Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM. IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fékk belg úr
trolli í skrúfuna
Grundarfirði, Morgunblaðið
TALSVERÐ BRÓGÐ hafa verið að
því undanfarið að trillur hafi fengið
netadræsur í skrúfuna. Þetta eru
yfirleitt hlutar úr fiskitrollum, sem
eru á floti í sjónum. Oft fylgja þessu
kostnaðasamar viðgerðir, auk
vinnutaps.
Krókabáturinn Sigrún SH 116
fékk heilan belg úr fiskitrolli í skrúf-
una í gær rétt austan við Búlands-
höfða. Trollið var á floti í sjónum
og var augsýnilega ekki búið að
liggja lengi í sjó, því enginn sjávar-
gróður fylgdi því. Skemmdir urðu
ekki miklar á bátnum í þetta sinn,
en ef um mjög hraðskreiða báta er
að ræða er mikil hætta á að drifið
eyðileggist, en slík bilun kostar um
hálfa milljón króna. Báturinn var
dreginn í land og verður tekinn upp
í fjöru þar sem trollið verður skorið
úr skrúfunni.
Þórshöfn
-Tveir menn fund-
ust á afrétti
FÉLAGAR í Björgunarsveitinni
Hafliða á Þórshöfn fundu laust fyr-
ir miðnætti í gær tvo menn heila á
húfi sem leitað hafði verið á fjallaaf-
rétti upp af Þistilfirði í gærkvöldi.
Mennirnir höfðu farið ásamt
tveimur öðrum í göngur inn á
Tungudalsheiði og Hvammsheiði í
gærmorgun. Ágætisveður var á
þessum slóðum í gær.
Félagar mannanna sem saknað
var í gærkvöldi komu til byggða á
sjöunda tímanum en þegar leið á
kvöldið og ekkert bólaði á mönnun-
um tveimur voru þrír björgunar-
sveitarmenn sendir af stað á vél-
sleðum inn að leitarmannakofa á
afréttinum. Fundust mennirnir þar
og amaði ekkert að þeim, skv. upp-
lýsingum björgunarsveitarinnar.
„Bláa lónið“
frumflutt í
Bláa lóninu
STEF, Samband tónskálda og eig-
enda nutningsréttar, kom gestum
á þingi Alþjóðaráðs tónskáldafé-
laga á óvart með frumflutningi á
tónverkinu „Bláa lóninu“ í móttöku
í Bláa lóninu í gærkvöldi. Þorsteinn
Hauksson samdi verkið, sem flutt
var af tölvu og segulbandi og fylgdi
verkinu ljósasýning. Þing Alþjóða-
ráðs tónskáldafélaga er haldið á
tveggja ára fresti og var nú í fyrsta
sinn haldið á íslandi. Fulltrúar
voru 41 frá 21 landi.
Morgunblaðið/Halldór
Ráðherrar ræða
búvörusamning
GUÐMUNDUR Bjarnason land-
búnaðarráðherra, Davíð Oddsson
forsætisráðherra, Friðrik Soph-
usson fjármálaráðherra og Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
komu saman til fundar í gærkvöldi
til að fjalla um drög að nýjum
búvörusamningi. Fundurinn stóð
fram á nótt, en talið var hugsan-
legt að á fundinum yrði gengið frá
aðalatriðum nýs samnings.
Búvörusamninganefnd sat á
nær stöðugum fundum í allan
gærdag. Aðilar vinnumarkaðarins
voru ekki kallaðir til fundar í gær
né fyrradag, en þeir hafa gert al-
varlegar athugasemdir við fyrir-
liggjandi samningsdrög.
Síðdegis var ákveðið að forystu-
menn rikisstjórnarinnar kæmu
saman til fundar. Landbúnaðarráð-
herra lagði mikla áherslu á að ljúka
málinu, þar sem hann ætlaði til
útlanda.
£
Færeyska varðskipið Olafur Helgi sækir íslenskan bát í hafvillum
Annan bát rekur
stjórnlaust suð-
austur af landinu
FÆREYSKA varðskipið Ólafur
Helgi fór í gærkvöldi frá Færeyjum
á eftir íslenskum bát sem íslenskir
menn hugðust sigla frá Vestmanna-
eyjum til Þórshafnar í Færeyjum.
