Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 41
t MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 41 - AÐALBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR + Hún hét fullu nafni Jónanna Aðalbjörg Björns- dóttir, skírð í höf- uðið á Jónönnu móðurömmu sinni ( sem fluttist vestur um haf 1880. Aðal- björg fæddist 21. maí 1904 á Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði og lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 23. sept- ember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Hinrik Guð- x mundsson, f. 13. júlí 1865 á k Hafstöðum í Vindhælishreppi, d. 7. nóv. 1947 á Siglufirði, og k.h. Stefanía Margrét Jóhann- esdóttir, f. 5. ágúst 1873 á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, d. 30. jan. 1953 á Siglufirði. Björn og Stefanía bjuggu á nokkrum stöðum í Skagafirði, en fluttu til Siglufjarðar 1915. Systkini x Aðalbjargar voru Sigurlaug, verkakona og vann við prjóna- í skap, búsett á Siglufirði, f. 21. ) jan. 1895 á Borgarey í Lýtings- staðahreppi, d. 3. mars 1966 á Siglufirði, og Pétur, kaupmað- ur á Siglufirði, f. 25. okt. 1897 í Brekkukoti fremra í Akra- Mjög erum tregt tunp að hræra. (Egill Skallagrímsson.) Ég tek undir þessi orð eins for- | föður míns þegar ég kveð elskulega frænku mína og vinkonu, Aðal- björgu Björnsdóttur, Miklubraut 18 í Reykjavík. Hún var föðursystir mín og þótt 25 ára aldursmunur væri á okkur vorum við oft spurðar að því hvort við værum systur. Við áttum báðar heima á Siglu- fírði og fyrstu fímm ár ævi minnar | var heimili okkar í sama húsi. Auk 'j Aðalbjargar, Jóhanns eiginmanns " hennar, og þriggja barna þeirra, 9 Sigurlaugar, Þorfínns og Bjöms, bjuggu þar einnig Bjöm afi minn, Stefanía amma og föðursystir mín Sigurlaug eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð. Síðan flutti fjölskylda mín í nýtt hús við hliðina á eldra húsinu, þau foreldrar mínir, Pétur og Þóra, og við fjögur syst.kinin, Hallfríður, Stefanía, Kristín og 3 Björn. Hjá okkur bjuggu einpig •j móðurforeldrar mínir í rúm 20 ár. _ Við höfum sjálfsagt ekki gert okkur 9 grein fyrir því ríkidæmi okkar að alast upp í stórfjölskyldu, með öfum og ömmum, frændum og frænkum, þetta var svo sjálfsagður hlutur í okkar lífí. Innangengt var milli húsanna og mikill samgangur við fjölskyldurnar „fyrir handan“. Þegar ég var fímm ára spurði ég Aðalbjörgu, hvort ég mætti eiga I dótið hennar þegar hún væri dáin, Q mér fannst allt svo fallegt sem í m kringum hana var. Á ég þá að deyja, ® spurði Aðalbjörg. Tárin létu ekki á sér standa, nei, það mátti hún ekki - aldrei. Þetta litla atvik kenndi mér að það er lífið og manneskjan sjálf sem eru okkur mikils virði, ekki forgengilegir hlutir. Aðalbjörg frænka mín var einstök kona, hún var hlédræg og ekki allra, en svo m sannarlega tryggur vinur vina sinna. Þegar vinur deyr fínnst sjálfsagt 8 fleirum en mér að strengur slitni í M bijósti, strengur sem aldrei hljómar aftur nema í hörpu minninganna. Og minningamar líða um hugann hver af annarri. Aðalbjörg hafði yndi af svo mörgu, ég man þegar þau hjónin fóru í útreiðartúra, hvað hún sat fallega í hnakknum, teinrétt í baki og alltaf fallega klædd. Það var hennar aðalsmerki, og annað atvik er mér sérstaklega minnistætt í því sambandi. Einn sunnudag bankaði ég upp á hjá henni og til dyra kom hún, þá fast að áttræðu, í síðum kjól með gullið sitt og á hreppi, d. 11. maí 1978 í Reykjavík. Aðalbjörg giftist 19. apríi 1925 Jó- hanni Þorfinns- syni, lögreglu- manni, síðar bif- reiðastjóra, f. 18. júlí 1900 á Siglu- firði, d. 26. mars 1962 í Reykjavík. Jóhann var sonur hjónanna Þorfinns Jóhannssonar, há- karlaformanns og bónda í Neðri- Skútu á Siglufirði, og Marsibilar Ólafsdóttur. Börn Aðalbjargar og Jóhanns: Sigurlaug, f. 29. jan. 1927, að- stoðarbókavörður á Siglufirði, gift Skarphéðni