Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 23 ERLEIMT Uppreisn á Comor- os-ejjum HART er nú barist á Comoros- eyjum á Indlandshafí en upp- reisnartilraun hófst þar í gær. Uppreisnarmenn eru flestir málaliðar undir stjórn Bobs Denards, auk hermanna í stjórnarhernum. Að sögn stjórnarerindreka á Comoros tóku þeir forseta landsins höndum í gær, náðu útvarps- stöð og flugveíli á sitt vald Súdanir reknir frá Líbýu LÍBÝSK yfirvöld hafa fyrir- skipað um 300.000 Súdönum að yfirgefa Líbýu fyrir árslok. Aðallega er um að ræða verka- menn og er ákvörðunin þáttur í baráttu Muammars Ghaddaf- is, leiðtoga landsins, sem vill reka alla erlenda verkamenn úr landi í kjölfar óeirða sem urðu í borginni Benghazi í síð- asta mánuði. Fyrrum ráð- herra myrtur FYRRUM innanríkisráðherra Alsír, Aboubaker Belkaid, var skotinn í gær í Algeirsborg. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér en Belkaid var harður andstæðingur öfga- sinnaðra múslima. Lækning á al- netinu? BRESKUR drengur sem hald- inn er afar sjaldgæfum sjúk- dómi er veldur miklum höfuð- verkjarköstum, er á leið til Bandaríkjanna í uppskurð, þökk sé alnetinu. Foreldrar drengsins, sem er níu ára, báðu um aðstoð á alnetinu er ljóst varð að ekkert var hægt að gera fyrir hann í heimalandinu. A alnetinu komust foreldrarnir í samband við foreldra stúlku sem einnig var haldin sjúk- dómnum og gátu þau bent á sérfræðing, sem nú hefur fall- ist á að taka drenginn í með- ferð. WTO kannar skatta á vín Á MIÐVIKUDAG skipaði Al- þjóðaviðskiptastofnunin (WTO) þriggja manna nefnd til að rannsaka skattlagningu Japana á vínum vegna kvartana frá Evrópusambandinu um að þeir leggi hærri skatta á innflutt vín en japanskt. Stofnunin frestaði því hins vegar að skipa rann- sóknarnefndir vegna svipaðra deilna Evrópusambandsins við Kanada og ríki í Rómönsku Ameríku. Medecin látinn laus FRANSKUR áfrýjunardóm- stóll fyrirskipaði í gær að Jacques Medecin, fyrrverandi borgarstjóri Nice, yrði iátinn laus úr fangelsi og fengi að fara frjáls ferða sinna þar til kveðinn yrði upp dómur í áfrýj- unarmáli hans. Medeein var dæmdur í 3'h árs fangelsi fyr- ir meinta mútuþægni en áfrýj- aði dómnum. Neyðarleg mismæli París. Reuter. HERVE de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, urðu á neyðar- leg mismæli í ræðu, sem hann flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar lýsti hann yfir af miklum ■ þunga, að betjast yrði gegn kjarn- orkuvopnatilraunum um allan heim. „Baráttuna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopnatilrauna verður að heyja um allan heim,“ sagði Char- ette og þeir voru dálítið ijóðir í framan frönsku embættismennirn- ir þegar þeir sögðu, að ráðherrann hefði aðeins átt við útbreiðslu kjarnorkuvopna en ekki kjarnorku- vopnatilrauna. Fjölmiðlar í Frakk- iandi hentu hins vegar ummælin eða niismælin á lofti og hafa gert sér mikinn mat úr þeim. Síðustu þijá mánuði hefur mætt mikið á Charette utanríkisráðherra við að veija þá ákvörðun Jacques Chiracs, forseta Frakklands, að hefja aftur kjarnorkuvopnatilraun- ir í Suður-Kyrrahafi. Skiptar skoðanir um bann við jarðsprengjum Bandaríkja- menn vilja al- gjört bann síðar Vín. Reuter. BANDARÍKJAMENN hvetja til þess á alþjóðlegri ráðstefnu í Vín að stefnt verði að aljöru banni við jarð- sprengjum í framtíðinni en Kínveijar segja slík vopn nauðsynlega vörn vegna hugsanlegra innrása erlendra ríkja. Li Changhe, fulltrúi Kína á ráð- stefnunni, kvað Kínveija hlynnta strangari takmörkunum við notkun jarðsprengna. Hann sagði að taka bæri tillit tii þeirrar