Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norömenn rtíyna aö eigna sér fommanninn í Skriðdal: Atli grautur var norskur víkingur -v- KOM L, \i/i a.n v" ; 4^,0,. oi< ■ ■ ■ ----GMO MC? Það gat svo sem verið að Norðmenn færu að blanda sér í deiluna um eignaréttinn og grautar Atla. ATLANTA keypti nýlega Boeing 747-100 vél af franska flugfélaginu Air France. Vélin verður notuð í flugi Samvinnuferða-Landsýnar til Bahamaeyja. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða 6 daga ferð til Bahamaeyja 487 sæti seldust upp á klukkustund MIKIL örtröð var á skrifstofum Samvinnuferða-Landsýnar snemma í gærmorgun, en þegar starfsfólk mætti til vinnu var biðröð fólks fyrir utan. Tilefnið var aug- lýsing í Morgunblaðinu á sunnu- dag, þar sem ferðaskrifstofan bauð sex daga ferð til Bahamaeyja á 39.800 krónur, með Boeing 747-100 vél sem flugfélagið Atl- anta festi nýlega kaup á. Að. sögn Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar, seldust þau 487 sæti, sem í boði voru, upp á klukku- tíma og tæplega 200 voru skráðir á biðlista. Önnur ferð í nóvember „Viðbrögðin voru alveg ótrúleg. Við höfðum ekki undan að afgreiða og starfsfóikið leit ekki upp fyrr en öll sæti voru uppseld,“ sagði Helgi. Um aðdragandann sagði hann að ákveðið hefði verið að nota tækifærið þegar Boeing 747-100 flugvél Atlanta hefði verið á lausu og kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að nota svo stóra vél hér. Viðtökurnar sýndu, svo ekki væri um að villast, að sá grundvöll- ur væri fyrir hendi. Samvinnuferðir-Landsýn gengu í gær fá samningum við Atlanta um að Boeing 747-100 fiugvél fé- lagsins færi aðra ferð til Bahama- eyja 2. nóvember nk. „Við hringjum í þá tæpa 200 sem eru á biðlista og seljum svo þau sæti sem eftir verða,“ sagði Helgi. Helgi sagði enn fremur, að þrátt fyrir að hér væri vissulega um að ræða ótrúlegar viðtökur, mætti ekki horfa framhjá því að verið væri að bjóða fólki að komast í 6 daga ferð til Bahamaeyja fyrir mjög lágt verð. Verðið miðast við staðgreiðslu á mann í tvíbýli, en innifalin er gisting, fararstjóm, flugvallarskattur o.fi. Ódýrustu pex-fargjöld til Bahama-eyja, með gistingu í 5 nætur kostuðu í kring- um 110 þúsund krónur. Með vél Atlanta verður flogið beint til Ba- hamaeyja og tekur ferðin rúma 7 klukkutíma. Flugfélagið Atlanta hefur undanfarið m.a. verið með 6 Boeing 747 flugvélar í notkun. í sumar gerði féiagið kaupleigusamning um eina vélina og var síðasta afborgun- in greidd upp um miðjan september sl. Um er að ræða Boeing 747-100 vél, sem var framleidd árið 1972, en hefur frá upphafí verið í eigu Air France, þaðan sem Atlanta fékk hana. í fríi frá pílagrímaflugi „Við tókum þessa vél á leigu í mars,“ segir Arngrímur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Atlanta. „Hún var fyrst í pílagrímaflugi í Nígeríu, en frá því í sumar hefur hún verið í verkefnum fyrir Gold Crest í Manchester í Bretlandi. Síð- ari hluta október lýkur þeim verk- efnum og þá fer hún í skoðun. Píla- grímaflugið í Nígeríu hefst svo aft- ur í bytjun desember og stendur fram í byijun júní á næsta ári. Við nýtum fríhelgar nú í haust til að fljúga með íslendinga til Bahama- eyja.“ Nýr landsliðsþjálfari í knattspyrnu Draumurinn að fara með liðið í úrslitakeppni HM Logi Ólafsson XT'nattspyrnu- ■ SAMBAND íslands **■ hefur sett sér það markmið að koma a- landsliðinu í hærri styrk- leikaflokk og ráðið Loga Ólafsson sem . landsliðs- þjálfara í þeirri von að draumurinn verði að veru- leika. - Þú kvaddir Skagamenn um helgina og ferð nú að snúa þér að landsliðsmál- um. Hvernig tilfmning er það að skila af séríslands- meistaratitli til að taka við landsliðinu? „Þetta eru geysilega mikil viðbrigði og þessi tvö störf eru í raun mjög ólík. Mín reynsla er sú að það hefur gengið vel að vinna hjá KSÍ og þar er gaman að vinna. Hins vegar er því ekki að neita að því fylgir söknuður að yfirgefa Akranes. Ég hef sagt í vinahópi að ég sé að fara úr vemduðu starfi í það að gefa út veiðileyfi á sjálfan mig, því nánast allir sem fylgj- ast með landsliðinu em sjálf- skipaðir landsliðsþjálfarar. Að því leyti er landsliðsþjálfara- starfið öðmvísi og það verður meira fylgst með því sem ég geri, meira gagnrýnt og það þarf ég að búa mig undir.