Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. SEFrEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Húsaleiffubætur ekki greiddar að óbreyttum lögum Aðferð ríkisvaldsins við fram- kvæmdina ekki aðgengileg BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að taka upp greiðslu húsaleigubóta að óbreyttum lög- um. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær, en frestur sveitar- stjórna til að taka ákvörðun um greiðsiu húsaleigubóta á árinu 1996 rennur út 30. september næstkomandi. Lögin verði endurskoðuð Ákvörðun bæjarráðs var tekin með vísan til þess að ekki var tekið tillit til eindreginna andmæla sveit- arfélaga við einstök atriði í frum- varpi til laga um húsaleigubætur á liðnum vetri. „Því beinir bæjarráð þeirri eindregnu áskorun til ríkis- valdsins, að lögin um húsaleigubæt- ur verði nú tekin til endurskoðunar og fullt tilliti tekið til þeirra sjónar- miða sem fram hafa komið hjá sveitarfélögum," segir í bókun meirihluta bæjarráðs frá því í gær. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, lét bóka á fundinum að hann teldi greiðslu húsaleigubóta réttlæt- ismál, „en get fallist á að aðferð ríkisvaldsins við framkvæmdina sé ekki aðgengileg og ásættanleg.“ „Alþýðuþandalagið hefur lengi verið því fylgjandi að húsaleigubæt- ur verði teknar upp. Að mínu áliti er sú leið sem farin er í framkvæmd þessa máls í lögum um húsaleigu- bætur, því miður meingölluð eins og bent hefur verið á í athugasemd- um sveitarfélaganna. Ég get því fallist á ofangreinda bókun bæjar- ráðs, en óska þó eftir að málið komi til endanlegrar afgreiðslu í bæjar- stjórn," segir í bókun Sigríðar Stef- ánsdóttur. Búa við skarðari hlut Þá telur Sigríður ámælisvert að niðurstaða skuli ekki liggja fyrir frá þeirri nefnd sem félagsmála- ráðherra skipaði til að fylgjast með framkvæmd greiðslu húsaleigu- bóta og gera tillögur til breytinga ef þurfa þætti. Jafnframt telur hún þá leið sem farin er í lögum um húsaleigubætur meingallaða. „Aftur á móti er greiðsla húsa- leigubóta réttlætismál og erfitt að sætta sig við að íbúar á Akureyri búi við skarðari hlut í þessum málum en íbúar margra annarra sveitarfélaga," segir í bókun Sig- ríðar. Bæjarráð samþykkti að endanleg staðfesting á afgreiðslu málsins yrði í bæjarstjórn, en næsti fundur bæjarstjórnar er 10. október næst- komandi. Góð heim- sókn í skólann í Grímsey Grímsey. SKÓLABÖRN í Grímsey fengu nýverið heimsókn, en þar voru á ferð hjónin María Steinþórs- dóttir og Jón Ingimarsson sem kenndu börnum í Grímsey í nokkur ár. Þau hafa haldið tryggð við fyrrverandi nem- endur sína og litu inn til þeirra í kennslustund í skólanum og spjölluðu við börnin. Höfðu all- ir mikla ánægju af heimsókn þeirra hjóna. Þess má geta að börnin sem stunda nám í vetur í skólanum í Grímsey eru alls fjórtán talsins og þar af er aðeins ein stúlka. Starf smannaráð Heilsugæslu- stöðvarinnar Umferð ekki leyfð um göngu- götuna STARFSMANNARÁÐ Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hefur mótmælt hugmyndum um að göngugatan í Hafnarstæti verði að nýju opnuð fyrir um- ferð. Starfsmannaráðið sendi bæjarráði bréf þess efnis í vik- unni en því fylgir ályktun frá ráðinu þar sem eindregið er mótmælt þeirri hugmynd að opna göngugötuna í Miðbæ Akureyrar að nýju fyrir umferð bifreiða. Verslunareigendur við götuna hafa hvatt til þess að gerð-verði tilraun með slíkt. Sameining almannavarna- nefnda HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar hef- ur