Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM. IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fékk belg úr trolli í skrúfuna Grundarfirði, Morgunblaðið TALSVERÐ BRÓGÐ hafa verið að því undanfarið að trillur hafi fengið netadræsur í skrúfuna. Þetta eru yfirleitt hlutar úr fiskitrollum, sem eru á floti í sjónum. Oft fylgja þessu kostnaðasamar viðgerðir, auk vinnutaps. Krókabáturinn Sigrún SH 116 fékk heilan belg úr fiskitrolli í skrúf- una í gær rétt austan við Búlands- höfða. Trollið var á floti í sjónum og var augsýnilega ekki búið að liggja lengi í sjó, því enginn sjávar- gróður fylgdi því. Skemmdir urðu ekki miklar á bátnum í þetta sinn, en ef um mjög hraðskreiða báta er að ræða er mikil hætta á að drifið eyðileggist, en slík bilun kostar um hálfa milljón króna. Báturinn var dreginn í land og verður tekinn upp í fjöru þar sem trollið verður skorið úr skrúfunni. Þórshöfn -Tveir menn fund- ust á afrétti FÉLAGAR í Björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn fundu laust fyr- ir miðnætti í gær tvo menn heila á húfi sem leitað hafði verið á fjallaaf- rétti upp af Þistilfirði í gærkvöldi. Mennirnir höfðu farið ásamt tveimur öðrum í göngur inn á Tungudalsheiði og Hvammsheiði í gærmorgun. Ágætisveður var á þessum slóðum í gær. Félagar mannanna sem saknað var í gærkvöldi komu til byggða á sjöunda tímanum en þegar leið á kvöldið og ekkert bólaði á mönnun- um tveimur voru þrír björgunar- sveitarmenn sendir af stað á vél- sleðum inn að leitarmannakofa á afréttinum. Fundust mennirnir þar og amaði ekkert að þeim, skv. upp- lýsingum björgunarsveitarinnar. „Bláa lónið“ frumflutt í Bláa lóninu STEF, Samband tónskálda og eig- enda nutningsréttar, kom gestum á þingi Alþjóðaráðs tónskáldafé- laga á óvart með frumflutningi á tónverkinu „Bláa lóninu“ í móttöku í Bláa lóninu í gærkvöldi. Þorsteinn Hauksson samdi verkið, sem flutt var af tölvu og segulbandi og fylgdi verkinu ljósasýning. Þing Alþjóða- ráðs tónskáldafélaga er haldið á tveggja ára fresti og var nú í fyrsta sinn haldið á íslandi. Fulltrúar voru 41 frá 21 landi. Morgunblaðið/Halldór Ráðherrar ræða búvörusamning GUÐMUNDUR Bjarnason land- búnaðarráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra komu saman til fundar í gærkvöldi til að fjalla um drög að nýjum búvörusamningi. Fundurinn stóð fram á nótt, en talið var hugsan- legt að á fundinum yrði gengið frá aðalatriðum nýs samnings. Búvörusamninganefnd sat á nær stöðugum fundum í allan gærdag. Aðilar vinnumarkaðarins voru ekki kallaðir til fundar í gær né fyrradag, en þeir hafa gert al- varlegar athugasemdir við fyrir- liggjandi samningsdrög. Síðdegis var ákveðið að forystu- menn rikisstjórnarinnar kæmu saman til fundar. Landbúnaðarráð- herra lagði mikla áherslu á að ljúka málinu, þar sem hann ætlaði til útlanda. £ Færeyska varðskipið Olafur Helgi sækir íslenskan bát í hafvillum Annan bát rekur stjórnlaust suð- austur af landinu FÆREYSKA varðskipið Ólafur Helgi fór í gærkvöldi frá Færeyjum á eftir íslenskum bát sem íslenskir menn hugðust sigla frá Vestmanna- eyjum til Þórshafnar í Færeyjum. Mennirnir höfðu ekki sjókort með- ferðis og höfðu þeir villst af leið því báturinn var kominn austur fyr- ir Færeyjar um kl. 22 í