Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HJALTI ÞORS TEINSSON + Hjalti Þor- steinsson var fæddur á Hamri í Svarfaðardal 26. nóvember 1914. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. sept- ember sl. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Antons- son frá Hamri, út- vegsmaður, f. 27.7. 1886, d. 15.1. 1957, og Kristrún S. Frið- bjömsdóttir frá Efstakoti, f. 21.7. 1891, d. 2.12. 1972. Systkini Hjalta voru Skafti Þorsteins- son, f. 26.11 1914, d. 3.8. 1991, Freyja, f. 9.8.1916, d. 7.1.1990, Þómnn Ingunn, f. 18.7. 1926. Hinn 26. nóvember 1940 kvæntist Hjalti eftirlifandi eig- inkonu sinni, Kristínu Aðalheiði Jóhannsdóttur frá Dalvík, f. 6. september 1917. Eignuðust þau þijár dætur: 1) Rannveigu, kennara, f. 23.9.1942, gift Karli Geirmundssyni _ hljómlistar- manni, búsett á ísafirði, þeirra börn em Hjalti, kvæntur Sig- ríði Lám Gunnlaugsdóttur, Rúnar Óli, sambýl- iskona Nanný Araa Guðmundsdóttir, og Smári. 2) Anna Bára, kennari, f. 21.10. 1947, gift Trausta Þorsteins- syni fræðslustjóra, búsett á Dalvík, þeirra börn em Kristín, sambýlis- maður Magnús Gíslason, Helga Rún, sambýlismað- ur Jóhann G. Jó- hannson, Valur og Steinþór. 3) Kristr- ún, kennari, f. 18.4.1953, henn- ar maður er Óskar S. Einarsson skólastjóri, búsett í Kópavogi, þeirra börn Guðrún Anna, Kristín Edda og Adda Valdís. Baraabörn Hjalta em Gísli Rúnar Magnússon, Regína Rún- arsdóttir og Rannveig Hjalta- dóttir. Hjalti starfaði við netagerð á Dalvík og var einn eigandi Netagerðar Dalvíkíkur hf. Utför Hjalta Þorsteinssonar verður gerð frá Dalvíkurkirkju i dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Um heiðar nætur er hugur á ferli í himnanna stjömuborg. Ejarfur gengur hver maður að morgni móts við gleði og sorg. Vel mega þeir sínum örlögum una, sem afla til skeiðar og hnífs og finna, jafnvel forsælumegin, fegurð hins mikla lífs. (D. Stefánsson) Það var að morgni 14. september síðastliðinn, sem lífsgöngu Hjalta Þorsteinssonar lauk. Þau tímamörk, að morgni dags, voru að öllu leyti í takt við hans lífsmunstur, hann tók alla tíð daginn snemma. Starfs- orka hans fór þverrandi, en þrátt fyrir það vann Hjalti við iðngrein sína til hinstu stundar. Þó ekki leyndi sér að sumrinu í lífi hans var tekið að halla, og haust á næsta leiti. En líf hans og störf geymum við samferðamenn hans í minning- unni. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ÍIÓTEL LOFTLEIBIR Þótt sölni grösin græn frá vori glói hrím á blaði og steinum gróðurilm úr gengnu spori geymum við í hugans leynum. (B. Daníelsson) Því er nú þannig farið hjá flestum í hinni hörðu lífsbaráttu, að fremur lítill tími er aflögu að hugsa um líf- ið og tilveruna. Þó gerist það oft þegar samferðamenn hverfa á braut, þá er eins og gefist oftast góð og hljóðlát stund, sem fær mann til að hugsa og láta hugann reika um líf og störf þess sem geng- inn er á vit feðra sinna. Við slík tímamót sækja á hugann minningar um liðnar samverustundir með þeim sem kvaddur er og þá um leið minn- ingar um sín nánustu ættmenni sem horfin eru yfir landamæri lífs og dauða. Hjalti Þorsteinsson var á 81. ald- ursári er hann lést. Hann á því að baki langan starfsdag, við hin ýmsu störf. Foreldrar hans, Kristrún og Þorsteinn, hófu búskap á Hamri, fæðingarár Hjalta, og voru frum- burðir þeirra tvíburarnir Skafti og Hjalti. Þeir bræður voru ekki fyrir- ferðarmiklir við komu sína í þennan heim, en þrátt fyrir smæð sína döfn- uðu þeir bræður vel og urðu þeir með þreknari mönnum á sínu blóma- skeiði. Annálað var hversu líkir í útliti þeir tvíburabræður voru, og iðulega villtist fólk á þeim. Þá voru þeir bræður með afbrigðum sam- rýndir og samstíga um flesta hluti hins daglega lífs. Skafti lést 3. ág- úst 1991 og má fullvíst telja, að nú hafi þeir