Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Frakkar draga enn fæturna í Schengen-samstarfinu Reuter JACQUES Chirac, forseti Frakklands, ræðir við landamæravörð á belgísku landamærunum í Rekkem. ^ HSM Pressen GmbH • Kraftmiklar pressur - margar stærðir • Sjálfstæðar eða sambyggðar tæturum • Vönduð vara - gott verð J. HSTVHLDSSON HF. Skipholti 33.105 Reykjavlk, simi 552 3550 [ samræmi við samþykkt aðalskipulags Reykjavíkurborgar verður tenging Hestháls við Vesturlandsveg [ austurhluta Hálsahverfis lokað. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist mánudaginn 25. september. Belgia andvig frekari frestun á opnun landamæra Brussel, Rekkem. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, segir vegna hryðjuverkaöld- unnar þar í landi kunni frönsk stjórnvöld að kreijast enn frekari frestunar á fullri gildistöku Schengen-samkomulagsins um af- nám landamæraeftirlits innan Evrópusambandsins. Frakkar hafa nú þegar tekið sér einhliða frest á fullri gildistöku Schengen. Belg- ísk stjórnvöld segjast andvíg frek- ari frestun og segjast munu reyna að sannfæra Frakka um að fella niður vegabréfaeftirlit fyrir fullt og allt. Chirac vill lengri frest „í ljósi núverandi ástands, og að því gefnu að það breytist ekki verulega til batnaðar, verður Frakkland enn á ný að biðja um að landamæraeftirliti verið haldið áfram á næsta ári,“ sagði Chirac er hann heimsótti fransk-belgíska landamærabæinn Rekkem á þriðjudag. Frakkland hefur þegar frestað framkvæmd Schengen út árið og hefur Chirac hótað að hverfa al- gerlega frá samkomulaginu, tryggi hin Schengen-ríkin sex (Benelux-löndin, Þýzkaland, Port- úgal og Spánn) ekki að hryðju- verkamenn komist ekki yfír landa- mærin til Frakklands. Aðstoðarmaður innanríkisráð- herra Belgíu, Willem de Beuckel- aer, sagði í samtali við Belga- fréttastofuna að belgísk stjórn- völd skildu hinar sérstöku að- stæður Frakka um þessar mund- ir. „En mér sýnist erfitt að slá því föstu nú að við verðum í sömu sporum 1. janúar 1996,“ sagði de Beuckelaer. Hann bætti við að Belgía myndi reyna að fá Frakkland til að falla frá fyrirætl- unum sínum. Ekki nógu opið fyrir Dani Brussel. Reuter. DANSKA ríkisstjórnin telur sig ekki geta samþykkt málamiðlun- artillögu Spánar, sem fer með for- mennsku í ráðherraráði Evrópu- sambandsins, um aukinn aðgang almennings að ákvörðunum ráð- herraráðsins. Danir vilja að leynilegar sam- þykktir og yfirlýsingar, sem gerð- ar eru á ráðherraráðsfundum og varða túlkun nýrrar löggjafar ESB í einstökum aðildarríkjum, verði sjálfkrafa opinber plögg. Orðalag spænsku tillögunnar gengur hins vegar út á að „skilningur" sé á því að samþykktimar verði opin- berar, en ekki kveðið skýlaust á um opnun fundargerðabókanna. Þá höfðu Danir lagt til að kveðið yrði á um breytinguna í opinberri reglugerð um störf ráðherraráðs- ins, en spænska tillagan gerir ráð fyrir breytingu á innri starfsregl- um ráðsins. Vilja ýtrustu lausn Málið verður rætt í COREPER, nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB í Brussel, næstkomandi þriðjudag. Að sögn danskra sendi- manna í Brussel má búast við hörðum deilum á fundinum. „Við viljum ná ýtrustu lausn,“ segir danskur diplómat í samtali við Reuters-fréttastofuna. Danmörk og Svíþjóð leggja mikla áherzlu á opnari starfshætti stofnana Evrópusambandsins og segja slíkt höfuðnauðsyn til að efla traust þeirra meðal almenn- ings. Andstæðingar meiri opnunar telja hins vegar að hún myndi tefja fyrír ákvarðanatöku og gera hana óskilvirkari. . t St. Bernard kr. 450. Froskastelpa kr. 440,- HJA OKKUfí SÉfíÐU LANDSINS MESTA ÚRVAL AF FáLLEGUM TUSKUDÝRUM Magasfn Húsgagnahötttnni Ðfldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.