hættu sem óbreyttum borgurum stafaði af slík- um vopnum en ekki mætti þó van- meta hernaðarlegt mikilvægi þeirra. „Við megum ekki gleyma því að jarðsprengjur eru öflug varnarvopn fyrir mörg ríki, einkum Qölda þróun- arríkja, til að stöðva innrás éf-lendra ríkja,“ sagði Li. „Öll ríki hafa lög- mætan rétt til að beita jarðsprengj- um gegn erlendu innrásarliði." Kínveijar framleiða fleiri jarð- sprengjur en nokkur önnur þjóð í heiminum. Stefnt verði að banni Aðalfulltrúi Bandaríkjamanna, Michael Matheson, sagði á miðviku- dag að ríki heims yrðu að stefna að banni við notkun, framleiðsiu, út- flutningi og kaupum á jarðsprengj- um. Stíga bæri skref í þá átt á ráð- stefnunni í Vín með því að takmarka frekar notkun vopnanna. Matheson sagði að ef meirihluti ríkja heims hefði staðfest alþjóða- samning frá 1980 um noktun hefð- bundinna vopna og framfylgt honum hefði það bjargað þúsundum fórnar- lamba jarðsprengna. Aðeins 49 ríki hafa staðfest samninginn. Bosnía, Króatía, og Serbía hafa undirritað samninginn en vitað er að milljónir jarðsprengna hafa verið lagðar þar án þess að sprengjusvæð- in hafi verið kortlögð. Andstaða við eftirlit Matheson sagði að Bandaríkja- menn legðu til að jarðsprengjur yrðu með búnað, sem gerðu þær óvirkar sjálfkrafa mánuði eftir að þær eru lagðar í jörðu. Hann sagði að sprengjur, sem hefðu ekki slíkan búnað, bæri aðeins að nota á merkt- um svæðum, sem sérstakt eftirlit væri haft með. Bandaríkjamenn vilja ennfremur að eftirlitsnefndum verði falið að kanna ástandið í þessum málum víða um heim og skýra öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna frá brotum á samn- ingnum. Sú hugmynd hefur hins vegar mætt harðri andstöðu margra þróunarríkja, svo sem Pakistans. Vestur-Evrópuríki styðja afstöðu Bandaríkjamanna, en þeir ganga ekki eins langt og Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sem lagði til algjört bann við jarðsprengjum þegar í stað. 20.000 fórnarlömb á ári Talsmenn hjálparstofnana og mannréttindasamtaka segja að 20.000 manns bíði bana eða særist alvarlega af völdum jarðsprengna á hveiju ári. Fórnarlömb frá Afganistan, Kambódíu, Mósambík og Bandaríkj- unum, sem misstu limi vegna jarð- sprengna, lögðu fram lista með und- irskriftum 1,7 milljóna manna víðs vegar um heim sem hvöttu til al- gjörs banns við jarðsprengjum. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN f LAUFÁSVEGI 2, REYKJAVÍK Fvrirlestur í Norræna húsinu j- í í 30. september kl. 14.00-16.00 — Handverk í nútímasamfélagi Ingólfiir Ingólfsson, lektor í KHÍ. Án þekkingar á handverkinu deyr menningin. Por' Reuter Afganska stjórnin vill friðarviðræður STJÓRN Burhanddins Rabbani, forseta Afganistan, bauð á mið- vikudag öllum stríðandi fylking- um í landinu og stjórnarandstæð- ingum til friðarviðræðna, þeirra á meðal T aleban-hreyf inguna sem hefur náð stórum landsvæðum í suður- og vesturhluta landsins á sitt vald. Þremur dögum áður hafði Taleban fallið frá úrslita- kostum, sem hún setti stjóminni, um að forsetinn segði af sér, elleg- ar yrði ráðist á höfuðborgina. Myndin er tekin af nokkruir. liðs- mönnum Taleban við loftvamar- byssur í Maidan Shahr í Afganist- an. Nýkomnar ítalskar dömubuxur Hlýjar vetrarbuxur! an QiMmm - §ími m% 2$sé Ódýru úlpurnar lolcsins komnar 1. Vatns- og vindheldar. 2. Reim/þrenging ( mitti og að neðan. 3. Hetta inni í kraga. 4. Fjórir litir. 5. Sex vasar. 6. Verö: Nr. 8, 10, 12 og 14 aðeins kr. 5.990. Nr. XS til XXXL aðeins kr. 7.990. | Opið laugardaga tilkl. 16. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.