Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Málþing um velferð komandi kynslóða haldið í Þjóðarbókhlöðunni
ÞRÍR Japanir og Suður-Kóreubúi
eru komnir til landsins í tilefni af
málþingi um velferð komandi kyn-
slóða sem haldið er í Þjóðarbókhlöð-
unni í dag og á morgun. Katsuhiko
Yazaki sem fer fyrir hópnum segir
að ástæðan fyrir áhuga sínum á Is-
landi sem góðum fundarstað sé að
hér hafi upphaf endaloka kalda
stríðsins hafíst.
Katsuhiko Yazaki er japanskur
viðskiptajöfur og stjórnarformaður
Future Generations Alliance í Kyoto.
Hann hefur undanfarin ár helgað
sig stuðningi við verkefni og almenn-
ingsfræðslu um velferð komandi
kynslóða. Hann var til að mynda
einn af útgefendum dagblaðsins
Earth Summit Times sem var gefið
út á umhverfísráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Ríó árið 1992.
„Ég hef áhuga á að ræða við ís-
lendinga um leiðir til að skapa nýtt
andrúmsloft 21. aldarinnar,“ segir
Yazaki. „íslendingar eru þjóð sem
hefur breytt óhagstæðum aðstæðum
í hagstæðar í erfíðri náttúru og það
er getur vakið vonir með öðrum
gagnvart framtíðinni."
ísland semfyrirmynd
annarra
Kido Inoue er Zen Búddhaprest-
ur, höfundur bókar um hugleiðslu
og skólastjóri í Zen Búddhapresta-
skóla. Hann segist ætla að ræða á
málþinginu um samband íbúa suð-
urs- og norðurs á jörðinni. „Menn-
ingin á þessum slóðum er mjög ólík,
en ég vona að ísland geti orðið
ákveðin fyrirmynd að betra líferni
sem styðjast megi við,“ segir Inoue.
„Ég ætla líka að tala um nauðsyn
þess að ná góðum andlegum þroska
og að;vera jákvæður gagnvart jörð-
inni. Ég mun tengja menntun, fjöi-
skylduna og þroska þjóða. Og fjalla
Morgunblaðiö/Asdís
KIDO Inoue, Katsuhiko Yazaki, Tae-Chang Kim, Ling-Marianna túlkur og Katsuhiko Hayashi.
Stefnumót
við framtíðina
um Zen.“ Tae-Chang Kim er Suður-
Kóreumaður og forseti samtakanna
Institute for the integrated studies
of future generations í Kyoto sem
stendur fyrir málþinginu hér ásamt
Framtíðarfélaginu. Tae-Chang Kim
kom hingað í vor og hélt erindi um
nauðsyn þess að bera umhyggju fyr-
ir komandi kynslóðum. Hann telur
brýnnt að fræða ungar kynslóðir á
þann veg að þær geri ekki sömu
mistök og kynslóðirnar á undan.
Katsuhiko Hayashi er einnig með
í för en hann er sjónvarpstjóri Al-
menningssjónvarpsins í Japan sem
er stærsta stöðin þar.
Lifa á vöxtunum af
höfuðstólnum
Dr. Páll Skúlason, sem tekur þátt
í málþinginu, segir að boðskapur
Japananna sé að við eigum að venja
okkur á að hugsa með hagsmuni
komandi kynslóða að leiðarljósi.
Fyrsta íhíðln hín
1 2ja herb 66 m?
Kaupverd 5.780.000
Undirritun samnkigs 200.000
Húsbréf 4.046.000
Lán seljanda* 1.000.000
Viö afhendingu 534.000
Meðal greiðslubyrði á mán. 31.776
[ 3ja herb S 7 m 2
Kaupverð 6.780.000
Undirritun samnings 200.000
Húsbróf 4.746.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 834.000
Meðal greiðslubyrði á mán. 35.976
Vorum að taka í sölu nýjan áfanga við
Berjarima í Grafarvogi. í fyrsta hluta eru
átta íbúðir, fjórar 2ja herb. 66 m2 og fjórar
3ja herb 87 m2. (búðimar eru með sérinn-
gangi og afhendast fullbúnar með öllum
innréttingum, þvottahúsi í íbúð og fullfrá-
genginni lóð. Teikningar og nánari upplýs-
ingar á skrifstofu okkar að Funahöfða 19.
*Voitt gegn traustu fasteignaveöi
Armannsfell hf.
Funahöfða 19 • slmi 587 3599
1965-1 995
m
Fasteignamiðlun
Siguröur óskarsson lögg.fastcigna- og sldpasali
Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík
SIMI588-0150
Fax 588-0140
Hef fjársterkan kaupanda að
einbýlis-, par- eða raðhúsi á svæðum
101 og 108 í Reykjavík eða í Kópa-
vogi. Verðhugmynd allt að 16 millj.
eða hærri ef aukaíb. er í húsinu. Sem
hluti greiðslu er falleg rúmg. 6,5
millj. kr. fb. á besta stað í Hlíðunum.
Hef kaupanda að par- eða rað-
húsi í Vogum, Sundum eða Smá-
íbúðahverfinu. Verðhugmynd 13-
13,5 millj. Engin skipti.
Hef kaupanda að einbýlish. á
verðbilinu 13,5-14,5 millj. í austur-
borginni eða í austurbæ Kópavogs.
Skipti á fallegri íb. í Laugarnesi.