Efstakotsbræður náð sam- an að nýju, og orðið fagnaðarfundir með þeim. Árið 1920 flyst Hjalti með for- eldrum sínum að Efstakoti á Upsa- strönd, þar sem þeir taka að mestu við búi af foreldrum Kristrúnar Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. móður hans, þeim Hólmfríði Sveins- dóttur og Friðbimi Gunnarssyni út- vegsbónda. Hugur Hjalta Þorsteins- sonar stóð snemma til sjávar og ekki að undra, þar sem Þorsteinn faðir hans var mikill sjósóknari og aflamaður og einn af fyrstu vélbáta- formönnum hér á Dalvík í byijun aldarinnar. Þannig var líka tíðar- andinn á þessum árum hér við Bögg- visstaðarsand, allt snérist um sjóinn og það sem hann gaf af sér. Hjalti fór ungur að árum að fylgja föður sínum á sjóinn. Þó aldrei í ríkum mæli. Hann fór bæði til síldveiða á sumrin og haustin og þorskveiða á vorin. En það átti þó ekki fyrir hon- um að liggja, að stunda á sjóinn og gera sjómennsku að sínu ævistarfi. Sjóveikin kom í veg fyrir það. Hann var með afbrigðum sjóveikur og fylgdi sú veiki honum ætíð. Frá Efstakoti var töluverður útvegur á þeirra tíma mælikvarða. Snerist því daglegt amstur meðal annars um veiðarfæri, gerð þeirra og viðhald. Netagerð er að sjálfsögðu mikilvæg- ur þáttur í höfuðatvinnuegi okkar, sjávarútveginum. Það var því á þessum tímum sem Hjalti komst í snertingu við þessa atvinnugrein, sem síðar varð lífsstarf hans. Árið 1964 stofnsetti Hjalti Netagerð Dalvíkur hf., ásamt Skafta bróður sínum og fjórum öðrum mönnum. Ásamt netagerð lagði Hjalti gjörva hönd á hin ýmsu störf um dagana og famaðist vel við hvert það verk, sem hann gekk að. Um langan tíma var hann sýningarmaður kvikmynda á Dalvík eða allt frá tímabili þöglu myndanna. Hann var félagi í sam- tökum sýningamanna. Ófáar voru ferðir hans fram til dala til símavið- gerða. Hjalti var ætíð reiðubúinn að fara slíkar ferðir þegar símalínur slitnuðu vegna snjóa og vondra veðra. Fram á Böggvisstaðardal og upp á Grímubrekkur voru þau svæði sem Hjalti var oftast kvaddur til. Þá voru skíðin dregin fram eða snjórinn kjagaður á tveimur jafn- fljótum. Oft voru þessar ferðir mikl- ar svaðiifarir og reyndi þá á þrek og þor viðgerðarmannsins. Ungir að árum lærðu þeir Efstakotsbræð- ur sund og urðu þeir annálaðir sund- garpar. Þrátt fyrir frumstæð skil- yrði við sundnámið, þ.e. í tjörnunum í Böggvisstaðarhólum, komu úr röð- um unglinga á Dalvík margir góðir sundmenn. Það er ekki vafamál að bygging Sundskála Svarfdæla árið 1929 var að mestu leyti að þakka því unga fólki, sem á þessum árum sýndi slíkan dugnað og áræði við sundnámið við áðumefndar aðstæð- ur. Með Kristni Jónssyni sundkenn- ara var Hjalti einn hinna vösku stráka sem stofnuðu „Sveit Brim- bátsins" á Dalvík laust fyrir árið 1940. Sveit þessi var ætíð viðbúin til starfa þegar brimaði við Böggvis- staðarsand. I róðrarsveit þessa völd- ust þrek- og kjarkmiklir ungir menn, sem undir stjóm Kristins veittu sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra ör- yggistilfinningu á þessum hafnleys- isárum Dalvíkinga. Sennilega er þetta ein fyrsta björugnarsveit, sem stofnsett var á vegum SVFÍ. Nú em flestir þessir fullhugar af Brimbátn- um gengnir á vit feðra sinna, þar sem þeir sigla lygnari sjó en þeir þurftu að kljást við forðum. Hjalti tók lengi þátt í félagsmál- um hér á Dalvík. Einkum á vegum Slysavamafélagsins og Ungmanna- félagsins. 