Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DIÐRIK JÓNSSON + Diðrik Jónsson fæddist að Ein- holti í Biskups- tungum 22. febrúar 1905. Hann lést á Borgarspítalanum þann 20. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Diðriksson bóndi og Guðfinna Magnúsdóttir, hús- freyja. Diðrik átti tvær systur, þær Arnbjörgu og Mörtu. Arnbjörg giftist Kristjáni Þorsteinssyni frá Bræðra- tungu. Bjuggu þau búi sínu í Einholti og eignuðust 7 börn. Marta giftist Jóni Eiríkssyni útgerðarmanni. Þau hjónin bjuggu að Meiðastöðum í Garði og eignuðust 4 börn. Diðrik giftist aldrei og var barnlaus. Að loknum barnaskóla starf- aði Diðrik við hvers kyns bú- störf í foreldrahúsum og víðar. Um átján ára aldur vaknaði áhugi hans á smíðum og starf- aði hann m.a. við þær. Jafn- framt smíðunum hóf hann sjó- sókn og var alls níu vertíðir. ELSKU nafni minn. Með þessum örfáu orðum langar mig og okkur að þakka allt það sem þú hefur fyrir okkur gert. Minningin um góðan ömmubróð- ur sem alltaf hefur verið svo hlýr og hjálplegur mun vara um ókomna tíð. Fyrir lítinn snáða var það mik- ils virði að mega heimsækja þig hvenær sem var, sitja í fanginu á þér, hlusta á sögu eða horfa á sjón- varp sem var þá nýkomið og ekki skemmdi nú fyrir þegar þú laumað- ir að mér einum og einum sælgætis- mola að auki. Dugnaður, hógværð, nægjusemi, þakklæti, umhyggja og ró eru eigin- leikar sem einkenndu þig og þína kynslóð. Þessa eiginleika hef ég lært að meta æ meir eftir því sem árin líða og þar á ég þér mikið að þakka. í hröðu og oft yfirborðs- kenndu nútímasamfélagi vill oft gleymast mikilvægi samskipta á milli ungra og aldraðra. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum hefur litlu breytt um að lífið bygg- ist í raun á fáum grundvallargildum sem þú og þín kynslóð kunnu og hafið lifað eftir, eins og heiðarleika, einlægni, trausti og tíma fyrir aðra en sjálfan sig. Eg minnist þess að sem ungling- ur ieitaði ég til þín um hjálp við að smíða utan um fiskabúrið mitt, þú kenndir mér að vanda skyldi til allra verka hvort sem þau væru smá eða stór. Þú gafst þér tíma til að aðstoða og leiðbeina mér svo að eftir stóð hlutur sem ég var stoltur af. Síðar þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þá hjálpaðir þú mér að smíða það sem til þurfti, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa og - aðstoða sama hvernig aðstæður og vinnuálag voru hjá þér. Eftir að við hjónin giftum okkur röðuðust aðstæður svo að við bjugg- um saman á Hofteignum í tíu ár, börnin okkar fengu að kynnast þér og því að hafa aldraðan einstakling á heimilinu. Þau fengu að skríða í fangið á þér og njóta umhyggju þinnar alveg eins og ég hafði feng- ið þegar ég var lítill og lífsins hring- ur var því endurtekinn á vissan hátt. Ófáar ánægjustundir höfum við átt með þér og munum við þá sér- staklega eftir kvöldunum sem við drukkum kvöldkaffið saman, þú sagðir frá fyrri tímum og spjallað var um það sem helst var í fréttum hveiju sinni. Þessar stundir voru okkur lærdómsríkar og mikilvæg afslöppun, mitt í dagsins önnum. Oft vorum við hjónin spurð af jafnöldrum okkar hvort ekki væri '>• erfitt og bindandi að hafa svona aldraðan einstakling á heimilinu, Starfaði hann sem háseti á mb. Há- koni Eyjólfssyni GK og mb. Óðni GK, sem réru frá Sandgerði. Diðrik lauk námi í tré- smiði frá Iðnskó- lanum á Eyrar- bakka vorið 1938. I upphafi siðari heimstyrjaldar flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Guð- jóni Vilhjálmssyni byggingameist- ara. Að fengnum meistararétt- indum, 1952, hóf hann farsælt samstarf við Guðbjörn Guð- mundsson byggingarmeistara. Saman unnu þeir að mörgum byggingum og má þar m.a. nefna Bændahöllina (Hótel Sögu) og Laugaveg 13, hús Kristjáns