Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FÖSTUDAGUR 29^ SEPTEMBER 1995 FRETTIR Hljóðblönd- unartæki stolið HUÓÐBLÖNDUNARTÆKI fyrir myndbandstæki að verð- mæti um 200 þús kr. var stol- ið úr verslun Japís við Braut- arholt í fyrradag. Að sögn lögreglunnar sást til þjófanna, sem eru af er- lendu bergi brotnir, þar sem þeir óku á brott í bíl og náð- ist skrásetningarnúmerið á bílnum. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til með- ferðar. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Hrepp- stjórinn með hatt- inn sinn HÁKON Aðalsteinsson, hrepp- stjóri í Fljótsdalshreppi, leitar ekki langt yfir skammt eftir höf- uðfati og ber hatt úr hreindýra- skinni. Hattarnir eru saumaðir austur á Jökuldal og hafa notið töluverðra vinsælda. Hér sést Há- kon vaða Geirlandsá á Síðumanna- afrétti og er Fagrifoss í baksýn. Aukaþing Norðurlandaráðs hófst í gær í Kaupmannahöfn Frá landafræði að stjómmálum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORÐURLANDARAÐ mun stað- festa nýskipan ráðsins og þar með verður hægt að leggja aukna áherslu á pólitíska stefnumótun frá áramótum. Þetta verður undir- búið á aukaþingi ráðsins, sem hófst í gær i Kaupmannahöfn. Geir H. Haarde forseti Norður- landaráðs sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að með aukaþing- inu hefði verið flýtt fyrir gangi málsins. Gagnrýnin sem komið hefði fram á þinginu í Reykjavík um að ekki væri nægilegur kraftur í starfsemi ráðsins væri því ekki réttmæt. í samtali við Morgun- blaðið sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins að skipu- lagsbreytingamar hefðu tekið allt- of langan tíma og það yrði til- hlökkunarefni að taka til við hið þólitíska starf. Færri trúnaðarstörf til skiptanna Þegar horfur voru á að fleiri Norðurlandanna en Danmörk yrðu aðilar að Evrópusambandinu var hafist handa um að huga að ný- skipan norræns samstarfs. Helsta breytingin innan Norðurlandaráðs er að dregið verður úr landfræði- legri skiptingu trúnaðarstarfa, en lögð áhersla á hið pólitíska starf og skiptingu á þeim forsendum. Starfsemi ráðsins mun skiptast í þrjú kjarnasvið, sem eru hin hefð- bundna norræna samvinna, Norð- urlöndin, ESB og löndin á evr- ópska efna'nagssvæðinu og Norð- urlöndin og grannsvæðin við Eyst- rasalt og í Rússlandi. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs Starfsemi Norð- urlandaráðs verði skipt í þijú kjarnasvið leggur til að settar verði á stofn þrjár nefndir, sem starfa á þessum þremur sviðum, "Norðurlanda- nefndin, Evrópunefndin og Grann- svæðanefndin. Þær koma í stað nokkurra nefnda um einstök mál- efni. Togstreitan hefur síðan stað- ið um að þar sem nefndirnar verða mun færri en áður verða færri trúnaðarstörf til skiptanna. Sem málamiðlun er færi gefið á að koma á undirnefndum um einstök málefni eins og menningar- og umverfismál og eins nefndum, sem samhæfa verkefni stærri nefnd- anna. Vinstriflokkarnir í ráðinu leggja fram breytingartillögu, sem miðar að því að halda í gömlu nefndaskipanina. Ólíklegt er að hún nái fram að ganga. Á Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík í vetur var harðlega gagnrýnt að ekki tækist að af- greiða allar breytingar vegna ný- skipunar ráðsins þar. Geir H. Ha- arde segir að óraunhæft hafi verið að álíta að hægt yrði að klára afgreiðsluna þá. Nú hafi henni hins vegar verið flýtt með auka- þingingu, svo hægt verði að hefja