Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VELFERÐAR- KERFI í KREPPU KREPPA ER í félagslegu kerfi Evrópuríkja, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar. Fjármögnun félagslega kerfisins verður æ erfið- ari á sama tíma og þörfin fyrir það eykst. Að mati stofn- unarinnar er svo komið, að óhjákvæmilegt er að skil- greina upp á nýtt hlutverk ríkisins í félagslegum efnum. í skýrslunni segir, að velferðarkerfi Evrópuríkja glími við sívaxandi vandamál. Þar er nefnt til, að fólk lifir lengur en áður og þar með fari útgjöld til lífeyrismála vaxandi. Jafnframt aukist útgjöld til heilbrigðismála. Loks hefur aukið atvinnuleysi kallað á fjárfreka aðstoð við fólk. Alþjóðavinnumálastofnunin telur, að þessum auknu útgjöldum sé ekki hægt að velta yfir á uppvax- andi kynslóðir. Yfirmaður þeirrar skrifstofu stofnunarinnar, sem fjallar um almannatrygginar, Colin Gillion, segir m.a., um óhjákvæmilega, nýja skilgreiningu á velferðarhlut- verki ríkisins: „Ríkið verður eftir sem áður að láta sig miklu skipta fyrirkomulag heilbrigðis- og tryggingamála, en það verður að gerast með stjórnun og eftirliti markaðs- og samkeppnisafla fremur en að ríkið annist þjónustuna sjálft.“ Alþjóðavinnumálastofnunin vekur hér athygli á vandamáli, sem við íslendingar þekkjum af eigin raun. Útgjöld til heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála hafa vaxið hratt á undanförnum árum og af þeim sömu ástæð- um, sem stofnunin bendir á. Stjórnvöld hafa reynt um árabil að halda útgjöldum til þessara málaflokka í skefj- um, en með litlum árangri. Af ummælum Colins Gill- ions má ráða, að stofnunin telur vænlegast til að halda útgjöldum til velferðarkerfisins í skefjum að fela einka- aðilum þjónustuna í vaxandi mæli. Það er mjög athyglis- vert þegar haft er í huga, hvaða stofnun hér er um að ræða. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á því sama, þ.e. að útboð á verkefnum í heilbrigðisþjónustunni sé skjótvirkasta leiðin til að ná fram sparnaði. Samkeppni á þar jafnt við og á flestum öðrum sviðum. HÖNNUN FRAMTÍÐAR HÖNNUN vegur mjög þungt í markaðssetningu hvers konar framleiðslu. Þjóðir, fátækar af náttúruauð- lindum, sem lagt hafa áherzlu á hönnun, til dæmis iðnað- arhönnún, vöruþróun og markaðssetningu, búa sumar hverjar við góð lífskjör og jákvæðan viðskiptajöfnuð. Grannþjóðir okkar ýmsar, ekki sízt Danir og Finnar, hafa til dæmis náð langt í hönnun. Sama máli gegnir um ítali. Enginn vafi er á því að árangur á þessu sviði hefur styrkt markaðs- og samkeppnisstöðu þessara þjóða, atvinnulíf þeirra og afkomu. Sitt hvað hefur einnig áunnizt hér á landi í hönnun. Samt sem áður mætti áhugi landsmanna, einkum þeirra er veg varða í atvinnulífi og menntun þjóðarinnar, vaxa að þessu leyti. Hvatning, sem fram kemur í viðtali Morgunblaðsins 10. september síðastliðinn við Eyjólf Pálsson í Epal, er vissulega orð í tíma töluð. Hann seg- ir m.a.: „Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér og það er mitt hjartans mál, að allir þeir sem að hönnunarmálum koma, sama með hvaða hætti, að þeir sameinist allir um að upphefja greinina og vinna henni meiri vegsemd og virðingu ...