Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 39
I
MORGUNBLAÐIÐ
SKIPVERJAR á Óðni á brunaæfingn nokkru áður en ráðist var
til atlögn við eldinn um borð í Beiti. Aftari maðurinn er Baldur
Sigbergsson, sem slasaðist þegar verið var að taka Sindra i tog.
ÓÐINN flutti með sér frá Reykjavík flottroll fyrir frystitogar-
ann Arnar og var það dregið á milli skipanna.
NORSKI dráttarbáturinn Boa Chief tekur við frystitogaranum
Sindra, sem bilaði eftir að eitthvert drasl lenti í skrúfu hans,
en Óðinn dró Sindra til móts við dráttarbátinn.
VARÐSKIPIÐ Óðinn I höfn í Tromsö, en þangað kom skipið
síðasta fimmtudag vegna áhafnaskipta og til að taka oliu og
vatn og hélt síðan aftur í Smuguna á sunnudag. Kristján segir
einhveija hafa átt von á stirðum samskiptum við Norðmenn,
en þau hafi verið eins og best verður á kosið.
ORRI ÍS til vinstri gefur Guðbjarti ÍS olíu í Smugunni, en henni
er dælt á milli skipanna í gegnum slöngu.
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 39
MINWINGAR
HALLA
ÁRNADÓTTIR
+ HaIIa Árnadóttir
fæddist á Akra-
nesi 25. maí 1920.
Hún lést í Reykjavík
19. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Árni
Böðvarsson, ljós-
myndari og spari-
sjóðsstjóri Spari-
sjóðs Akraness, f.
15. september 1888,
d. 30. apríl 1977, og
kona hans Rannveig
Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 15. sept-
ember 1892, d. 24.
júnl 1972. Bróðir
Höllu er Ólafur Ámason ljós-
myndari, f. 5. mars 1919.
Halla giftist Þorgeiri Ibsen
skólastjóra (f. 26. apríl 1917)
hinn 7. desember 1940. Þau
skildu. Börn þeirra eru Heiðrún
Þorgeirsdóttir verslunarsljóri,
f. 18. september 1940, gift Bene-
dikt Sigurðssyni lyfsala, Bryn-
hildur Þorgeirsdóttir þýðandi,
f. 22. mars 1944, gift Magna
Baldurssyni arkitekt, og Árni
Ibsen rithöfundur, f. 17. maí
1948, kvæntur Hildi Krisljáns-
dóttur kennara. Barnaböm
í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin.
Að augum mér bar eina bemskusýn.
Úr blámanum hófust æskulönd mín,
fjarlægar strendur fjarlægra daga.
Og nú kom haustið! Ég kné á kraup.
Að köldum vegpum ég höfði draup
og kyssti blómin, sem bliknuð lágu.
(Tómas Guðmundsson.)
Höllu eru átta tals-
ins og barnabarna-
börnin fjögur.
Halla stundaði
nám í Kvennaskól-
anum í Reykjavík
1937-39, átti heima
á Akranesi til 1947;
húsmóðir á Vestur-
götu 78 (í Ási) til
1947, í Stykkishólmi
1947-52, því næs( á
Akranesi til 1980 og
að síðustu í Reykja-
vík, en hún var síð-
ast til heimilis í
Álftamýri 52. Hún
vann í Efnalaug
Akraness í rösk tvö ár, starfaði
því næst sem talsímavörður á
símstöðinni á Akranesi um 25
ára skeið og síðan í um það bil
áratug á Póstgíróstofunni I
Reykjavík.
Halla var kunn íþróttakona
og vann til fjölda verðlauna í
badininton. Hún var meðal ann-
ars fyrsti íslandsmeistari í ein-
liðaleik kvenna 1950.
Útför Höllu Árnadóttur verð-
ur gerð frá Akraneskirkju föstu-
daginn 29. september klukkan
14.00.
í dag kveðjum við hana Höllu
ömmu sem er látin eftir erfið veik-
indi. Söknuðurinn núna er sár þó
að við gerðum okkur grein fyrir
því í sumar að hún ætti ekki lang-
an tíma eftir.
