Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 42
MINNINGAR „ 42 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 "f MORGUNBLAÐIÐ ^ • + Ólína Steinunn Þórðardóttir var fædd að Miðhrauni í Miklaholtshreppi 9. júní 1914 og ólst þar upp og í Eiðhúsum í sama hreppi. Hún andaðist á heimili sínu 20. september sl. Foreldrar Stein- unnar voru Þórður Krisljánsson bóndi og Ingibjörg Guð- ‘ mundsdóttir hús- móðir. Eftirlifandi systkini Steinunnar eru Þóra, Kristín, Kristján, Elín, Guðmundur og Sveinbjörg Hulda. Uppeldis- bróðir Steinunnar er OIi Jör- undsson. Fyrri eiginmaður Steinunnar var Jón Aðalsteinn Sigurgeirs- son, fæddur 9.7. 1901, dáinn 26.12. 1947. Börn 'þeirra eru Hrefna Jónsdóttir, fædd 24.11. 1934, starfsmaður á barnaheim- iii í Kópavogi, og Sæbjörn Jóns- son, fæddur 19.10. 1938, tónlist- armaður i Reykjavík. Hrefna var gift Jens H. Þorvaldssyni, sem lést 20. október 1993 og eignuð- ust þau sex börn, Steinunni, Heiðrúnu, Svanhildi, Ólaf, Þröst og Jónu Þóru. Sæbjörn er kvænt- ur Valgerði Valtýsdóttur og eiga þau fjögur börn, Jón Aðalstein, Valbjörn, Olmu og Smára Valtý. Seinni maður Steinunnar var Þrándur Jakobsson fæddur 21.2. 1922, sjómaður, netagerðamað- ur og síðast húsvörður í KR- heimilinu, en hann lést 7.7. 1994. Með honum eignaðist Steinunn eina dóttur, Sunnevu Þrándar- dóttur, fædda 8.4. 1951. Hún á eina dóttur, Sunnevu Berglindi Hafsteinsdóttur, sonur hennar er Unnar Steinn. Steinunn og Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. i Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem.) Í nokkrum orðum langar okkur frændsystkinin að minnast ömmu okkar sem okkur öllum þótti vænt um. Það var ánæguleg stund að , koma til ömmu á Reykjavíkurveg á sunnudögum. Þar var oft margt úm manninn og mikið góðgæti á boð- stólum. Þrándur tóku að sér Hansínu Bjarna- dóttur, ræstingar- stjóra á Borg- arspítalanum, fædda 9.12.1948, og ólst hún upp hjá þeim hjónum frá barnsaldri. Hún er gift Kristni Odds- syni og eiga þau tvö börn, Rut og Odd Einar. Rut Kristins- dóttir líffræðingur (dóttir Hansínu), fædd 12.9. 1967, ólst jafnframt upp hjá Steinunni og Þrándi. Hún er í sambúð með Jóhanni Björgvins- syni og eiga þau tvö börn, Ýr og Þránd. Steinunn og fyrri maður henn- ar stofnsettu veitingarekstur á Vegamótum í Miklaholtshreppi 1933 og voru þar með rekstur til 1941. Þau fluttu til Ólafsvíkur 1939 og ráku hótelið þar í tvö ár en 1941 fluttust hjónin til Stykkishólms. Þar keyptu þau samkomuhús bæjarins og settu á stofn kvikmyndahús, en Stein- unn var fyrsta konan á Islandi til þess að reka kvikmyndahús, en hjónin sáu einnig um veitinga- sölu á dansleikjum sem haldin voru í samkomuhúsinu. Þau keyptu hótelið í Stykkishólmi 1945 og ráku það í tvö ár. Eftir að Steinunn fluttist til Reykja- vikur vann hún á Hótel Sögu og í efnalauginni Hjálp. Steinunn tók virkan þátt í starfsemi kven- félagsins í Stykkishólmi. Hún sá t.d. um Kvenfélagsgarðinn, skólagarða og átti þátt í því að koma á fót gæsluvelli fyrir börn. Steinunn verður jarðsungin frá Arbæjarkirlqu í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. í okkar augum var amma góð og hlý kona sem við bárum mikla virðingu fyrir. Oft fannst okkur gaman að eiga stund með henni, en þá