Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
piur0iwiMal»il>
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SÉRFRÆÐIKV ÓTI
OG UNGIR LÆKNAR
'IT'ÉLAG UNGRA lækna hefur mótmælt samningi Trygg-
-T ingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur
um sérfræðiþjónustu, sem gerður var fyrir skömmu.
Ákvæðið, sem ungir læknar eru andvígir, gerir ráð fyrir,
að nýir sérfræðingar fái ekki sjálfkrafa aðgang að Trygg-
ingastofnun heldur verði að sækja um með sama hætti
og t.d. heilsugæzlulæknar verða að gera. Sérstök nefnd
skipuð fulltrúum úr samninganefnd sérfræðilækna og
samninganefnd Tryggingastofnunar fær úrskurðarvald í
þessu efni en til þess að nefndin geti fellt úrskurð verða
nefndarmenn að vera sammála. Náist slík samstaða ekki
verður viðkomandi máli vísað til samninganefndanna.
Ungu læknarnir segja, að með þessu sé útilokað að
þeir geti unnið fyrir Tryggingastofnun, því einungis þeir,
sem eru þar á samningi nú þegar, fái það. Þeir fullyrða,
að greiðsluþak til sérfræðinga muni koma í veg fyrir auk-
inn kostnað ríkisins, en fyrrnefndar reglur kippi hins veg-
ar fótunum undan ungum sérfræðingum. Þeir muni því
ekki koma til landsins frá námi erlendis og íslendingar
því ekki njóta þekkingar þeirra. Eðlileg nýliðun verði ekki
í hópi sérfræðinga.
Ungu læknarnir kunna að hafa nokkur rök fyrir sínu
máli. Ótækt er að eðlileg endurnýjun verði ekki í sérfræði-
þjónustu þannig að landsmenn geti ekki notið nýjustu
þekkingar og meðferðar. Hins vegar hefur ekki reynt á
það enn, hvort stöðvun á sjálfkrafa aðgangi nýrra sérfræð-
inga að tryggingakerfinu hafi þau áhrif. Á þessu þarf að
finna þá lausn að tryggt sé að eðlileg endurnýjun verði í
hópi sérfræðinga.
Mikilvægt er hins vegar fyrir skattgreiðendur, að fyrir-
komulagið, sem áður gilti og fól i sér óheft útstreymi fjár
úr ríkissjóði fyrir sérfræðikostnað, verði ekki tekið upp
aftur. Samkomulagið, sem gert var milli Tryggingastofn-
unar og sérfræðilækna síðari hluta ágústmánaðar, kemur
til endurskoðunar í nóvember n.k. Þá á að metá reynsluna
af því og semja um óleyst atriði eins og t.d. vinnu sérfræð-
inga á sjúkrahúsum. Eðlilegt er að þá verði fjallað um
röksemdir ungra lækna og þær spurningar, sem athuga-
semdir þeirra hafa vakið um hið nýja kerfi.
ERFLOTKVÍ
SKATTFRÍ?
SÉRKENNILEGT skattatengt mál hefur skotið upp
kolli í fjölmiðlum síðustu daga. Annars vegar er einka-
fyrirtæki í Hafnarfirði, sem flytur inn flotkví og greiðir
af henni öll opinber gjöld við tollafgreiðslu, þar á meðal
fullan virðisaukaskatt. Hins vegar er Akureyrarbær, sem
keypt hefur flotkví með ríkisstyrk. Forsvarsmenn bæjarins
telja sig ekki þurfa að greiða virðisaukaskatt vegnaflotkví-
arkaupanna, enda sé flotkví fljótandi far og sem slík und-
anþegin virðisaukaskatti.
Það er eftirtektarvert, að einkafyrirtækið greiðir átaka-
laust skatta og skyldur af hinni keyptu flotkví. Opinberi
aðilinn, sem kaupir með ríkisstyrk, gerir að auki kröfu
til skattfríðinda með tilvísun til laga um skráningu skipa.
í samræmi við það sjónarmið hefur bærinn lagt inn beiðni
hjá Siglingamálastofnun um skipaskráningu flotkvíarinn-
ar. Sú beiðni hefur ekki hlotið endanlega afgreiðslu.
Hér skal enginn dómur lagður á þá skilgreiningu norðan-
manna að flotkví sé fljótandi far, samkvæmt lögum um
skráningu skipa, og skattfrí þegar kemur að virðisauka.
