Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 35 AÐSENPAR GREINAR Reykjalundur og endurhæfing hérlendis X REYKJALUNDUR var stofnað- ur af Sambandi íslenskra berkla- sjúklinga fyrir 50 árum til þess að annast og endurhæfa berkla- sjúklinga. SÍBS safnaði fyrir landi, húsum og verkstæðum á Reykja- lundi með landssöfnun, sem stóð yfir í nokkur ár, en fyrsti fjáröflun- ardagurinn var í október 1939. Stofnunin,- sem þá hét Vinnuheimili sam- bands íslenskra ber- klasjúklinga, var vígð 1. febrúar 1945. Endurhæfingin var fólgin í að ná tökum á vinnu á ný og jafn- vel læra nýjar vinnu- aðferðir og fór það fram á verkstæðum, sem sett voru upp í bröggum frá hernum. Má þar nefna tré- smíðaverkstæði, járn- smíðaverkstæði og saumastofu, en einnig vísi að bólstraraverk- stæði, pijónastofu og Magnús B Einarson netaverkstæði, en síðar bættist við plastiðja. Iðnskóla var einnig kom- ið á og starfaði þar af krafti í mörg ár ásamt vísi að annarri skólastarfsemi. Var um árabil mikið starf unn- ið á Reykjalundi, sem var stökk- pallur út í lífið eftir alvarleg veik- indi og jafnvel höfnun umhverfis- ins um tíma, en fólk með smit- andi berkla varð að vera einangr- að frá öðru fólki. Með berklalyfj- unum varð á sjötta áratugnum ótrúlegur bati og þörfin fyrir berklahæli var þverrandi. í stað- Það er brýnt að fá nýja sundlaug á Reykjalundi, segir Magnús B. Einar- son, sem hér fjallar um söfnunarátak SÍBS. inn var farið að senda að Rey- kjaldundi fólk með ýmsa aðra sjúkdóma og siíiám saman breytt- ist starfsemin í endurhæfing- arstofnun fyrir gigtar-, tauga-, lömunar- og geðsjúklinga ásamt alls kyns slysatilfellum. Arið 1962 var opnuð sjúkraþjálfunardeild, en lengi enn var vinnuendurhæf- ingin stærsti hluti starfseminnar. Iðjuþjálfun kom ekki fyrr en 1974. Hafa báðar þessar deildir síðan verið meginþáttur endur- hæfingarstarfsins á Reykjalundi, en jafnframt hafa aðrar deildir smám saman bæst við. Má nefna talmeinafræði, félagsráðgjöf, heilsuþjálfun (þjálfun á vegum íþróttakennara). Ekki má heldur gleyma rannsóknarstofunum, sem eru röntgenstofa, blóðrann- sóknastofa og lífeðlisfræðirann- sóknastofa. Enn í dag er vinnu- endurhæfing stunduð á Reykja- lundi, þó í minna mæli en fyrr. Þannig hefur stofnunin stöðugt verið að mótast og ný starfsemi að bætast við. Síðasta áratug hefur stofnunin nánast verið full- mótuð hvað stærð, vistmanna- og starfsmannafjölda snertir og er Reykjalundur langstærsta endur- hæfingarsjúkrahúsið í landinu, með yfir 160 pláss. Þörfín á endurhæfingu er afar mikil og reyndar skilar endurhæf- ing jafnan miklum og hagkvæm- um árangri. Það hefur því skapast þörf fyrir fleiri endurhæfingar- stofnanir, sem hafa risið víða um land. Fyrst má nefna Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði, sem nú er 40 ára og var í fyrstu hvíldar- og hressingarhæli, en hefur einnig tekið miklum breytingum í áranna rás og heitir nú Heilsustofnun náttúrulækningafélags íslands. Þar eru nú um 40 til 60 eiginleg endurhæfingarpláss auk þeirrar hefðbundnu starfsemi, sem þar hefur farið fram frá upphafi og er kunn um land allt. Endurhæf- ingar- og taugadeild Borgarspítalans eða Grensásdeildin eins og hún er kölluð í dag- legu tali var stofnuð 1973. Hefur hún jafn- an þjónað Borgar- spítalanum, en í viss- um tilfellum landinu öllu, t.d. þegar um mænuskaða hefur verið að ræða. Þar eru að jafnaði milli 40 og 60 pláss til endurhæf- ingar. Þá er nýstofnuð endurhæfingardeild á Kristnesi í Eyjafirði, sem var upp- haflega berklahæli og þar voru reyndar vinnustofur