“ Bragi Ásgeirsson, myndlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins, hefur og um langt árabil fjallað um mikilvægi hvers konar hönnunar hér í blaðinu. Undir hvatningar þeirra Braga og Eyjólfs skal tekið. Hönnun er lykill að eftirspurn og markaði, störfum og lífskjörum, þegar vel tekst til. Við þurfum að virkja hugvit og menntun þjóðarinnar betur, hér eftir sem hingað til, í þágu þessa lykils að mikilvægum mörkuðum. Að því þurfum við öll að hyggja en þó fyrst og fremst þeir sem bera ábyrgð á hönnun framtíðar í þessu landi. FERÐAMÁL Ferðamálastjóri segir raunhæft að reikna með milljón ferðamönnum fyrir aldamót Yerðum að standast harðnandi samkeppni JALDEYRISTEKJUR m __ ferðaþjónustu jukust um M "W" 25% á fyrstu sex mánuð- um þessa.árs miðað við sama tíma í fyrra og þar sem ferða- mönnum hefur aðeins fjölgað um 4% liggur fyrir að hver ferðamaður skil- ar þjóðarbúinu 20% meiri gjaldeyris- tekjum nú en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands er að miklu leyti um að ræða aukna eyðslu, en hluti aukinna tekna er vegna fargjalda til og frá landinu. Magnús Oddsson ferðamálastjóri áréttár að árangur í ferðaþjónustu sé hægt að mæla með ýmsum hætti. „Gjaldeyristekjur og fjöldi ferða- manna eru tveir þeirra þátta. Einnig er nauðsynlegt að taka tillit til fjölda gistinátta og afkomu þeirra sem vinna í ferðaþjónustu, en upplýsingar um þessa þætti liggja enn ekki fyrir.“ Hluti tekna er beinn skattur Alls námu gjaldeyristekjur ferða- þjónustu 7.685 milljónum kr. á fyrstu sex mánuðum þessa árs og aflar þessi atvinnugrein þjóðarbúinu því næstmestum gjaldeyristekjum á eftir sjávarútvegi. „Engin ein skýring er á auknum gjaldeyristekjum í ár, heldur gerir margt smátt eitt stórt,“ segir Magnús. „Virðisaukaskattur á gistingu kom út í verðlagið í upp- hafi þessa árs, svo hluti þessara auknu tekna er einfaldlega aukinn beinn skattur.“ Magnús bendir einnig á að á síðustu árum hefur fjölþjóðaráðstefnum hér fjölgað verulega. „Það er góð þróun, því þeir sem sækja ráðstefnur skilja að jafnaði eftir meiri tekjur í landinu en aðrir ferðamenn. Ég bendi t.d. á Norðurlandaráðsþing, sem þúsund erlendir gestir sóttu hér í upphafi árs. Fyrir þremur árum var Ráð- stefnuskrifstofa Islands stofnuð með það fyrir augum að auka hlut okkar í hinum svokallaða ráðstefnugeira. Það hefur tekist nokkuð vel og við munum halda áfram að leggja áherslu á þennan þátt í ferðaþjón- ustu. - Fyrir nokkrum árum varð framámönnum í ferðaþjónustu tíð- rætt um að hér skorti afþreyingu fyrir ferðamenn. Hefur ekki orðið breyting þar á til batnaðar? „Jú, sannarlega og einnig hafa augu þeirra, sem ekki vinna beinlín- is að ferðaþjónustu, opnast fyrir því að ef ferðamenn hafa meiri mögu- leika á að eyða peningum, gera þeir það. Kaupmenn hafa verslanir sínar nú opnar lengur en áður og það kemur kemur ferðaþjónustu til góða. Einnig hefur upplýsingastreymi auk- ist verulega og nú eru starfræktar 42 upplýsingamiðstöðvar um allt land, þar sem ferðamenn geta feng- ið upplýsingar um afþreyingu sem í boði er. Allt skilar þetta okkur aukn- um gjaldeyristekjum. Ferðamenn þurfa tækifæri til að nota fjármuni og þau tækifæri þarf að kynna fyrir þeim.