Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C/D tvgunHafcife STOFNAÐ 1913 221.TBL.83.ARG. FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ísraelar og Palestínumenn undirrita friðarsáttmála í Washington „Friðarferlinu verð- ur ekki snúið við" Arafat og Rabin vara við ofbeldi og niðurrifsöflum Washíngton. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu (PLO), og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, und- irrituðu í gær sáttmála um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Undirritunin fór fram í Washington við athöfn, sem einkenndist af sátt- fýsi, jafnt í orðum sem gjörðum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti stóð við hlið Arafats og Rabins við undir- ritunina, en Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, og Hussein Jórdaníu- konungur voru einnig meðal við- staddra. „Þetta er sögulegt skref . . . sem sýnir að friðarferlinu verður ekki snúið við," sagði Arafat. Fordæmdu ofbeldi Bæði Arafat og Rabin fordæmdu ofbeldi og voru ómyrkir í máli. „Fyrir tveimur árum létu aðeins skáld sig dreyma um [þennan dag]," sagði Rabin og bætti við að ísraelar hefðu ákveðið að „láta af hendi" landsvæði, sem þeir hefðu tekið her- skildi árið 1967, til að geta lifað í sátt við Palestínumenn þrátt fyrir andstöðu ísraela sem sest hefðu að á Vesturbakkanum. Hann skoraði á Arafat og PLO að taka höndum saman við Israela til að stöðva þá, sem hyggjast beita ofbeldi til að gera friðinn að engu. „Ég vil segja við þig, Arafat for- maður: Við skulum ekki leyfa að landið, sem flóir í mjólk og hunangi, flói í blóði og tárum. Ef þeir, sem þátt eiga í að koma á þessum friði, snúa ekki bökum saman gegn hinum Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Paelstínumanna, takast í hendur eftir að hafa undirritað samkomulag um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í gær. A milli þeirra stendur Bill Clinton Bandaríkjaforseti. illu englum dauðans . . . verður ekki annað til vitnis um þessa athöfn en litmyndir og merkingarlausir minjagripir. Ár haturs munu flæða yfir bakka sína á ný og drekkja Mi𦕠Austurlöndum." „Við verðum að fordæma og hafna ofbeldi með öllu," sagði Arafat. „Frá og með þessum degi viljum við hvorki sjá saklausum palestínskum, né ísra- elskum lífum sóað eða stefnt í hættu. Það er nóg komið af morðum." Fjöldi manns var viðstaddur at- höfnina. Fjölmargir tóku til máls og flestir tóku til þess að leiðtogar Líb- anons og Sýrlands væru fjarstaddir. Vantaði Líbanon og Sýrland „Við höldum áfram þar til friður- inn nær til allra og til að það gerist verða Sýrlendingar og Líbanar að eiga hlut að máli," sagði Clinton. Samkomulagið, sem var undirritað í gær, er ekki fullkomið. Það kom í ljós þegar Arafat svaraði spurning- unni um það hvort með því væri stig- ið skref í átt að ríki Palestínumanna einu orði: „Vissulega." ísraelar hafna enn kröfunni um sjálfstætt palestínskt ríki. Tilvitnun Felipes Gonzalezar, for- sætisráðherra Spánar, í Benjamin Franklin var hins vegar í anda dags- ins: „Það er ekki til vondur friður." ¦ Hamas segja Arafat/22 Hart baristí Bosníu Sarajevo. Reuter. FRIÐARUMLEITUNUM var haldið áfram í Bosníu í gær á meðan harð- ir bardagar geisuðu í norðvestur- hluta landsins. Viðvaranir um að friðarviðræðurnar gætu runnið út í sandinn vegna átakanna voru að engu hafðar. Stjórn Bosníu greindi frá því í gær að tveir vegir, sem liggja til Sarajevo urri svæði á valdi Bosníu- Serba, verði opnaðir á morgun, laugardag. ? ? ? Kasparov sigraði New York. Reuter. GARRY Kasparov, heimsmeistari í skák, bar í gær sigurorð af Indverj- anum Viswanathan Anand, áskor- anda sínum í heimsmeistaraeinvíg- inu, sem nú er háð í New York. Kasparov hefur sex vinninga og Anand fimm eftir 11 umferðir. Tólfta skákin verður tefld í kvöld. ¦ Anandféllígildru/47 ? ? ? Innanflokksátök í þýska jafnaðarmannaflokknum Launahækkunum til þingmanna mótmælt Ferjuslyss minnst ÞESS var minnst í gær að eitt ár væri liðið frá hinu hörmulega slysi á Eystrasalti er tæplega 900 manns fórust með ferjunni Es- toniu. Var farið á ferjunni Mare Baltikum, systurskipi Estoniu, á slysstaðinn og stansað þar stutta stund. Minntust farþegar hinna látnu. Þeirra á meðal var Janek Nelson sem var einn þeirra sem komust líf's af úr slysinu. Bonn. Reuter. ÞÝSKI jafnaðarmannaflokkurinn, sem logar í innbyrðisátökum um leiðtogaembættið, fékk nýtt vanda- mál við að glíma í gær þegar frammámenn flokksins í ýmsum sambandslandanna snerust gegn umdeildri launahækkun til þing- manna. Leiðtogar flokksins í a.m.k. fímm sambandslöndum af 16 hafa for- dæmt launahækkunina, sem þing- menn jafnaðarmanna og kristilegra demókrata samþykktu sjálfum sér til handa í miklum flýti, og þykir þessi gagnrýni enn eitt áfallið fyrir hinn umdeilda leiðtoga jafnaðar- manna, Rudolf Scharping. Felltíefrideild? Það gerir ekki hlut Scharpings betri, að fulltrúar sambandsland- anna, sem jafnaðarmenn ráða, eru í meirihluta í efri deild þingsins og geta þar beitt neitunarvaldi gegn launahækkuninni, sem þingmenn flokkins samþykktu í neðri deild. Heidi Simonis, forsætisráðherra í Slésvík-Holstein, sem er í forsvari fyrir mótmælendunum, sagði í gær, að sambandslóndin myndu ekki samþykkja þá stjórnarskrár- breytingu, sem þarf til að þing- menn fái 40% launahækkun á fimm árum, og Hans Eichel, forsætisráð- herra jafnaðarmanna í Hessen, sagði, að fólk hefði sagt sig úr flokknum vegna hneykslunar á hækkuninni. Þetta mál hefur haft miklu alvar- legri afleiðingar fyrir jafnaðarmenn en kristilega demókrata og sam- kvæmt skoðanakönnunum munar nú 30 prósentustigum á þeim Helmut Kohl kanslara og Rudolf Scharping, 59% á móti 29%. !•.' Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.