Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ellefu ára barátta í súginn Á FUNDI borgar- stjórnar Reykjavíkur þann 21. september sl. voru breytingar á gjaldskrá Strætisvagna Reykjavíkur samþykkt- ar með 8 atkvæðum meirihluta R-listans gegn 7 atkvæðum full- trúa Sjálfstæðisflokks- ins. Mikilvægustu breyt- ingarnar sem. gerðar voru á gjaldskránni nú eru sérlega athyglis- verðar, ef forsaga málsins er höfð í huga, en eins og kunnugt er verða hækkanir á strætisvagnafargjöldum mestar hjá þeim 12-15 ára unglingum og öldr- uðum, sem mest nota strætisvagn- ana. Farmiðaspjöld með 20 miðum hækka úr 500 krónum í 1.000 krón- ur hjá þessum aldurshópum. Aðrar hækkanir skipta mun minna máii, ef undan er skilin hækkun græna kortsins svonefnda úr 2.900 krónum í 3.400 krónur, en notkun þessa korts hlýtur að verða valkostur fyr- ir þá 12-15 ára unglinga og aldr- aða, sem nota strætisvagnana nær daglega því aðrir kostir eru ekki góðir. Fyrir ungling, sem ferðast 57 sinnum á mánuði með strætisvagni, verður kostnaður nú 2.850 krónur í stað 1.425 króna á mánuði og sama gildir um þann aldraða. Þetta þýðir 17.100 króna hækkun hjá þessum hópum á ársgrundvelli. Hækkanir á fargjöldum verða minni hjá þeim, sem nota strætisvagnana sjaldan eða 20 krónur hjá fullorðn- um og 10 krónur hjá unglingum fyrir hveija ferð. Rétt og skylt er að geta þess, að hækkanir verða engar þann 1. október nk. hjá börn- um að 12 ára aldri og hjá öryrkjum og börn að 6 ára aldri eru gjaldfrí í fylgd fuliorð- inna, þannig að þessar fargjaldabrejdingar eru ekki alvondar hjá núverandi meirihluta í borgarstjóm. Sérstakt unglingafargjald tekið upp I' aprílmánuði árið 1994 var tekið upp sér- stakt unglingafargjald hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, en þá var staðgreiðslugjald lækk- að hjá 12-15 ára unglingum úr 100 krónum í 50 krónur. Jafnframt gátu unglingamir keypt 20 miða farmiða- spjöld fýrir 900 krónur, en höfðu áður greitt sömu upphæð fýrir 10 miða, eins og fullorðnir. Hér var um pólitíska ákvörðun að ræða, sem áætlað var að kostaði borgarsjóð 40-50 milljónir króna. Hér var ein- faldlega verið að hlúa að bamafjöl- skyldum í Reykjavík, sem var sjálf- sögð aðgerð að mínu mati og vel við hæfí á ári fjölskyldunnar. Þessi gjald- skrárbreyting fól vissulega í sér nokkra _ stefnubreytingu, en með komu Áma Sigfússonar í embætti borgarstjóra varð strax ljóst, að meiri áhersla yrði lögð á málefni barnafjölskyldna í Reykjavík en áður. Á næsta fundi borgarstjómar, eft- ir að áðumefnd fargjaldalækkun hjá unglingum tók gildi lögðu borgarfull- trúar þáverandj minnihluta, þ.á m. þær Guðrún Ágústsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Guðrún Ögmunds- dóttir, sem nú skipa þijú efstu sætin á R-listanum, fram svohljóðandi til- lögu: „Borgarstjórn samþykkir að bjóða Forkólfar R-listans hafa gert 11 ára baráttu sína fyrir lækkuðum far- gjöldum unglinga í strætisvagnana að nær * engu, segir Olafur F. Magnússon, rúmlega einu ári eftir að þeir sjálfir fengu völdin. unglingum 12-15 ára mánaðarkort í strætisvagnana með 50% afslætti, eða á kr. 1.450. Höfð verði samvinna við Almenningsvagna BS um málið." í greinargerð með tillögunni sagði orðrétt: „Nú hefur verið fallist á að rétt sé að bjóða grunnskólaungling- um 12-15 ára upp á helmingsaf- slátt af staðgreiðslufargjaldi og af farmiðaspjöldum. Við teljum að stíga eigi skrefið til fulls og selja mánaðar- kortin (græn kort) einnig með sama afslætti. Þá fyrst verður um raun- verulega kjarabót til unglinganna og fjölskyldna þeirra að ræða. Talið er að þeir sem nota græn kort ferðist að meðaltali um 57 ferðir á mánuði. Kostnaður við 57 ferðir á nýju stað- greiðslufargjaldi er kr. 2.850 og ef keyptir eru miðar, kr. 2.565. Það er því Ijóst að breytingin kemur þeim unglingum ekki til góða sem nota vagnana mikið.