“ Ágæt nýting jafnt í lofti sem á legi Sætanýting á flugleiðum til og frá Bandaríkjunum var mjög góð í sum- ar. „Farþegum frá Bandaríkjunum fjölgaði um 11% fyrstu átta mánuði ársins og hlutfallslega fjölgaði þeim langmest í júlí, um 24%,“ segir Ein- ar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða. „Á móti varð samdráttur í ferð- um frá Norðurlöndum, öðrum en Danmörku, í sumar miðað við síð- asta ár og virðast hafa orðið breyt- ingar þar, sem íslensk ferðaþjónust- an þarf að taka á. Þessi markaður Málverk/Helga Sigríður Kona kaupir póstkort AUKIN eyðsla ferðamanna á hefur virðisaukaskattur á verulegan þátt í auknum gistingu nú skilað sér út í gjaldeyristekjum, en einnig verðlagið. Gjaldeyristekjur ferðaþjónustu jukust tals- vert á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Brynja Tomer heyrði hljóð- ið í nokkrum frammámönnum atvinnugreinar- innar, sem eru allsáttir við árangur, þótt ferða- mönnum hafi ekki fjölgað jafnmikið og gert hafði verið ráð fyrir. er mikilvægur og hafði farið vaxandi þar til nú í sumar. Hjá Flugleiðum erum við þegar farnir að undirbúa breytingar, sem miða að því að halda markaðshlutdeild eða auka hana.“ Einar bendir á að starfsemi Flugleiða snúist ekki aðeins um flutning ferða- manna til landsins, hún sé fjölþætt- ari og þótt samdráttur hafi orðið á flutningum frá Skandinavíu, hafi félagið náð að bæta hann upp í Atl- antshafsflugi. „Farþegum í milli- landaflugi hefur alls fjölgað um 8% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og í heildina erum við því þokkalega ánægðir, þótt enn sé of snemmt að segja til um endan- lega útkomu.“ Útlit á nýtingu Norrænu var ekki mjög gott fyrri hluta sumars, en Jónas Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Austfars, umboðsaðila Nor- rænu segir að úr hafi ræst. „Þegar við sáum í vor að mun færri bókan- ir höfðu borist en síðustu ár ákváðum við að bjóða tilboðsverð og pakka- ferðir fyrir fjölskyldur, ef ferðast væri á ákveðnum tímum. Þá komst hreyfing á og ég er ánægður með útkomuna, þótt farþegar hafi verið aðeins færri en í fyrra. Mér finnst ekkert benda til annars en að næsta sumar gangi allt vel, en markaðurinn breytist hratt og við í ferðaþjón- ustunni verðum að átta okkur tíman- lega á breytingunum og bregðast við þeim.“ Hafa menn sofnað á verði? Magnús Oddsson kveðst ósáttur við að ferðamönnum skuli ekki hafa fjölgað um meira en 4% það sem af er árinu. „Undanfarin ár hefur þeim fjölgað um 10-15% á ári, sem kannski er hættulega mikið. Sú spurning vaknar óneitanlega hvort við höfum hallað okkur á kodda kæruleysis og haldið að_ nú kæmi fólk hingað sjálfkrafa. Ég er ekki viss um að okkur hafi tekist að gera öllum í ferðaþjónustu og stærsta hagsmunaaðilanum, ríkinu, nægi- lega skýra grein fyrir því að til að ná sífellt auknum fjölda ferðamanna til landsins og aukinni arðsemi þarf að leggja mjög mikið í markaðssetn- ingu. Aukin arðsemi er forsenda þess að þróun og endurnýjun í at- vinnugreininni geti átt sér stað og því skiptir miklu máli að við hlúum að þessari hlið. Ferðamenn kvarta til dæmis yfir því að hópferðabílar okkar séu gamlir. Við endurnýjum þá ekki frekar en hótelherbergi nema til komi meiri arðsemi. Við verðum að endurnýja til að vera samkeppnishæf og getum ekki endalaust talið okkur trú um að útlendingar viti að ísland er fallegt land með ósnortna náttúru. Við þurfum að kynna landið og