Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laxveiðiár á
Norðurlandi vestra
19941 | laxar
iggsHzaass /
6.142 laxarl
Laxveiði á stöng frá 1974 og landshlutaskipting 1994 og '95
Laxveiðiár á Vestf jörðum
1994 0 495 laxar
1995 B 674 laxar +36,2%
Laxveiðiár á Vesturlandi
1995 14.522 laxar
Laxveiðiár á Norðurlandi eystra
19941 | | 2.943 laxar
995 HM 2.968 laxar.
+0.8% -
Laxveiðar á stöng á íslandi 1974-1995
fjöldi veiddra laxa og meðalveiði timabílsins 'I iaxveiðiár á
Austurlandi
1994 □ 2.026
+19,0% 20 000
Reykjaneskjördæmi
1994 [....| 2.889 laxar (
1995 j_____
Heimildir:
Skyrslur Veiðimálastofnunar,
töíui
4%
+19
1975
1980
1995
Laxveiöi a stong i heild:
2.766
+36,5%
5 hirfyrir 1995 eru bráðabirgðatólur
Laxveiðiár á Suðurlandi
1994| ] 3.521 lax
1995— 3.450 laxar -0,2%
1995 um 34.000 laxar
| +22%
Meðalveiði 1974-1994:35.859
Allt að 55 prósent veiðiaukning í einstökum landshlutum
22% betri laxveiði
heldur en í fyrra
LAXVEIÐIN á stöng sumarið 1996
nam um 34.000 löxum samkvæmt
bráðabirgðatölum Veiðimálastofn-
unnar. Er það 22 prósent meiri veiði
en í fyrra þegar 28.042 laxar veidd-
ust, en eigi að síður um 5 prósentum
minni veiði en meðalveiði áranna
1974 til 1994. Á því tímabili hefur
veiðin sveiflast frá 52.000 löxum
niður í 23.500 íaxa. Norðurá var
hæst í sumar með 1.670 laxa, en
næst í röðinni var Þverá með 1.648
laxa. Alls veiddust yfir 1.000 laxar
í 12 ám, en aðeins 7 í fyrra.
Að sögn Guðna Guðbergssonar
fiskifræðings kemur fram talsverð
aukning í veiði á einstökum lands-
svæðum að Norðurlandi eystra og
Suðurlandi undanskildum „Á Norð-
urlandi eystra var minnkun á vestan-
verðu svæðinu en nokkur aukning
er austar dró. Þetta mikill munur í
veiði í aðliggjandi landshlutum er
frekar sjaldgæfur en yfirleitt fylgj-
ast sveiflur að þó þær séu mun
meiri á Norður- og Áusturlandi en
á Suðvestur- og Vesturlandi," segir
Guðni og heldur áfram: „Þó ekki sé
farið að líta á samsetningu veiðinnar
virðist sem smálax hafi verið með
minna móti á Norðurlandi eystra
svipað því sem við var búist. Á Áust-
urlandi kom smálaxaveiði á óvart,
ekki hvað síst í vopnfirsku ánum.
Það gefur aftur vonir um veiði á
Stórlaxi næsta sumar en fylgni er á
milli eins og tveggja ára laxi úr sjó.“
Víðast aukning
Ef litið er nánar á bráðabirgðatöl-
ur Veiðimálastofnunar þá veiddust
3.586 laxar í ám á Suðvesturlandi
en 2.889 í fyrra og nemur það 19,4
prósent aukningu. Á Miðvesturlandi
veiddust 14.522 laxar en 12.204 \
fyrra, eða 19 prósent aukning. Á
Vestfjörðum veiddust 674 laxar en
495 í fyrra sem er aukning upp á
36,2 prósent. Mest er aukningin á
vestanverðu Norðurlandi þar sem
nú veiddust 6.142 laxar-en 3.964 í
fyrra, en það er 54,9 prósent aukn-
ing. Á austanverðu Norðurlandi var
veiðin 2.968 laxar en 2.943 sem er
aukning upp á tæpt eitt prósent.
Austurlandsárnar gáfu 2.766 laxa
en 2.026 í fyrra, 36,5 prósenta aukn-
ing og loks er það Suðurland, en
þar veiddust 3.450 laxar en 3521 í
fyrra. Það er 0,2 prósentum minna
en í fyrra.