“ Samræming fargjalda hjá unglingum og lífeyrisþegum Það lá fyrir á áðurnefndum borg- arstjórnarfundi, þann 5. maí 1994, að ekki yrði um neina andstöðu við þessa tillögu fulltrúa vinstri flokk- anna að ræða. Undirritaður vildi ná fram einfaldari og skilvirkari kjara- bót fyrir 12-15 ára unglinga og fjölskyldur þeirra og jafnframt ná fram samræmi í gjaldtöku þessa hóps og lífeyrisþega. Ég hef oft lýst þeirri skoðun minni, m.a. hér á síð- um Morgunblaðsins, að greiðslur barna og unglinga fyrir heilbrigðis- þjónustu og aðra opinbera þjónustu ættu að vera þær sömu hjá bömum að 16 ára aldri og hjá lífeyrisþegum. Því flutti ég að höfðu samráði við þáverandi borgarstjóra svohljóðandi breytingartillögu við tillögu minni- hlutaflokkanna: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, að farmiða- spjöld í strætisvagna borgarinnar með 20 miðum fyrir 12-15 ára unglinga taki mið af greiðslum líf- eyrisþega og verði kr. 500 í stað kr. 900 áður.“ Þegar áðumefnd breytingartil- laga lá fyrir drógu fulltrúar minni- hlutans tillögu sína til baka og lýstu yfír stuðningj við tillögu mína. Það var Guðrún Ágústsdóttir, núverandi forseti borgarstjórnar, sem hafði orð fyrir fulltrúum minnihlutans á títt- nefndum fundi borgarstjórnar fyrir 16 mánuðum og sagði þar orðrétt: „Tillaga Ólafs borgarfulltrúa, sem hér hefur verið flutt, hún gengur lengra en okkar tillaga og við í minnihlutanum drögum okkar til- lögu til baka og lýsum yfir stuðn- ingi við tillögu Ólafs, fáist hún af- greidd hér og nú, og um leið þá myndum við fagna áfangasigri, sigri í baráttu sem staðið hefur yfir sleitulaust í um 11 ár og við höfum flutt allar „variationir" af möguleik- um um unglingafargjald, m.a. þá tillögu sem Ólafur borgarfulltrúi hefur hér lagt fram, sem er í raun um það að bamafargjöld gildi út grunnskólann." Ólafur F. Magnússon Áðurnefndri breytingartillögu minni var vísað til borgarráðs, þar sem hún var samþykkt samhljóða. Áætlað var, að kostnaðarauki borg- arsjóðs vegna tillögunnar yrði 20-30 milljónir króna til viðbótar þeim 40-50 milljónum króna, sem fyrri ákvörðun borgarráðs hafði í för með sér, eða samanlagt 60-80 milljónir króna. Þessar upphæðir voru síður en svo vanáætlaðar, því komið hefur í Ijós, að heildarkostn- aður vegna unglingafargjaldanna nam tæplega 62 milljónum króna á ársgrandvelli. Ódýrar og aðgengilegar almenn- ingssamgöngur fyrir börn, ungl-* inga, aldraða og öryrkja eru þjóð- þrifamál í mínum huga. Formaður stjómar SVR hefur upplýst, að þess- ir hópar séu aðeins um þriðjungur farþega hjá fyrirtækjum. Gjaldtaka hjá þessum hópum er því ekki eins mikilvægur þáttur í tekjum fyrir- tækisins og margir ætla. 11 ára barátta í súginn Það er skoðun mín, að lág far- gjöld unglinga hjá SVR feli í sér tilflutning fjármuna, sem stuðli að auknu réttlæti í samfélagi okkar og séu hluti af skynsamlegri flölskyldu- stefnu. Mér finnst leitt, að þrír efstu menn R-listans telji sig þurfa að standa að stórhækkuðum unglinga- fargjöldum í ljósi tillöguflutnings þeirra í borgarstjórn fyrir 16 mán- uðum. Bæði kjósendur R-listans og barnafjölskyldur í Reykjavík eiga annað og betra skilið. Ég minni jafn- framt á, að núverandi borgarstjóri var borgarfulltrúi árið 1983, þegar hin „sleitulausa barátta" fyrir ungl- ingafargjöldum í strætisvagnana hófst. Með því að greiða atkvæði með nýrri gjaldskrá SVR