Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 35 að rifja upp endurminningar frá gamalli tíð og sagði vel frá. Þótt handtakið hafi nú slitnað myndaðist milli okkar taug sem fjarlægðin blá fær ekki slitið. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Hjalta Þorsteinssonar. Trausti. Nú er komið að kveðjustund. Þó alltaf líði að leiðarlokum þá er ætíð jafnerfítt þegar að því kemur. Þær eru margar minningamar sem líða um hugann. Sérstaklega munum við hvað var alltaf gott að koma til ömmu og afa og héldum við alla tíð mikið til á heimili þeirra á Bjarkarbraut 15 á Dalvík. Ætíð var okkur tekið opnum örmum, hvort sem við komum til að fara í bolta- leik við afa, fá kleinur hjá ömmu eða bara til að gista. Fyrir gistinguna rukkaði afí okkur jafnan um fímm- kall, en það var bara í gamni sagt. Einnig eru okkur hugleiknar allar sjóferðirnar á trillunni hans afa, Bjarma. Hugur afa var alltaf við sjó- inn. Einhvem tíma sagði afí að ef hann hefði ekki verið sjóveikur hefði hann ekki stigið á land. En áhugi afa beindist líka í aðrar áttir. Þrátt fyrir að trillan hafði feng- ið mikið af hans tíma var þó alltaf tími fyrir fjölskylduna. Afi hugsaði alltaf vel um sitt fólk og ef hann vissi af okkur á ferðinni leitaði hann alltaf frétta, sérstaklega ef veður vora vond. Alveg fram á síðasta dag hugsaði hann um að okkur liði vel. Afí hafði alltaf gaman af að horfa á íþróttir og sýndi íþróttaiðkun okk- ar mikinn áhuga og sagði okkur sögur af gömlu góðu dögunum þegar hann var ungur við leiki og störf. Sundið var alltaf í uppáhaldi hjá honum enda sundmaður góður og fóram við nokkrar ferðir í Sundskála Svarfdæla þar sem við fengum góða leiðsögn. Oft var þá einnig stutt í glensið og hafði hann gaman af því að færa okkur í kaf og fylgjast með viðbrögðum okkar. Hann sagði okkur til í sundíþróttinni og fannst mikil- vægt að synt væri af þrótti og. feg- urð. Sá tími sem við höfum átt með afa er okkur mjög dýrmætur og skilur mikið eftir sig. Hann lagði alltaf mikla áherslu á að skila allri vinnu vel og af trúmennsku gagn- vart því sem okkur var falið. Elsku afi, við biðjum algóðan Guð að geyma þig, og þökkum þér af ástúð fyrir allt það sem þú gafst okkur. Þótt við skilnað þagni mál það úr vanda greiðir, kveðju getur sála sál sent um óraleiðir. Þegar upp á ljóssins land lífs mér fleytir kraftur, traustar slaknað tryggðarband tengja vinir aftur. (Erla) Barnabörn á Dalvík. Elsku afi. Okkur langar til þess að kveðja þig með fátæklegum orðum því við söknum þín mikið. Við vitum að þú ert kominn til Skafta bróður þíns, og er það okkur mikil huggun. Við gleýmum ekki sögunum sem þú sagðir okkur af ykkur Efstakots- strákunum. Þið vorað svo miklir vin- ir. Það var svo gott að vita hvað þú fylgdist vel með okkur og því sem við voram að gera. Þegar þú hringd- ir til okkar í Kópavoginn spurðir þú: „Hvemig hafa stelpumar það, era þær ekki hressar?" Við hlökkuðum alltaf svo mikið til að koma til Dalvík- ur til ykkar ömmu og alltaf varst þú jafn hissa á því hve miklum far- angri var hægt að troða í litla bíl- inn. Og þegar við fórum aftur suð- ur, stundum í vondu veðri, þá laum- aðir þú tógi í bílinn og passaðir upp á að keðjurnar væru með. Við þökk- um þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og öll skrítnu orðin og orðatiltækin sem þú kenndir okkur. Okkur langar til að kveðja þig með þeim sömu orðum og þú kvaddir okkur. Guð fylgi þér. Guðrún Anna, Kristín Edda • og Adda Valdís. ARNDIS SIGRIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR + Arndís Sigríður Halldórsdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 9. október 1921. Hún lést á Landspítalanum 5. