Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Dollar hækkar London. Reuter. DOLLARINN hækkaði í yfir 100,5 jen í gær á sama tíma og bollalagt er að væntanlegur leiðtogafundur sjö helztu iðnríkja heims (G7) muni styrkja stöðu bandaríska gjaldmið- ilsins. Verðbréf hækkuðu yfirleitt í Evr- ópu, meðal annars í Bretlandi rétt fyrir lokun, þar sem verri banda- rískar hagspár en gert hafði verið ráð fyrir vekja nýjar vonir um lægri vexti í Bandaríkjunum. Dollarinn hækkaði um 1,5 jen úr rúmlega 99 jenum á föstudag. „Tilhugsunin um að Þjóðveijar, Jap- anar og Bandaríkjamenn styðja sterkan dollar hlýtur að treysta hann í sessi,“ sagði hagfræðingur í London. Japanska blaðið Mainiehi Shimb- un hermir að G7-ríkin verði líklega sammála um að hækkun dollars í að minnsta kosti 110 jen sé viðun- andi. ♦ ♦ ♦ Hagnaður Fiats þrefaltmeiri Torino. Reuter. HAGNAÐUR Fiat SpA fyrir skatt tæplega þrefaldaðist fyrri hluta árs 1995 vegna aukinnar bílasölu um allan heim og minni framleiðslu- kostnaðar. Hagnaður fyrir skatta jókst í 2.15 billjónir líra (1.34 milljarða dollara) úr 727 milljörðum líra á sama tíma í fyrra. Fiat segir að hagnaðurinn stafi af því að sölutekjur hafi aukizt og markaður utan Evrópu stækkað. Bílasala Fiats í heiminum jókst um 10% alls í 1.15 milljónir á fyrri árs- helmingi 1995. Að sögn Fiats er afkoman ekki „að öllu leyti“ fullnægjandi með til- liti til þess að salan hafi verið mik- il og greiða þurfi hluthöfum viðun- andi arð. Sérfræðingar kanna hvaða við- tökur tvær nýjar gerðir Fiats, Brava og Bravo, fá meðal almennings. Fiat hefur sagt að stefnt sé að því að selja um 80.000 bíla af þes- um gerðum í Vestur-Evrópu í ár. Eimskip hreppti varnar- liðsfíutningana á ný FLUTNINGADEILD Bandaríkjahers hefur tekið tilboði Eimskips í 65% af flutningum fyrir varn- arliðið næstu tvö ár og tilboði Van Ommeren í 35% flutninganna. Eimskip tekur að sér flutninga á um 9 þúsund tonnum og nema heildarflutnings- gjöldin u.þ.b. 2 milljónum dollara á ári eða sem samsvarar tæplega 130 milljónum króna. Samskip sendi einnig inn tilboð í þessa flutn- inga sem fékkst ekki uppgefið, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru tilboðin áþekk. Flutningsgjöld Eimskips lækka verulega frá síð- asta útboði en einnig lækkaði Van Ommeren sitt tilboð um tvö hundruð þúsund dollara. Samkvæmt milliríkjasamingi íslands og Banda- ríkjanna eru flutningarnir boðnir út reglulega og fær íslenskt skipafélag sem sendir inn lægsta til- boðið 65% af magninu. Að þessu sinni voru flutn- ingamir boðnir út í júlí, en endanleg niðurstaða lá fyrir á laugardag. Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutn- ingasviðs Eimskips, sagði í samtali við Morgun- blaðið að tilboðið hefði lækkað talsvert frá því á Samskip telja tilboð Eimskips fela í sér um 42% lækkun flutningsgjalda síðasta samningstímabili. Skýringin væri að hluta til sú að flutningsmagnið hefði minnkað samhliða minnkandi umsvifum varnarliðsins. „Við höfum einnig meira rými í skipunum en áður og þessi viðbótarflutningar skapar betri nýtingu." Aðspurð- ur sagði Þórður að miðað við raunverulegt flutn- ingsmagn vamarliðsins undanfarin ár hefði lækk- un flutningsgjalda í för með sér um 60 milljóna króna tekjulækkun. Af hálfu Samskipa er því hins vegar haldið fram að útboðið nú feli í sér 90 milljóna króna lækkun flutningsgjalda frá því sem verið hefur undanfarin tvö ár. Bent er á að varnarliðsflutningarnir hafi síðast verið boðnir út árið 1993 en þá hafi Eim- skip boðið u.þ.b. 3,4 milljónir dollara. Eimskip sé að semja um flutningana nú fyrir u.