boðað til fundar á Hótel KEA í næstu viku þar sem kynnt verður hugmynd utn að al- mannavarnanefnd Akureyrar og almannavarnanefnd Dalvík- ur verði sameinaðar. Biblíulestur BIBLÍULESTRAR hafa verið fastur liður í starfsemi kirkn- anna á Akureyri um skeið og eru slíkir lestrar nú að hefjast eftir sumarfrí. Björgvin Jörgensson fyrrver- andi kennari leiðir samveru- stundirnar í Akureyrarkirkju en þær verða á hverju mánudags- kvöldi í litla sal Safnaðarheimil- isins. Þær hefjast kl. 20.30. Byij- að verður á lestri II. Korintu- bréfs. í Glerárkirkju verður biblíu- lestur og bænastund á hveijum laugardegi í vetur, frá kl. 13.00 til 14.00. Lesið verður upp úr Lúkasarguðsspjalli og fá þátttak- endur skýringarefni afhent sér að kostnaðarlausu. Ketilhúsið Málverka- sýning til miðnættis MÁLVERKASÝNING Páls Sól- nes sem nú stendur í Ketilhúsinu í Grófargili verður opin í kvöld, föstudagskvöld, laugardags- kvöld og sunnudagskvöld frá kl. 21.00 til 24.00 auk venjulegs opnunartíma. Þessi opnun að kvöldlagi um helgina tengist umræðum um framtíð Ketilhússins, en for- svarsmenn Gilfélagsins telja húsið gegna lykilhlutverki í upp- byggingu Listamiðstöðvar í Grófargili. Hugmyndir hafa komið upp um að færa þangað tómstundamiðstöðina Punktinn: Boðið verður upp á tónlist- aratriði öll kvöldin kl. 22.00, í kvöld syngja þau Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjart- arson, annað kvöld leikur hljómsveitin J.J. Soul og á sunnudagskvöld spila félagarn- ir Ómar Einarsson, Jón Rafns- son og Karl Petersen. Messa LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Svalbarðs- kirkju n.k. sunnudag, 1. október kl. 14.00. Væntanlegfermingar- börn í Svalbarðskirkju og for- eldrar þeirra sérstaklega hvött til að koma í kirkjuna. Morgunblaðið/Hólmfríður Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á gamla BSA-húsinu. Nýr veit- ingastaður Odd-vitinn opnaður NÝR veitingastaður, Odd-vitinn verður opnaður að Strandgötu 53 á Akureyri í kvöld föstudagskvöldið 29. september. Nafnið á að minna á staðsetningu hans, nálægðina við vitann á Oddeyri. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu, gamla BSA- húsinu svonefnda við Strandgötu, en framkvæmdir hófust í mars síð- astliðnum. Húsið var byggt árin 1934-5 af Kristjáni Kristjánssyni, eða Kidda Birting sem kallaður var. Þar var rekið bílaumboð og bílaverk- stæði allt fram á níunda áratuginn. Eigendur veitingastaðarins eru þau Sigurður Einarsson og Svein- björg Aðalsteinsdóttir og ijölskylda þeirra. Staðurinn rúmar 350 gesti og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hyggjast eigendur hans höfða til fólks yfir tvítugu. Boðið verður upp á lifandi tónlist, en há- vaða stillt í hóf svo gestir geti spjall- að saman án þess að brýna raust- ina. Fyrirhugað er að efna til djass- kvölda á Odd-vitanum og fleira er í bígerð. Hægt er að kaupa smárétti ýmis konar á veitingastaðnum. Vegna stærðar staðarins þykir hann henta einkar vel fyrir árshátíð- ir, þorrablót og fleiri samkomur af svipuðum toga og hafa þegar komið fram óskir um að fá staðinn til slíks samkomuhalds. Odd-vitinn verður opnaður í kvöld kl. 23.00, en í fyrstu verður staðurinn opin frá kl. 20.00-01(00 á fimmtu- dagskvöldum og frá 20.00 til 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Vr.l'Mr ^Æi CÁ iddtu e kki af <teptemberbókunum ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 \ I % \ I i I l 1 I i i 1 i I p I 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.