hafa for- kólfar R-listans gert 11 ára baráttu sína fyrir iækkuðum fargjöldum unglinga í strætisvagnana að nær engu, rúmlega einu ári eftir að þeir sjálfir fengu völdin í borginni. Höfundur er læknir og varn- borgarfulltrúi í Reykjavík. Eru dagar þjóðar- sáttar á enda? ÞVÍ VAR haldið fram í Mbl. sl. mið- vikudag að kjara- samningarnir við launafólk í febrúar sl. hafi ekki gefið fyrirhe- it um tiltekna launa- þróun og vitnað þar til yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar í tengsl- um við kjarasamning- ana. F ordæmisskapandi kjarasamningar Það má véra að það hafi ekki staðið skrif- að í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, en ekki fór á milli mála hvaða skoðun odd- viti ríkisstjórnarinnar hafði á mál- inu. í Mbl. 22. febrúar sl. er eftir- farandi haft eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra: „Það er ekki vafi í mínum huga að þessir samningar, sem ná til langstærsta hluta vinnumarkaðar- ins, þess hluta sem lýtur lögmálum þjóðarteknanna meira en aðrir, verða algerlega fordæmisskapandi fyrir aðra samninga." Bréf forsætisráðherra I bréfi sem forsætisráðherra rit- aði formanni Kjaradóms 1992 kom fram eftirfarandi: „Vísað er til úr- skurðar Kjaradóms dags. 26. júní sl., um launabreytingar sem taka eiga gildi 1. júlí nk. Ljóst er að niðurstaða Kjaradóms stangast í _veigamiklum atriðum á við þá "launaþróun sem orðið hefur á hin- um almenna launamarkaði og er ekki í takt við framvindu íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Það er mat ríkisstjórn- arinnar að hinn ný- fallni kjaradómur sé til þess fallinn að skapa mikinn óróa í þjóðfélaginu og gæti hæglega rofið þá sam- stöðu sem náðst hefur um að þjóðin vinni sig sameiginlega út úr þeim efnahagslegu þrengingum sem nú er við að glíma. Því beinir ríkisstjórnin því eindregið til Kjara- dóms að hann taki úr- skurð sinn þegar til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð sem ekki sé líklegur til að hafa þær afleiðingar sem að framan er Iýst.“ Undir þetta bréf ritaði Davíð Odds- son, forsætisráðherra. Krónutöluhækkun ekki prósentuhækkun launa Inntak kjarasamninganna í febr- úar sl. var krónutöluhækkun ekki prósentuhækkun launa, þannig að þeir fengu mest sem lægst höfðu launin. Oddviti hins stjóraarflokks- ins á þeim tíma staðfesti það í Alþýðublaðinu sama dag en hann sagði að kjarabæturnar einkennd- ust af fastri krónutölu og sérstök- um kaupauka til hinna lægst laun- uðu. Slík lífskjarajöfnun hefði ekki áður tekist í kjarasamningum svo lengi sem elstu menn myndu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði þá um kjarasamn- ingana. „Ég vænti þess að það standist að launahækkanir mun fyrst og fremst ganga til þeirra sem hafa lægri launin“ Stærsta blað landsins Mbl. sagði í leiðara 21. febrúar sl. „Það er hins vegar væntanlega öllum ljóst, að þessir samningar eru stefnu- markandi.“ Forsendur Kjaradóms Því hefur verið haldið fram að kjarabætur sem Kjaradómur úr- skurðaði til æðstu embættismanna þjóðarinnar hafi verið svo háar af því að þessir aðilar hafi ekki feng- ið kjarabætur um langan tíma eða frá 1989. Þetta er ekki rétt. Eftir að úrskurður Kjaradóms var felld- ur úr gildi með lögum 1992 úr- skurðaði dómurinn aftur þetta sama ár æðstu embættismönnum 1,7% hækkun sem var til samræm- is við almenna kjaraþróun á vinnu- markaðnum. Eftir það tóku síðan ný lög um Kjaradóm gildi í árslok 1992, en á grundvelli þeirra laga hefur nú verið kveðinn upp um- deildur úrskurður um launabætur til æðstu embættismanna. Það stenst varla að dómurinn taki í forsendum sínum mið af þeirri