starfið samkvæmt nýju skipulagi um áramótin, eins og staðið hafi til. Á haustþinginu í Kuopio í Finn- landi verður því hægt að hefja niðurröðun í nefndir, auk þess sem gengið verður frá samþykktum fyrir ráðið og starfsemi þess, að því leyti sem slíkt er ekki gert í Helsinkisáttmálanum. íslendingar geta ekki síður beitt sér í gegnum flokkana Nýskipan Norðurlandaráðs er gerð með það fyrir augum að auka hið pólitíska vægi ráðsins. Ætlun- in er að vægi flokkanna verði meira, en áður var landafræðin alls ráðandi og öll starfsskipting ráðsins miðaðist við vægi land- anna. Geir H. Haarde sagði að eðlilegt væri að vægi flokkahóp- anna ykist, um leið og pólitísk umræða í ráðinu yrði efld. Ekki væri þá hægt að taka ákvarðanir á grundvelli landafræði heldur fyrst og frernst á vegum flokka. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var um árabil formaður Miðjuhópsins í Norðurlandaráði og hefur því unnið að nýskipaninni. Hann átti meða! annars sæti í nefndinni, sem skilaði tillögum þar að lútandi í febrúar. Þær voru ræddar í Reykjavík og Iiggja til grundvallar breytingunum nú. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að tími væri kominn til að ljúka skipulagsumræðunni og fara að vinna. Búið væri að eyða alltof miklum tíma í þá umræðu, þar sem ekki hefði náðst nægileg eining um breytingar. Halldór sagði að sér litist vel á að vinna í ráðinu eftir flokkslínum. íslendingar gætu ekki síður haft áhrif með því að beita sér í gegn- um flokkahópana og sjálfur væri hann ekki smeykur við minnkandi áhrif, þó áhersla á landafræðina minnkaði. Búist við að 3.500 manns geti tekið þátt í formannskjöri Alþýðubandalagsins sem hefst í dag FORMLEGRI kosningabaráttu í formannskjöri Alþýðubandalagsins lauk í gær með sameiginlegum fundi frambjóðendanna tveggja á Hótel Sögu í Reykjavík. Á mið- nætti var kjörskrá lokað og í dag verða kjörgögn póstsend út til þeirra sem eru á kjörskránni. Þeir geta póstsent atkvæðaseðlana til baka eða skilað þeim á flokksskrif- stofur. Atkvæðin verða síðan talin á hádegi föstudaginn 13. október á landsfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn verður á Hótel Sögu í Reykjavík. Allir gildir félagar í Alþýðu- bandalaginu geta kosið í formanns- kjörinu. Að sögn Einars Karls Har- aldssonar, framkvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins, er búist við að um 3.200 til 3.500 manns hafi kosn- ingarétt en lokatölur lágu ekki fyr- ir í gær. Félögum í flokknum hefur fjölg- að töluvert í aðdraganda kosning- anna. Um 2.700 voru skráðir félag- ar í flokknum þegar undirbúningur kosninganna hófst en að sögn Ein- ars Karls var félagaskráin yfirfarin og um 580 manns strikaðir út. Hluti þeirra hefur hins vegar __________ komið inn aftur en um 8-900 manns hafa að auki komið nýir inn í flokkinn. Frambjóðendurnir tveir í formannskjörinu, Frímannsdóttir og Úrslit birt á lands- fundi eftir 2 vikur Steingrímur J. Sigfússon. Margrét Frímannsdóttir. Flokksfélög- um hefur fjölgað urinn var í Reykjavík í gærkvöldi. Stuðningsmenn beggja fram- bjóðenda hafa opnað kosningaskrif- stofur í Reykavík, Steingríms í Skipholti 29, og Margrétar á Hverf- ________ isgötu 33. Uppbyggilegir fundir Margrét Steingrímur J. Sigfússon, hafa undanfarnar vikur haldið sameiginlega kynningar- fundi víða um land og síðasti fund- Steingrímur J. Sigfús- son sagðist vera ánægður með hvernig undirbún- ingur