Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra mættur til leiks. Hafið þið ekki leikið ykkur ósköp fallega á meðan ég var í burtu, greyin mín. Bændur óánægðir með uppgjör sláturhússins Barða á Þingeyri Fá síðustu greiðslu ári eftir slátrun BÆNDUR við Djúp hafa sumir hveijir valið þann kost að senda sláturfé sitt til Hvammstanga. ÓÁNÆGJU gætir meðal bænda á Vestfjörðum með uppgjör slátur- hússins Barða hf. á Þingeyri við sauðfjárbændur vegna sláturtíðar síðasta árs. Gert var upp við bændur með skuldabréfi, en gjalddagi þess er í lok nóvember. Dæmi eru um að bændur í ísafjarðarsýslu slátri sínu fé á Hvammstanga þrátt fyrir að þeir verði að bera umtalsverðan kostnað af flutningi þangað. Þegar sláturhúsið Barði hf. var stofnað fyrir þremur árum var bændum, sem lögðu afurðir upp hjá félaginu, gert að gerast hluthafar í því. Um 15% afurðanna fóru til kaupa á hlutafé. Skiptar skoðanir voru um þessa aðgerð meðal bænda. Nokkrir neituðu að kaupa hlutafé og urðu þeir að velja á milli þess að senda sláturféð annað eða láta Barða slátra sem verktaki, en hvort tveggja þýddi aukinn kostnað fyrir bændur. Mikill flutningskostnaður Karl Guðmundsson, bóndi á Bæ í Súgandafirði, er einn þeirra sem tóku þann kost að flytja féð til Hvammstanga og láta slátra því þar. Hann sagðist á síðasta hausti hafa borgað um 125 þúsund í flutn- ingskostnað vegna þessa. Hann sagðist samt kjósa þennan kost því að það væri þó alveg tryggt að hann fengi afurðirnar greiddar fljótt og vel með því að flytja þær til Hvammstanga. Guðmundur Halldórsson, bóndi á Svarthömrum við Súðavík, sagði að Barði hf. hefði greitt afurðir sein- asta hausts í áföngum fram undir vor. í maí hefði félagið gefið út skuldabréf með því sem þá var eft- ir, sem hann sagði hafa verið yfir 30% af framleiðslunni. Bændur hefðu ýmist selt þessi bréf eða beðið eftir greiðslu á gjalddaga, en hann er í lok nóvember. Guðmundur sagð- ist vera ósáttur við þennan gjalddaga því að hann væri á sama tíma og bændur ættu að fá fyrstu greiðslu fyrir afurðir sem falla til í haust. Guðmundur sagði að samkvæmt samningum ætti að greiða bændum 75% afurðanna í nóvember og af- ganginn í desember. Barði hefði hins vegar ekki getað veitt bændum nein- ar tryggingar fyrir greiðslum til bænda í haust. Guðmundur sagðist af þessum sökum vera í viðræðum við sláturhúsið á Hvammstanga. „Ég vil leggja inn þar sem ég fæ borg- að,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagðist ekki reikna með að fá þennan flutning greiddan úr flutningsjöfnunarsjóði. Karl sagð- ist hins vegar enn ekki hafa gefið upp von um að fá flutningskostnað- inn endurgreiddan. Dæmigerðir erfiðleikar afurðastöðvar Birgir Marel Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Barða hf., sagði að erfiðleikar Barða væru dæmigerðir fyrir erfiðleika afurðasölufyrirtækja. Erfiðlega gengi að selja afurðirnar, enn væru t.d. 20% afurða síðasta árs óseldar. Afurðalán hefðu farið lækkandi ár frá ári og félagið ætti því í erfiðleikum með að greiða af- urðirnar til bænda áður en tekist hefði að selja þær. Birgir sagði að uppgjöri við bænd- ur hefði verið lokið í samstarfi við þá. Það sem hefði verið gert upp með skuldabréfi hefði verið innan við 20% af framleiðslu síðasta árs. Þessi skuldabréf hefðu verið seld og Barði hefði tekið á sig öll afföll og kostnað af bréfunum. Hann sagði að Barði myndi standa við greiðslur af þessum bréfum í nóvember. Birgir sagði að gert yrði upp við bændur fyrir framleiðslu þessa árs eins hratt og hægt væri, en viður- kenndi að uppgjöri myndi ekki ljúka fyrr en eftir áramót. Það væri ekki öðrvísi en hjá öðrum því að fá slát- urhús lykju uppgjöri við bændur fyr- ir áramót. Betri borg fyrir börn Oryggi bama í fyrirrúmi Fjóia Guðjónsdóttir FJÓLA Guðjónsdóttir hefur unnið að verk- efninu „Betri borg fyrir böm“ frá því í apríl á þessu ári en það er samstarfs- verkefni Reykjavíkurborgar og Slysavamafélags Islands sem á að standa í tvö ár. - Hveit er markmiðið með þessu verkefni? „Það er að gera borgina betri með því að fækka slysa- gildrunum í henni, og til að ná því markmiði er umhverfi barna kannað, m.a. útivistar- svæði, strandlengjan, ár, vötn og hafnir, og jafnvel nýbyggingarsvæði inni í miðri borg. Hugmyndin að verkefninu er fengin frá WHO eða Al- þjóða heilbrigðismálastofn- uninni sem hvetur þjóðir til að fara yfir slysahætturnar