launaþróun sem orðið hefur á vinnumarkaði frá 1989 og ógildi þar með úrskurð Kjaradóms frá 1992 sem tekið hafði mið af undan- genginni launaþróun. Þegar litið er til nýrra laga um Kjaradóm og þau ákvæði sem hon- um er gert að byggja forsendur sínar á kemur í ljós að í lögunum er dómnum m.a. falið að taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumark- aði. Þegar litið er til lögskýringa með þessu ákvæði í frumvarpinu um þennan nýja kjaradóm kemur eftirfarandi fram: „Afar brýnt er að varðveita þann stöðugleika og samstöðu um hann sem næst á Jóhanna Sigurðardóttir Hefur kjarastefna ríkis- stjórnarinnar breyst, spyr Jóhanna Sig-______ urðardóttir, frá því forsætisráðherra sagði að febrúarsamning- arnir á almenna vinnumarkaðnum væru algjörlega fordæmis- skapandi fyrir aðra? vinnumarkaði á hveijum tíma. Því þykir rétt að setja ákvæði það sem tilgreint er í 2. málsl. um að taka beri tillit til þeirrar þróunar sem er í kjaramálum á vinnumarkaði þannig að ékki sé hætta á að úr- skurðir Kjaradóms raski kjara- samningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efna- hagslífinu í hættu. Jafnframt felur ákvæðið í sér að Kjaradómi ber, standi þannig á, að taka tillit til launa- og kjarabreytinga á vinnu- markaði sem stafa af batnandi afkomu þjóðarbúsins, þó svo breyt- ingarnar eigi sér ekki stoð í kjara- samningum. Kjaradómi ber þannig að hafa hliðsjón af láunastefnu á vinnumarkaðnum, en ekki móta hana.“ Eru forsendur febrúarsamninganna brostnar? Spyija má hvort Kjaradómurinn hafa virt þessar forsendur, þegar almenna launaþróunin var að miða við krónutölu, sem gæfi þeim lægst launuðu hærri bætur, en ekki að miða við prósentuhækkun. Ekki síst er ástæða til að spyija, vegna þess að forsætisráðherra hafði eins og að ofan er greint lýst því yfir að kjarasamningarnir frá því í febr- úar sl. væru algjörlega fordæmis- skapandi fyrir aðra samninga. Að auki er sú spurning áleitin, þegar því er velt fyrir sér hvort rétt sé að segja upp kjarasamning- um, að fram hefur komið að Kjara- dómurinn, sem kvað upp sinn úr- skurð 8. september, vissi ekki af 40 þúsund króna sérstakri skatt- lausri greiðslu, sem forsætisnefnd Alþingis hafði þó ákveðið bæði fyrir ráðherra og þingmenn með reglum frá 28. ágúst eða 10 dögum áður en dómurinn kvað upp sinn úrskurð. Hver er kjarastefna ríkisstj órnarinnar? Öllum má ljóst vera, ekki síst ráðamönnum þjóðarinnar, að dag- ar þjóðarsáttar eru á enda, ef hún á bara að ná til lægst launaða fólksins í þjóðfélaginu. Um það verður aldrei friður á vinnumark- aði að meðan þjóðarsátt á að gilda um láglaunafólkið, leiki þeir betur settu lausum hala og fái margfald- ar kjarabætur á við þá verst settu. Málið snýst nú um kjarastefnu ríkisstjórnarinnar. Hefur hún breyst frá kjarastefnu fyrri ríkisstjórnar, sem var undir forsæti sama forsætisráðherra og nú, sem sagði í febrúar 1995 að febrúarsamningarnir væru algjör- lega fordæmisskapandi fyrir aðra? Hefur hún breyst frá því þessi sami forsætisráðherra sagði í bréfi til formanns kjaradóms 1992, að úrskurður dómsins þá stangaðist í veigamiklum atriðum á við þá launaþróun sem orðið hefur á hin- um almenna vinnumarkaði? Og áfram sagði forsætisráð- herra þá, að nýfallinn kjaradómur væri til þess falinn að skapa mik- inn óróa í þjóðfélaginu og gæti hæglega rofið þá samstöðu sem náðst hefur um að þjóðin vinni sig sameiginlega út úr þeim efnahags- þrengingum sem'við væri að glíma. Þarf ekki forsætisráðherrann að svara þjóð sinni skýrar en hann hefur gert? Höfundur er formadur Þjóðvaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.