Mennirnir höfðu ekki sjókort með-
ferðis og höfðu þeir villst af leið
því báturinn var kominn austur fyr-
ir Færeyjar um kl. 22 í gærkvöldi.
Mennirnir höfðu ráðgert að vera í
Þórshöfn kl. 20. Talið var að varð-
skipið kæmi með bátinn til Þórs-
hafnar eftir miðnætti.
Oddbjörg virðist hafa
fengið á sig brotsjó
Báturinn hét áður Júlíus ÁR en
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur hann verið seldur til
---Noregs ásamt öðrum íslenskum
báti sem upphaflega var í samfloti
með honum, Oddbjörgu, sem áður
hét Sæborg BA. Bátarnir eru báðir
skráðir í Noregi.
Bátarnir voru búnir að vera í
þrjá daga í Vestmannaeyjum áður
en þeir héldu áleiðis til Færeyja á
miðvikudag. Þegar þeir voru komn-
ir skammt suðaustur fyrir ísland
Tveimur
mönnum var
bjargað af
Oddbjörgu
90 sjómílur SA
af Ingólfshöfða
virðist sem Oddbjörg hafi fengið á
sig brotsjó og rekur hana nú stjórn-
laust fyrir veðri og vindum um 90
sjómílur suðaustur af Ingólfshöfða.
Tveir íslendingar, sem voru um
borð í bátnum, yfirgáfu hann vélar-
vana og var bjargað um borð í Júl-
íus ÁR af félögum sínum. Varðskip-
ið Týr er nú á leiðinni að Oddbjörgu
Morgunblaðið/Halldór Nellett
YFIRGEFNA Oddbjörgu rak fyrir vindum og straumi
um 90 sjómílur suðaustur af Ingólfshöfða í gær.
og hyggst taka hana í tog til ís-
lands.
Áhöfn Júlíusar lét færeysku
strandgæsluna vita af sér í gær-
morgun. Færeyska strandgæslan
bar Landhelgisgæslunni á Islandi
þau tíðindi í gær og að annar mann-
anna af Oddbjörgu væri handleggs-
brotinn. Flugvél Landhelgisgæsl-
unnar fann svo bátinn á reki um
90 sjómílur suðaustur af Ingólfs-
höfða um kl. 14 í gær. Hægur vind-
ur var á staðnum þar sem bátinn
rak fyrir vindi og straumum þegar
flugvél Landhelgisgæslunnar flaug
yfir, en enga slagsíðu var að sjá á
honum. Rekkverkið framan á bátn-
um var þó skemmt.
Morgunblaðið náði tali af Lárusi
Inga um borð í Júlíusi ÁR um kl.
19 í gærkvöldi. Hann sagði að
mönnunum tveimur hefði verið
bjargað um borð í skipið síðdegis á
miðvikudag en vildi litið tjá sig um
málið að öðru leyti. „Að svo stöddu
viljum við ekki segja neitt, en Odd-
björg var vélarvana,“
Danska landhelgisgæslan í Fær-
eyjum vildi ekki tjá sig um málið
en vísaði á lögregluna í Færeyjum.
Lögreglan vildi ekki tjá sig um
málið.
Keflavíkurflugvöllur
Sprengju-
hótun
SPRENGJUHÓTUN barst herlög-
reglunni á Keflavíkui-flugvelli um
kl. 15.30 í gær.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
varnarliðsins, sagði að sprengjuhót-
anir væru alltaf teknar alvarlega á
flugvellinum. Eftir færi ávallt
ströng áætlun í gang og hefði ekki
orðið nein undantekning á því í
gær. Umrætt svæði hefði verið rýmt
og leitað án árangurs að sprengj-
unni.
Sprengjuhótanir berast af og til
á flugvöllinn. Sú síðasta í vor. Ekki
er vitað hver stóð að hótuninni nú.
----♦-------
Islendingur
stunginn
ÍSLENZKUR karlmaður var stung-
inn með hnífi á skemmtistað í Ham-
borg aðfaranótt sunnudagsins.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er maðurinn úr hættu og
á góðum batavegi.
Maðurinn, sem starfar í Þýzka-
landi, var inni á skemmtistaðnum,
þegar maður kom allt í einu inn,
vatt sér að honum og og stakk hann
tvisvar i síðuna með hnífi. Tilræðis-
maðurinn hljóp við svo búið út, en
íslendingurinn var fluttur í sjkúkra-
hús, þar sem hann dvelur enn.