gærkvöldi. Mennirnir höfðu ráðgert að vera í Þórshöfn kl. 20. Talið var að varð- skipið kæmi með bátinn til Þórs- hafnar eftir miðnætti. Oddbjörg virðist hafa fengið á sig brotsjó Báturinn hét áður Júlíus ÁR en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hann verið seldur til ---Noregs ásamt öðrum íslenskum báti sem upphaflega var í samfloti með honum, Oddbjörgu, sem áður hét Sæborg BA. Bátarnir eru báðir skráðir í Noregi. Bátarnir voru búnir að vera í þrjá daga í Vestmannaeyjum áður en þeir héldu áleiðis til Færeyja á miðvikudag. Þegar þeir voru komn- ir skammt suðaustur fyrir ísland Tveimur mönnum var bjargað af Oddbjörgu 90 sjómílur SA af Ingólfshöfða virðist sem Oddbjörg hafi fengið á sig brotsjó og rekur hana nú stjórn- laust fyrir veðri og vindum um 90 sjómílur suðaustur af Ingólfshöfða. Tveir íslendingar, sem voru um borð í bátnum, yfirgáfu hann vélar- vana og var bjargað um borð í Júl- íus ÁR af félögum sínum. Varðskip- ið Týr er nú á leiðinni að Oddbjörgu Morgunblaðið/Halldór Nellett YFIRGEFNA Oddbjörgu rak fyrir vindum og straumi um 90 sjómílur suðaustur af Ingólfshöfða í gær. og hyggst taka hana í tog til ís- lands. Áhöfn Júlíusar lét færeysku strandgæsluna vita af sér í gær- morgun. Færeyska strandgæslan bar Landhelgisgæslunni á Islandi þau tíðindi í gær og að annar mann- anna af Oddbjörgu væri handleggs- brotinn. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar fann svo bátinn á reki um 90 sjómílur suðaustur af Ingólfs- höfða um kl. 14 í gær. Hægur vind- ur var á staðnum þar sem bátinn rak fyrir vindi og straumum þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir, en enga slagsíðu var að sjá á honum. Rekkverkið framan á bátn- um var þó skemmt. Morgunblaðið náði tali af Lárusi Inga um borð í Júlíusi ÁR um kl. 19 í gærkvöldi. Hann sagði að mönnunum tveimur hefði verið bjargað um borð í skipið síðdegis á miðvikudag en vildi litið tjá sig um málið að öðru leyti. „Að svo stöddu viljum við ekki segja neitt, en Odd- björg var vélarvana,“ Danska landhelgisgæslan í Fær- eyjum vildi ekki tjá sig um málið en vísaði á lögregluna í Færeyjum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið. Keflavíkurflugvöllur Sprengju- hótun SPRENGJUHÓTUN barst herlög- reglunni á Keflavíkui-flugvelli um kl. 15.30 í gær. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði að sprengjuhót- anir væru alltaf teknar alvarlega á flugvellinum. Eftir færi ávallt ströng áætlun í gang og hefði ekki orðið nein undantekning á því í gær. Umrætt svæði hefði verið rýmt og leitað án árangurs að sprengj- unni. Sprengjuhótanir berast af og til á flugvöllinn. Sú síðasta í vor. Ekki er vitað hver stóð að hótuninni nú. ----♦------- Islendingur stunginn ÍSLENZKUR karlmaður var stung- inn með hnífi á skemmtistað í Ham- borg aðfaranótt sunnudagsins. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er maðurinn úr hættu og á góðum batavegi. Maðurinn, sem starfar í Þýzka- landi, var inni á skemmtistaðnum, þegar maður kom allt í einu inn, vatt sér að honum og og stakk hann tvisvar i síðuna með hnífi. Tilræðis- maðurinn hljóp við svo búið út, en íslendingurinn var fluttur í sjkúkra- hús, þar sem hann dvelur enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.