Laxveiði 1995
Ár Veiði Veiði
’95' '94
Andakílsá 120 125
Álftá 270 247
Blanda/Svartá 932 876
Breiðdalsá 175 72
Brynjudalsá 512 88
Deildará 215 173
Dunká 70 50
Elliðaár 1.086 1.032-
Eyjafjarðará 10 15
Fáskrúð 157 96
Flekkukdalsá 116 100
Flóka 25 25
Flókadalsá í Fljótum 105 79
Flókadalsá 280 341
Fljótaá 95 78
Fróðá 25 25
Fnjóská 52 128
Geirlandsá 40 20
Gljúfurá 356 150
Grímsá/Tunguá 1.120 1.485
Haffjarðará 735 672
Hafralónsá 240 147
Haukadalsá 394 407
Hítará 423 206
Hofsá 980 1.012
Hrútafjarðará/Síká 280 176
Húseyjarkvísl 72 80
Hvannadalsá 65 50
Hvítá (vestur) ' 640 560
Hvítá (suður) 650 723
Hölkná 90 45
Krossá á Skarðsströnd 100 44
Langá 1.390 927
Laugardalsá 245 157
Laxá á Ásum 1.562 805
Laxá I Aðaldal 1.120 1.226
Laxá 1 Dölum 730 625
Laxá í Kjós 1.020 783
Laxá í Leirársveit 1.466 853
Laxá í Refasveit. 135 144
Leirvogsá 515 490
Miðá i Dölum 58 42
Miðfjarðará 1.018 668
Norðurá 1.670 1.625
Ormarsá 164 169
Rangá 1.530 1.576
Sandá 220 204
Selá 1.178 631
Skjálfandafljót 306 379
Sogið 258 283
Staðarhólsá & Hvolsá 315 243
Straumfjarðará 322 253
Stóra-Laxá 380 278
Sæmundará 105 35
Svalbarðsá 220 145
Úlfarsá 312 338
Vatnsdalsá 610 516
Vesturdalsá 329 218
Vlðidalsá/Fitjá 982 580
Þverá/Kjarrá 1.648 1.605
Ölfusá 390 375
Samtals 30.392 25.385
Samtals allar ár 34.108 28.042
'Tölur fyrir 1995 eru bráðabirgða-
tölur.
Minkaskinn hækkuðu
um 28% á uppboði
ÍSLENSK refaskinn hækkuðu um
14% í verði á skinnauppboði í Kaup-
mannahöfn um miðjan mánuðinn.
Meðalverð var um 550 danskar
krónur fyrir skinnið og meðalverð
;á minkaskinnum var 125 danskar
(krónur sem er 28% hækkun. Arve
Krogh, formaður Sambands ís-
lenskra loðdýraræktenda, segir
;þetta meiri hækkun en búist hafði
verið við.
Minkaskinn í 1. flokki seldust á
155 danskar krónur og refaskinn í
1. flokki 582 danskar krónur. Refa-
skinn eru uppseld á Norðurlöndum
og til eru tæplega 50 þúsund minka-
skinn og birgðastaða því með
minnsta móti, að sögn Arve. Hann
segir að bæði minni framleiðsla og
meiri eftirspurn valdi þessu.
„Eftirspurn frá Rússlandi, Kína,
Kóreu og Grikklandi var meiri en
áður. Það mættu rúmlega 400
kaupendur í uppboðshúsið sem er
með mesta móti í mörg ár,“ sagði
Arve.
Arve sagði að sala á pelsum
væri að breytast. Áður hefðu pelsar
aðeins fengist í sérverslunum en
nú væri farið að selja þá í almenn-
um tískuverslunum.
Arve segir að þrátt fyrir mikla
hækkun á minkaskinnum standi
rekstur minkabúa ekki undir sér.
30-40% hækkun þyrfti að verða á
minkaskinnum svo minkaræktin
stæði undir sér. Hagnaður sé hins
vegar af refaræktun miðað við þetta
verð.
Formaður samtaka fiskvinnslustöðva:
Marka verður heild-
stæða launastefnu
„FLEST bendir til þess að verð-
bólguspá febrúarsamninganna
standist og verðbólga verði ámóta
og í okkar helstu viðskiptalöndum
á þessu og næsta ári. Það réttlætir
þó engan veginn að þeir sem síðar
gerðu kjarasamninga beri meira úr
býtum,“ sagði Arnar Sigurmunds-
son, formaður Samtaka Fisk-
vinnslustöðva, um stöðuna í kjara-
málum eftir úrskurð kjaradóms í
ræðu á aðalfundi SF. „Það er lang-
ur samningaferill liðinn frá febrúar-
samningum og þar til kjaradómur
kvað upp sinn úrskurð um launa-
hækkun æðstu embættismanna rík-
isins og alþingismanna í byijun
þessa mánaðar. Sá úrskurður og
þær launahækkanir umfram febrú-
arsamningana var kornið sem fyllti
mælinn gagnvart almennu launa-
fóllfi," sagði Arnar.
„Það er samt alltof mikil einföld-
un að halda því fram að kjaradóm-
ur einn og sér eigi sök á þeim trún-
aðarbresti sem nú á sér stað í launa-
málum. Þeir verkalýðsleiðtogar,
sem sömdu fyrst á lágum nótum í
Karphúsinu og síðar hærra við ríki
og sveitarfélög, bera svo sannarlega
hluta af ábyrgðinni. Við skulum
heldur ekki gleyma þeim sem ávallt
semja síðar og sætta sig aldrei við
það sem samið er um á almennum
vinnumarkaði.