Björnssyni; Þorfinnur, f. 19. apríl 1930, bifreiðastjóri í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Karlsdótt- ur, og Björn Hinrik, innflytj- andi í Reykjavík, f. 9. ágúst 1935. Þau Aðalbjörg og Jóhann fluttu búferlum frá Siglufirði til Keflavíkur 1952 og til Reykjavíkur nokkru síðar. Utförin fer fram frá Foss- vogskirkju og hefst athöfnin kl. 15.00 gylltum skóm. Ég spurði hvort hún væri að fara í veislu, nei, hún var að horfa á óperu í sjónvarpinu. Þetta fannst mér frábært og fínnst enn. Aðalbjörg kenndi kjólasaum í Gagnfræðaskólanum á Siglufírði til margra ára. Hún hafði lært sauma- skap í Noregi ung að árum. Ég er viss um að þær eru mér sammála stúlkurnar sem hún kenndi að betri kennara var ekki hægt að hugsa sér. Allt lék í höndunum á henni og hún var þar að auki einhver sú duglegasta kona sem ég hef kynnst, hvort sem hún fékkst við sauma- eða pijónaskap, garðyrkju eða jafn- vel bólstrun húsgagna. Allt tekur enda, nú get ég ekki lengur hringt og spurt um mannlíf- ið á Siglufírði í gamla daga, oft hafði ég langan lista af spurningum og hún gaf mér svör við flestu. Nokkrum dögum áður en hún veikt- ist kom hún í heimsókn til mín ásamt Stefaníu Maríu systur mtnni. Við áttum saman yndislega stund, skruppum í Hveragerði á málverka- sýningu hjá gömlum Siglfirðingi og höfðum mikla ánægju af. Ég er þakklát fyrir þennan dag. En nú er hún flutt og kemur ekki oftar í heimsókn, þessi elska. Fyrir hönd systkina minna og maka okkar vil ég þakka henni allar góðar sam- verustundir. Sérstakar kveðjur frá Stefaníu systur minni sem er er- lendis og getur ekki fylgt henni. Innilegar kveðjur og þakklæti vil ég einnig flytja frá börnum okkar systkina og mökum þeirra. Ég bið góðan guð að blessa Aðalbjörgu frænku okkar og varðveita um alla eilífð. Við sendum börnum Aðalbjargar, Sigurlaugu, Þorfinni og Bimi, og ijölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Hallfríður E. Pétursdóttir. Gömlu Siglfírðingarnir, sem settu svip sinn á „höfuðstað síldar- iðnaðarins" á fyrri hluta þessarar aldar, hafa velflestir safnast til feðra sinna. Einn þeirra, Aðalbjörg Bjömsdóttir, lézt 23. september síð- astliðinn, háöldruð, á nítugasta og öðru aldursári. Aðalbjörg var fædd í Viðvíkur- sveit í Skagafirði 21. mai 1904, en fluttist um 12 ára aldur með for- eídrum og systkinum til Siglufjarð- ar. Þar átti hún heima fram á sjötta áratuginn. Foreldrar hennar voru Stefanía Jóhannesdóttir og Bjöm Hinrik Guðmundsson. Þau hjón og niðjar þeirra voru löngum kennd við bæinn Á í Unadal í Skagafírði. Eiginmaður Aðalbjargar var Jó- hann Þorfinnsson, lengi lögreglu- þjónn i Siglufírði, f. 1900, d. 1962. Hann var sonur Þorfínns Jóhanns- sonar (1873-1900), bónda og há- karlaformanns i Neðri-Skútu í Siglufirði, Þorfinnssonar (1845- 1918), bónda á Hóli í Siglufírði, Jónssonar (1805-1855), bónda á sama stað, ættaðs úr Fljótum. Börn þeirra hjóna eru þijú: Sigur- laug, gift Skarphéðni Bjömssyni, búsett í Siglufírði. Þorfinnur, kvæntur Ingibjörgu Jóhannsdóttur, búsett i Hafnarfirði, og Björn bú- settur i Reykjavík. Systkini Aðalbjargar, Pétur og Sigurlaug,-vom kunnir borgarar í Siglufirði. Pétur var vinsæll kaup- maður, lengi forystumaður í hreyf- ingu góðtemplara og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Hann kom víða við í sögu Siglu- fjarðar og átti m.a. dijúgan hlut í uppbyggingu bókasafnsins þar í bæ, sem er sérlega vel úr garði gert. Sigurlaug var um langt árabil í forystusveit hvítasunnufólks á staðnum. Aðalbjörg var ekki síður virk í siglfirzku samfélagi. Hún var lærð saumakona og lét til sín taka á þeim vettvangi. Hún var einnig um langt árabil handavinnukennari við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og miðlaði þar þekkingu sinni til mik- ils fjölda ungs fólks. Aðalbjörg var greind kona, hæg- lát og traust. Hún vann