Siggeirssonar. Hin síðari ár starfsævi sinnar starf- aði hann við smíðar á innrétt- ingum á verkstæði sínu við Hofteig. Útför Diðriks fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. en sambúðin með þér var ánægju- leg, gefandi og þroskandi. Við þökkum fyrir að hafa átt samleið með þér og tækifæri til að endur- gjalda að litlu leyti allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Að hverfa frá þessum heimi í fullkominni sátt við Guð og sér- hvern samferðamann er takmark sem þú hefur náð og ætti að vera eitt af æðstu takmörkum sérhvers manns. Við biðjum algóðan Guð um að blessa minninguna um góðan mann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Diðrik, Viktoría, Karítas og Kristinn. Mig langar í fáum orðum að minnast frænda míns, Diðriks Jóns- sonar frá Einholti, Biskupstungum. Hann var alltaf kallaður Diddi frændi og bernska mín á Hofteign- um var umvafin ást og umhyggju Didda frænda. Hann vann við smíð- ar úti í skúr og margar spónaplöt- urnar skreytti ég með teikningum af kjólum í Viktóríustíl, milli þess sem ég tíndi flísar úr sigggrónum fingrum hans. Oft var þröngt í skúrnum, en alltaf var smá skot útbúið fyrir mig. Laugaferð var farin á laugardög- um í gömlu sundlaugarnar og þar reyndi ég í mörg ár að kenna frænda að synda. En kátínan við þessa kennslu var svo mikil að mér skildist ekki fyrr en mörgum árum seinna að Diddi frændi mat leikinn meira en metnaðinn við að kunna bringusund, en marvaða tróð hann laugina þvera og endilanga. A þessum árum snerist öll mín framtíð um frænda minn og þau fimmtíu ár sem á milli okkar voru skynjaði ég ekki, enda hafði hann gaman af og skemmti sér vel yfir öllu sem ég ætlaði að gera með honum þegar ég væri orðin stór. Ég var uppáhaldið og tíminn leið. Diddi sleppti aldrei af mér hendinni. Diddi frændi giftist aldrei, bjó alltaf á Hofteignum og vann úti í skúr uns heilsan fór að dvína. Elsti sonur minn ber nafn hans, svo enn hef ég Didda. Ég á góðar minningar um frænda minn og vil þakka honum fyrir þá ást og hlýju sem hann veitti mér. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum). Blessuð sé minning Diðriks Jóns- sonar. Asgerður Guðbjörnsdóttir, Limassol, Kýpur. Diddi ólst upp á dugnaðar- og myndarheimili, en hann var ekki gefinn fyrir hefðbundin sveitastörf. Þó hafði hann gaman af hestum og átti góðan hest. Hugur og orka beindust strax að handverki, að búa til eitthvað fallegt. í fari Didda kom snemma fram mikil vandvirkni, dugnaður og samviskusemi. Þessir eiginleikar fylgdu honum alla tíð, hvort heldur var til sjós eða lands. Arið 1929 vann Diddi sem ungur maður í Einholti við brúarsmíði yfir Hvítá eystri, á Brúarhlöðum. Við brúarsmíðina skemmtu menn sér við að kveðast á og kasta fram vís- um. Diddi kunni kynstrin öll af ljóð- um, en á góðum stundum í góðra vina hópi voru það vísur frá þessu sumri sem hann hafði mest gaman af að kyija. Hann kallaði þær beina- kerlingavísur og eignaði margar þeirra Sumarliða sem hann sagði hafa verið mesta hagyrðinginn í hópnum. Diddi tólc einnig að sér að byggja hús fyrir nágranna sína fyrst á Felli, síðan á Vatnsleysu og víðar. Eins og títt var um nnga menn fyrr á öldinni, þá stundaði Diddi sjóróðra á vertíðum bæði í Sand- gerði og Garði og bjó þá hjá Jóni mági sínum og Mörtu systur sinni á Meiðastöðum. Diddi minntist þess tíma alla tíð, með bros á vör og skemmtilegum viðburðum. Verbúð- arlífið varð í frásögn Didda iifandi og kunnuglegt. Diddi hélt aila tíð mikið upp á sveitina sína og fólkið sem þar bjó. Sérstakt vinfengi var við fjölskyld- una í Haukholtum og hafði Diddi það lengi til siðs að fara eina ferð á sumri austur og heilsa upp á vini sína og njóta um leið þeirrar miklu og breytilegu náttúrfegurðar sem sveitin hans hefur upp á að bjóða. Þetta voru hans gleði- og ánægju- stundir. Þá var farið á fjall og í réttir. Þetta kallaði' Diddi alvöru- réttir. Eftir strit heyskaparins með orfi og hrífu hlökkuðu ungir sem aldnir tii réttardagsins. Allt sumar- ið var beðið þess dags og flestir voru ríðandi. Féð var margt og þegar langt var komið með að draga í dilka var algengt að fólkið mynd- aði hópa. Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu sló taktinn, tók bassann og margraddaður hópurinn tók und- ir. Karlarnir tóku upp vasapela, sem gekk á milli. í þessum hópi var Diddi aufúsugestur og kunni því betur að vera veitandi en þiggjandi. Heyskapur var yfirleitt langt kominn um réttir og fagnaði Diddi því, enda leiddist honum sú vinna. Hann var því oft feginn þegar ná- grannar komu með brotin amboð og buðu vinnuskipti. Þeir slógu en Diddi smíðaði orf eða hrífu. Kynni mín af Didda atvikuðust þannig að ég giftist Þóru Kristjáns- dóttur frá Einholti. Kristján var mágur Didda, giftur Arnbjörgu. Diddi hélt mikið upp á þessa frænku sína. Á þessum árum var Diddi fluttur til Reykjavíkur og vann sem smiður hjá Guðjóni Vilhjálmssyni trésmíðameistara sem þá var með stærri verktökum í bænum. Ég var nýbúinn að ljúka trésmíðanámi og réði mig til Guðjóns smá tíma og þar unnum við saman. Guðjón sagði mér að að öðrum ólöstuðum þá væri Diddi sá besti smiður sem hann hefði haft, í senn vinnusamur og vandvirkur þúsundþjalasmiður. Um það leyti var ég kominn með fjölskyldu og reyndi ég mikið að fá lóð til að byggja á, en það var mjög erfitt. Það fór þó svo að ég fékk úthlutað lóð á Hofteigi 20. Nú var úr vöndu að ráða, húsið átti að vera kjallari, tvær hæðir og ris og ég auralítill. Mér varð hugsað til Didda og vissi að betri mann en hann gæti ég ekki fengið með mér. Hann var talinn nokkuð efnaður, en var konulaus og alls ekki víst að hann legði í slíka áhættu. Raun- in varð önnur og við hófum fram- kvæmdir 30. ágúst 1947. Við vorum báðir í fastri vinnu, en með auka- vinnu komum við upp kjallara fyrir haustið. Síðla vetrar 1948 fengum við okkur lausa og unnum saman í eitt ár. Vinnudagurinn var langur og lítið um frístundir. Hún var hvorki íburðarmikil eða fullbúin íbúðin sem við hjónin fluttum í með þijú börn það sama ár. Diddi flutti nokkru síðar og varð kostgangari hjá okkur í mörg ár. Húsið byggðum við að mestu leyti einir og mér varð ljóst að orð Guðjóns voru sönn, Diddi var afburðar verkmaður. Auk smíðavinnu, múrhúðaði hann svo að segja allt húsið og það bæði vel og vandlega. Við unnum vel saman, fórum að taka að okkur að byggja hús, hann sem meistari til að byija með. Síðar þegar ég fékk meistararéttindi, vann Diddi hjá mér í fjölda ára. Af heilum hug vil ég þakka honum öll hans góðu handtök og aðstoð fyrr og síðar. Diddi var börnunum mínum ein- staklega góður. Þau áttu íhlaup í skúrinn og þáðu dýrindis gjafir frá frænda um jól og á afmælum. Sunnudagsbarnatímarnir í útvarp- inu voru sérstakar stundir. Þá lögðu börnin sig gjarnan á dívaninn með frænda og hlustuðu, þáðu sælgæti og annað góðgæti, sem ekki var á boðstólum hjá pabba og mömmu. Það voru einkum tvær dætur mínar sem Diddi hafði sérstakt dálæti á. Báðar búa erlendis, Haf- dís kennari í Svíþjóð og Ásgerður húsmóðir á Kýpur og hafá ekki tök á að fylgja frænda sínum til graf- ar. Hugurinn er hjá Didda frænda og biðja þær Guð að blessa hann og varðveita með þökk fyrir allt. Sömu kveðjur og bænir sendir son- ur Ásgerðar, Diðrik Jón. Litli Diddi er við nám erlendis og getur ekki fylgt frænda sínum og velgjörðar- manni, en biður um sérstakar kveðj- ur heim. Didda féll ekki verk úr hendi. Hann kom sér upp smíðaverkstæði í bílskúrnum sínum á Hofteignum. Þar