaðan á braut í gær með 176 farþega um borð. Förinni var heitið aft- ur til írans. íranar höfðu krafist þess að Israelar létu vélina af hendi og sakað þá um að tefja vísvitandi. Israelar sögðu að bil- un hefði valdið töfinni og þegar vélin hófst á loft voru allir um borð í henni nema flugþjóninn, sem rændi henni. Flugræning- inn bað um hæli í ísrael. Óvænt mótmæli áttu sér stað við vélina skömmu fyrir brottför í gær. Þá birtist móðir Rons Arads, sem ísraelar segja að sé í haldi í íran, og grátbændi farþega vélarinnar um að beita sér fyrir því að írönsk yfirvöld létu son sinn lausan. Arad var í ísraelska flughernum og vél hans var skotin niður yfir Líbanon árið 1986. íranar segjast ekki hafa Arad í haldi. Yahji Yamamato Jean Paul Gaultier, Dalce & Cabbana, Saki, Iceberg, Benetton, RED, Filtenberg ag Ileiri SlMl 551 4455 BHUMIBOL Adulyadej, kon- ungur Thailands, vill að gripið verði til sérstakra aðgerða til að koma í veg fyrir flóð í höf- uðborg landsins, Bangkok. 100 manns hafa látið lífið í flóðum um allt land undanfarið og meiri rigningu er spáð. Gegn breyttum opnunartíma YFIRMENN tveggja stærstu stéttarfélaga starfsmanna í verslunum kváðust í gær enn vera andsnúnir því að breyta umdeildum lögum um opnun- artíma verslana í Þýskalandi. Stjórnvöld vilja lengja opnun- artíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.