Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 23

Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 23 ERLEIMT Uppreisn á Comor- os-ejjum HART er nú barist á Comoros- eyjum á Indlandshafí en upp- reisnartilraun hófst þar í gær. Uppreisnarmenn eru flestir málaliðar undir stjórn Bobs Denards, auk hermanna í stjórnarhernum. Að sögn stjórnarerindreka á Comoros tóku þeir forseta landsins höndum í gær, náðu útvarps- stöð og flugveíli á sitt vald Súdanir reknir frá Líbýu LÍBÝSK yfirvöld hafa fyrir- skipað um 300.000 Súdönum að yfirgefa Líbýu fyrir árslok. Aðallega er um að ræða verka- menn og er ákvörðunin þáttur í baráttu Muammars Ghaddaf- is, leiðtoga landsins, sem vill reka alla erlenda verkamenn úr landi í kjölfar óeirða sem urðu í borginni Benghazi í síð- asta mánuði. Fyrrum ráð- herra myrtur FYRRUM innanríkisráðherra Alsír, Aboubaker Belkaid, var skotinn í gær í Algeirsborg. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér en Belkaid var harður andstæðingur öfga- sinnaðra múslima. Lækning á al- netinu? BRESKUR drengur sem hald- inn er afar sjaldgæfum sjúk- dómi er veldur miklum höfuð- verkjarköstum, er á leið til Bandaríkjanna í uppskurð, þökk sé alnetinu. Foreldrar drengsins, sem er níu ára, báðu um aðstoð á alnetinu er ljóst varð að ekkert var hægt að gera fyrir hann í heimalandinu. A alnetinu komust foreldrarnir í samband við foreldra stúlku sem einnig var haldin sjúk- dómnum og gátu þau bent á sérfræðing, sem nú hefur fall- ist á að taka drenginn í með- ferð. WTO kannar skatta á vín Á MIÐVIKUDAG skipaði Al- þjóðaviðskiptastofnunin (WTO) þriggja manna nefnd til að rannsaka skattlagningu Japana á vínum vegna kvartana frá Evrópusambandinu um að þeir leggi hærri skatta á innflutt vín en japanskt. Stofnunin frestaði því hins vegar að skipa rann- sóknarnefndir vegna svipaðra deilna Evrópusambandsins við Kanada og ríki í Rómönsku Ameríku. Medecin látinn laus FRANSKUR áfrýjunardóm- stóll fyrirskipaði í gær að Jacques Medecin, fyrrverandi borgarstjóri Nice, yrði iátinn laus úr fangelsi og fengi að fara frjáls ferða sinna þar til kveðinn yrði upp dómur í áfrýj- unarmáli hans. Medeein var dæmdur í 3'h árs fangelsi fyr- ir meinta mútuþægni en áfrýj- aði dómnum. Neyðarleg mismæli París. Reuter. HERVE de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, urðu á neyðar- leg mismæli í ræðu, sem hann flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar lýsti hann yfir af miklum ■ þunga, að betjast yrði gegn kjarn- orkuvopnatilraunum um allan heim. „Baráttuna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopnatilrauna verður að heyja um allan heim,“ sagði Char- ette og þeir voru dálítið ijóðir í framan frönsku embættismennirn- ir þegar þeir sögðu, að ráðherrann hefði aðeins átt við útbreiðslu kjarnorkuvopna en ekki kjarnorku- vopnatilrauna. Fjölmiðlar í Frakk- iandi hentu hins vegar ummælin eða niismælin á lofti og hafa gert sér mikinn mat úr þeim. Síðustu þijá mánuði hefur mætt mikið á Charette utanríkisráðherra við að veija þá ákvörðun Jacques Chiracs, forseta Frakklands, að hefja aftur kjarnorkuvopnatilraun- ir í Suður-Kyrrahafi. Skiptar skoðanir um bann við jarðsprengjum Bandaríkja- menn vilja al- gjört bann síðar Vín. Reuter. BANDARÍKJAMENN hvetja til þess á alþjóðlegri ráðstefnu í Vín að stefnt verði að aljöru banni við jarð- sprengjum í framtíðinni en Kínveijar segja slík vopn nauðsynlega vörn vegna hugsanlegra innrása erlendra ríkja. Li Changhe, fulltrúi Kína á ráð- stefnunni, kvað Kínveija hlynnta strangari takmörkunum við notkun jarðsprengna. Hann sagði