þ.b. 2 milljón- ir dollara þannig að lækkunin sé 42% eða um 90 milljónir króna. Samskipamenn fullyrða einnig að frá því í nóv- ember 1993 hafí almenn gjaldskrá Eimskips yfir innflutning frá Bandaríkjunum hækkað um tæp 21%. Almennur innfljdjandi Eimskips þurfi nú að greiða 4.714 dollara að meðaltali fyrir 40 feta gám meðan vamarliðið fái flutninga fyrir 1.500 dollara. Varnarliðið greiði því um 68% lægri farm- gjöld en séu almennt á innflutningi. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, segir að niðurstaða útboðsins hafi engin áhrif á flutninga- þjónustu félagsins á Ameríkuleiðinni. Afram verði siglt á þriggja vikna fresti. „Fraktkaupendur þurfa að átta sig á því hvers virði er að hafa sam- keppni og hversu mikil áhrif þeir geta sjálfir haft á samkeppnina. Þegar við hættum beinum sigling- um til Bandaríkjanna ruku farmgjöldin upp en um leið og við hófum þær aftur lækkuðu þau um hundruð milljóna króna.“ Afkoma Flugleiða batnaði verulega fyrstu sjö mánuði yfirstandandi árs Hagnaður rúm- lega 309 millj. AFKOMA af reglulegri starfsemi Flugleiða hf. batnaði um nær 93 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins. Þannig nam tap 43,4 millj- ónum í ár samanborið við 137 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Heildarafkoma batnaði um 402 milljónir milli ára Að teknu tilliti til 329 milljóna hagnaðar af sölu flugvéla, 42 millj- óna hagnaðar dótturfélaga o.fl. óreglulegra liða nam heildarhagn- aður félagsins rúmlega 309 milljón- um samanborið við 93 milljóna tap í fyrra. Heildarafkoman batnaði því um 402 milljónir milli ára. Handbært fé frá rekstri Flug- leiða fyrstu sjö mánuði ársins nam A I V 1 N N U R E K S T R \ R I R Y (, (, I N G runatrygging lausatja, nnbrotsþjófnaðartrygging lausa., atnstjónstrygging lausafjár • Rekstra, töðvunartrygging • Slysatrygging launþeg rAlmenn slysatry ferðarofstrygginc rðasjúkra- og ferc Farangurstryggir Glertrygging • Ka æli- og frystivöruf élatrygging • Rekstrg&. töðvunartrygging vervnMBWá velarbilunar ■ Raf Rafeindatækjat Aukakostnaða J »uv.f»iiu**va«i«is Atvinnurekstrartryggingin er margþætt trygging sem hægt er að laga að þörfum hvers atvinnu- rekanda. Mörg hundruð fyrirtæki búa nú við það rekstraröryggi sem tryggingin veitir. Hr þitt fyrirtæki meðal þeirra? Ráðgjafar okkar veita nánari uppiýsingar um þcssa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVA LMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á! um 1.411 milljónum, sem var 386 milljónum hærri fjárhæð en á sama tímabili á síðasta ári. Flug- leiðir rekja þennan bata í rekstrin- um sem fyrr til fjölgunar farþega og rekstraraðhalds. T-ekist hafi að halda kostnaði í fyrirtækinu í skefjum á sama tíma og tekjur hafi aukist. Afram verði lögð meg- ináhersla á öflugt markaðsstarf og sterka kostnaðarvitund. Fyrstu sjö mánuði ársins voru farþegar Flugleiða í millilanda- flugi rúmlega 473 þúsund, hafði fjölgað um nær 10% frá fyrra ári. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 159 þúsund, hafði fjölgað um rúmlega 5% frá sama tíma árið 1994. Nýttfyrir- tæki tekur við Digital NÝTT fyrirtæki, Örtölvutækni ehf., hefur tekið við Digital-umboðinu og fleiri umboðum af Örtölvutækni- Tölvukaupum hf. Félagið hefur ráðið til sín starfsmenn frá gamla hlutafé- laginu og keypt nokkuð af eignum þaðan. Rekstur nýja félagsins verður til að byrja með fjármagnaður af Wemer Rassmussyni og Kúlulegu- sölunni, í eigu Árna Fannberg og fjölskyldu. Hins vegar mun gamla félagið leita eftir nauðasamningum. Jóhann Fannberg, sonur