Við munum ætíð minnast ömmu
sem þeirrar sem alltaf var gott að
heimsækja og sem fylgdist með
því af áhuga sem við vorum að
gera. Hún tók upp hanskann fyrir
okkur þegar við sem börn vorum
ódæl, sá alltaf okkar hlið, hún var
bandamaður okkar.
Sérstaklega minnisstæðar eru
ferðirnar til ömmu þegar hún bjó 'v
á Akranesi, þá fengum við stund-
um að fara með henni á næturvakt-
ir á símanum en það þótti okkur
þá hámarkið í tilverunni. Þegar við
urðum eldri bjuggu tvö okkar hjá
henni í Reykjavík meðan á skóla-
göngu stóð. Það var alltaf svo
notalegt og heimilislegt að koma
heim til ömmu eftir skóla og hún
sá til þess að okkur skorti ekkf
neitt.
Amma var mikil hannyrðakona
þó að hún vildi sem minnst úr því
gera. Hún sat aldrei auðum hönd-
um og ófáar peysurnar pijónaði
hún á okkur svo ekki sé minnst á
öll dúkkufötin. Þegar langömmu-
börnin komu í heiminn tók hún til
við að pijóna á þau og kom það
sér vel fyrir ungt fólk sem var að
byija búskap. Hún gaf litlu böm-
unum alla sína ást og var ómögu-
leg ef langur tími leið milli þess
að hún sæi þau.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir allar stundimar sem þú gafst
okkur og bömunum okkar, við
þökkum þér alla ástúðina og kær-
leikann, við þökkum þér stuðning-
inn og tryggðina. Minningin um
þig mun lifa með okkur alla tíð.
Guð geymi þig.
Rafn, Halla og Sigurður.
Kveðja frá langömmubömum
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness.)
Heiðrún, Rannveig,
Benedikt og Salvör.
G UNNHILD UR
DAVÍÐSDÓTTIR
+ Gunnhildur Davíðsdóttir
fæddist á Möðruvöllum í
Hörgárdal 6. mars 1922. Hún
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands
9. september síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Hvera-
gerðiskirkju 16. september.
OKKUR langar til að skrifa nokkr-
ar línur til að minnast okkar elsku-
legu ömmu á Laugarbökkum, sem
nú er horfin frá okkur. Það er erf-
itt að trúa því að hún amma hafi
lotið í lægra haldi fyrir sjúkdómi
þeim sem hún barðist við um langt
skeið. Svo mikill var lífskrafturinn
sem hún bjó yfir.
Við bræður urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að dvelja á Laugarbökk-
um og kynnast þeirri hlýju og því
gleðilega andrúmslofti sem var í
kringum heimilisfólkið þar á bæ.
Það er ómetanleg reynsla í lífi okk-
ar að hafa tekið þátt í sveitastörfum
á myndarlegu búi afa okkar og
ömmu. Okkur er þakklæti í huga
að þetta skuli hafa verið hluti af
þorska og uppeldi okkar, sem skilur
eftir djúp áhrif sem aldrei munu
gleymast.
Nú á fullorðinsárum hugsa mað-
ur oft til stundanna í eldhúsinu á
Laugarbökkum. Þar var oft mann-
margt enda gott að dvelja þar við
glaðlegt spjall og veitingarnar
hennar ömmu.
En skýrasta minningin er bros
hennar og hlýja og mun það búa
áfram í bijósti okkar um ókomna
tíð.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal eg gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Björn Gunnlaugsson,
Aðalsteinn Gunnlaugsson.
r
SlAtiV
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1980- 2.fi. 1981- 2.fi. 1982- 2.fi. l987-2.fl.Á 6 ár 25.10.95 - 25.10.96 15.10.95 - 15.10.96 0l.l0.95 - 0l.l0.96 10.10.95 - 10.10.96 kr. 300.160,80 kr. 181.200,90 kr. 127.536,80 kr. 34.764,60
*) Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi l,
og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. september 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS___________________________