dyttaði hann að einu og öðru fyrir vini og vandamenn. Hin síðari ár vann hann eingöngu í bílskúrnum við ýmsa fínvinnu, gluggasmíðar o.fl. Þarna vann hann mörg hand- tökin fyrir mig. Diddi var kominn yfir áttrætt þegar heilsa hans fór að gefa sig. I byijun var honum það ekki ljóst sjálfum, fannst hann frekar vera eins og ónýtur til allra verka en fann samt að því að vinnan minnk- aði, hann vildi hafa meira að gera. Hin síðari ár er ein heimsókn til Didda í skúrinn mér sérstaklega minnisstæð. Það lá illa á gamla manninum. Fyrir framan hann var rokkur gamall og allur úr lagi geng- inn. Diddi sagði það ekki skemmti- legt sem hann hefði við að fást núna, þetta væri bara ekki hægt að laga. Nokkrum dögum síðar kom ég aftur í skúrinn. Þar stóð rokkur- inn sen nýr. Hendur öldungsins og verksvit hafði ekki brugðist honum frekar en fyrri daginn. Þegar Diddi fann að aldurinn færðist yfir afhenti hann frænda sínum og nafna, Diðriki Eiríkssyni, sem hann hélt mikið upp á, húseign sína, en á móti tók frændi hans gamla manninn inn á heimilið og lofaði að sjá honum fyrir lífsviður- væri og allri hjálp þar til yfir lyki. Það munu vera u.þ.b. þijú ár síð- an Diddi lagðist inn á Hvítabandið. Þar leið honum vel eftir atvikum, heilsan var biluð en aðhlynning góð og umönnun öll. Diddi var mjög þakklátur því fólki sem hjúkraði honum og þjónaði. Starfsstúlka heimilisins sagði mér að hann hefði verið ljúfur sjúklingur og látið lítið fyrir sér fara. Hans væri sárt sakn- að. Síðustu dagana dvaldi Diddi á Borgarspítalanum og andaðist þar þann 20. september síðastliðinn. Hvil þú í friði, kæri vinur og velgjörðarmaður, hjartans þakkir fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína nánustu. Guð veri með þér. Guðbjörn Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum, Laugardal. KARL J. BIRGISSON + Karl J. Birgis- son fæddist í Vestmannaeyjum 29. september 1960. Hann lést af slys- förum 26. septem- ber 1992. Foreldrar hans eru Birgir Jó- hannsson, f. 5. des- ember 1938, og Kolbrún Karlsdótt- ir, f. 2. mars 1941. Árið 1986 gekk Karl að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína Sigríði Bjarna- dóttur, f. 22. nóv- ember 1963. Börn Karls og Sig- ríðar eru Kolbrún Stella, f. 12. apríl 1982, og Haraldur Ari, f. 12. september 1987. Systkini Karls eru Esther, f. 11. febrúar 1959, maki Stefán, f. 1. maí 1955, Ólafía, f. 26. janúar 1963, maki Óskar Freyr, f. 18. desem- ber 1961, og Lilja, f. 12. maí 1966, maki Marinó, f. 10. maí 1963. ÞANN 26. september 1992 fékk ég þær hörmulegu fréttir að hann Kaili væri dáinn, hann lést af slys: förum, þá aðeins 32 ára gamall. í dag 29. september 1995 hefði hann orði 35 ára hefði hann lifað. Af því tilefni langar mig að skrifa nokkur orð tii minningar um hann. Kalli var mér alveg einstaklega góð- ur, bæði vinur og bróð- ir, ef eitthvað bjátaði á eða eitthvað var erf- itt þá gat ég alltaf leit- að til Kalla og alltaf tókst honum að hressa mig við, þannig að ég fór alltaf brosandi frá honum. Svo var nú ót- almargt spjallað í stof- unni á heimili þeirra Kalla og Siggu, og eru þau nokkur leynd- armálin sem við áttum saman. Nokkrum mánuðum seinna eign- aðist ég dreng og var hann skírður í höfuðið á Kalla, og mikið veit ég hvað hann Kalli hefði verið stoltur af því að eiga nafna. Kalli hafði gaman af því að veiða lunda og lá því oft leið hans í Álsey á sumrin í góðra vina hópi. Kalli kvaddi þennan heim frá eig- inkonu, 2 börnum, foreldrum, systkinum og mörgum góðum ætt- ingjum og vinum. Elsku Kalli. Ég bið góðan Guð að geyma þig vel og ég hugsa til þín með sökn- uði. Ég kveð þig að sinni, elsku bróðir, takk fyrir allt. Þín systir, Lilja. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.