Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 51

Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 51 ÍDAG BRIDS Umsjón Guömundur Páll Arnarson EITT er að leysa þraut dagsins á prenti, annað að gera það í hita leiksins við spilaborðið. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 875 ¥ KD ♦ 8432 + D873 Suður ♦ ÁK4 ¥ Á109842 ♦ ÁK5 ♦ 5 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass l hjarta Pass l grand Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hvemig á suður að spila? Sagnhafi á tíu toppslagi ef hjartagosinn skilar sér í þrjá efstu. Svo það er aug- ljóst að hann gerir það ekki! Annars væri spilið ekki til umræðu. Ekkert er hægt að gera við gosanum fjórða í vestur, en ef austur er með gosann valdaðan, er hægt að ná upp trompbragði. En til þess er nauðsynlegt að spila laufi í öðrum slag - ekki trompi, eins og bjart- sýnismennimir myndu gera: Norður ♦ 875 ¥ KD ♦ 8432 ♦ D873 Vestur Austur ♦ DG109 ♦ 632 ¥ 5 lll ¥ G763 ♦ G976 ♦ DIO * K1064 ♦ ÁG92 Suður ♦ ÁK4 ¥ Á109842 ♦ ÁK5 ♦ 5 Sagnhafi notar svo inn- komur blinds á hjartahjónin til að tvístytta sig í trompi og getur þá spilað sig út á tapslag í lokin og beðið eftir tveimur síðustu slögunum á ÁIO í hjarta. LEIÐRÉTT Ljósm: SS Röng myndbirting í SMÁKLAUSU um Úlf- ljótsvatn bls. 51 í blaðinu í gær birtist rong mynd. Myndin sem birt var undir röngu höfundamafni er í íslandshandbókinni eftir RH. Því er rétta myndin endurbirt hér um leið og beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Kláfur á Jökulsá I grein á Á slóðum Ferða- félagsins bls. 32 í Mbl. síð- astliðinn þriðjudag þar sem ijallað var um Austurdal í Skagafirði hefur mynda- texti misritast. Við mynd- ina átti að standa eftirfar- andi texti: Kláfur á Jökulsá við bæinn Skatastaði. Förufálki ÁHUGAMAÐUR um fugla hafði samband við blaðið og sagði að fuglinn á baks- íðunni í gær væri ekki fálki heldur ungur förufálki. Munurinn sæist á hinum áberandi skeggrákum á fuglinum. Förufálkar em mjög sjaldgæfir á íslandi. Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, 29. september, éiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Sigfríður Þorsteins- dóttir, húsmóðir, f. 28. desember 1920 og Hafsteinn Auðunsson, vörubifreiðarstjóri, f. 29. september 1908, til heimilis í Glaðheimum 14, Reylqavík. Þau eiga fjögur börn. í tilefni dagsins taka hjónin á móti gestum á morg- un, laugardaginn 30. september, í safnaðarheimili Laugar- neskirkju milli kl. 16 og 19. október nk. verður níræð Kristín Sölvadóttir, Skóg- argötu 8, Sauðárkróki. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í félagsheimil- inu Bifröst, Sauðárkróki, á morgun laugardaginn 30. september kl. 15-18. rtf\ÁRA afmæli. í dag, I \J föstudaginn 29. september, er sjötug Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður, Sólheimum 5, Reykjavík. rfkÁRA afmæli. í dag, fj V/ föstudaginn 29. september, er fimmtugur Jón Þ. Eggertsson, neta- gerðarmeistari, Skóla- vegi 46, Keflavík. Eigin- kona hans er Hólmfríður Guðmundsdóttir, hús- stjórnarkennari. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. Ijósra: MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst í Víði- staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Björk Eiríksdóttir og Gunnlaugur Carl Nielsen. Heimili þeirra er í Stuðla- bergi 104, Reykjavík. HÖGNI HHEKKVtSI STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Dómgreind þín er góð, og þú hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þér semur vel við starfsfé- laga í dag og þið komið miklu í verk. Gagnkvæmur skiln- ingur ríkir hjá ástvinum þeg- ar kvöldar. Naut (20. apríl - 20. maí) iff^ Það er kominn tími til að bretta upp ermar og taka til hendi við vanrækt verkefni heima. Þú getur gert góð kaup í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú átt það til að ganga of langt þegar þú ert úti að skemmta þér. Það sem þér þykir fyndið getur sært til- finningar annarra. Krdbbi (21. júní — 22. júlí) Þótt ekki gangi allt að óskum í vinnunni kemur þú miklu í verk og færist feti nær settu marki. Þú getur slakað á í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að standa við gömul loforð. Sumir taka helgina snemma og skreppa í stutta ferð í dag. Ástvinir eiga gott kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Láttu ekki batnandi fjárhag gefa þér falska öryggis- kennd. Þú þarft að sýna að- gát í fjármálum og varast óþarfa eyðslu. Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ekki deigan síga í sókn þinni að settu marki, því þú getur áorkað miklu í dag. í kvöld lætur gamall vinur frá sér heyra. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur tilhneigingu til að slá slöku við í vinnunni, en þarft að taka til hendi ef þú ætlar að njóta komandi helgar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) «0 Samkvæmislífið heillar og truflar þig við vinnuna í dag, en með góðri aðstoð starfsfé- laga tekst þér það sem þú ætlaðir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að Ijúka verkefni sem hefur lengi beðið lausnar, því það er tímabært að koma því frá. Njóttu svo kvöldsins í vinahópi. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Þú ert að íhuga að skreppa í spennandi ferðalag, og und- irbúningur gengur vel. En þú hefur einnig skyldum að gegna heima. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér býðst fjárhagslegur stuðningur til að ljúka verk- efni, sem þú hefur mikinn áhuga á. Með þrautseigju nærð þú góðum árangri. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spdr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staó-- reynda. Mataræði, líkams- þjálfun og erfða- þættir styrkja beinin Líkamsæfingar skipta máli í baráttunni við beinþynningu. Sjónarhorn Konum hefur verið ráðlagt að neyta mjólkur og lýsis og iðka líkamsæfíngar til að koma í veg fýrir beinþynningu. Rannsóknir benda til að veilur í erfðaþættinum geri sumar konur viðkvæmari fýrir beingisnu en aðrar. Margrét Þorvaldsdóttir kannaði málið. RANNSÓKNIR á erfðavísum, I tengslum við myndun sterkra beina, benda til þess að mikilvægi líkamsæfínga og mjóikumeyslu fari eftir því hvers konar erfðavís- ir fyrir D-vítamín viðtaka. (VDR) sé í beinunum. Vísindamenn uppgötvuðu árið 1994 að D-vítamín viðtakar eru nauðsynlegir til að bein nái góð- um þéttleika. Þessir viðtakar eru ekki allir eins. VDR erfðavísar, sem flytja forrit fyrir uppbygg- ingu D-vítamín viðtaka, koma í tveim gerðum og hleður annar þeirra kalki í beinin með örlítið betri árangri en hinn. Loran Salamone við Pitts- burgh Háskóla í Bandaríkjunum kynnti niðurstöður rannsókna á þessu svið á þingi faraldsfræð- inga í Snowbird í Utah í júní sl. Salamone og samstarfsmenn, sem hafa rannsakað beinþéttni hjá konum á aldrinum 44-50 ára, segja að hægt sé að yfirvinna lélega erfðaeiginleika með kalk- neyslu og líkamsþjálfun. Aftur á móti virðist lítil líkamshreyfing og lítil kalkneysla ekki hafa nei- kvæð áhrif á bein þeirra sem hafa hagstæðri erfðaeiginleika. Frá þessu er greint í júlíblaði Science News. Þar segir að þess- ar niðurstöður geti verið hjálpleg- ar konum sem þurfi að vinna að uppbyggingu sterkari beina. Fólk er fram á fullorðinsár að bæta kalki og styrk í beinin og nær sú uppbygging hámarki um 35 ára aldur. Konur missa bein- þéttni eftir tíðahvörf og getur hæfni til að hindra beingisnu ráð- ist. af þéttni beina fyrir þann tíma. Þær sem erfa tvö afrit af hinum virkari VDR erfðavísum, þekkt sem B gerð, mynda mikla þéttni í beinum. Aftur á móti hafa þær sem erfa tvö forrit af erfðavísum, sem þekktir eru sem B gerð, ekki eins sterk bein. Konur sem höfðu tvö forrit hinna áhrifaminni B erfðavísa og stunduðu mesta lík- amsþjálfun juku beinþéttni um 7 prósent meira en konur sem stunduðu minni líkamsþjálfun. Konur með B erfðavísa sem tóku mikið af kalki og stunduðu lík- amsþjálfun juku beinþéttni um 10 prósent. Aftur á móti virtist kalkauðug fæða án líkamsþjálf- unar ekki skila neinum árangri. Athygli vakti að konur sem höfðu hina hagstæðu B erfðavísa virtust fá sterk bein hvort sem þær höfðu neyttu kalkauðugrar fæðu eða ekki eða stundað líkamsþjálfun. Rannsóknin þykir áhugaverð þar sem hún sýnir að hægt er að hafa áhrif á beingisnu með fyrirbyggjandi aðgerðum. Hún var þó aðeins gerð á hvítum kon- um en ekki konum af svarta kyn- stofninum, en þeldökkar konur og konur af Asíu-uppruna hafa að jafnaði mun meiri beinþéttni en konur af hvíta kynstofninum, hver sem ástæðan er. K I N G A Lvm Vinningstölur 27.09.1995 VINNINGAR FJÖLDI VlNNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING H eate 2 23.500.000 5 af 6 C33+bónus 0 728.144 E1 5af6 6 42.230 □ 4a(6 262 1.530 ri 3 af 6 C*W+bónus 841 200 ^Aðaltölur: i-níi61 18 22j ^26^^30 BÓNUSTÖLUR 14 35 40 Heildanipphæð þessa vlku 48.550.584 á ísl.: 1.550.584 f/fVinninqur: fór til Danmerkur og Noregs UPPLÝSINQAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA QRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.