Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 51 ÍDAG BRIDS Umsjón Guömundur Páll Arnarson EITT er að leysa þraut dagsins á prenti, annað að gera það í hita leiksins við spilaborðið. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 875 ¥ KD ♦ 8432 + D873 Suður ♦ ÁK4 ¥ Á109842 ♦ ÁK5 ♦ 5 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass l hjarta Pass l grand Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hvemig á suður að spila? Sagnhafi á tíu toppslagi ef hjartagosinn skilar sér í þrjá efstu. Svo það er aug- ljóst að hann gerir það ekki! Annars væri spilið ekki til umræðu. Ekkert er hægt að gera við gosanum fjórða í vestur, en ef austur er með gosann valdaðan, er hægt að ná upp trompbragði. En til þess er nauðsynlegt að spila laufi í öðrum slag - ekki trompi, eins og bjart- sýnismennimir myndu gera: Norður ♦ 875 ¥ KD ♦ 8432 ♦ D873 Vestur Austur ♦ DG109 ♦ 632 ¥ 5 lll ¥ G763 ♦ G976 ♦ DIO * K1064 ♦ ÁG92 Suður ♦ ÁK4 ¥ Á109842 ♦ ÁK5 ♦ 5 Sagnhafi notar svo inn- komur blinds á hjartahjónin til að tvístytta sig í trompi og getur þá spilað sig út á tapslag í lokin og beðið eftir tveimur síðustu slögunum á ÁIO í hjarta. LEIÐRÉTT Ljósm: SS Röng myndbirting í SMÁKLAUSU um Úlf- ljótsvatn bls. 51 í blaðinu í gær birtist rong mynd. Myndin sem birt var undir röngu höfundamafni er í íslandshandbókinni eftir RH. Því er rétta myndin endurbirt hér um leið og beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Kláfur á Jökulsá I grein á Á slóðum Ferða- félagsins bls. 32 í Mbl. síð- astliðinn þriðjudag þar sem ijallað var um Austurdal í Skagafirði hefur mynda- texti misritast. Við mynd- ina átti að standa eftirfar- andi texti: Kláfur á Jökulsá við bæinn Skatastaði. Förufálki ÁHUGAMAÐUR um fugla hafði samband við blaðið og sagði að fuglinn á baks- íðunni í gær væri ekki fálki heldur ungur förufálki. Munurinn sæist á hinum áberandi skeggrákum á fuglinum. Förufálkar em mjög sjaldgæfir á íslandi. Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, 29. september, éiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Sigfríður Þorsteins- dóttir, húsmóðir, f. 28. desember 1920 og Hafsteinn Auðunsson, vörubifreiðarstjóri, f. 29. september 1908, til heimilis í Glaðheimum 14, Reylqavík. Þau eiga fjögur börn. í tilefni dagsins taka hjónin á móti gestum á morg- un, laugardaginn 30. september, í safnaðarheimili Laugar- neskirkju milli kl. 16 og 19. október nk. verður níræð Kristín Sölvadóttir, Skóg- argötu 8, Sauðárkróki. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í félagsheimil- inu Bifröst, Sauðárkróki, á morgun laugardaginn 30. september kl. 15-18. rtf\ÁRA afmæli. í dag, I \J föstudaginn 29. september, er sjötug Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður, Sólheimum 5, Reykjavík. rfkÁRA afmæli. í dag, fj V/ föstudaginn 29. september, er fimmtugur Jón Þ. Eggertsson, neta- gerðarmeistari, Skóla- vegi 46, Keflavík. Eigin- kona hans er Hólmfríður Guðmundsdóttir, hús- stjórnarkennari. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. Ijósra: MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst í Víði- staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Björk Eiríksdóttir og Gunnlaugur Carl Nielsen. Heimili þeirra er í Stuðla- bergi 104, Reykjavík. HÖGNI HHEKKVtSI STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Dómgreind þín er góð, og þú hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þér semur vel við starfsfé- laga í dag og þið komið miklu í verk. Gagnkvæmur skiln- ingur ríkir hjá ástvinum þeg- ar kvöldar. Naut (20. apríl - 20. maí) iff^ Það er kominn tími til að bretta upp ermar og taka til hendi við vanrækt verkefni heima. Þú getur gert góð kaup í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú átt það til að ganga of langt þegar þú ert úti að skemmta þér. Það sem þér þykir fyndið getur sært til- finningar annarra. Krdbbi (21. júní — 22. júlí) Þótt ekki gangi allt að óskum í vinnunni kemur þú miklu í verk og færist feti nær settu marki. Þú getur slakað á í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að standa við gömul loforð. Sumir taka helgina snemma og skreppa í stutta ferð í dag. Ástvinir eiga gott kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Láttu ekki batnandi fjárhag gefa þér falska öryggis- kennd. Þú þarft að sýna að- gát í fjármálum og varast óþarfa eyðslu. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki deigan síga í sókn þinni að settu marki, því þú getur áorkað miklu í dag. í kvöld lætur gamall vinur frá sér heyra. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur tilhneigingu til að slá slöku við í vinnunni, en þarft að taka til hendi ef þú ætlar að njóta komandi helgar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) «0 Samkvæmislífið heillar og truflar þig við vinnuna í dag, en með góðri aðstoð starfsfé- laga tekst þér það sem þú ætlaðir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að Ijúka verkefni sem hefur lengi beðið lausnar, því það er tímabært að koma því frá. Njóttu svo kvöldsins í vinahópi. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Þú ert að íhuga að skreppa í spennandi ferðalag, og und- irbúningur gengur vel. En þú hefur einnig skyldum að gegna heima. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér býðst fjárhagslegur stuðningur til að ljúka verk- efni, sem þú hefur mikinn áhuga á. Með þrautseigju nærð þú góðum árangri. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spdr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staó-- reynda. Mataræði, líkams- þjálfun og erfða- þættir styrkja beinin Líkamsæfingar skipta máli í baráttunni við beinþynningu. Sjónarhorn Konum hefur verið ráðlagt að neyta mjólkur og lýsis og iðka líkamsæfíngar til að koma í veg fýrir beinþynningu. Rannsóknir benda til að veilur í erfðaþættinum geri sumar konur viðkvæmari fýrir beingisnu en aðrar. Margrét Þorvaldsdóttir kannaði málið. RANNSÓKNIR á erfðavísum, I tengslum við myndun sterkra beina, benda til þess að mikilvægi líkamsæfínga og mjóikumeyslu fari eftir því hvers konar erfðavís- ir fyrir D-vítamín viðtaka. (VDR) sé í beinunum. Vísindamenn uppgötvuðu árið 1994 að D-vítamín viðtakar eru nauðsynlegir til að bein nái góð- um þéttleika. Þessir viðtakar eru ekki allir eins. VDR erfðavísar, sem flytja forrit fyrir uppbygg- ingu D-vítamín viðtaka, koma í tveim gerðum og hleður annar þeirra kalki í beinin með örlítið betri árangri en hinn. Loran Salamone við Pitts- burgh Háskóla í Bandaríkjunum kynnti niðurstöður rannsókna á þessu svið á þingi faraldsfræð- inga í Snowbird í Utah í júní sl. Salamone og samstarfsmenn, sem hafa rannsakað beinþéttni hjá konum á aldrinum 44-50 ára, segja að hægt sé að yfirvinna lélega erfðaeiginleika með kalk- neyslu og líkamsþjálfun. Aftur á móti virðist lítil líkamshreyfing og lítil kalkneysla ekki hafa nei- kvæð áhrif á bein þeirra sem hafa hagstæðri erfðaeiginleika. Frá þessu er greint í júlíblaði Science News. Þar segir að þess- ar niðurstöður geti verið hjálpleg- ar konum sem þurfi að vinna að uppbyggingu sterkari beina. Fólk er fram á fullorðinsár að bæta kalki og styrk í beinin og nær sú uppbygging hámarki um 35 ára aldur. Konur missa bein- þéttni eftir tíðahvörf og getur hæfni til að hindra beingisnu ráð- ist. af þéttni beina fyrir þann tíma. Þær sem erfa tvö afrit af hinum virkari VDR erfðavísum, þekkt sem B gerð, mynda mikla þéttni í beinum. Aftur á móti hafa þær sem erfa tvö forrit af erfðavísum, sem þekktir eru sem B gerð, ekki eins sterk bein. Konur sem höfðu tvö forrit hinna áhrifaminni B erfðavísa og stunduðu mesta lík- amsþjálfun juku beinþéttni um 7 prósent meira en konur sem stunduðu minni líkamsþjálfun. Konur með B erfðavísa sem tóku mikið af kalki og stunduðu lík- amsþjálfun juku beinþéttni um 10 prósent. Aftur á móti virtist kalkauðug fæða án líkamsþjálf- unar ekki skila neinum árangri. Athygli vakti að konur sem höfðu hina hagstæðu B erfðavísa virtust fá sterk bein hvort sem þær höfðu neyttu kalkauðugrar fæðu eða ekki eða stundað líkamsþjálfun. Rannsóknin þykir áhugaverð þar sem hún sýnir að hægt er að hafa áhrif á beingisnu með fyrirbyggjandi aðgerðum. Hún var þó aðeins gerð á hvítum kon- um en ekki konum af svarta kyn- stofninum, en þeldökkar konur og konur af Asíu-uppruna hafa að jafnaði mun meiri beinþéttni en konur af hvíta kynstofninum, hver sem ástæðan er. K I N G A Lvm Vinningstölur 27.09.1995 VINNINGAR FJÖLDI VlNNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING H eate 2 23.500.000 5 af 6 C33+bónus 0 728.144 E1 5af6 6 42.230 □ 4a(6 262 1.530 ri 3 af 6 C*W+bónus 841 200 ^Aðaltölur: i-níi61 18 22j ^26^^30 BÓNUSTÖLUR 14 35 40 Heildanipphæð þessa vlku 48.550.584 á ísl.: 1.550.584 f/fVinninqur: fór til Danmerkur og Noregs UPPLÝSINQAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA QRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.