með tilliti til allra aldursflokka. Slysa- varnafélag ísland hrinti svo átak- inu „Vörn fyrir börn“ í fram- kvæmd og er okkar verkefni óbeint framhald af því. Einnig má nefna að átakið „Gerum bæinn betri fyrir börnin" í Njarðvík og Keflavík hefur haft hvetjandi áhrif víða um land. - Hvernig er verkefnið fram- kvæmt? „Við notum svokallaðan gát- lista sem er staðlað úttektarform. Gátlistarnir eru röð spurninga sem byggja meðal annars á hugmynd- um um hvernig umhverfi barna eigi að vera með tilliti til öryggis þeirra. Við fáum með þessu upp- íýsingar um hvernig staðan er og úr hvetju megi bæta. Félagasamtök í borginni, eins og Sjóflokkur Slysavarnafélagsins, unglingadeild Rauða krossins, ungiiðahreyfing Lions, kvennadeild SlýSavarnafélagsins í Reykjavík og foreldrasamtök í skólum og leik- skólum, hafa síðan tekið út svæði °g byggingar í sumar. Samvinnan við félagasamtökin er mjög mikilvæg vegna þess að meginmarkmiðið er að stuðla að nauðsynlegri hugarfarsbreytingu um að slysagildrum fækki.“ - Er öli borgin yfirfarin? „Já, ætlunin er að fínkemba borgina. Það er búið að fara yfir margt, m.a. opnu leiksvæðin og við erum að byrja á skólunum með öryggi bama og unglinga í huga. Framkvæmdaáætlun um lag- færingar verður gerð í kjölfarið en það er ekki ætlunin að hefja strax dýrar framkvæmdir. Heldur verða nauðsynlegar endurbætur gerðar eins fljótt og auðið er og aðrar hugmyndir að úrbætum settar á langtímaáætlun. Það sem hefur þurft' að laga á opnum leiksvæðum hefur farið frá mér til gatnamálastjóra. Um við- hald hefur verið að ræða, laus leik- tæki og annað. Einnig má nefna að við dreifð- um kortum á flesta leik- skóla borgarinnar með beiðni til foreldra um að gera vettvangskönnun á opnum leiksvæðum. Markmiðið með því var að segja frá átakinu og biðja fólk um að vera vakandi gagnvart umhverfinu. A kortunum eru foreldrar hvattir til að sína yfirvöldum borg- arinnar áhuga sinn til að stuðla að betra umhverfi handa börnum. Einnig er spurt um nafn leiksvæð- is, leið barna að svæðinu, hvort það sé afgirt, spurt er um rusl og glerbrot og síðan eru ýmsar aðrar já og nei spurningar. Foreldrar hafa sent kortin til baka og einnig hringt.“ ► Fjóla Guðjónsdóttir er fædd 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1985 og lauk námi í stjórn- málafræði frá Háskóla íslands 1991. Hún var í Noregi 1992-94 og nam stjórnsýslufræði við Háskólann í Bergen. Eiginmað- ur hennar er Þorsteinn Sigurðs- son fiskifræðingur og eiga þau einn son, Hafþór Óla. - Hvað er framundan í vetur hjá þér? Skólar, leikskólar og skíða- svæði verða m.a. á dagskrá. I samvinnu við skólayfirvöld verður farið yfir öryggismálin. Skóla- byggingarnar sjálfar verða kann- aðar og einnig lóðirnar og skýrsla skrifuð um hvað megi betur fara. Ég hef líka sent bréf til for- eldrafélaganna í skólunum og eru foreldrar beðnir um að greina umferðina í kringum skólana, at- huga hvernig háttað er með bíla- stæðin og fieira. Þeir nota gátlista og skila okkur svo vonandi tillög- um um betrumbætur. Segja má að málin séu skoðuð frá mörgum sjónarhornum; for- eldra, skóla, borgar og slysavarna. Slysaskráning innan skólanna er mjög mikilvæg því með þeim fást svo góðar upplýsingar. Það mætti leggja meiri áherslu á þær i framtíðinni. Skráning á óhöppum í skólum getur nefnilega svarað spurningum um hvar óhöppin verða og hvers vegna. Næsta sumar verður svo gerð úttekt _á mannvirkjum og starf- semi íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur." - Færðu eitthvað af ábendingum og kvörtunum frá borgarbúum? „Já, til dæmis um hvar vanti leiksvæði. Það kemur mjög oft fyrir og ég er einmitt núna að fara að senda slíkar ábendingar til réttrg. aðila. Kvartanir og ábend- ingar eru í raun eitt og hið sama. Kvörtun um lélegt tæki er líka ábending um að það vanti gott tæki. Annars eru allar ábendingar vel þegnar. Það sem skilar árangri í svona starfi er að fólk verði virkt. Megin- kjarninn í starfinu er að fá alla með, eða til að hugsa á nýjan hátt um sitt nánasta umhverfi." - Hvenær lýkur verkefninu „Betri borg fyrir börn?“ „Því lýkur í raun aldrei. Ég er ráðin í tvö ár og vonandi verður þetta mál komið í svo góðan far- veg að geta iifað áfram. Ég kem þessu af stað og þeir sem eru með í vinnunni taka svo við.“ Markmiðið að fækka slysa- gildrum i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.