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Guðbrandsson, f. 18.5. 1889, d. 9.6. 1939, og K. Guðlaug Jónsdóttir, f. 29.6. 1890, d. 10.7. 1926. Sigríður var næst- yngst níu systkina og var aðeins fimm ára er móðir hennar lést. Systk- ini hennar voru Ásgeir, f. 21.7. 1911 (látinn), Jóna S., f. 20.10. 1912 (látin), Kristín, f. 9.12. 1913 (látin), Hildur, f. 1.1.1915, Guðbrandur, f. 3.10. 1916 (lát- inn), Sveinbjörn, f. 24.4. 1918 (látinn), Þuríður, f. 29.5. 1920, og Jóhanna, 25.9. 1924. Eru nú þijár systur eftir á lífi. Hinn 20. nóvember 1946 gift- ist hún Pétri Jónssyni. Þau eignuðust þrjú börn, Jón, Guð- laugu og Sigmar, en fyrir átti Sigríð- ur dótturina Sigur- björgu sem ólst upp hjá Sigríði Þór- mundsdóttur og Ei- ríki Guðmundssyni í Meltúni í Mosfells- sveit. Sigríður og Pétur bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu síðar til Keflavíkur þar sem þau bjuggu þar til Pétur andaðist hinn 23. ágúst 1953. Árið 1961 gift- ist hún Óskari Magnússyni. Hann var þá ekkjumaður og átti tvo syni, þá Guðmund Rún- ar og Krislján. Saman eignuð- ust þau dótturina Guðmundu. Óskar andaðist 4. apríl 1991. Útför Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarð- sett verður í Fossvogskirkju- garði. MÉR ER það ljúft og skylt að rita nokkur kveðjuorð er tengdamóðir mín Sigríður Halldórsdóttir verður borin til hinstu hvílu. Á heimili Sigríðar og Óskars í Hamarsgerði var ávallt líflegt enda börnin mörg og því í nógu að snúast. Brátt bættust tengda- börnin í hópinn og síðan barna- börnin eitt af öðru. Þau eru nú 19 og langömmubörnin eru orðin fimm. Þegar öll börnin voru farin að heiman fluttu Sigríður og Ósk- ar til Dalvíkur. Þar bjuggu þau í nokkur ár og undu hag sínum vel við sjóinn. Síðar er Óskar veiktist fluttu þau aftur til Reykjavíkur og bjuggu sér yndislegt heimili í Skipholtinu sem aftur varð mið- punktur fjölskyldunnar. Sigríður starfaði síðast ásamt Óskari sem kirkjuvörður í Bústaðakirkju til ársloka 1990. Nú þegar leiðir skilja era 20 ár liðin síðan ég kynntist Sigríði eða Siggu eins og hún var alltaf köll- uð. Sem ung stúlka að hefja bú- skap eignaðist ég ekki aðeins mann heldur fullt af systkinum og dásamlega tengdaforeldra. Fyrir mér var það undarlegt að svo stór hópur tengdist svona vel saman eins og raun bar vitni enda fannst mér þurfa ættfræðing til að skilja tengslin. ~ Það þarf stórhug og dugnað til að halda svo ólíkum barnahóp saman, því öll voru börnin komin á skólaaldur þegar Sigga og Ósk- ar rugla saman reitum sínum. En þetta tókst þeim hjónum giftu- samlega enda samhent mjög. Það ríkti mikill kærleikur á heimilinu og börnin báru virðingu fyrir for- eldrum sínum enda hofðu þau hlotið gott veganesti úr foreldra- húsum. Sigga var skörungur mikill sem gekk hreint til verks og lá ekki á skoðunum sínum. Hún naut þess að nostra við allskonar saumaskap og má segja að flest hafi leikið í höndum hennar. Það kom sér vel fyrir heimilið að hægt væri að nýta flesta hluti til fulls. Ég minnist þess er dætur mínar voru litlar, hvað þeim fannst gam- an að koma til Siggu ömmu og nutu þess að fá að skoða puntið hennar. Ekki spillti fyrir að amma átti kristalskúlu sem hún spáði í fyrir þær og þær síðan fyrir vin- konur sínar. Áð lokinni velheppn- aðri heimsókn þáðu þær gjarnan pönnukökur og kók. En daginn fer að stytta og lauf- in að falla, börnin eldast líka og heimsóknimar breytast. í rabb- fundi. Öll vitum við að ferð okkar hérna tekur enda, en eram samt aldrei tilbúin til þess að kveðja. Sigga mín, ég þakka þér sam- fylgdina og þann