segja fólki frá því sem hér er, því það stendur ekki í biðröðum eftir að komast hingað. Ekki nægir að tryggja endurnýj- un fjárfestinga. Við þurfum einnig að tryggja endurnýjun vörufram- boðs, sem þarf að vera betra en samkeppnisaðilanna. Eins og í ann- ari samkeppni þarf ferðaþjónustan stöðugt að koma fram með nýja vöru. Ég velti fyrir mér hvort við höfum verið nógu dugleg við end- urnýjun vörunnar. Valkostir ferða- fólks í heiminum eru margir og þeim úölgar stöðugt. Ef við sofnum á verðinum eigum við á hættu að verða undir í þessari samkeppni. í samkeppni við niðurgreidda ferðaþjónustu Samkeppnishæfni íslands sem ferðamannalands skiptir sköpum. Við verðum að tryggja að við séum samkeppnishæf á hverjum tíma í verði, gæðum og sölustarfi. Við eig- um í vaxandi samkeppni við niður- greidda ferðaþjónustu innan ESB. Irar fengu til dæmis í haust 30 milljarða króna úr sjóðum ESB til uppbyggingar ferðaþjónustu í land- inu. Við höfum fjárfest í aðstöðu, í landinu er orðin til þekking sem er okkur mikils virði og byggð hafa verið upp sölukerfi. Landið, með sína uppbygging og sitt starfsfólk, hefur alla möguleika á að ná sínum hlut í vaxandi samkeppni. Við eigum að gera ráð fyrir að taka á móti einni milljón erlendra gesta fyrir aldamót og að gjaldeyristekjur af þeim verði 100 milljarðar króna. Þetta er að mínu mati raunhæft markmið, en kostar mikla vinnu, fjármuni og krefst enn frekari sam- vinnu allra.“ Mikil uppbygging hefur orðið í ferðaþjónustu á síðastliðnum áratug og hefur gistirými til dæmis aukist verulega. Nýting á þeim mánuðum sem liðnir eru af árinu liggur enn ekki fyrir, en eins og fram hefur komið hefur nýting minnkað með auknu framboði á síðustu árum. Útlendingar eru í meirihluta þeirra sem nýta sér gistirými á hótelum og gistiheimilum og á síðasta ári var hlutfall erlendra ferðamanna hæst á farfuglaheimilum, eða 78%. Magnús Oddsson segir að þó séu íslendingar farnir að ferðast mun meira um landið en áður. „Um allt land hafa sveitarfélög, ferðamálayf- irvöld og fyrirtæki tekið höndum saman og fúndið upp ýmiskonar afþreyingu sem laðar íslenska ferða- menn að. Þetta er jákvæð þróun og er reyndar, ásamt auknum gjaldeyr- istekjum, það jákvæðasta við þróun þessara mála það sem af er árinu.“ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 27 SÁ INNFLUTNINGUR, sem nú er heimilaður undir 3% lágmarksaðgangi, er bæði allt of lítill til að skipta nokkru máli fyrir neytendur og í raun og veru of dýr. Annar innflutn- ingur, sem er utan þessarar 3% reglu er verndaður með ofurtollum. Þetta leiðir til þess að almennar neysluvör- ur verða ekki fluttar inn í þeim mæli að neytendur hafi raunveruleg- an hag af. Þessi ofurvernd hefur gengið svo langt að jafnvel talsmönn- um bændasamtaka er farið að of- bjóða,“ sagði Óskar Magnússon, for- stjóri Hagkaups, á fundinum í gær en aðrir framsögumenn voru Bjöm Arnórsson, hagfræðingur BSRB, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna og Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins. Óskar Magnússon sagði í fram- sögu sinni að allir væru sammála um nauðsyn þess að hagræða í ís- lenskum landbúnaði og um það hefðu menn verið sammála í mörg ár. I hvert sinn sem eitthvað kæmi fram, sem líklegt væri til að leiða