verk sín af alúð og samvizkusemi en tróð ekki öðmm um tær. Hún naut virð- ingar samborgara _ sinna, eins og þau systkinin frá Á öll. Siglfírðingar, heima og heiman, senda aðstandendum hennar inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson. Kveðja til langömmu - Ómmuljóð - Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Ámma er dáin - amma finnur augasteininn sinn i nótt. (Jóhannes úr Kötlum) Þegar við fengum fréttirnar um að amma væri dáin sagði annar okkar: Það er miklu skemmtilegra að vera engill en að vera mikið veikur. Því trúum við, henni líður vel núna. Með þessu kveðjum við ömmu á Mikló. Þórhallur og Arnór Björnssynir. JÓN EYJÓLFUR EINARSSON + Jón Eyjólfur Einarsson, pró- fastur í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, fæddist í Langholti í Andakilshreppi 15. júlí 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju í Saurbæ 23. sept- ember. VIÐ viljum með örfáum orðum minnast sóknarprests. okkar, séra Jóns Einarssonar, sem langt fyrir aldur fram kveður þennan heim, eftir erfíð veikindi. Við vorum fyrstu fermingarbörn- in hans og þegar við segjum „böm- in hans“, þá vorum við ekki bara sóknarbömin hans eða fermingar- böm. Heldur fundum við ávallt og eilíflega fyrir umhyggju hans og ábyrgð. Hann leiddi okkur í heim fullorðinna með fermingarundirbún- ingi og fermingu. í kjölfar hennar fór hann með okkur í ferðalag á sögufrægar slóðir, þar sem náttúru- perlan er hvað skýmst. Við munum öll eftir fermingardeginum 14. maí 1967. Það rifjast upp nú, á kveðju- stund, hvemig okkur leið og við munum líka hvemig honum leið. Hann var, ekki síður en við, fullur tilhlökkunar því þetta var hans fyrsta fermingarathöfn. Hann var kennarinn okkar í efri bekkjum gmnnskóla og má segja að hann hafí alltaf borið fyrir bijósti sér velferð okkar og fjölskyldna okkar. Við höfum flest notið prest- verka hans á ýmsan hátt, eftir að við eignuðumst fjölskyldur. Við emm eilíflega þakklát kær- leika hans og samhug. Nú er hann umlukinn ljósi hins eilífa friðar. Kæra Hugrún og bömin þín öll. Við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Við óskum þess að algóður Guð styrki ykkur og verndi. Fermingarbörn 14. maí 1967 og fjölskyldur. Líklega er eðlilegt að þeir sem komnir eru fram yfír miðjan aldur verði að sæta því að horfa á bak jafnaldra vinum yfir landamærin miklu. Þetta mínnir á, að enginn veit sinn vitunartíma og því er gott að lifa með gát og hyggja að fleiru en því, sem forgengilegt er. Gott er að vera vel ferðbúinn þegar lagt er af stað. Enginn getur þó verið betur undirbúinn en maðurinn, sem átti þann lífsdraum að þjóna guði og kirkju hans, sá sem undirbjó aðra fyrir ferðina og huggaði þá sem eftir sátu fullir saknaðar og sorgar. Séra Jón Einarsson var slíkur mað- ur. Ungur sagði hann mér að han langaði mest til að verða prestur, þótt hann væri ekki vongóður um að úr því gæti orðið. Hann sagðist ekki skilja mig, prestssoninn, sem ætti þess ama kost en hefði ekki áhuga. Við Jón vorum sveitungar, hann átti heima að Kletti, neðst í Reyk- holtsdalnum, ég í Reykholti. Við vorum báðir í ungmennafélaginu og samtímis í farskóla. Venjulegur barnaskóli var enginn í dalnum. Þá voram við vinnufélagar í brúarflokki Kristleifs Jóhannessonar. Einnig vorum við pólitískir samferðamenn. Oft hafa leiðir okkar legið saman á fullorðinsáranum, síðast í erfis- drykkju fyrirrennara séra Jóns í Saurbæ, séra Siguijóns Guðjónsson- ar. Það var í júní 1955, að við Jón vorum saman í tjaldi við Deildargil í Hálsasveit, þar sem unnið var við brúargerð. Þar sem við sátum saman í tjaldinu kom inn vinnufélagi okkar og sveitungi, Pálmi Jónsson frá Geirshlíð. Sagðist hann ætla niður í Reykholt til þess að senda skeyti til Menntaskólans á Akureyri og sækja um skólavist. Þegar Jón heyrði þetta varð honum að orði, að gaman væri