Hitt ætti að vera hafið yfir allan vafa, að samkeppnisaðil-
, ar, eins og þeir tveir sem hér um ræðir, hljóta að fá sams
konar skattalega meðferð af hálfu viðkomandi ráðuneyta
og skattyfirvalda. Það er ekki hægt að líða skattalega
mismunun fyrirtækja eða rekstraraðila, sem keppa eiga
á jafnréttisgrundvelli um hylli viðskiptavina.
Flotkvíin í Hafnarfirði er ofan í kaupið ekki „landföst",
ef þannig má að orði komast, þar sem hún er bundin við
bryggju. Það er raunar ekkert sem réttlætir, að hún eigi
að sitja í skattasúpunni, ef Akureyrarkvíin telst fljótandi
far og siglir fram hjá skattskyldunni. Eitt verður yfir
báðar að ganga.
INNLENDUM
VETTVANGI
Aukinn samningsvilji í
Smugudeilunni kom
fram á fundi utanríkis-
ráðherra íslands og Nor-
*
egs fyrr í vikunni. Olaf-
ur Þ. Stephensen segir
ýmsar forsendur í mál-
inu hafa breytzt, sem
auki líkurnar á að hægt
sé að ná lausn, er sé
pólitískt „seljanleg“ í
báðum löndum.
SMUGUDEILAN
í SMUGUDEILUNNI hefur komið til árekstra milli íslenzkra togara 0]
an hefur eitrað samskipti gamalla vinaríkja um þrig
Breyttar forsei
gætu leitt til lar
AUKINN vilji til að ná samn-
ingum í Smugudeilunni
virðist hafa komið fram á
fundi þeirra Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra og
Bjorns Tores Godal, utanríkisráð-
herra Noregs, í New York á þriðju-
dag. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins setti hvorugur
fram ákveðið tilboð, en fundurinn
leiddi þó í ljós, að styttra er á milli
ríkjanna en verið hefur í deilunni.
Bæði hjá íslenzkum og norskum
embættis- og stjórnmálamönnum,
sem rætt er við, er að heyra nýjan
bjartsýnistón, þótt enginn vilji slá
því föstu að samningar muni takast
i haust. Það fer hins vegar að verða
brýnt fyrir bæði ríkin að losa nauð-
synlega. samninga um síldveiðar í
Síldarsmugunni og karfaveiðar á
Reykjaneshrygg úr þeirri sjálf-
heldu, sem þeir eru í vegna Smugu-
deilunnar.
Á fundi Halldórs og Godals hefur
sennilega verið staðfest,
að ýmsar forsendur hafa
breytzt frá þvl að slitnaði
Upp úr seinasta samn-
ingafundi íslands, Noregs
og Rússlands um veiðar í
Smugunni, en hann fór fram í Ósló
í lok apríl. Þar buðu Rússar og
Norðmenn íslendingum kvóta I
Smugunni í fyrsta sinn, u.þ.b.
10.000 tonn. Islenzka samninga-
nefndin taldi það hins vegar alltof
lítið og sleit viðræðunum.
Engu að síður þokaðist áleiðis á
fundinum í Ósló hvað varðaði tilhög-
un og stjórn veiðanna, og Jan Henry
T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Nor-
egs, lýsti því yfir í viðtali hér í
Morgunblaðinu að í Smugunni
mætti koma á „fullri fiskveiðistjórn-
un, sem Ísland eigi aðild að.“
Ágreiningurinn var því fyrst og
fremst um stærð kvótans til handa
íslendingum.
Á fundinum í Ósló var rætt um
hugsanleg skipti á veiðiheimildum,
þannig að ef þorskstofninn á ís-
landsmiðum færi yfir ákveðið mark,
fengju Rússar og Norðmenn veiði-
rétt hér. Þessar hugmyndir voru
einnig nefndar á ný á fundi Hall-
dórs og Godals. Ekki hefur þó feng-
izt upplýst hvort áfram er rætt um
að stofnstærðarmarkið á Islands-
miðum yrði sett svo hátt, að í raun
yrði um „pappírsfisk“ að ræða, en
slíkar hugmyndir voru viðraðar í
apríl.
Minni væntingar á báða bóga
íslenzkir togarar hafa veitt í
Smugunni í allt sumar og aflinn er
orðinn um 25.000 tonn, að mati
Landssambands útvegsmanna.