til hag- ræðingar, væri komið í veg fyrir slíkt. Til dæmis hefðu miklar vonir verið bundnar við gildistöku GATT-samn- ingsins en niðurstaðan hefði orðið sú að hann skilaði engu sem máli skipti fyrir íslenska neytendur. Útboð tollkvóta óheimil Óskar taldi að útboð á tollkvótum væri óheimil samkvæmt GATT- samningnum en óhægt væri um vik fyrir íslenska neytendur að sækja rétt sinn. „Ég get ekki sótt það mál gagnvart íslenskum yfirvöldum með neinum hætti að því er mér sýnist. Hinn erlendi seljandi þarf að fara til sinnar ríkisstjórnar og hún þarf að taka málið upp við GATT eða ís- lensku ríkisstjórnina. Það er einmitt í ljósi þessa sem Islendingar komast upp með alls konar brot á milliríkja- samningum eins og GATT.“ Óskar telur að stjórnvöld hafi held- ur ekki tekið tillit til neytenda þegar reglur voru samdar um ostainnflutn- ing og tilgangurinn hafi augljóslega verið sá að tryggja Osta- og smjörsöl- unni áframhaldandi markaðsyfirráð. Engin heimild um kvótaútboð hefði þó verið sett í lög í þessu tilviki. Það leiddi til þesS að þarna kynni Hag- kaup að eiga möguleika á að sækja rétt sinn og það yrði gert. Beðið hefði verið eftir rökstuðningi frá ráðuneytinu í fimm vikur en ekki yrði beðið miklu lengur. Samvinna við bændur Óskar sagði að Hagkaup hefði oft verið sakað um að vera versti óvinur bænda en staðreyndin væri sú að það væri besti vinur þeirra. Afstaða Hag- kaups í innflutningsmálum væri sú að það þyrfti að ná matvælaverði niður. „Áðferðin til þess er hagræð- ing og hún næst best fram með sam- keppni. Þetta-er meginástæða þess að við höfum talað fyrir einhvers konar innflutningi. Við höfum hins vegar aldrei talað fyrir óheftum inn- flutningi landbúnaðarvara og erum ekki að því í dag. Nú er hins vegar svo komið að svo virðist sem flestum lokum sé skotið fyrir innflutning landbúnaðarvara á næstunni, þ.e.a.s. þann innflutning sem að skiptir neyt- endur raunverulegu máli. Við teljum þó að hægt sé að mark- aðstengja bændur miklu betur og koma þeim í samband við neytendur þannig að framleiðslan lagist að markaðnum en sé ekki á frosnu stein- aldarstigi eins og hún hef- ur viljað vera. Við höfum til dæmis talað fyrir leng- ingu sláturtíðar sem bygg- ist á að bjóða neytendum ferskt og ófrosið kjöt í lengri tíma en nú er gert og með því næst fram hagkvæmni í slátur- húsum og sláturkostnaður hækkar en hann er fráleitt hár á íslandi.“ Atvinnuleysi hindrar hagræðingu Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, sagði að töluverðar breyting- ar hefðu orðið á landbúnaðinum á undanförnum árum og meiri en ætla mætti við fyrstu sýn. Augljóslega væri hörð samkeppni fram undan við innfluttar landbúnaðarvörur og búa ætti íslenskan landbúnað undir hana. TEKIST á um GATT. Villyálmur Egilsson, Óskar Magnússon, Björn Arnórsson, Sigurgeir Þorgrímsson og Páll Kr. Pálsson, fundarstjóri. Skiptar skoðanir um gildi GATT íslenskur landbúnaður hefur notið hárra styrkja í margvíslegu formi en samtímis verið vemdaður fyrir samkeppni. Er þetta að koma bændum í koll? Breytir gildistaka GATT ein- hveiju fyrir neytendur? Kjartan Magnússon sat fjömgan fund Verslunarráðs íslands í gær um hlutverk samkeppni í landbúnaði. 