að gera þetta sjálfur. Pálmi hvatti hann á alla lund en Jón var á báðum attum. Hann var þá að verða tvítug- ur, á þeim aldri þegar menn ljúka menntaskólanámi. Eg lagðist nú hart á sveif með Pálma og loks ákvað Jón að fara með honum. Það var glaður piltur sem kom tii baka í tjald- búðimar. Ákvörðun var tekin, gæfu- spor stigið og tímamót höfðu orðið í lífi hans. Spennandi ár voru fram- undan. Það var til mikils láns, að Jón T Einarsson lagði út á menntaveginn því séra Jón varð góður verkamaður í víngarði drottins. En séra Jón var ekki einungis prestur, sem þjónaði vel kirkju séra Hallgríms Péturs- sona, sem prófastur Borgfírðinga og sem virtur vit- og kennimaður innan kirkjunnar. Hann varð einnig höfðingi sveitar sinnar, foringi í framfararbaráttu hennar og for- ystumaður í veraldlegum málefnum héraðsins, bæði í málum framtíðar og fortíðar. Draumur unga manns- ins um að verða prestur hafði ræst svo vel, að hann varð einmitt þess konar prestur sem hann helst vildi verða. Gæfa hans var mikil en hún náði miklu lengra. Stuttu fyrir jól 1963 gekk Jón að eiga Hugrúnu Valný Guðjónsdóttur, mikla af- bragðskonu, sem varð honum hinn fullkomni lífsförunautur og félagi í starfí. Börn þeirra eru einstaklega mannvænleg og góðir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem nú tekur við forsjá landsins okkar og vonandi leiðir fijálsa og fullvalda þjóð inn í framtíðina. Séra Jón Einarsson boðaði kristna trú af hógværð og einlægni. Hann tríjið á endalausan kærleika guðs ■6» og eilíft framhald lífsins. Þetta er trú bjartsýninnar, þjóðartrú flestra okkar sem byggjum þetta land. Þessi lifandi trú er meðal þess, sem hefur gefíð okkur mátt til að horf- ast í augu við harðneskju íslenskrar náttúru en einnig til að nýta kosti hennar til að bijótast úr örbirgð fyrri alda og byggja upp samfélagið sem við lifum nú í. . Hann Jón var vinur minn og ég sakna hans. Miklu meiri er þó sökn- uður eiginkonu og barna. En eins og hann var kallaður til þjónustu við guð hér á jörðu hefur hann nú verið kallaður heim. Sorg og sökn- uður era sár en fullvissan um endur- fundi mun bæta úr. Ég bið algóðan ‘ guð að biessa ykkur öll. Bjarni Einarsson. KA TRIN MAGNUSDOTTIR + Katrín Magnúsdóttir fædd- ist í Landbrotum í Kolbeins- staðahreppi 28. maí 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 10. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Nes- kirkju 18. september. TENGDAMÓÐIR mín, Katrín Magnúsdóttir, var gift Helga Kristj- ánssyni húsasmíðameistara, en hann lést 12. nóvember 1983. Með henni er gengin algóð manneslqa sem mun verða sárt saknað af bömum, bama- bömum, ættingjum og vinum. Ég er sannfærður um að hún hafí aldr- ei átt óvin og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkram manni. Hún var í orðsins fyllstu merk- ingu dama. Ég hafði ekki tækifæri til að umgangast hana daglega þar sem ég og María eiginkona mín höfum verið búsett erlendis, fyrst í Dan- mörku og síðar í Noregi. Við hitt- umst því í fríum og við sérstök tækifæri og er það því mikilvægt að geta sagt að ég leit á hana sem minn nánasta ættingja og góðan vin. Við gátum talað og hlegið sam- an. Ég gat trúað henni fyrir öllu og vitandi það að hún myndi aldrei bregðast trausti mínu. Hún var mild og góð og aldrei hef ég heyrt hana byrsta sig við nokkum mann. Hún kom og hugs- aði um drengina okkar með gleði er við þurftum á því að halda og þótti þeim mjög vænt um hana. Hún var húsmóðir af gamla skól- anum og fjölskyldan og heimilið r hafði forgang. Gestrisin og höfðing- leg var hún og gat hún töfrað fram mat handa 2 eða 20. Ró hennar og jafnvægi á erfiðum stundum hreif mig. Ég held að hin sterka trú sem var svo stór hluti af hennar persónuleiak hafí verið hennar styrkur. Guð blessi minningu hennar. **■ Björn Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.