Arna, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja félags. Hann er gamall starfsmaður Digital-umboðsins en verið sjálfstætt starfandi ráðgjafí um tölvumál. Hann segir áform uppi um það að, eignarhaldsfélagið Hátún 6 hf., sem er í eigu Árna Fannberg, leggi fram hlutafé um áramótin og því verði haldið opnu fyrir starfsmenn að gerast hluthafar. Þá Iiggi fyrir tilboð af hálfu Digital Corporation um hlutafjárframlag til félagsins og gert sé ráð fyrir þátttöku Werners. Hann sagði að viðræður hefðu verið í gangi við kröfuhafa um nauðasamninga Örtölvutækni-Tölvu- kaupa og góðar horfur væru á því að þeir næðu fram að ganga. Karl Wemersson hefur verið ráð- inn skrifstofustjóri nýja félagsins til næstu áramóta. Amerískir dagar hefjast í dag í verslunum víða um land Mesta kynn- ingin til þessa AMERÍSKIR dagar hefjast í dag og munu standa yfir næstu 2 vik- urnar. Þessi árlegi atburður verður með nokkuð öðru sniði nú en áður þar sem aukin áhersla verður lögð á kynningu úti á landsbyggðinni og mun sendiherra Bandaríkjanna, Parker W. Borg, m.a. taka þátt í dagskránni í nokkrum bæjum úti á landi. Þeir bæir sem sendiherr- ann mun heimsækja eru: Akureyri þann 3. október, ísafjörður 4. októ- ber, Selfoss 6. október, Vest- mannaeyjar 9. október, og Egils- staðir 11. október. „Ástæðan fyrir þessum dögum er fyrst og fremst sú að við teljum að við getum boðið mjög mikið af góðum, bandarískum vömm á góðu verði sem íslendingar hafa áhuga á að kaupa. ísland hefur ákveðið forskot á aðrar Evrópu- þjóðir vegna legu landsins mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þessi staðsetning gerir það að verkum að hægt er að flytja vörur inn til landsins frá Bandaríkjunum á lægra verði en t.d. til Evrópu," segir Borg. NAFTA ekki inni í myndinni Borg telur ekki líklegt að íslend- ingar geti fengið aðild að NAFTA í bráð. „í dag eru u.þ.b. 80% alls innflutnings Islendinga til Banda- ríkjanna tollfijáls. ÍSlendingum er hins vegar mjög mikið í mun að vemda ákveðna hluta efnahagslífs síns. Það er því erfítt að sjá hvem- ig ísland ætlar sér að taka þátt í fríverslun innan NAFTA-svæðis- ins. í fyrsta lagi stendur engin stækkun fyrir dyrum hjá NAFTA nú en við höfum lagt áherslu á vilja okkar til þess að styrkja tví- hliða tengsl á milli landanna tveggja og kanna möguleika á tollalækkunum. Við sjáum hins vegar ekki neinn ávinning í aðild íslands að NAFTA nú.“ Sérmerkingar áhyggjuefni Að sögn Borg valda reglugerðir Evrópusambandsins um merking- ar á vörum nokkrum áhyggjum hjá innflytjendum hér á landi. „Ég held að allir hafi talið að samning- urinn um EES myndi valda lækkun á vömverði hér á landi en ekki hærra verði eða útiloka jafnvel vörar annars staðar frá. Vanda- málið hér er merkingar og hversu dýrt það yrði fyrir framleiðendur eða innflytjendur að endurmerkja þessar vörar. Það er mögulegt fyrir suma sökum þess hve gríðar- lega vinsælar vörur þeirra eru hér á landi en í mörgum tilfellum er neyslan ekki nægilega mikil til þess að innflytjandi geti réttlætt sérstakar merkingar. Eins og við vitum er vöruverð hér á landi mjög hátt miðað við annars staðar í heiminum og þetta myndi einungis leiða til hærra vöraverðs auk þess sem draga myndi úr vöruúrvali." Borg segir hér vera um mikla hagsmuni fyrir bandarísk fyrir- tæki að ræða. Vegna smæðar markaðarins hafi fyrirtækin oft nýtt sér hann sem tilraunamarkað í útflutningi áður en þau hafí snú- ið sér að stærri mörkuðum Evr- ópu. Kynningar á borð við Amer- íska daga beri mikilvægi hans líka vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.