26. nóvember 1940 kvæntist Hjalti Þorsteinsson konu sinni Kristínu Jóhannsdóttur. Krist- ín er Dalvíkingur, dóttir Önnu Júl- íusdóttur, Hallssonar frá Hverhóli í Skfðadal og Jóhanns Jónssonar, Sigfússonar frá Gmnd í Svarfaðar- dal. Mikið ástríki hefur verið með þeim hjónum alla tíð. Dætur þeirra hafa í ríkum mæli notið þess og hefur fjölskyldan verið afar sam- heldin. Hjalti og Kristín hafa átt heimili að Bjarkarbraut 15 á Dalvík en árið 1950 byggðu þau það hús og ber þar allt húshald gott vitni um dugnað og snyrtimennsku þeirra hjóna. Hjalti kom til dyranna eins og hann var klæddur, sagði sína meiningu á hlutum þegar svo bar undir. Hann var víðlesinn og stálm- innugur á allt sem hann las og var gaman að eiga við hann orðastað um hina og þessa staði á landinu, hvort sem þeir vom til fjalla eða út við sjávarsíðuna. Með Hjalta Þor- steinssyni er genginn góður og nýt- ur þegn þessa bæjar. Hann var mikill atorkumaður að öllum þeim verkum er hann gekk og var vin- sæll meðal samferðarmanna. Að lokum vil ég svo kveðja Hjalta Þorsteinsson, frænda minn og sam- starfsmann í hartnær fjóra áratugi, hinstu kveðju. Meðeigendur hans að Netagerð Dalvíkur þakka honum samfylgdina og um leið bið ég góð- an Guð að líta til með og styrkja Kristínu eiginkonu hans, dætur, tengdasyni og bamaböm. Við Ragn- heiður og synir okkar vottum þeim dýpstu samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Július Kristjánsson. Eimpípan blístrar í síðasta sinn; sé ég, að komin er skilnaðarstund. Hugstola sleppi ég hendinni þinni. Handtakið siitnar, sem þakkaði kynni, samvistir allar og síðasta fund. Sálimar tengjast við tillitið hinsta taug,’ sem að slítur ei Qarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundunum frá. (Erla) Nú þegar upp er mnnin skilnað- arstund leita minningar á hugann um einstakan mann. Minningar um þann sem hafði yfirbragð og fram- göngu hins heilsteypta og trausta manns. Þann sem var svo trúr yfir því sem honum var falið. Mann sem var svo ríkur af ástúð og umhyggju gagnvart fyölskyldu sinni og því samfélagi sem hann óx upp með og í hugum margra varð ímynd þess máttarstólpa sem engar holskeflur fá bugað. Það er mikilvægt hveiju samfélagi að eiga slíka menn og hverjum einstaklingi dýrmætt að fá að alast upp með slíkum mönnum. Hjalti Þorsteinsson var fæddur að Hamri í Svarfaðardal, sonur hjónanna Kristrúnar Friðbjömsdótt- ur frá Efstakoti á Upsaströnd og Þorsteins Antonssonar frá Hamri. Hann var tvíburi við Skafta en þeg- ar þeir fæddust vom þeir svo litlir að þeim var vart hugað líf. En föðu- ramma þeirra, Freyja Þorsteinsdótt- ir, sem gat sér gott orð fyrir smá- skammtalækningar, sá um að þessir agnarsmáu hvítvoðungar fengju þá aðhlynningu sem þeim var nauðsyn- leg og brátt döfnuðu þeir og kom- ust vel á legg. Því var við bragðið hversu líkir þeir bræður vora og allt þeirra lífsmunstur svipað. Svo nánir vora þeir að ekki verður um annan rætt án þess hins sé getið. Ungir að áram fluttu þeir með foreldram sínum í Efstakot, þar sem Þorsteinn, faðir þeirra, hóf búskap ásamt tengdaforeldram sínum jafn- framt því sem hann stundaði sjó og var aflasæll skipstjóri. Á þeim áram komust böm og unglingar ekki und- an því að taka þátt í lífsbaráttu fjöl- skyldunnar og fékk HjaJti því ungur að kynnast margbreytilegum störf- um til sjós og lands. Efstakotsmenn vora þekktir fyrir útveg sinn og var móðurafi Hjalta, Friðbjöm Gunnars- son, snjall netagerðarmaður og vann gjarnan við þau störf sín í baðstof- unni í Efstakoti. Bræðumir Hjalti og Skafti fengu því snemma að kynnast handbragðinu við veiðar- færagerðina og lá því beint við að þeir gerðu netagerð að ævistarfi sínu. Árið 1947 gerðustþeir bræður hluthafar i netagerðarifyrirtækinu Netjamenn hf. og síðar Netagerð Dalvíkur hf. en þar starfaði Hjalti allt til dauðadags. Á síldarárunum var vinnudagurinn langur og lítill tími gafst til hvfldar. Þá kom sér vel það jafnvægi hugans sem ein- kenndi þá bræður og gerði þeim kleift að ná stuttum hvfldadúram sem öðram reyndist ókleift. Hjalti og Skafti vora þrekmenn miklir og vfluðu ekki fyrir sér margskonar volk og vosbúð sem gjarnan fylgdi sjómennskunni, hvort sem var á sjó eða í landi. Ekki var svo bátur settur