hafði hún frá svo mörgu að segja sem okkur þótti gaman að hlusta á. Amma var mikið fyrir blóm og fannst okkur það minnis- stætt hvað blómin hennar voru fal- leg. Nú er amma okkar búin að fá sína hvíld. Blessuð sé minning hennnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. ÓLÍNA STEINUNN ^ ÞÓRÐARDÓTTIR t Faðir minn, GUNNAR ÓLAFSSON, Vatnsstig 11, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Ólafur Elís Gunnarsson. ) Eiginmaður minn og faðir okkar, nH' J ÓLAFUR INGI SVEINSSON, t j|| Skeljagranda 4, m J lést á hjartadeild Borgarspítalans aðfaranótt 27. september. Minný Isleifsdóttir, Isleifur Ólafsson, Dagbjört Ólafsdóttir. t Útför vinkonu minnar, frú ÍSAFOLDAR JÓNSDÓTTUR, sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 20. september, fer fram frá Selfosskirkju 30. september kl. 13.30. Bílferð verður sama dag frá Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, kl. 11.45. Elín Hannam. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinunn, Heiðrún, Aðalsteinn; Svanhildur, Valbjörn, Ólafur, Alma, Þröstur, Smári, Jóna Þóra, tengdabörn og barnabarnabörn. Líkt og sól að liðnum degi, laugar kvöldið unaðsblæ, gyllir skýin gullnum roða, geislum slær á lönd og sæ. Þannig burtför þír. í ljósi, þinnar ástar, fögur skín. Okkur fluttu ótal gæði elskuríku störfin þín. (Höf. ókunn.) Elsku amma. Núna, þegar þú ert búin að kveðja okkur, leita margar ánægjulegar minningar upp í hugann. Og þá einna helst þær mörgu samveru- stundir sem við áttum nú í sumar og haust með börnunum okkar. Allt- af þegar við birtumst ljómaði andlit þitt af gleði og oft var mikill Fiama- gangur í öskjunni þegar litlu óláta- belgirnir voru saman komnir við rúmið þitt. Þegar við frænkurnar riljum upp okkar æskuár, er hún amma okkar ávallt í hæversku aðalhlutverki, þar sem hún stóð í eldhúsinu og sá um að enginn stæði ómettur upp frá borðum. Amma var, sem ung kona, hótelstýra vestur á Snæfellsnesi og alla tíð síðan þá og allt til síðasta dags hafði hún hina mestu ánægju af því að bregða sér í gestgjafahlut- verkið. Þó svo að starfsorkan hafi á seinni árum minnkað til muna þá tvíefldist aftur á móti umhyggjan fyrir þeim gestum sem heimsóttu hana. Amma okkar var ein af alvöru- ömmunum. Hún eldaði, bakaði, pijónaði, saumaði, huggaði og lækn- aði öll okkar hjartans mein, alveg eins og ömmurnar í ævintýrunum. Og hún var enn að, því nú eiga t.d. börnin okkar bæði svuntur og smekki sem hún útbjó í Hlíðabæ. Amma hafði alltaf mjög gaman af þvi að fara í Hlíðabæ og þangað fór hún daglega síðustu þrjú árin. Þar eyddi hún dögunum við að útbúa ýmislegt smálegt, hlusta á sögur og syngja svo eitthvað sé nefnt, en amma hafði einmitt gaman af söng og kunni ógrynni af sönglögum. Amma spilaði bæði á orgel og harm- onikku og átt það til að spila á sveitaböllunum hér í gamla daga. Nú í haust, eftir að hún varð rúm- liggjandi, naut_ hún þess oft að hlusta á hana Ýr „spila“ á orgelið og sungu þær stundum saman. Núna þegar ævikvöldið er liðið fyllumst við þakklæti fyrir að hafa getað notið samvista við þig allt til hinstu stundar. Þér varð að ósk þinni þegar þú fékkst að sofna í ró heima í rúminu þínu. Við þökkum öllum þeim er önnuðust þig í veikindum þínum og þá sérstaklega starfsfólk- inu í Hlíðabæ, heimahjúkruninni og heimilislækninum, honum Samúel. Þínar ömmustelpur, Rut og Sunneva Berglind. Elsku langamma. Okkur langar að minnast þín og þakka þér fyrir samverustundirnar á okkar fyrsta æviskeiði, með þessum erindum: Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Þín langömmubörn, Ýr, Þrándur og Unnar Steinn. Sveinbjörg Helgadóttir var fædd 30.1. 