2.000 krónur „skattfrjálst“ fyrir heima- slátrað lamb Slík aðlögun væri hafin en hún gengi of hægt og mætti takmörkuðum skilningi. Þegar samstarf bænda og aðila vinnumarkaðarins hófst 1990 hafi það markmið verið sett að lækka afurðaverð og ríkisframlög án þess að skerða tekjur bænda. Ríkisframlög hefðu verið skert um þriðjung en hins vegar hefði hagræð- ing í greininni ekki gengið sem skyldi. Atvinnuleysi væri hemill á bændur til að bregða búi og landlæg- ur hrepparígur ætti einnig hlut að máli. Menn hefðu verið fullir skiln- ings á því að fækka í bændastétt, mjólkurbúum og sláturhúsum ef sú fækkun yrði annars staðar en hjá viðkomandi. Björn taldi að brýnt væri að sigla úr gamla kerfinu og þá yrði einkum að hafa fimm atriði í huga. í fyrsta lagi yrði að endurskoða aðlögun ís- lands að GATT þannig að verndin verði afnumin um ákveðna prósentu á ári á næstu fimm til sex árum. I öðru lagi að skera á framleiðsluteng- ingu styrkja í landbúnaði. Þá yrði að gera langtímaáætlun um niður- skurð á ríkisstyrkjum til landbúnaðar svo að framleiðendur eigi nokkurn kost á aðlögun. Að síðustu ætti að skilja á milli byggðastefnu og land- búnaðar. Ekki bylting í kjölfar GATT Sigurgeir Þorgrímsson sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart þótt ekki hefði orðið kollsteypa í inn- flutningi á búvörum við samþykkt GATT-samkomulagsins og samþykkt þeirra frumvarpa, sem því tengdust í vetur. „Það hefur legið ljóst fyrir að GATT-reglurnar eru ekki þess eðlis að það megi vænta byltingar i inn- flutningsmálum eða verslun með búvörur á næstu fimm árum. Þær ganga ekki svo langt. í áliti helstu sérfræðinga OECD, sem unnu skýrslu um þetta í vetur, kemur það skýrt fram að engin grundvallar- breyting verði á búvöruviðskiptum á GATT-samningstímabilinu utan þess sem leiðir af 3% ákvæðinu um lág- marksaðgang.“ Sigurgeir segir að ekki sé hægt að tala um 3% aðganginn sem úrbót fyrir markaðinn fyrr en aðgangurinn verði breikkaður. „Það er nauðsyn- legt fyrir landbúnaðinn undirbúa samkeppnisstöðu sína fyrir það sem koma skal. „Menn reka sig á það í hvert ein- asta skipti er menn reyna útflutning á landbúnaðarvörum þótt í litlum mæli sé að hindranirnar eru ótrúleg- ar. Jafnvel píslarganga Jóhannesar í Bónus og fleiri er barnaleikur mið- að við það sem innflytjendum ís- lensks lambakjöts er iðulega boðið í Bandaríkjunum. Það þarf að laga til í íslenskum landbúnaði og sú endur- skoðun á búvörusamningnum um sauðfjárrækt horfir mjög í þessa átt. Talað er um að heildsöluverð verði gefið frjálst strax á næsta ári. Eng- inn kvóti- verður á innleggi en hins vegar er talað um að sá kvóti, sem menn hafa í dag verði grundvöllur þess ríkisstuðnings sem einstakir bændur fá á samningstímanum. Þessi atriði munu því leiða til aukinn- ar samkeppni í þessari grein. Lömbin þagna Vilhjálmur Egilsson sagði að eitt mesta vandamálið í samkeppnismál- um landbúnaðarins væri að ekki væri eingöngu verið að færa hið úr- elta skipulag á búvöruframleiðsluna sjálfa heldur hefði verndin og forsjár- hyggjan einnig færst yfir á iðnaðar- og verslunarþátt landbúnaðarins. Þannig væri ekki eingöngu verðstýr- ing á framleiðslukostnaði bænda heldur einnig á sláturkostnaði, heild- sölukostnaði og jafnvel mjólk í versl- unum. „Smám saman hafa úrvinnslu- og verslunarhættimir smokrað sér undir verndarvæng landbúnað- ------g_ ---------- arins og orðið ekki síður netur óhagkvæm en landbúnað- faekkað slát- urinn sjálfur. Sláturhús og urhúsum úr heildsölukostnaður er um sjö í fjögur 140 krónur á kíló. Þessi ^——■ uðu kjöti. Það segir sína sögu um þessar kröfur.