Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 1

Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 1
100 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 221. TBL. 83.ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ísraelar o g Palestínumenn undirrita friðarsáttmála í Washington „Friðarferlinu verð- ur ekki snúið við “ Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Paelstínumanna, takast í hendur eftir að hafa undirritað samkomulag um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í gær. A milli þeirra stendur Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Arafat og Rabin vara við ofbeldi og niðurrifsöflum Washington. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu (PLO), og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, und- irrituðu í gær sáttmála um sjálfstjóm Palestínumanna á Vesturbakkanum. Undirritunin fór fram í Washington við athöfn, sem einkenndist af sátt- fýsi, jafnt í orðum sem gjörðum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti stóð við hlið Arafats og Rabins við undir- ritunina, en Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, og Hussein Jórdaníu- konungur voru einnig meðal við- staddra. „Þetta er sögulegt skref . . . sem sýnir að friðarferlinu verður ekki snúið við,“ sagði Arafat. Fordæmdu ofbeldi Bæði Arafat og Rabin fordæmdu ofbeldi og voru ómyrkir í máli. „Fyrir tveimur árum létu aðeins skáld sig dreyma um [þennan dag],“ sagði Rabin og bætti við að ísraelar hefðu ákveðið að „láta af hendi“ landsvæði, sem þeir hefðu tekið her- skildi árið 1967, til að geta lifað í sátt við Palestínumenn þrátt fyrir andstöðu ísraela sem sest hefðu að á Vesturbakkanum. Hann skoraði á Arafat og PLO að taka höndum saman við Israela til að stöðva þá, sem hyggjast beita ofbeldi til að gera friðinn að engu. „Ég vil segja við þig, Arafat for- maður: Við skulum ekki leyfa að landið, sem flóir í mjólk og hunangi, flói í blóði og tárum. Ef þeir, sem þátt eiga í að koma á þessum friði, snúa ekki bökum saman gegn hinum illu englum dauðans . . . verður ekki annað til vitnis um þessa athöfn en litmyndir og merkingarlausir minjagripir. Ár haturs munu flæða yfir bakka sína á ný og drekkja Mið Austurlöndum.“ „Við verðum að fordæma og hafna ofbeldi með öllu,“ sagði Arafat. „Frá og með þessum degi viljum við hvorki sjá saklausum palestínskum, né ísra- elskum lífum sóað eða stefnt í hættu. Það er nóg komið af morðum." Fjöldi manns var viðstaddur at- höfnina. Fjölmargir tóku til máls og flestir tóku til þess að leiðtogar Líb- anons og Sýrlands væru fjarstaddir. Vantaði Líbanon og Sýrland „Við höldum áfram þar til friður- inn nær til allra og til að það gerist verða Sýrlendingar og Líbanar að eiga hlut að máli,“ sagði Clinton. Samkomulagið, sem var undirritað í gær, er ekki fullkomið. Það kom í ljós þegar Arafat svaraði spurning- unni um það hvort með því væri stig- ið skref í átt að ríki Palestínumanna einu orði: „Vissulega." ísraelar hafna enn kröfunni um sjálfstætt palestínskt ríki. Tilvitnun Felipes Gonzalezar, for- sætisráðherra Spánar, í Benjamin Franklin var hins vegar í anda dags- ins: „Það er ekki til vondur friður." ■ Hamas segja Arafat/22 Hart barist í Bosníu Sarajevo. Reuter. FRIÐARUMLEITUNUM var haldið áfram í Bosníu í gær á meðan harð- ir bardagar geisuðu í norðvestur- hluta landsins. Viðvaranir um að friðarviðræðurnar gætu runnið út í sandinn vegna átakanna voru að engu hafðar. Stjóm Bosníu greindi frá því í gær að tveir vegir, sem liggja til Sarajevo um svæði á valdi Bosníu- Serba, verði opnaðir á morgun, laugardag. -----»-------- Kasparov sigraði New York. Reuter. GARRY Kasparov, heimsmeistari í skák, bar í gær sigurorð af Indveij- anum Viswanathan Anand, áskor- anda sínum í heimsmeistaraeinvíg- inu, sem nú er háð í New York. Kasparov hefur sex vinninga og Anand fimm eftir 11 umferðir. Tólfta skákin verður tefld í kvöld. ■ Anand féll í gildru/47 ---» » »..— Ferjuslyss minnst ÞESS var minnst í gær að eitt ár væri liðið frá hinu hörmulega slysi á Eystrasalti er tæplega 900 manns fórust með ferjunni Es- toniu. Var farið á ferjunni Mare Baltikum, systurskipi Estoniu, á slysstaðinn og stansað þar stutta stund. Minntust farþegar hinna látnu. Þeirra á meðal var Janek Nelson sem var einn þeirra sem komust lífs af úr slysinu. Innanflokksátök í þýska jafnaðarmannaflokknum Launahækkunum tíl þingmanna mótmælt Bonn. Reuter. ÞÝSKI jafnaðarmannaflokkurinn, sem logar í innbyrðisátökum um leiðtogaembættið, fékk nýtt vanda- mál við að glíma í gær þegar frammámenn flokksins í ýmsum sambandslandanna snerust gegn umdeildri launahækkun til þing- manna. Leiðtogar flokksins í a.m.k. fimm sambandslöndum af 16 hafa for- dæmt launahækkunina, sem þing- menn jafnaðarmanna og kristilegra demókrata samþykktu sjálfum sér til handa í miklum flýti, og þykir þessi gagnrýni enn eitt áfallið fyrir hinn umdeilda leiðtoga jafnaðar- manna, Rudolf Scharping. Felltíefri deild? Það gerir ekki hlut Scharpings betri, að fulltrúar sambandsland- anna, sem jafnaðarmenn ráða, eru í meirihluta í efri deild þingsins og geta þar beitt neitunarvaldi gegn launahækkuninni, sem þingmenn flokkins samþykktu í neðri deild. Heidi Simonis, forsætisráðherra í Slésvík-Holstein, sem er í forsvari fyrir mótmælendunum, sagði í gær, að sambandslöndin myndu ekki samþykkja þá stjórnarskrár- breytingu, sem þarf til að þing- menn fái 40% launahækkun á fimm árum, og Hans Eichel, forsætisráð- herra jafnaðarmanna í Hessen, sagði, að fólk hefði sagt sig úr flokknum vegna hneykslunar á hækkuninni. Þetta mál hefur haft miklu alvar- legri afleiðingar fyrir jafnaðarmenn en kristilega demókrata og sam- kvæmt skoðanakönnunum munar nú 30 prósentustigum á þeim Helmut Kohl kanslara og Rudolf Scharping, 59% á móti 29%. Reuter

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.