Til þess að skapa á ný trúnað á
milli launafólks og samtaka á
vinnumarkaði og stjórnvalda verður
að marka heildstæða launastefnu í
þessu landi. Ríki og sveitarfélög
eiga að fela samtökum vinnuveit-
enda á almennum vinnumarkaði að
hafa forystu við gerð kjarasamn-
inga við opinbera starfsmenn. Efla
þarf kjararannsóknir og sanieina
kjararannsóknanefndir opinberra
starfsmanna og á almennum vinnu-
markaði. Við eigum að nota næsta
ár til að hefja undirbúning að þessu
verkefni. Það má ekki endurtaka
sig að vinnuveitendur og starfsfólk,
sem vinnur við framleiðsluatvinnu-
vegi þjóðarinnar og tekur þátt í
mótun efnahagsstefnunnar, meðal
annars í kjarasamningum, sé að
nokkru skilið eftir á meðan aðrir
hópar, oft hærra launaðir, hirða
afrakstur þeirra samninga og gott
betur,“ sagði Arnar Sigurmunds-
son.
íslandsflug
Aætlunarflug- til
Hornafjarðar og umboðs-
skrifstofa á Isafirði
ÍSLANDSFLUG mun í samvinnu við
Flugfélag Austurlands heija áætlun-
arflug milli Hafnar í Hornafirði og
Reykjavíkur þann 29. september nk.
Flogið verður íjórum sinnum í viku
og mun íslandsflug ýmist nota Dorni-
er 228 eða Fairchild Metro III
skrúfuþotur í flugið.
Boðið verður upp á ódýrt kynning-
arfargjald, 7.800 kr. fram og til baka
án skilmála. Kynningarfargjaldið
gildir út nóvember 1995.
í tilefni þessa fyrsta áætlunarflugs
mun íslandsflug bjóða eldri borgur-
um á Höfn í útsýnisflug yfir bæinn
föstudaginn 29. seprember kl. 18.
Umboðsmaður beggja félaganna á
Hornafirði er Árni S. Ámason í versl-
uninni Hornabæ.
Einnig mun íslandsflug formlega
opna umboðsskrifstofu á ísafirði
sunnudaginn 1. október. Settarverða
upp fastar bílferðir sex sinnum í viku
frá Isafirði til Flateyrar í tengslum
við daglegt áætlunarflug íslands-
flugs til Flateyrar. Hægt er að kom-
ast ódýrast frá Flateyri til Reykjavík-
ur fyrir 6.000 kr. fram og til baka.
Þá mun kosta aukalega 200 kr. á
mann með bílnum til Flateyrar. í til-
efni þessarar opnunar mun íslands-
flug bjóða eldri borgurum á ísafirði
upp á útsýnisflug yfir bæinn sunnu-
daginn 1. október kl. 16.30.
Félag íslenskra leikara
Leikarar koma
saman á hálfs árs
afmæli verkfalls
FÉLAGAR í Félagi íslenskra leikara
hyggjast koma saman í Ríkisútvarp-
inu á hálfs árs afmælisdegi verk-
falls félagsins gagnvart Ríkis-
útvarpinu - hljóðvarpi kl 16.30 í
dag, föstudag. Ekki náðist sam-
komulag milli deiluaðila á sátta-
fundum á þriðjudag og miðvikudag.
Næsti sáttafundur verður hjá ríkis-
sáttasemjara á mánudag.
Edda Þórarinsdóttir, formaður
FÍL, sagði að farið væri fram á
hækkun á tímakaupi og endurskoð-
un gildandi samnings frá 1987. Hún
sagði að aðstæður hefðu breyst tölu-
vert frá því samningurinn var gerð-
ur. Á þeim tíma hefði t.a.m. verið
algangt að æfingar færu fram um
eftirmiðdaginn og væru stuttar.
Samningurinn gerði því ráð fyrir
því að greitt væri fyrir tveggja og
hálfrar stunda æfingar í senn. Nú
stæðu æfingar og upptökur hins
vegar oft yfir allan daginn. Endur-
skoða þyrfti samninginn samkvæmt
því.
Edda segir að mikill tími hafi
farið í að ræða hvers konar form
gæti leyst hið gamla að hólmi. Þurft
hafi að bera saman hvað leikarar
hafi fengið út úr gamla samningn-
um og hvað þeir gætu hugsanlega
fengið útúr nýjum samningi. Ekki
hefði hingað til fengist niðurstaða
í því máli.
Óheppilegxir tími
Edda sagði að viðræðurnar
gengju afar seint en viðurkenndi að
ekki hefði verið blásið til verkfalls
á heppilegum tíma. Verkfallið hefði
hafist að vori til og því ekki komið
jafn mikið við Ríkisútvarpið og að
hausti. Hún hvatti félaga í FIL til
að ijölmenna í Ríkisútvarpinu-hljóð-
varpi á hálfs árs afmælisdegi verk-
fallsins á föstudaginn. Félagar í FÍL
koma saman um kl. 16.30.