um árabil, en síðustu árin hefur það verið lang- legudeild fyrir aldraða og mikið fatlaða. Nú þann 1. október verður deildin gerð að öldrunarlækninga- deild með 22 plássum. Endurhæf- ingardeildin var opnuð í ágúst 1991 og eru þar nú 19 endurhæf- ingarpláss með góðri aðstöðu. Deildin er nú útibú frá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, en þar er einnig verið að byggja upp mikla endurhæfingaraðstöðu inni á sjúkrahúsinu. Eru þá upp taldar endurhæfíngardeildir í landinu með sjúkrarúmum. Fyrir utan stofnanir eins og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, stofnað 1958, Sjálfsbjörgu í Reykjavík og á Akureyri, Gigtar- félagið og MS félagið svo eitthvað sé nefnt er fjöldi staða þar sem sjúkraþálfarar starfa ýmist á eigin vegum eða á vegum stofnana. Á mörgum þessara stofnana má einnig fá þjónustu iðjuþjálfa, tal- meinafræðinga, félagsráðgjafa og stoðtækj afræðinga. Sérhæfing deildanna sex er orð- in veruleg á Reykjalundi og jafn- fram hefur verið lögð áhersla á alls konar hópþjálfun jafnframt því sem sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar hafa tekið sjúklingana í einstakl- ingsmeðferð. Fjöldi í hópúm hefur sífellt farið vaxandi og velst saman í hóp fólk sem líkt er á sig komið. Sem dæmi um hópa má nefna bak- hóp, hjarta-, lungna-, offítu-, geð- hóp, slökunarhópa og helftarlö- munarhóp. Hafa þróast aðferðir til að þjálfa svipaða sjúklinga saman í hóp og á þann hátt bæði gert þjálfunina hnitmiðaðri og hag- kvæmari því mun fleirum er hægt að sinna með þessu móti. Þannig hefur gegnumstreymið aukist ár frá ári og fara nú um stofnunina hátt í 1300 sjúklingar á ári. Pláss- vandræði eru orðin mikil og hafa staðið frekari þróun hópa fyrir þrif- um. Það er því orðið mjög brýnt að fá nýja sundlaug þar sem m.a. er hægt að æfa þolsund og svo vantar tilfinnanlega nýjan og stór- an hópmeðferðarsal. Þeir salir sem við höfum eru allir of'litlir og í upphafi ætlaðir undir allt aðra starfsemi. Söfnunarátaki því sem nú hefst með merkjasölu SÍBS er einmitt ætlað að verða til þess að byggja megi sérhæfðan hópmeðferðarsal og nýja sundlaug. Höfundur er læknir. nioHtiuin Slátur Allt tíl sláturgerðar Lambalifur Lambanýru Lambahjörtu Svið óhreinsuð Hreinsuð svið Mör Lambaeistu Þindar Vambir verkaðrar og keppir Sláturgarn Nálar Frysti- og kælipokar JIIVEL Rúgmjöl 2 kg. 69.- Eftritaldir ZfiSFZivinningshafar v°ru dregnir út í verðlaunagetraun Nóatúns TÍUÁTÍU15. ágústs.l.: Jón Ingvarsson Sigriður Halldórs Aðalheiður E. Jónsd. Unnur H. Lárusd. Sigurbjörg Hannah Kristín Guðjónsd. Sigurborg Þorleifsd. Guðmundur Björnss. Anna Daníelsd. Guðrún Kristinsd. Barrholti 5 Akurholti 12 Gunnarsbraut 28 Ásholti 2 Hraunbæ 103 Rauðagerði 67 Aflagranda 40 Vallargerði 31 Vaðlaseli 10 Rekagranda 8 Verðlaunin er vöruúttekt að upphæð krónur tíu þúsund. Vinningshafar vitji vinninga á skrifstofu Nóatúns að Nóatúni 17 sem allra fyrst. Með þökk fyrir samstarfið. ur Húnversk slátur frá Blönduósi! 5 slátur í kassa - ófrosin 2.399.- 3 slátur í kassa - ófrosin 1.549.- Ný Svið óhreinsuð 295; Lambakjöt af nýslátruðu Lambaskrokkar 1/1 og 1/2 D1A - ófrosnir 439. Lambakjöt á tilboðsverði: Frosin Lambalæri pr.kg. 499: Nupo létt 2 fyrir 1 899.- Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NOATUN NÓATÚNI 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888, FURUGRUND 3, KOP. - S. 554 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR i BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900, AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.