Morgunblaðið - 03.10.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.10.1995, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj in Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN EA er alls um 1140 brúttótonn, með 3000 hestafla ÞORSTEINN EA heldur að öllum líkindum til rækjuveiða í dag vél. Skipið er um 51 metri að iengd og 12,5 metrar að breidd. og höfðu skipverjar í nógu að snúast við að gera klárt. Nýtt skip Samheija til heimahafnar LOÐNIJ- og togveiðiskipið Þor- steinn EA-810 kom til heima- hafnar á Akureyri sl. sunnudags- kvöld. Nýr eigandi skipsins er Samherji hf. en það hét áður Helga II og var í eigu Armanns Armannssonar, útgerðarmanns í Reykjavík. Samherji er nú með 10 skip í rekstri, með Akraberg- inu, sem fyrirtækið á með fær- eyskum útgerðaraðila. Hinir nýju eigendur fengu skipið afhent í Reykjavík sl. föstudag og var von á því til heimahafnar úpp úr hádegi á sunnudag. Vegna brælu á leið- inni tafðist skipið og kom ekki til hafnar fyrr en um kl. 21. Að sögn Þorsteins Vilhelms- sonar, eins eigenda Samheija, er stefnt að því að Þorsteinn EA haldi til rækjuveiða í dag, þriðju- dag. Skipið mun m.a. leggja upp afla hjá Strýtu hf. á Akureyri og Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Þorsteinn EA, sem er með búnað til rækjufrystingar um borð, er um 51 m að lengd og 12,5 m að breidd. Skipið var smíðað í Noregi árið 1988 og er um 1140 brúttótonn, með 3000 hestafla vél. í áhöfn verða 14-16 manns, skipstjóri er Geir Garð- arsson og fyrsti stýrimaður og afleysingarskipstjóri Hörður Guðmundsson. Aðalskrifstofa Háskólans á Akureyri opnuð á nýju háskólasvæði við Sólborg Fleiri hús afhent í byijun næsta árs Morgunblaðið/Margrét Þóra Höfðingleg gjöf YFIRSTJÓRN Háskólans á Akur- eyri hefur flutt sig um set yfir á hið nýja háskólasvæði við Sólborg og var þeim áfanga fagnað með athöfn á laugardag. Háskólinn fékk húsakynni, þar sem áður var vistheimili fyrir þroskahefta, afhent í byrjun apríl síðastliðinn og var hafist handa við nauðsynlegar endurbætur í bytjun júlí. Þeim er nú lokið og yfirstjórn skólans flutt inn í húsnæðið, en þar er skrifstofa rektors, framkvæmda- stjóra, laun og bókhald, nemenda- skráning, tölvuþjónusta, námsráð- gjöf, endurmenntun og afgreiðsla. Félagsaðstaða stúdenta I máli Þorsteins Gunnarssonar háskólarektors kom fram að búist er við að önnur hús á svæðinu verði afhent í byijun næsta árs, en hann vænti þess að húsnæði fengist fyrir félagsaðstöðu stúdenta, um 100 fermetrar að stærð, á næstunni. Framundan er að tiyggja fjár- magn til áframhaldandi endurbóta á húsnæðinu á Sólborg og að und- irbúa nýbyggingu fyrir kennslu. Menntamálaráðherra, sem ekki gat verið viðstaddur opnunina þar sem ekki viðraði til flugs, hefur skipað starfshóp til að fjalla um fram- kvæmdir á háskólasvæðinu. Þorsteinn gat þess að næstu áfangar í byggingamálum háskól- ans væru skipulag háskólasvæðis- ins á Sólborg og frumhönnun ný- bygginga, endurbætur á eldra hús- næði, m.a. fyrir bókasafn, lesstof- ur, kennslustofur og mötuneyti auk nýbyggingar, kennslu og rannsókn- arhúss; Viðræður við samstarfsstofnanir Rektor nefndi að hafa þyrfti sam- ráð við þær fjórar rannsóknarstofn- anir sem háskólinn ætti samstarf við, Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins, Iðn- tæknistofnun og Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins, en þessum sam- starfsstofnunum skólans, ásamt þeim sem síðar bætast við er ætlað- ur staður í kennslu- og rannsóknar- húsi á Sólborg. Taka þarf upp við- ræður við þessar stofnanir um hvernig háttað verður samstarfi við þær um uppbyggingu rannsóknar- aðstöðu á Sólborgarsvæðinu. Einnig kom fram í máli rektors að fram hafa komið hugmyndir um samvinnu við Akureyrarbæ og fleiri um nýtingu á fyrirlestrarsal og um starfsemi á bókasafni. ARNÓR Karlsson kaupmaður í Blómabúðinni Laufás gaf Há- skólanum á Akureyri 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum landsins og þijá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á nýtt framtíð- arsvæði við Sólborg. „Ég á vart orð til að lýsa þakk- læti mínu til Arnórs fyrir þessa glæsilegu gjöf en háskólinn mun varðveita hana vel komandi kyn- slóðum til ánægju og yndisauka. Af hógværð sinni hefur Arnór sagt að hann væri aðeins milli- göngumaður milli listamanna og háskólans í þessu máli og ætla ég mér ekki að gera athugasemd við þá skoðun Arnórs en bæti þó við að höfðinglegri milligöngu- mann hef ég aldrei fyrirhitt áður á lífsleiðinni,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor háskólans á Akureyri er hann tók við gjöf Arnórs. Hér sýnir Arnór Kristínu Al- bertsdóttur eitt verkanna sem prýðir skrifstofu háskólarektors. Atvinnu- lausum fækkar UM síðustu mánaðamót voru um 320 manns á atvinnuleys- isskrá á Akureyri og hafði fækkað um 86 frá mánuðin- um á undan. Fjöldi atvinnu- iausra nú er svipaður og á sama tíma í fyrra. Af þessum hópi voru um 130 karlar á atvinnuleysis- skrá og um 190 konur. Verkafólk er stærsti hópurinn á atvinnuleysisskránni en hins vegar er frekar lítið um iðnaðarmenn skrá og virðist atvinnuástandið hjá þeim því vera nokkuð gott um þessar mundir. Um þriðjungur þess fólks sem er á skrá er í hlutastarfi eða er kallað í vinnu af og til en hefur engu að síður bótarétt að hluta. . Húsvískar slysavarnakonur Hættu við hjólreiðaför vegna veðurs KONUR í Kvenna Slysa- varnafélags íslands á Húsa- vík sem hugðust hjóla til Dalvíkur síðastliðinn laugar- dag urðu að fresta ferðinni vegna veðurs. Þær hafa verið að safna áheitum en pening- ana sem þannig safnaðst á að nota í lokaáfanga við Slysavarnahúsið. Ákveðið hefur verið að hljóla næstu helgi, laugar- daginn7. október verði veður skaplegt, en forsvarsmenn söfnunarinnar eru staðráðir í að hljóla til Dalvíkur. Söfnunarfólki hefur verið vel tekið og þegar orðið ljóst að sú upphæð sem safnast mun skipta miklu máli vegna framkvæmda við Slysavarna- húsið. Staða og horfur í kjaramálum BJÖRN Snæbjömsson for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar ræðir stöðu og horf- ur í kjaramálum í upphafi vetrar á fundi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 4. október en hann hefst kl. 15.00.. ijjtu ekki af jeptemberbókunum ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.