Smuguaflinn á síðasta ári var hins
vegar upp undir 40.000 tonn.
Ómögulegt er að spá um hvernig
veiðarnar ganga í haust, en sumir,
sem rætt er við, telja ekki óeðlilegt
að gera ráð fyrir um 30.000 tonna
afla úr Smugunni á þessu ári.
Þessi afli sýnir Norðmönnum
annars vegar fram á að með því
að loka Svalbarðasvæðinu fyrir ís-
lenzkum togurum, sem þeir gerðu
með setningu reglugerðar í fyrra-
sumar, hefur þeim ekki
tekizt að draga verulega
úr afla íslendinga í Bar-
entshafi. Norsk stjórnvöld
hafa að einhverju leyti
sett traust sitt á sérfræð-
inga, sem segja aðeins 1-2% Bar-
entshafsþorsksins halda sig í
Smugunni og hún sé ótrygg veiði-
slóð vegna kaldsjávar. Hvort sem
það er fyrir heppni eða ekki, hafa
íslenzku skipin náð meiri þorski en
Norðmenn bjuggust við.
Hins vegar draga þessar aflatölur
sennilega eitthvað úr væntingum,
sem menn hafa gert sér á íslandi
um afla úr Smugunni. Tölur, sem
sumir útgerðarmenn hafa nefnt, um
60 þúsund til 100 þúsund tonna
kvóta í Barentshafi, eru augljóslega
út í hött. Norðmenn telja sér senni-
Iega í hag að semja áður en íslend-
ingar hefja veiðar í Smugunni fjórða
árið í röð, enda er sá möguleiki fyr-
ir hendi að aflinn ykist á ný og þar
með gróðavon íslenzkra útgerðar-
manna.
Á meðal raunsæismanna í sjávar-
útvegi og í stjórnkerfínu hér á landi
heyrist nú að reyna mætti að ná
samningum við Norðmenn um 14
þúsund til 18 þúsund tonna kvóta.
Slíkt gæti reynzt pólitískt „seljan-
legt“ í báðum löndum í ljósi þeirra
breyttu væntinga, sem lýst er hér
að ofan.
Báðir telja úthafsveiði-
sáttmálann liðka fyrir lausn
Síðastliðið vor gerðu Norðmenn
og Rússar það að skilyrði fyrir
samningum við ísland að íslenzk
stjórnvöld viðurkenndu norsk-rúss- '
nesku fiskveiðinefndina sem þá
stofnun, sem stjórnaði veiðum og
útdeildi kvóta í Barentshafi, og að
ísland yrði viðsemjandi nefndarinn-
ar, með svipuðum hætti og Evrópu-
sambandið og Færeyjar. Það var
áberandi í umræðum í Noregi á síð-
asta ári að menn vonuðust til að
úthafsveiðiráðstefna Sameinuðu
þjóðanna myndi verða til þess að
Smugan félli undir norsk-rússneska
stjórnun. íslenzk stjórnvöld telja
hins vegar nú að niðurstaða ráð-
stefnunnar, sem lá fyrir I ----------
ágúst, hafi styrkt stöðu Viðræi
íslands í þessu efni. Á gnnur!
lokastigúm úthafsveiði- sió|fi
ráðstefnunnar var ákvæð-
um um aðild að svæðis-
stofnunum breytt á þá lund að hún
sé bundin við þau ríki sem eigi
„raunverulegra hagsmuna" að
gæta. Sérfræðingar ráðuneyta telja
að á grundvelli þessa ákvæðis geti
íslendingar krafizt aðildar að stofn-
uninni, sem stjórna muni veiðum í
Barentshafinu, þótt ákvæðið kunni
reyndar einnig að hafa í för með
sér að fleiri ríki fái aðild að stjórnun
á síldarstofninum í Síldarsmugunni
og á karfastofninum á Reykjanes-
hrygg en ísland hefði kosið. Þannig
ræða embættismenn nú að Evrópu-
sambandið geti hugsanlega krafízt
aðildar að þessum stofnunum, þótt
það leiði ekki endilega af því að
skip þess fái mikinn kvóta.
Þótt íslendingar telji úthafsveiði-
sáttmálann styrkja stöðu sína í
málinu, segja norskir embættismenn
jafnframt að sáttmálinn færi þeim
von um að málið leysist, einkum
vegna þess að með honum séu sett-
ar skýrari reglur, sem hægt sé að
14 til 18 þús-
und tonna
kvóti?