kærleik sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu, börnum þínum og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu sam- úð. Minning um góða móður er huggun harmi gegn. Þrúður Jóna Kristjánsdóttir. Ekkert varir að eilífu. Hve oft erum við ekki minnt á það. Jafn- vel þótt við vitum að eitt sinn verða allir menn að deyja þá erum við ávallt óviðbúin þegar við fréttum Iát náins ættingja. Svo var einnig nú í tilviki Sigríðar eða Siggu eins og hún var kölluð meðal vina. Minningarbrotum úr fortíðinni skýtur upp í huga manns. Öll fjöl- skylduboðin með Siggu og morgunkaffið hjá Siggu. Þetta voru góðar stundir og dýrmætar þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar. Við systkinin minnumst þess hve frásögnin hjá Siggu var skemmtileg og hve gam- an var að umgangast hana. Sigga var félagslynd manneskja, vildi ávallt hafa fólk í kringum sig og alltaf tók hún þátt í samræðum. Það var líka gott að tala við Siggu. Hvort sem um var að ræða per- sónuleg mál eða önnur mál, þá var hún góður hlustandi og sýndi skilning á því sem á hjartanu hvíldi. Ekki sat þó gleðin ávallt við borðið hjá Siggu. Þar kom sorgin einnig við. Sigga missti fyrri mann sinn, þá með þrjú lítil börn og þegar Sigga var um það bil að setjast í helgan stein missti hún seinni mann sinn, Óskar. En Sigga reis undir hverri raun. Við systkinin kveðjum Siggu með þökk fyrir allt og allt. Um leið og við færum afkom- endum hennar, börnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð biðj- um við þann sem gefur kærleikann og lífið að færa Siggu til æðra lífs. Áslaug, Margrét og Eiríkur. Crfisdrykkjur ERFIDRYKKJUR fi ‘Vritingohú/id GAPi-mn ríi£~, Sími 555-4477 P E R L A N sími 562 0200 + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN JÓNSSON bifvélavirki, Lækjarbergi 25, Hafnarfirði, áður Hverfisgötu 57, Hafnarfirði, andaðist þann 19.september. Jónas Stefánsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Pjetur Stefánsson, Marfa Árnadóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA ÁRNADÓTTIR, Álftamýri 52, Reykjavik, lést 19. september. Heiðrún Þorgeirsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magni Baldursson, Árni Ibsen, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GÍSLI V. GUÐLAUGSSON, Laugarnesvegi 57, lést þriðjudaginn 19. september. Jarðarförin auglýst síðar. Snorri Gfslason, Guðlaugur Gíslason, Anna Lárusdóttir, Þorleifur Gíslason, Una Gfsladóttir, Sjöfn Sigurgeirsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Þorbjörg Finnsdóttir, Eyjólfur Reynisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURÐSSON, Hringbraut 38, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala þriðjudag- inn 19. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 28. septem- ber kl. 13.30. Jóel Hreiðar Georgsson, Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Sigurður Valdimars Gunnarsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Vigdís Erla Grétarsdóttir, Sigurður Sverrir Gunnarsson, Sigríður Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ARNDÍS SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Skipholti 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 21. september, kl. 13.30. Guðlaug Pétursdóttir, Jón Pétursson, Magdalena Kristinsdóttir, Sigmar Pétursson, Þrúður J. Kristjánsdóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Smári Sveinsson, Guðmundur Rúnar Óskarsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Kristján Óskarsson, Sigríður Á. Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Svavar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.