Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 14

Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. SEFrEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Húsaleiffubætur ekki greiddar að óbreyttum lögum Aðferð ríkisvaldsins við fram- kvæmdina ekki aðgengileg BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að taka upp greiðslu húsaleigubóta að óbreyttum lög- um. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær, en frestur sveitar- stjórna til að taka ákvörðun um greiðsiu húsaleigubóta á árinu 1996 rennur út 30. september næstkomandi. Lögin verði endurskoðuð Ákvörðun bæjarráðs var tekin með vísan til þess að ekki var tekið tillit til eindreginna andmæla sveit- arfélaga við einstök atriði í frum- varpi til laga um húsaleigubætur á liðnum vetri. „Því beinir bæjarráð þeirri eindregnu áskorun til ríkis- valdsins, að lögin um húsaleigubæt- ur verði nú tekin til endurskoðunar og fullt tilliti tekið til þeirra sjónar- miða sem fram hafa komið hjá sveitarfélögum," segir í bókun meirihluta bæjarráðs frá því í gær. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, lét bóka á fundinum að hann teldi greiðslu húsaleigubóta réttlæt- ismál, „en get fallist á að aðferð ríkisvaldsins við framkvæmdina sé ekki aðgengileg og ásættanleg.“ „Alþýðuþandalagið hefur lengi verið því fylgjandi að húsaleigubæt- ur verði teknar upp. Að mínu áliti er sú leið sem farin er í framkvæmd þessa máls í lögum um húsaleigu- bætur, því miður meingölluð eins og bent hefur verið á í athugasemd- um sveitarfélaganna. Ég get því fallist á ofangreinda bókun bæjar- ráðs, en óska þó eftir að málið komi til endanlegrar afgreiðslu í bæjar- stjórn," segir í bókun Sigríðar Stef- ánsdóttur. Búa við skarðari hlut Þá telur Sigríður ámælisvert að niðurstaða skuli ekki liggja fyrir frá þeirri nefnd sem félagsmála- ráðherra skipaði til að fylgjast með framkvæmd greiðslu húsaleigu- bóta og gera tillögur til breytinga ef þurfa þætti. Jafnframt telur hún þá leið sem farin er í lögum um húsaleigubætur meingallaða. „Aftur á móti er greiðsla húsa- leigubóta réttlætismál og erfitt að sætta sig við að íbúar á Akureyri búi við skarðari hlut í þessum málum en íbúar margra annarra sveitarfélaga," segir í bókun Sig- ríðar. Bæjarráð samþykkti að endanleg staðfesting á afgreiðslu málsins yrði í bæjarstjórn, en næsti fundur bæjarstjórnar er 10. október næst- komandi. Góð heim- sókn í skólann í Grímsey Grímsey. SKÓLABÖRN í Grímsey fengu nýverið heimsókn, en þar voru á ferð hjónin María Steinþórs- dóttir og Jón Ingimarsson sem kenndu börnum í Grímsey í nokkur ár. Þau hafa haldið tryggð við fyrrverandi nem- endur sína og litu inn til þeirra í kennslustund í skólanum og spjölluðu við börnin. Höfðu all- ir mikla ánægju af heimsókn þeirra hjóna. Þess má geta að börnin sem stunda nám í vetur í skólanum í Grímsey eru alls fjórtán talsins og þar af er aðeins ein stúlka. Starf smannaráð Heilsugæslu- stöðvarinnar Umferð ekki leyfð um göngu- götuna STARFSMANNARÁÐ Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hefur mótmælt hugmyndum um að göngugatan í Hafnarstæti verði að nýju opnuð fyrir um- ferð. Starfsmannaráðið sendi bæjarráði bréf þess efnis í vik- unni en því fylgir ályktun frá ráðinu þar sem eindregið er mótmælt þeirri hugmynd að opna göngugötuna í Miðbæ Akureyrar að nýju fyrir umferð bifreiða. Verslunareigendur við götuna hafa hvatt til þess að gerð-verði tilraun með slíkt. Sameining almannavarna- nefnda HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar hef- ur boðað til fundar á Hótel KEA í næstu viku þar sem kynnt verður hugmynd utn að al- mannavarnanefnd Akureyrar og almannavarnanefnd Dalvík- ur verði sameinaðar. Biblíulestur BIBLÍULESTRAR hafa verið fastur liður í starfsemi kirkn- anna á Akureyri um skeið og eru slíkir lestrar nú að hefjast eftir sumarfrí. Björgvin Jörgensson fyrrver- andi kennari leiðir samveru- stundirnar í Akureyrarkirkju en þær verða á hverju mánudags- kvöldi í litla sal Safnaðarheimil- isins. Þær hefjast kl. 20.30. Byij- að verður á lestri II. Korintu- bréfs. í Glerárkirkju verður biblíu- lestur og bænastund á hveijum laugardegi í vetur, frá kl. 13.00 til 14.00. Lesið verður upp úr Lúkasarguðsspjalli og fá þátttak- endur skýringarefni afhent sér að kostnaðarlausu. Ketilhúsið Málverka- sýning til miðnættis MÁLVERKASÝNING Páls Sól- nes sem nú stendur í Ketilhúsinu í Grófargili verður opin í kvöld, föstudagskvöld, laugardags- kvöld og sunnudagskvöld frá kl. 21.00 til 24.00 auk venjulegs opnunartíma. Þessi opnun að kvöldlagi um helgina tengist umræðum um framtíð Ketilhússins, en for- svarsmenn Gilfélagsins telja húsið gegna lykilhlutverki í upp- byggingu Listamiðstöðvar í Grófargili. Hugmyndir hafa komið upp um að færa þangað tómstundamiðstöðina Punktinn: Boðið verður upp á tónlist- aratriði öll kvöldin kl. 22.00, í kvöld syngja þau Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjart- arson, annað kvöld leikur hljómsveitin J.J. Soul og á sunnudagskvöld spila félagarn- ir Ómar Einarsson, Jón Rafns- son og Karl Petersen. Messa LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Svalbarðs- kirkju n.k. sunnudag, 1. október kl. 14.00. Væntanlegfermingar- börn í Svalbarðskirkju og for- eldrar þeirra sérstaklega hvött til að koma í kirkjuna. Morgunblaðið/Hólmfríður Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á gamla BSA-húsinu. Nýr veit- ingastaður Odd-vitinn opnaður NÝR veitingastaður, Odd-vitinn verður opnaður að Strandgötu 53 á Akureyri í kvöld föstudagskvöldið 29. september. Nafnið á að minna á staðsetningu hans, nálægðina við vitann á Oddeyri. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu, gamla BSA- húsinu svonefnda við Strandgötu, en framkvæmdir hófust í mars síð- astliðnum. Húsið var byggt árin 1934-5 af Kristjáni Kristjánssyni, eða Kidda Birting sem kallaður var. Þar var rekið bílaumboð og bílaverk- stæði allt fram á níunda áratuginn. Eigendur veitingastaðarins eru þau Sigurður Einarsson og Svein- björg Aðalsteinsdóttir og ijölskylda þeirra. Staðurinn rúmar 350 gesti og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hyggjast eigendur hans höfða til fólks yfir tvítugu. Boðið verður upp á lifandi tónlist, en há- vaða stillt í hóf svo gestir geti spjall- að saman án þess að brýna raust- ina. Fyrirhugað er að efna til djass- kvölda á Odd-vitanum og fleira er í bígerð. Hægt er að kaupa smárétti ýmis konar á veitingastaðnum. Vegna stærðar staðarins þykir hann henta einkar vel fyrir árshátíð- ir, þorrablót og fleiri samkomur af svipuðum toga og hafa þegar komið fram óskir um að fá staðinn til slíks samkomuhalds. Odd-vitinn verður opnaður í kvöld kl. 23.00, en í fyrstu verður staðurinn opin frá kl. 20.00-01(00 á fimmtu- dagskvöldum og frá 20.00 til 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Vr.l'Mr ^Æi CÁ iddtu e kki af <teptemberbókunum ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 \ I % \ I i I l 1 I i i 1 i I p I 1 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.