kosninganna hefði tekist og sameiginlega kynningarfundaferðin hefði verið mjög góð og mælst vel fyrir. „Ég held að þetta hafi jafnvel gengið betur en búist var við. Það hefur ekki farið svo, eins og marg- ir virtust þó halda, að við myndum missa þetta upp í einhverja hörku og deilur. Þvert á móti hafa fundim- ir verið heldur málefnalegir og upp- byggiiegir," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir sagði að kosningabaráttan hefði fram að þessu verið málefnaleg og gengið vel fyrir sig. Hún væri því bjartsýn fyrir kosningarnar þótt ekki hefði verið gott að greina hvorum megin fylgið hefði legið á þeim fundum sem frambjóðendurnir tveir sóttu. „Okkur hefur báðum verið vel tek- ið,“ sagði Margrét. Fleiri vilja Margréti í gær voru birtar niðurstöður úr könnun sem IM Gallup gerði fyrir Margréti Frimannsdóttur um stöðu frambjóðendanna í formannskjör- inu. Könnunin var gerð 31. ágúst til 12.. september og var úrtakið 1.200 manns um allt land en svör fengust frá 850. Helstu niðurstöður könnuninnar voru aó þrír af hveijum fimm, sem ætla að kjósa Alþýðubandalagið og taka afstöðu, styðja Maréti en tveir af hveijum fimm styðja Steingrím. Munurinn þama á milli er hins veg- ar ekki marktækur en niðurstaðan byggist á svörum 60 manns. Þegar kjósendum flokksins var skipt í aldursflokka kom í ljós að fleiri á aldrinum 18-24 ára studdu Steingrím og í aldurshópnum 55-75 átti Steingrímur fleiri stuðnings- menn. Mun fleiri í aldurshópnum 45-54 ára studdu Margréti og þar kom fram marktækur munur. Hún átti einnig fleiri stuðningsmenn á aldrinum 25-44 ára en Steingrímur. Þeir sem sögðust ætla að kjósa einhvern annan flokk en Alþýðu- bandalagið voru spurðir um líkurn- ar á því að þeir myndu kjósa flokk- inn ef annars vegar Margrét væri formaður og hins vegar ___________ Steingrímur. Tæplega 14% sögðust telja nokkr- ar líkur á því ef Margrét væri formaður en tæp- lega 9% ef Steingrímur væri formaður. Samkvæmt skýrslu Gallups er munurinn þama á milli marktækur. í skýrslunni kemur einnig fram að ekki var mikill munur eftir kyni Óvissa um fylgi fram- bjóðendanna svarenda en hlutfallslega töldu heldur fleiri karlar líklegra að þeir myndu kjósa Alþýðubandalagið ef Steingrímur væri formaður. Heldur fleiri landsbyggðarmenn töldu lík- legt að þeir kysu flokkinn ef Mar- grét væri formaður. Könnunin segir lítið Margrét sagði um könnunina, að hún segði í sjálfu sér ekki mikið, þar sem þar væru fyrst og fremst kjöséndur Alþýðubandalagsins spurðir en ekki þeir flokksbundnu. „Mér þykir þó vænst um að það fólk sem hefur lægstu launin treyst- ir mér fyrir sínum málum,“ sagði Margrét. En í könnuninni telja fleiri í öllum tekjuhópum heldur líklegra að þeir kjósi Alþýðubandalagið með Mar- gréti sem formann, þar á meðal í þeim hópi sem hefur undir 100 þúsund í íjölskyldutekjur. Steingrímur sagði að eftir því sem hann hefði heyrt væri könnun- in tölfræðilega ómarktæk. Af þeim 60 sem segðust vera kjósendur Al- þýðubandalagsins væri sennilega ekki nema um þriðjungur líklegur til að vera flokksbundinn. _________ „Það sem mér fannst þó skemmtilegast var að eitt af því fáa sem var áberandi márktækt í könnuninni var mikii! —— stuðningur yngsta fólks- ins við mig. Það þótti mér vænt um og sérstaklega þar sem mikið hefur verið reynt að halda liinu gagn- stæða fram,“ sagði Steingrímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.