á flot á Dalvík að þeir bræður væra ekki viðstaddir sjósetninguna og stóðu þá gjaman í sjó upp undir axlir. Kunnu þeir vel til slíkra verka alvanir ýmiss konar vosbúð í vinnu við Slippinn á Dalvík þar sem faðir þeirra var slippstjóri á fjórða áratug aldarinn- ar. Þeir vora annálaðir sundmenn og þreyttu ýmsar þolraunir í íþrótt- inni í ísköldum sjónum og þótti sjálf- sagt að þeir væra þátttakendur á vormótum sem haldin vora við Sundskálann í Svarfaðardal eða í stakkasundi á sjómannadag. Þrek þeirra kom einnig oft í góðar þarfir því gott var til þeirra að leita ef á aðstoð þurfti að halda. Margar ferð- ir fór Hjalti á trakk ef flytja þurfti lækni eða ljósmóður í ófæra eða slæmu veðri milli bæja og öll vora þau störf unnin af þeirri þegnskyldu gagnvart samborguram sem hans kynslóð var innrætt. Hjalti varð einnig ötull liðsmaður Slysavamafé- lagsins eftir að það var stofnað á Dalvík. Hjalti hafði yndi af bóklestri og eikum vora íslendingasögur í uppá- haldi hjá honum og ýmiss konar æviminningar, einkum minningar sjómanna eða þeirra sem starfað höfðu við sjóinn eða drýgt hetjudáð- ir. Skömmu fyrir andlát sitt lauk Hjalti við lestur Grettissögu og var það ekki fyrsta sinni sem hann las þá sögu. Fomaldarhetjumar vora honum hugstæðar og vitnaði hann oft til þeirra. Hann hafði einstakan orðaforða og mörg orðatiltæki kenndi hann mér sem ég hef hvergi heyrt annars staðar. Mislíkaði hon- um gat hann orðið þungorður en aldrei erfði hann misklíð við menn. Hjalti hafði mjög ákveðna sýn á þjóðmálum og fór ekki dult með stjórnmálaskoðanir sínar. Hann fylgdi alla tíð Sjálfstæðisflokknum að málum og taldi hann Ólaf Thors og Bjama Benediktsson emhveija mestu stjómmálasköranga íslands- sögunnar. Árið 1940 kvæntist Hjalti eftirlif- andi eiginkonu sinni, Kristínu Aðal- heiði Jóhannsdóttur frá Dalvík. Reistu þau hús sitt á Dalvík og eign- uðust þijár dætur. Fjölskyldan var Hjalta afar hjartkær. Hann var ástríkur eiginmaður og hinn um- hyggjusamasti faðir heimilis síns, bama og bamabarna. Þrátt fyrir annríki og oft langan vinnudag tókst honum að finna sér tíma til að taka þátt í leik þeirra og störfum. Hann var einkar barngóður og hændust böm að honum því alltaf var stutt í spaugið og þá var hann tilbúinn til að taka þátt í ærslum þeirra en jafnframt tryggði hann að enginn gæti farið sér að voða. Allar frí- stundir Hjalta fóra í að hlúa að heimiiinu, mála, smíða, endurbæta, rækta og afla matar. Margan mat- arbitann sendi hann bömum og systkinum sínum, hangikjöt, fisk og garðávexti. Sjálfur hafði hann alist upp í stórflölskyldu og þótti mikil- vægt að rækta tengsl við sitt fólk. Ástúð og umhyggja einkenndu öll samskipti hans við sitt fólk án þess þó að um væri að ræða afskipta- semi. Hann kunni skil á þeirri grönnu línu sem þar liggur á milli. Nú á þessari skilnaðarstund ber margt að þakka. Þakklátastur er ég forsjóninni fyrir að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Hjalta Þorsteinssyni og eignast hann fyrir tengdaföður og ástríkan handleiðara. Margar stundimar átt- um við saman við smíðar eða önnur störf við húsbyggingu mina eða endurbætur og lagfæringar á Bjark- arbraut 15. Ævinlega var Hjalti til- búinn til að rétta hjálparhönd, hvort sem var um helgar eða virka daga. Það var aðeins einn dagur helgari en aðrir og var það föstudagurinn Iangi. Þann dag vann hann ekki. Hjalti var trúrækinn maður og þesi dagur skipaði ákveðinn sess í hans huga. Ég fræddist af honum um lífshætti fólks á upphafsáram Dal- víkur og margar sögumar sagði hann mér af smáhrekkjum sem unglingar skemmtu sér við á upp- vaxtaráram hans og öðram spaugi- legum atvikum. Þá fann ég hvað stutt hafði verið í prakkarann í hon- um sjálfum. Hann hafði unun af því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.