Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj in Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN EA er alls um 1140 brúttótonn, með 3000 hestafla ÞORSTEINN EA heldur að öllum líkindum til rækjuveiða í dag vél. Skipið er um 51 metri að iengd og 12,5 metrar að breidd. og höfðu skipverjar í nógu að snúast við að gera klárt. Nýtt skip Samheija til heimahafnar LOÐNIJ- og togveiðiskipið Þor- steinn EA-810 kom til heima- hafnar á Akureyri sl. sunnudags- kvöld. Nýr eigandi skipsins er Samherji hf. en það hét áður Helga II og var í eigu Armanns Armannssonar, útgerðarmanns í Reykjavík. Samherji er nú með 10 skip í rekstri, með Akraberg- inu, sem fyrirtækið á með fær- eyskum útgerðaraðila. Hinir nýju eigendur fengu skipið afhent í Reykjavík sl. föstudag og var von á því til heimahafnar úpp úr hádegi á sunnudag. Vegna brælu á leið- inni tafðist skipið og kom ekki til hafnar fyrr en um kl. 21. Að sögn Þorsteins Vilhelms- sonar, eins eigenda Samheija, er stefnt að því að Þorsteinn EA haldi til rækjuveiða í dag, þriðju- dag. Skipið mun m.a. leggja upp afla hjá Strýtu hf. á Akureyri og Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Þorsteinn EA, sem er með búnað til rækjufrystingar um borð, er um 51 m að lengd og 12,5 m að breidd. Skipið var smíðað í Noregi árið 1988 og er um 1140 brúttótonn, með 3000 hestafla vél. í áhöfn verða 14-16 manns, skipstjóri er Geir Garð- arsson og fyrsti stýrimaður og afleysingarskipstjóri Hörður Guðmundsson. Aðalskrifstofa Háskólans á Akureyri opnuð á nýju háskólasvæði við Sólborg Fleiri hús afhent í byijun næsta árs Morgunblaðið/Margrét Þóra Höfðingleg gjöf YFIRSTJÓRN Háskólans á Akur- eyri hefur flutt sig um set yfir á hið nýja háskólasvæði við Sólborg og var þeim áfanga fagnað með athöfn á laugardag. Háskólinn fékk húsakynni, þar sem áður var vistheimili fyrir þroskahefta, afhent í byrjun apríl síðastliðinn og var hafist handa við nauðsynlegar endurbætur í bytjun júlí. Þeim er nú lokið og yfirstjórn skólans flutt inn í húsnæðið, en þar er skrifstofa rektors, framkvæmda- stjóra, laun og bókhald, nemenda- skráning, tölvuþjónusta, námsráð- gjöf, endurmenntun og afgreiðsla. Félagsaðstaða stúdenta I máli Þorsteins Gunnarssonar háskólarektors kom fram að búist er við að önnur hús á svæðinu verði afhent í byijun næsta árs, en hann vænti þess að húsnæði fengist fyrir félagsaðstöðu stúdenta, um 100 fermetrar að stærð, á næstunni. Framundan er að tiyggja fjár- magn til áframhaldandi endurbóta á húsnæðinu á Sólborg og að und- irbúa nýbyggingu fyrir kennslu. Menntamálaráðherra, sem ekki gat verið viðstaddur opnunina þar sem ekki viðraði til flugs, hefur skipað starfshóp til að fjalla um fram- kvæmdir á háskólasvæðinu. Þorsteinn gat þess að næstu áfangar í byggingamálum háskól- ans væru skipulag háskólasvæðis- ins á Sólborg og frumhönnun ný- bygginga, endurbætur á eldra hús- næði, m.a. fyrir bókasafn, lesstof- ur, kennslustofur og mötuneyti auk nýbyggingar, kennslu og rannsókn- arhúss; Viðræður við samstarfsstofnanir Rektor nefndi að hafa þyrfti sam- ráð við þær fjórar rannsóknarstofn- anir sem háskólinn ætti samstarf við, Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins, Iðn- tæknistofnun og Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins, en þessum sam- starfsstofnunum skólans, ásamt þeim sem síðar bætast við er ætlað- ur staður í kennslu- og rannsóknar- húsi á Sólborg. Taka þarf upp við- ræður við þessar stofnanir um hvernig háttað verður samstarfi við þær um uppbyggingu rannsóknar- aðstöðu á Sólborgarsvæðinu. Einnig kom fram í máli rektors að fram hafa komið hugmyndir um samvinnu við Akureyrarbæ og fleiri um nýtingu á fyrirlestrarsal og um starfsemi á bókasafni. ARNÓR Karlsson kaupmaður í Blómabúðinni Laufás gaf Há- skólanum á Akureyri 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum landsins og þijá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á nýtt framtíð- arsvæði við Sólborg. „Ég á vart orð til að lýsa þakk- læti mínu til Arnórs fyrir þessa glæsilegu gjöf en háskólinn mun varðveita hana vel komandi kyn- slóðum til ánægju og yndisauka. Af hógværð sinni hefur Arnór sagt að hann væri aðeins milli- göngumaður milli listamanna og háskólans í þessu máli og ætla ég mér ekki að gera athugasemd við þá skoðun Arnórs en bæti þó við að höfðinglegri milligöngu- mann hef ég aldrei fyrirhitt áður á lífsleiðinni,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor háskólans á Akureyri er hann tók við gjöf Arnórs. Hér sýnir Arnór Kristínu Al- bertsdóttur eitt verkanna sem prýðir skrifstofu háskólarektors. Atvinnu- lausum fækkar UM síðustu mánaðamót voru um 320 manns á atvinnuleys- isskrá á Akureyri og hafði fækkað um 86 frá mánuðin- um á undan. Fjöldi atvinnu- iausra nú er svipaður og á sama tíma í fyrra. Af þessum hópi voru um 130 karlar á atvinnuleysis- skrá og um 190 konur. Verkafólk er stærsti hópurinn á atvinnuleysisskránni en hins vegar er frekar lítið um iðnaðarmenn skrá og virðist atvinnuástandið hjá þeim því vera nokkuð gott um þessar mundir. Um þriðjungur þess fólks sem er á skrá er í hlutastarfi eða er kallað í vinnu af og til en hefur engu að síður bótarétt að hluta. . Húsvískar slysavarnakonur Hættu við hjólreiðaför vegna veðurs KONUR í Kvenna Slysa- varnafélags íslands á Húsa- vík sem hugðust hjóla til Dalvíkur síðastliðinn laugar- dag urðu að fresta ferðinni vegna veðurs. Þær hafa verið að safna áheitum en pening- ana sem þannig safnaðst á að nota í lokaáfanga við Slysavarnahúsið. Ákveðið hefur verið að hljóla næstu helgi, laugar- daginn7. október verði veður skaplegt, en forsvarsmenn söfnunarinnar eru staðráðir í að hljóla til Dalvíkur. Söfnunarfólki hefur verið vel tekið og þegar orðið ljóst að sú upphæð sem safnast mun skipta miklu máli vegna framkvæmda við Slysavarna- húsið. Staða og horfur í kjaramálum BJÖRN Snæbjömsson for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar ræðir stöðu og horf- ur í kjaramálum í upphafi vetrar á fundi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 4. október en hann hefst kl. 15.00.. ijjtu ekki af jeptemberbókunum ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.