“ Vilhjálmur taldi að mikilvægast væri að breyta innra samkeppnisum-*“ hverfi greinarinnar, afnema verndina og beina stuðningnum til einstakling- anna, fólksins en ekki til atvinnu- starfseminnar. „Beingreiðslurnar eiga að ganga beint til einstaklinganna og þeim á að vera í sjálfsvald sett hvort og hve mikið þeir framleiða af vörunum. Síðan þyrfti að afnema alla opinbera verðlagningu á sláturhúskostnaði, heildsölukostnaði og verslunarálagn- ingu með landbúnaðarvörur. Bein- greiðslurnar ættu að renna óbreyttaiy- til núverandi rétthafa þeirra í allt að fimm ár og síðan ætti að afnema þær á enn lengri tíma. Það leiddi til þess að landbúnaðar- iðnaðar- og verslunarþættir greinarinnar yrðu miklu hagkvæmari en nú og gætu betur mætt samkeppni erlendis frá sem við munum sjá á næstu árum og áratugum." Vilhjálmur segir að GATT-samn- ingurinn hafi verið gerður til þess að breyta verndinni úr því að vera beinar hindranir í gagnsætt kerfi með tollum. „3-5% markaðsaðgang- urinn er fyrsta hænufetið í þá átt að hafa þessi viðskipti á eðlilegum grundvelli.“ Fækkun ^ sláturhúsa erfið kostnaður er tvöfalt eða þrefalt hærri en sambærilegur kostnaður erlendis. Þetta hefur líka í för með sér að bóndi, sem slátrar lambi heima hjá sér getur reiknað sér tvö þúsund krónur í iaun skattfijálst fyrir það. Tíu lömb á dag gera því 20 þúsund krónur. Jafnvel alþingismenn ná því ekki þótt þeir búi við góð kjör. Heimaslátrun á lambakjöti er því það sem ber sig best í landbúnaðinum. Nú er mikið talað um heilbrigðiskröf- ur til sláturhúsa eða innfluttra mat- væla en svo virðist sem engum hafi orðið meint af þessu áti á heimaslátr- I umræðum á fundinum greindi Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands, frá því hvernig slát- ur- og heildsölukostnaður mismun- andi afurða snýr að sláturleyfishafa. Sagði hann að þrátt fyrir að fullur slátur og heildsölukostnaður væri skráður 156 krónur fyrir sauðfé mætti ætla að einungis 100 krónur skiluðu sér til sláturleyfishafans. Mismunurinn fælist í ýmis konar gjaldainnheimtu og afslætti, sem veittur væri seljendum. Hliðstæðar tölur fyrir nautakjöt væru rúmlega flmmtíu krónur og liðlega fjörutíu krónur fýrir svínakjöt. Steinþór kvaðst hins vegar fallast á að slátur- og heildsölukostnaður sauðfjár væri of hár en sagði það skýrast af of miklum fjölda sláturhúsa og of stuttum nýtingar- tíma þeirra. „Sláturfélagið hefur beitt sér fyrir fækkun sláturhúsa og á nokkrum árum fækkað sínum hús- um úr sjö í fjögur. Við höfum reynt að ganga lengra en í hvert sinn sem við reynum lendum við í miklum slag við heimamenn, sveitarstjórnir og í'" sumum tilfellum við alþingismenn. Allir þessir aðilar horfa til staðbund- inna hagsmuna og reyna að veija atvinnustarfsemina á hveijum stað. Þegar við fluttum til dæmis kjöt- vinnslu okkar til Hvolsvallar og lögð- um þar niður sláturhús misstum við töluverðan fjölda bænda úr viðskipt- um vegna þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.