Hef kaupanda að þjónustuíb. i
Reykjavík þar sem fullkomin þjón-
usta og aðstaða er fyrir hendi.
Hef kaupandá að iftilli ódýrri fb.
á svæðum 104, 105 eða 108 í
Reykjavík.
EIGNASALAN
s. 551-9540 & 551-9191 -fax 551-8585
INGÓLFSSTRÆT112-101 RVÍK.
HÖFUM KAUPANDA
að góðri 3ja eða 4ra herb. íb. Gjarnan
mið8v. í borginni. Góð útb. í boði f.
rétta eign.
HÖFUM KAUPANDA
aö rúmg. einb. í Selásnum. Viö leitum
aö góðu húsi f. traustan kaupanda.
HÖFUM KAUPANDA
að góðri sérhœð í vesturborginni eöa
á Seltjnesi. Góð útb. í boði.
HÖFUM KAUPENDUR
að 2ja-5 herb. ris- og kjíb. Mega þarfn.
standsetn. Góðar útb. geta verö í boði.
HÖFUM KAUPANDA
að góöu raðh. í Fossv. Einnig vantar
okkur lítiö einbhús í Smáíbhv. eða
Kleppsholti. Góðar útb. í boöi.
ATVHÚSNÆÐI ÓSKAST
★ 150-300 fm m. góðri lofthæð og
stórri innkeyrsluhurð.
★ Ca 1000 fm m. góðri lofthæð og
góöu útisvæöi.
Óskum eftir öllum gerðum
fasteigna á söluskrá.
EIGNASALAIM
Magnús Einarsson, lögg. fastsali.
Hugmynd þeirra felst í því að þenja
nútíðina yfir framtíðina og láta okk-
ur finnast sem ókomnar kynslóðir
búi nú þegar meðal okkar.
„íslendingamir tefla á hinn bóg-
inn fram hugmyndinni um sjálfbæra
þróun sem má skýra með líking-
unni, að við eigum að lifa á vöxt-
unum á bankabókinni en snerta ekki
höfuðstólinn," segir Páll Skúlason.
„Sjálfbær þróun merkir að lifa ekki
á kostnað komandi kynslóða, en ef
gengið er á höfuðstólinn, verði að
gera eitthvað til að bæta það upp.“
Frummarkmið málþingsins er að
skiptast á skoðunum um framtíðina,
svo á að ræða möguleikann á Nor-
rænni eða alþjóðlegri ráðstefnu hér
á landi um velferð komandi kyn-
slóða, og að lokum um hugsanleg
samstarfsverkefni Japana og íslend-
inga um velferð komandi kynslóða.
Framtíðin er mótuð af
ákvörðunum okkar
Jón Jóel Einarsson, Tðntækni-
stofnun, er einn af hvatamönnunum
að stofnun Framtíðarfélagsins, sem
er óformlegur félagsskapur áhuga-
manna um framtíðarrannsóknir,
langtímahugsun og aðferðir til að
skoða framtíðina.
„Framtíðin er þegar mótuð af
þeim ákvörðunum sem hafa verið
teknar og hún liggur líka í viðhorfum
okkar,“ segir Jón Jóel. „Markmið
félagsins núna er að halda fundi og
ráðstefnur um framtíðarmál. En
fyrsta verkefni þess er að halda ut-
anum þetta málþing og heimsókn
Japananna."
Hann segir að Japönunum liggi
mikið á hjarta og þeir hafi haldið
ýmiskonar málþing um framtíðina
vítt og breitt um heiminn. Markmið-
ið er að auka skilning milli óiíkra
menningarheima og tengja hugsanir
þeirra.
Slæmt
aksturslag
vegna reiði
LÖGREGLAN hafði í gær afskipti
af ökumanni, sem hafði ekið gróflega
í veg fyrir annan.
Skömmu fyrir kl. 9 hringdi maður
í lögregluna og tilkynnti undarlegt
aksturslag í Ártúnsbrekku. Maðurinn
sagði að öðrum bíl hefði verið ekið
svo gróflega í veg fyrir hans, að litlu
hefði mátt muna að hann hefði þurft
að aka út af til að forðast árekstur.
Lögreglan stöðvaði ökumanninn
óvarkára í Ármúla skömmu síðar.
Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið
ógætilega og sagði ástæðuna þá, að
umferðin hefði gengið mjög hægt
og honum runnið í skap.
Lögreglan benti manninum á að
brosa í umferðinni.
♦ ♦ ♦----
Ók undir áhrif-
um fíkniefna
LÖGREGLAN stöðvaði ökuför
manns á mótum Vesturlandsvegar
og Suðurlandsvegar skömmu eftir
miðnætti í fyrrinótt. Maðurinn var
fluttur á lögreglustöðina, grunaður
um neyslu fíkniefna.
Við leit á manninum fundust fíkni-
efni. Bíll hans var fjarlægður með
krana og númerin klippt af honum,
þar sem hann taldist tæplega í öku-
færu ástandi.
-----♦ ♦ ♦----
Sæbraut
hellulögð?
STEYPTAR hellur lágu um Sæbraut
við Kirkjusand í gær og kvörtuðu
ökumenn við lögreglu.
Lögreglunni var tilkynnt um hell-
urnar skömmu fyrir kl. 14. Virtust
þær hafa fallið af vörubíl án þess
að ökumaður hans yrði þess var.
Lögreglan kom hellunum af vegin-
um.