að taka bæri tillit tii þeirrar hættu sem óbreyttum borgurum stafaði af slík- um vopnum en ekki mætti þó van- meta hernaðarlegt mikilvægi þeirra. „Við megum ekki gleyma því að jarðsprengjur eru öflug varnarvopn fyrir mörg ríki, einkum Qölda þróun- arríkja, til að stöðva innrás éf-lendra ríkja,“ sagði Li. „Öll ríki hafa lög- mætan rétt til að beita jarðsprengj- um gegn erlendu innrásarliði." Kínveijar framleiða fleiri jarð- sprengjur en nokkur önnur þjóð í heiminum. Stefnt verði að banni Aðalfulltrúi Bandaríkjamanna, Michael Matheson, sagði á miðviku- dag að ríki heims yrðu að stefna að banni við notkun, framleiðsiu, út- flutningi og kaupum á jarðsprengj- um. Stíga bæri skref í þá átt á ráð- stefnunni í Vín með því að takmarka frekar notkun vopnanna. Matheson sagði að ef meirihluti ríkja heims hefði staðfest alþjóða- samning frá 1980 um noktun hefð- bundinna vopna og framfylgt honum hefði það bjargað þúsundum fórnar- lamba jarðsprengna. Aðeins 49 ríki hafa staðfest samninginn. Bosnía, Króatía, og Serbía hafa undirritað samninginn en vitað er að milljónir jarðsprengna hafa verið lagðar þar án þess að sprengjusvæð- in hafi verið kortlögð. Andstaða við eftirlit Matheson sagði að Bandaríkja- menn legðu til að jarðsprengjur yrðu með búnað, sem gerðu þær óvirkar sjálfkrafa mánuði eftir að þær eru lagðar í jörðu. Hann sagði að sprengjur, sem hefðu ekki slíkan búnað, bæri aðeins að nota á merkt- um svæðum, sem sérstakt eftirlit væri haft með. Bandaríkjamenn vilja ennfremur að eftirlitsnefndum verði falið að kanna ástandið í þessum málum víða um heim og skýra öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna frá brotum á samn- ingnum. Sú hugmynd hefur hins vegar mætt harðri andstöðu margra þróunarríkja, svo sem Pakistans. Vestur-Evrópuríki styðja afstöðu Bandaríkjamanna, en þeir ganga ekki eins langt og Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sem lagði til algjört bann við jarðsprengjum þegar í stað. 20.000 fórnarlömb á ári Talsmenn hjálparstofnana og mannréttindasamtaka segja að 20.000 manns bíði bana eða særist alvarlega af völdum jarðsprengna á hveiju ári. Fórnarlömb frá Afganistan, Kambódíu, Mósambík og Bandaríkj- unum, sem misstu limi vegna jarð- sprengna, lögðu fram lista með und- irskriftum 1,7 milljóna manna víðs vegar um heim sem hvöttu til al- gjörs banns við jarðsprengjum. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN f LAUFÁSVEGI 2, REYKJAVÍK Fvrirlestur í Norræna húsinu j- í í 30. september kl. 14.00-16.00 — Handverk í nútímasamfélagi Ingólfiir Ingólfsson, lektor í KHÍ. Án þekkingar á handverkinu deyr menningin. Por' Reuter Afganska stjórnin vill friðarviðræður STJÓRN Burhanddins Rabbani, forseta Afganistan, bauð á mið- vikudag öllum stríðandi fylking- um í landinu og stjórnarandstæð- ingum til friðarviðræðna, þeirra á meðal T aleban-hreyf inguna sem hefur náð stórum landsvæðum í suður- og vesturhluta landsins á sitt vald. Þremur dögum áður hafði Taleban fallið frá úrslita- kostum, sem hún setti stjóminni, um að forsetinn segði af sér, elleg- ar yrði ráðist á höfuðborgina. Myndin er tekin af nokkruir. liðs- mönnum Taleban við loftvamar- byssur í Maidan Shahr í Afganist- an. Nýkomnar ítalskar dömubuxur Hlýjar vetrarbuxur! an QiMmm - §ími m% 2$sé Ódýru úlpurnar lolcsins komnar 1. Vatns- og vindheldar. 2. Reim/þrenging ( mitti og að neðan. 3. Hetta inni í kraga. 4. Fjórir litir. 5. Sex vasar. 6. Verö: Nr. 8, 10, 12 og 14 aðeins kr. 5.990. Nr. XS til XXXL aðeins kr. 7.990. | Opið laugardaga tilkl. 16. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.