“ - KSÍ hefur brugðist við að- stöðuleysi með auknum verkefn- um erlendis. Er það framtíðar- lausn? „Ef landsliðið á að verða betra verðum við að eiga góð lið í 1. deild og menn í atvinnumennsku úti í heimi. Til að svo megi verða þarf aðstaðan til knattspymu- iðkunar á íslandi að breytast. Aðstöðuleysi stendur knatt- spyrnunni fyrir þrifum. Það að geta ekki æft heilsársíþrótt allt árið gerir það að verkum að á einhveijum punkti verður ekki lengra náð. A Akranesi er besta aðstaða landsins en á veturna er það fjaran, Langisandur, og því þarf þjálfarinn að vera með flóðatöflu þegur hann skipu- leggur æfingar. Þegar ég var í Noregi var norskur fótbolti ekki hátt skrifaður í Evrópu en er nú í 2. sæti á styrkleikalistanum. Norðmenn hafa unnið faglega og fræðilega að uppeldi knatt- spyrnumanna og ég hef áhuga á að kynna mér betur það starf til að sjá hvað við getum notað af því á íslandi en aðalatriðið er að þeir hafa gert áætlanir um hvað þeir þurfa margar knattspyrnuhallir til að anna hveijum landsfjórðungi. Yfir- völd í landinu þurfa að koma hér upp ijöl- nota íþróttahöllum en það gerist ekki nema með samstilltu átaki. A norðurlandi eiga til dæmis Sauð- árkrókur, Dalvík, Akureyri og Húsavík að sameinast um svona höll. Þetta er algjört þjóðþrifa- mál fyrir íslenska knattspyrnu. Félagsvísindadeild Háskólans hefur verið að gera rannsókn á hvaða þýðingu það hefur fyrir æsku landsins að stunda íþrótt- ir. Þetta er forvöm í heilsulegu tilliti og þessu fólki gengur bet- ur í skóla. Á sama. tíma fer allt ►Logi Ólafsson tekur við sem íandsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu eftir síðasta leik í Evrópukeppninni í næsta mánuði. Hann er fæddur 14. 11.1954 og er íþróttafræðing- ur að mennt frá íþróttahá- skólanum í Osló. Hann hefur verið íþróttakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð síðan 1988 og þjálfari sam- hliða kennslu frá því hann kom heim frá námi 1984. Kvennalið Vals í knattspyrnu varð Islandsmeistari undir hans stjórn 1987 -1989 og einnig bikarmeistari 1988. Logi stýrði Víkingi til íslands- meistaratitils 1991 ogkvenna- landsliðið varð í 5. til 8. sæti í Evrópukeppninni í fyrra með hann sem þjálfara en Akumesingar urðu íslands- meistarar undir hans stjórn í ár. úr böndum í heilbrigðisráðu- neytinu, dýrasta ráðuneytinu, en ekkert er hugsað um forvarn- ir. Eingöngu er hugsað um að gera við bílinn þegar hann er bilaður en ekki hugsað um að halda honum við.“ -Hver er draumur þinn í nýju starfi? „Draumurinn er að fara með liðið áfram í komandi heims- meistarakeppni en ég veit að það er mjög erfitt og sumir segja óraunhæft. í því sambandi er ekkert hægt að segja fyrr en eftir dráttinn í desember en það er allt hægt í fótbolta. Hins veg- ar förum við ekkert áfram nema sem ein liðsheild með stemmn- ingu að baki og þá skiptir ekki máli hvort það er Akranes, kvennalandslið, karlalandslið eða hvaða lið sem er. Ég hef alltaf sagt við mín lið að ef einn í hópnum hefur vantrú á því sem við erum að gera er það nóg til að eyðileggja liðsheildina. Mér fínnst það hafa einkennt þau lið sem ég hef þjálfað að stemmningin í hópnum hefur verið mjög góð, menn hafa verið ánægðir og það hefur verið gam- an. Eg legg ekki síst áherslu á að það sé félagslega gaman, því það skilar sér þegar komið er út á völlinn.“ Fjölnota hallir þjóðþrifamál fyrir íslenska knattspyrnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.