1931. Hún lést á Kvenna- deild Landspítalans 22. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Kr. Guðmundsson og Pálína Pálsdótt- ir. Eiginmaður Sveinbjargar er Hartmann Jónsson, f. 1. nóvember 1933, bílstjóri hjá Vega- gerð ríkisins. Börn Sveinbjargar _og Hartmanns eru: Aslaug, Hrafn- hildur, Ástríður og Daníel Rafn. Sveinbjörg bjó í Kópavogi og starfaði í apóteki Kópavogs. Utför Sveinbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. Jarð- sett verður í kirkjugarði Hafn- arfjarðar. í DAG kveð ég tengdamóður mína Sveinbjörgu Helgadóttur eða ömmu Sveinu eins og krakkarnir kölluðu hana. Það er erfitt að horfa á klett- inn sem alltaf stóð, sama hvað á bjátaði, molna niður. En Sveina var sem klettur, til staðar fyrir aðra. Þrátt fýrir erfið veikindi kveinkaði hún sér aldrei en sagði gjaman: „Þetta fer að lagast.“ Elsku Sveina, nú ertu farin frá okkur, en minning þín lifír með okkur. Um leið og ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir sam- fylgdina. Far þú í friði. Ingvar Stefánsson. Ég tók við rekstri Kópavogs Apóteks í janúar 1969 og annaðist hann til desemberloka 1993. Nán- ast allan þennan tíma vann Svein- björg Helgadóttir hjá mér. Er ég hætti um áramótin 93/94, vann hún áfram hjá eftirmanni mínum í rúmt ár, eða nánast til æviloka. Er ég hóf starf mitt við apótekið 1969, var það mér mikill fengur að fá þessa reyndu dugnaðarstúlku til mín strax á fyrsta starfsári mínu við apótekið. Með mér frá Selfossi kom önnur þaulreynd apóteks- starfsstúlka, og höfum við þijú unnið saman í Kópavogi í 25 ár. Sveinbjörg Helgadóttir reyndist okkur í Kópavogs Apóteki frábær manneskja. Hún var dugnaðarfork- ur til starfa, verklagin, örugg og nákvæm. Hún var gædd verkstjóm- arhæfileikum. Fólu lyfjafræðing- arnir henni því gjarnan verksvið þar sem þessi hæfileiki hennar nýttist. Auk þess var hún félagslynd og umhyggjusöm í okkar garð, starfs- fólksins. Hún fylgdist með afmælis- dögum okkar allra og kom á þeirri reglu, að þeim væri sérstaklega sinnt í kaffitímum, svo og öðrum merkisatburðum í einkalífi okkar. Ekki gleymdust „litlu jólin“ með súkkulaði og sætabrauði. Ósjaldan færði hún okkur góðgæti sem hún sjálf gerði og varð það vel þeginn siður hjá hinum stúlkunum og jafn- vel körlunum einnig. Það var gæfa mín sem apótekara að hafa traust starfsfólk, sem með ljúfum persónuleika sínum hélt góð- um starfsanda og er slíkt hveiju fyrirtæki ómetanlegt og í því efni átti Sveinbjörg drjúgan þátt. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég fyrir mína hönd og konu minnar og annars samstarfs- fólks Sveinbjargar í Kópavogs Apó- teki þakka henni samstarfið og um leið senda eiginmanni hennar, Hart- manni, og börnum þeirra og barna- börnum einlægar samúðarkveðjur. Matthías Ingibergsson. Sveinbjörg Helgadóttir, kær vinnufélagi og vinur, er horfin héð- an úr þessum heimi. Við höfðum átt ljúfa samleið í Kópavogs Apó- teki í nær 25 ár. Sannarlega var gott að fá að eiga hana að samferðamanni öll þessi ár, því að hún var einstök kona, hún Sveina, eins og við kölluðum hana alltaf. Þegar ég hugsa til tímans, sem við feng- um að ganga saman, virðist hann vera sem einn samfelldur sól- skinsdagur. Sveina var ákaflega sönn og heil í öllum viðskiptum sín- um við fólk, hún var hið trausta bjarg, sem alltaf var hægt að byggja á. Ætíð gat maður leitað til hennar, hvernig sem á stóð, enda hugsaði hún fyrst og fremst um aðra og síðast um sjálfa sig. Jafn- vel helsjúk gat hún gefið okkur hinum svo mikið af hugulsemi sinni og kærleika. Hlýja brosið hennar á eftir að fylgja okkur um ókominn tíma. Hún hlýtur að fá að halda áfram þjónustu sinni við aðra í æðri veröld. Innilegar samúðarkveðjur færi ég allri fjölskyldunni. Ég þakka þér af alhug samfylgdina, elsku Sveina. Guð sé með þér á leiðinni óendan- legu. Þessi orð eru fram færð fyrir hönd starfsfólks Kópavogs Apó- teks. Sólveig Þorgeirsdóttir. Sveinbjörg, eða Næja, eins og við kölluðum hana alltaf, var afar vönduð kona, einstaklega trygglynd og umhyggjusöm, hjálpfús , nær- gætin og samviskusöm. Hún settist að á heimili foreldra minna að Brekkugötu 5 í Hafnar- firði, árið 1943, þegar ég var þriggja ára gamall og bjó hjá okkur allt þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Hartmanni Jóns- syni, árið 1958. Á þessu tímabili tókst með okkur mikil vinátta, og lærðum við systkinin fljótt að meta Næju að verðleikum, enda var hún okkur afar góð, og höfum við litið á hana sem uppeldissystur alla tíð síðan. Margs er að minnast eftir löng og ánægjuleg kynni og vil ég með þessum fátæklegu orðum koma á framfæri þakklæti fyrir alla þá alúð og kærleika, sem Næja átti svo auðvelt með að láta í té. Þegar Hartmann og Næja gift- ust, settust þau að í Kópavogi og bjuggu þar alla tíð, lengstum á Mánabraut 15. Var hjójiaband þeirra mjög farsælt, og hefur þeim orðið fjögurra barna auðið, sem öll eru uppkomin og flutt að heiman, en barnabörnin eru orðin níu. Vinátta og trygglyndi Næju var með eindæmum. Það var alveg sama hvenær maður leitaði til henn- ar, alltaf hafði hún tíma til að ræða málin, og alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa. Henni féll aldrei verk úr hendi, og bjó hún heimili sitt fagurlega. Reyndar kom að því, að henni dugðu ekki heimilis- störfin, og aflaði hún sér þá mennt- unar í lyfjatækni. Síðan hóf hún störf í Hafnarljarðar Apóteki og vann þar í nokkur ár, en síðar í Kópavogs Apóteki þar sem hún vann á meðan kraftar entust. Hún var lengstum heilsuhraust, en síðsumars 1994 kenndi hún fyrst þess sjúkdóms, sem varð henni að aldurtila langt um aldur fram. Hún barðist mjög hetjulega við þennan illkynja sjúkdóm, og bar aldrei á uppgjöf í þeirri baráttu. Hún gerði sér þó fulla grein fyrir að við ofur- efli var að etja og að endalokin yrðu ekki umflúin. Hún andaðist á Krabbameinsdeild Landspítalans aðfaranótt 22. sept. s.l. Blessuð sé minning hennar. Ég og fjölskylda mín sendum vini okkar, Hartmanni, börnum og barnabörnum, innilegar samúðar- kveðjur. Eyjólfur Þ. Haraldsson. SVEINBJÖRG HELGADÓTTIR 4 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.